Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR' 1987'
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Laus staða
Dósentsstaða í Línískri bakteríufræði við
læknadeild Háskóla íslands er laus til um-
sóknar. Staða þessi er hlutastaða og veiting
hennar og tilhögun er skv. ákvaeðum 10. gr.
laga nr. 77/1979, um Háskóla íslands, m.a.
að því er varðar tengsl við sérfræðistörf utan
háskólans.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsækjendur skulu hafa starfað við bakt-
eríu- og veirurannsóknir og hafa staðgóða
menntun í klínískri greiningu og meðferð
smitsjúkdóma. Umsóknir ásamt rækilegri
skýrslu um vísindastörf umsækjenda, rann-
sóknir og ritsmíðar, svo og námsferil og störf
skulu sendar menntamálaráðuneytinu Hverf-
isgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 6. mars nk:
Menntamálaráðuneytið,
5. febrúar 1987.
Fóstrur — fóstrur
Félagsmálastofnun Akureyrar auglýsir eftir
forstöðumönnum við dagvistirnar, Síðusel,
Árholt og Iðavöll.
Síðusel er 3ja deilda blönduð dagvist með
81 barni.
2 leikskóladeildir og 1 dagvistardeild.
Staðan veitist frá 1. maí 1987.
Árholt er leikskóli, 1 deild og þar dvelja
32-35 börn í senn.
Starfið er laust frá 1. apríl 1987 til 1. apríl
1988 í 1 ár vegna forfalla.
Iðavöllur er leikskóli, 1 deild þar dvelja 32-35
börn í senn.
Um er að ræða 50% starf sem veitist frá
15. mars 1987.
Laun samkvæmt kjarasamningum Akur-
eyrarbæjar.
Umsóknir skulu berast fyrir 1. mars 1987.
Allar nánari upplýsingar gefur dagvistarfull-
trúi alla virka daga frá 10.00-12.00 í síma
96-25880.
Starfsstúlka óskast
til starfa við uppvask. Góð laun í boði.
Uppl. í síma 33272 milli kl. 13.00 og 16.00.
Sölustjóri
— markaðsfulltrúi
Fyrirtækið: 10 ára iðnaðar/þjónustufyrirtæki
staðsett í Hafnarfirði.
Óskar eftir: Sölustjóra sem tekur upp breyt-
ingakerfi með heimsóknum í verslanir, fyrir-
tæki og stofnanir og heldur síðan sambandi
sfmleiðis og með heimsóknum.
Söluvaran: Fyllilega samkeppnishæf erlend-
um innfluttum vörum og hefur þegar skapað
sér nafn á íslenskum markaði.
Launakjör: Góð laun og möguleiki fyrir réttan
aðila að auka umbun sína.
Umsóknir: Greini frá fyrri störfum og öðrum
nauðsynlegum upplýsingum, sendist auglýs-
ingadeild Mbl. fyrir 16. feb. merktar:
„A - 10022“.
Rafvirki
Rafvirki með löggildingu og mikla reynslu í
húsa- og skiparaflögnum óskar eftir góðu
framtíðarstarfi.
Tilboð óskast sent auglýsingadeild. Mbl.
merkt: „Rafvirki — 2080“ fyrir 14. febrúar.
Hlutastarf
Maður með áralanga starfsreynslu við inn-
flutnings- og sölustörf auk vörukaupa á
byggingavörum, hráefni til ýmisskonar iðnað-
ar sérstaklega í járni, stáli og áli, kaupa á
vélum og vélahlutum upp í heilar verksmiðjur
ásamt samningum þar að lútandi óskar eftir
hlutastarfi eftir nánara samkomulagi.
Gagnkvæmur trúnaður.
Þeir sem áhuga kunna að hafa sendi nafn
og símanúmer inn á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „Hlutastarf — 1999“.
Smurbrauðsdömur
Við leitum eftir vönu fólki í brauðstofu hótels-
ins í hlutastörf.
Nánari upplýsingar á skrifstofu hótelstjóra.
Upplýsingar ekki gefnar í síma.
HÓTEL
LOFTLPÐIR
FLUGLEIDA HÓTEL
Byggingarverk-
fræðingur óskast
Byggingarverkfræðingur með 3-5 ára starfs-
reynslu óskast til starfa við útibú okkar á
Reyðarfirði.
