Morgunblaðið - 08.02.1987, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1987
MENNINGARVIKUR
í DÚSSELDORF
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Svo sem mörgum mun kunnugt
stóð jrfír gagnmerk kynning á
norrænni menningu í Diisseldorf
í október og nóvember, er bar
nafnið „Norrænar vikur" (Nord-
ische Wochen).
Hér var á ferðinni hvorki meira
né minna en umfangsmesta
menningarkynning, sem norrænu
þjóðimar fímm, Island, Noregur,
Danmörk, Svíþjóð og Finnland,
hafa gengist fyrir sameiginlega
utan Norðurlanda og var hún á
vegum sambandsfylkisins Norð-
ur-Rín Vestfalíu og höfuðborgar
þess, Diisseldorf.
Kynningin var í líku formi og
„Scandinavia Today“ í Banda-
ríkjunum, en kynningin í Diissel-
dorf var mun fjölþættari.
Hér var ekki farið eftir höfða-
tölu né sérskoðunum ýtt að,
heldur hlutu allar þjóðimar ríku-
legt tækifæri til að kynna hina
ýmsu þætti menningar sinnar á
jafnréttisgrundvelli, í senn gamalt
og nýtt.
Þegar hlutimar fá að njóta sín,
eins og þeir koma fyrir, en eru
ekki fjarstýrðir af listpólitískum
sérhagsmunaöflum, er vilja hafa
forsjá um skoðanir fólks, þá vill
útkoman iðulega vera óvænt.
Þannig mun íslenska kynningin í
Benrath-höll hafa verið það fram-
lag, sem mest var fjallað um í
þýskum fjölmiðlum, ásamt sýn-
ingunum „f ljósi norðursins" (Im
lichte des Nordens) og „Gler í
Svíþjóð 1915-60“.
Sýningin „í ljósi norðursins"
er að stofni til sama sýning og
vakti svo dijúga athygli á „Scand-
inavia Today" í Bandaríkjunum
og var sett upp í London í haust
undir nafninu „Draumurinn um
sumamóttina" og vakti þar einnig
athygli og svo aftur í Diisseldorf.
Sýningin fer þaðan til Parísar,
ef hún stendur þá ekki yfír um
þessar mundir, og ég mun gera
grein fyrir henni hér í blaðinu eða
Lesbók fljótlega.
Nýlega barst þeim, er þetta rit-
ar, safn blaðaúrklippa um ýmsa
þætti menningarkynningarinnar
og þá aðallega seinni hluta henn-
ar, sem að mestu fór fram í
„Orangerie Benrath" auk nok-
kurra annarra menningarmið-
stöðva í Dusseldorf.
Á dagskrá vom myndlist, bók-
menntir og tónlist. Fulltrúi íslands
á sviði myndlistar var Vilhjálmur
Bergsson, listmálari, sem búsett-
ur hefur verið í Dusseldorf frá
árinu 1983 og er kvæntur þýskri
konu.
Áður hafði Helgi Gíslason,
myndhöggvari, sýnt skúlptúra í
Gallerí Vögel og mun um það
framlag hans hafa verið fjallað í
íslenzkum fjölmiðlum, en öllu
minna um framlag Vilhjálms.
Langar mig til að bæta hér
nokkuð úr og að sjálfsögðu held
ég mig einvörðungu við myndlist-
ina og þátt Vilhjálms auk þess
að flalla seinna um sýningun „í
ljósi norðursins", en vísa öðrum
viðburðum til réttra umsagnarað-
ila.
Fram kemur að myndir Vil-
hjálms Bergssonar hafa vakið
mikla athygli í fjölmiðlum í Diiss-
eldorf og nágrenni og þá einkum
fyrir það, að þær hvetja skoðend-
uma til að beita skapandi hugsun.
Myndimar hafa samheitið
„Lífrænar víddir" (Biotische
Synthese), en listamaðurinn hefur
verið vígður ákveðinni formaver-
öld í rúmi og tíma um fjölda ára
— eða allt frá því að ismar sjötta
áratugarins hættu að orka á haiín
og hann gerðist fráhverfur þeim.
Sýning Vilhjálms var vel kynnt
í þýskum fjölmiðlum við opnun
hennar og kemur þar fram, að
hún var að hluta til kostuð af
utanríkisráðuneytinu íslenzka.
Sagt er frá ferli hans sem lista-
manns, námi, sýningum o.s.frv.
