Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
53
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
1. flokks ritarar
Stjórnunarritarar
Vegna mikillar eftirspurnar vantar okkur 1.
flokks ritara, í störf allan daginn, hjá eftirtöld-
um fyrirtækjum:
1. lögfræðiskrifstofum,
2. innflutningsfyrirtækjum,
3. félagasamtökum,
4. opinberum stofnunum.
Skilyrði er leikni í vélritun, reynsla af tölvu-
notkun og góð enskukunnátta. Æskilegt er
að umsækjendur séu eldri en 25 ára og eigi
gott með að starfa sjálfstætt.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00.
Afleysinga- og rádningaþ/ónusta
Lidsauki hf.
Skólavördustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355
Tvftug stúdína
með ágætis tungumálakunnáttu óskar eftir
líflegu og fjölbreytilegu starfi.
Uppl. í síma 40373 milli kl. 18.00 og 20.00.
Bifreiðasmiðir
Óskum eftir vönum mönnum við bílaréttingar.
BifreiöaverkstæðiÁrna Gíslasonar hf.,
Tangarhöfða 8-12.
SMllU'JVEG H ?ÚÖ KÓPAVOGl S 91-641340
BYGGINGAVERKTAIQ
Nemar
óskast í eftirtaldar iðngreinar:
1. Húsasmíði.
2. Múrverk.
3. Rafvikjun.
M€€NS
Óskum að ráða afgreiðslustúlku sem fyrst.
Æskilegur aldur 18-25 ára.
Umsækjendur komi til viðtals í verslunina
mánudag eftir kl. 16.00.
Auglýsingateiknarar
textagerðarmenn
Óskum að ráða góða teiknara og textasmiði.
Vinsamlegast hafið samband í síma 621711.
Svona gerum við,
Auglýsingar
— almenningstengsl.
Setjarar
Útgáfufyrirtæki í miðbænum óskar að ráða
vana setjara.
Líflegur vinnustaður.
Vinnutími frá kl. 9.00-17.00.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
11. febrúar merktar: „Innskrift — 3000“.
Trésmiðir
Fyrirtækið er trésmiðja í Kópavogi.
Starfið felst í frágangi á gluggum, húseining-
um og öðrum léttum störfum.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu tré-
smiðir eða hafi reynslu af hliðstæðum
störfum. Viðkomandi þurfa að geta byrjað
sem allra fyrst.
Vinnutími er frá kl. 7.30-16.00.
Umsóknarfrestur er til og með 12. febrúar
1987.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00.
Afleysmga- og rádnmgaþjónusta
Liösauki hf.
Skolavordustig 1a - 101 Reykjavik - Simi 621355
1
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVIKURBORG
Rafmagnsveita Reykjavíkur
óskar að ráða starfsmann (lokunarmann) til
innheimtustarfa. Þarf að hafa bifreið til um-
ráða.
Upplýsingar um starfið gefur starfsmanna-
stjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur í síma
686222.
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
óskar að ráða eftirtalið starfsfólk:
Deildarmeinatækni í 100% starf.
Bókasafnsfræðing í 50% starf.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu fram-
kvæmdastjóra heilsugæslustöðva og hjá
hjúkrunarforstjóra Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur, í síma 22400.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð
á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Skipstjóri
vanur tog- og netaveiðum óskast á 240 tonna
bát gerðan út frá Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma 51897.
25 ára maður
sem er að Ijúka stjórnmálafræði frá HÍ óskar
eftir vinnu.
Hann hefur reynslu sem sölumaður, lög-
regluþjónn o. fl.
Nánari upplýsingar í síma 11394.
Bókaverslun
— Austurborginni
Starfsmaður óskast hálfan eða allan daginn.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
13. febr. merktar: „Bókaverslun — 1773“.
Starfsmaður á sölu-
skrifstofu Flugleiða
óskast
Starfsmaður óskast sem fyrst til starfa á
söluskrifstofu félagsins í Reykjavík. Starfið
felst í almennum afgreiðslustörfum á sölu-
skrifstofu. Félagið leitar eftir starfsmönnum
með áhuga á sölu- og ferðamálum. Tungu-
málakunnátta nauðsynleg og þekking á
farseðlum æskileg. Skriflegar umsóknir ósk-
ast sendar starfsmannaþjónustu félagsins,
Reykjavíkurflugvelli, fyrir 13. febrúar nk.
FLUGLEIDIR
Viðskiptamenntun
Eitt af stærstu fyrirtækjum landsins, vel
staðsett í borginni, vill ráða starfskraft til að
skipuleggja og stjórna flutningum og
birgðahaidi.
Starfið er laust strax.
Leiðað er aö aðila með viðskiptamenntun
ásamt bókhalds- og tölvukunnáttu, sem get-
ur unnið sjálfstætt. Góð laun í boði.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf, sendist skrifstofu okkar, fyrir 15. febrú-
ar nk.
QjðntTónsson
RAÐCJOF & RAÐN I N CARÞJON U 5TA
TÚNGÖTU 5, 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI621322
Rekstrar-
hagfræðingur
með rúmlega 2ja ára starfsreynslu óskar
eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Get
hafið störf strax. Tilboð sendist auglýsinga-
deild Mbl. merkt: „P — 2079“.
ORKUBÚ VESTFJARÐA
Rafvirki — línumaður
Óskum eftir að ráða rafvirkja og línumann
til starfa í vinnuflokki á Hólmavík.
Upplýsingar gefur Þorsteinn Sigfússon í síma
95-3113 eða 95-3310. Umsóknir sendist
Orkubúi Vestfjarða, Hafnarbraut 33, 510
Hólmavík eða Stakkanesi 1, 400 ísafirði fyrir
25. febrúar nk.
Leikskólinn
Tjarnarborg
Fóstra eða starfsmaður með uppeldismennt-
un óskast nú þegar til stuðnings vegna barna
með sérþarfir. Um er að ræða hlutastarf
eftir hádegi.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma
15798.
Matreiðsla
Nemi óskast í matreiðslu sem fyrst. Lág-
marksaldur 18 ára.
Upplýsingar aðeins gefnar á staðnum nk.
mánudag milli kl. 13.00 og 15.00
ÞORSfttiCAFÉ
/194611198ó\
Verkfræðingur
— Tæknifræðingur
Norræna eldfjallastöðin óskar að ráða verk-
fræðing - tæknifræðing á rafeindasviði til
starfa sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hörður
Halldórsson.
Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun
og fyrri störf sendist fyrir 1. mars nk.
Norræna eldfjallastöðin,
Jarðfræðahúsi Háskólans,
101 Reykjavík.