Starfið er fjölbreytt og felur í sér bæði hönn-
un, eftirlit með framkvæmdum svo og gerð
tilboða og aðra verktakaþjónustu.
Við leitum að röskum manni, sem getur unn-
ið sjálfstætt og er reiðubúinn að takast á
við margvísleg verkefni.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
okkar í Reykjavík.
hönnun hf
Ráðgjafarverkfræðingar FRV
Síðumúla 1-108 Reykjavík • Sími (91) 84311
Viðskiptafræðingur
Þjónustufyrirtæki á Suðurlandi vill ráða við-
skiptafræðing til tímabundinna verkefna á
sviði fjármála, bókhalds, innheimtu og áætl-
anagerðar.
Leitað er að hörkuduglegum aðila, með
starfsreynslu, sem vill hella sér í gott verk-
efni í 4-6 mánuði.
Nánari upplýsingar á skrifstofu.
GlJÐNT IÓNSSON
RÁÐCJÖF &RÁDN1NCARÞJÓNUSTA
TÚNGÖTU 5. I0l REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Hársnyrtisveinn
óskast í hlutastarf rakara eða hárgreiðslu.
Vinsamlegast skilið umsóknum á auglýsinga-
deild Mbl. merktum: „Hár — 10019“ fyrir 16.
febrúar.
Barngóð
Barngóð og dugleg stúlka óskast til að passa
tvö börn og hjálpa til á heimili í Noregi.
Upplýsingar í síma 17371 á kvöldin og 28610
á daginn virka daga.
Sjúkrahús Kefla-
víkurlæknishéraðs
Hjúkrunarfræðingar óskast frá 1. mars 1987.
Uppl. gefur hjúkrunarforstjóri í síma 92-4000.
Rafeindavirkjar
Óskum eftir að ráða rafeindavirkja til starfa
á mæla- og rafeindaverkstæði okkar, þar
sem að jafnaði eru starfandi 5 menn auk
verkstjóra.
Við leitum að áhugasömum mönnum sem
hafa full réttindi sem rafeindavirkjar og eru
tilbúnir til að takast á við margbreytileg
tæknistörf.
Helstu verkefni eru viðhald, þróun og ný-
smíði búnaðar á eftirtöldum sviðum:
Tölvukerfi.
Fjarskiptakerfi.
Sjálfvirkni.
Efnagreiningatæki.
Mælitæki.
Annar rafeindabúnaður íverksmiðjunni.
Um fjölbreytilegt framtíðarstarf er að ræða.
Ráðning nú þegar eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir verkstjóri, Erlingur
Kristjánsson, í síma 91-52365 á tímabilinu
kl. 13.00-16.00.
Umsóknareyðublöð fást hjá Bókaverslun
Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík og Bóka-
búð Olivers Steins, Hafnarfirði.
íslenzka álfélagið hf.
Á
Álafoss hf.
Verkafólk
Aukin verkefni kalla á duglegt starfsfólk í
ýmis störf hjá okkur:
Á dagvaktir, dag- og kvöldvaktir eða fastar
næturvaktir.
Okkur vantar saumakonur vanar eða óvanar
og starfsfólk í bandverksmiðju, fataverk-
smiðju og dúkaverksmiðju.
Starfsmannaferðir eru úr Reykjavík og Kópa-
vogi á öllum vaktaskiptum. Hafið strax
samband við starfsmannahald í síma
666300.
Starfsmannastjóri.
Sölumaður
— notaðar bifreiðir
Bílasalan Bjallan vill ráða áhugasaman, lipran
og duglegan sölumann notaðra bifreiða.
Æskilegur aldur 21-35 ár.
Björt og góð vinnuskilyrði.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá síma-
verði.
IHIHEKIAHF
I Laugavegi 170-172. Sími 695500.
Vantar þig
starfskraft?
Ef svo er þá er ung kona með, reynslu af
skrifstofustörfum, vélritun og innskrift á tölvu
kannski tilbúin að leggja þér lið.
Upplýsingar í síma 21587.
Tónlistarmenn
Skólastjóra vantar að Tónlistarskóla Seyðis-
fjarðar næsta starfsár. Einnig vantar organ
ista við Seyðisfjarðarkirkju.
Upplýsingar í símum 97-2365 og 97-2366.