Susanne Lambrecht fjallar um
sýninguna sjálfa í Rheinische Post
undir fyrirsögninni „Hljótt og
bjart", hinn 18. nóvember og seg-
ir m.a.: „Verkin á þessari sýningu
minna á málverk norrænna mál-
ara frá aldamótunum, sem sýnd
eru í Listasafninu í Dusseldorf,
þótt viðfangsefnin séu ólík. Hin
tæra birta er sérstaklega áhrifa-
mikil í landslagsmyndum alda-
mótaáranna og kyrrðin er
einkenni, þar sem tímaleysi ríkir
í núinu. Gott dæmi um þetta er
mjmdin eftir Þórarin B. Þorláks-
son, fulltrúa íslenzkrar myndlistar
frá þeim tíma. Mjög svipaða
stemmningu og ástand er að fínna
í myndrænum uppgötvunum Vil-
hjálms Bergssonar.
Eftir nám í Kaupmannahöfn
og París (1958—60) byijaði mál-
arinn, sem þá var á þrítugsaldri,
að losa sig frá viðurkenndri fram-
úrstefnu í myndlist. Innviðir verka
hans urðu brátt að formum, sem
uxu út í birtuna, líkt og fyöll eða
náttúruform, sem teygja sig upp
í ljósið (Gestur 1971). Þar með
hafði Bergsson Iagt grundvöllinn
að Samlífrænum víddum.
Hið bjarta ljós í landslagsmynd
Þórarins B. Þorlákssonar vekur
grun um miklar víðáttur að baki
sjóndeildarhringsins. Bergsson
lætur hins vegar til skarar skríða.
Hann byggir myndir sínar upp,
jafnt með óreglulegum formum
sem kristalformum, líkt og sjá
má, ef horft er í smásjá. Böðuð í
ljósi svífa þau hljóðlát í víddum
alheimsins. I stað þess að skipta
heiminum, annars vegar í makro-
kosmos og hins vegar í mikro-
kosmos, eða á listasviðinu f
súrrealisma og geometríska list,
sýnir Bergsson, að andstæðumar
geta þrifíst saman. Samkvæmt
því málar hann ofurraunsæislega
og expressionistískt í einni og
sömu mynd; ýmis þykkt og óslétt
eða með gagnsærri, sléttri áferð.
Alltaf eru andstæðumar í sam-
spili lita og forma í hveiju ein-
stöku verki einungis þættir í stórri
heild."
Stefan Sommer ritar í Rhein-
ische Post, Benrather Tageblatt,
10. nóvember.: „List hans er ekki
hægt að setja í bás ákveðinnar
listastefnu. Hún svífur einhvers
staðar á milli súrrealisma og ofur-
raunsæis. Hið óhlutlæga er sett
fram á hlutlægan hátt. Mikro-
kosmos er stöðugt settur í
samband við makrokosmos. Nöfn
mjmdanna tjá meðvitaða fram-
setningu andstæðna: „Stórt og
smátt", „Innan og utan ljós-
baugs“, „Tveir tengdir heimar"
og „Ljómandi rökkur". Einmitt
þessi síðastnefnda mynd sýnir
greinilega hvemig list Vilhjálms
Bergssonar býður upp á stöðugt
nýja og dýpri sýn. I forgmnni
olíumálverksins virðast tvö
feiknastór, óútskýranleg form
ákveða myndefnið. Þótt útlínur
séu skarpar og innri form
gagnsæ, er þetta kroppalandslag
samt óútskýranlegt. Við nánari
skoðun kemur rauðglóandi sól
smám saman fram í forgmnni
myndarinnar. Að lokum birtist
leyndardómsfullur hulinn ljósgjafí
að baki formanna í forgmnni, sem
sterkasti þáttur myndarinnar.
„Birtan er mjög mikilvæg fyrir
mig,“ segir listamaðurinn í sam-
tali. „Hún hefur hvort tveggja í
senn myndræna og andlega þýð-
ingu.“
Áhrifamikil er hin hnitmiðaða
tækni Vilhjálms Bergssonar.
Listamaðurinn lítur á sig sem arf-
taka hinna gömlu meistara, en
hefur vel að merkja til umráða
bætta tæknilega möguleika okkar
tíma, sem em samkvæmt skoðun
hans alltof lítið notaðir."
Emst O. Hesse, ræðismaður
Islands, varð jrfír sig hrifínn:
„Mjmdimar njóta sín enn betur á
þessum stað en í vinnustofu
þinni." Hrósinu var beint jafnt til
listamannsins sem staðaríns.
Þægileg lýsing og góð uppheng-
ing verkanna gerir skoðun sýning-
arinnar eftirminnilega. Verk
Vilhjálms Bergssonar tjá hina
ýmsu þætti lífsins. Þau standa í
nánu sambandi við náttúmna milli
skautanna mikro- og makrokosm-
os.“ (Rhein-Bote, Benerather
Wochenblatt, 26. nóvember.)
Diisseldorfer Amtsblatt: „Með
list sinni vill hann losa sig frá
„ismum“ sjötta áratugarins, sem
vom orðnir þýðingarlausir fyrir
hann. í hinum lífrænu víddum
sameinar hann geometrísk og
lífræn form, sem virðast svífa í
óendanlegu rými.“
Bemd Dieckmann, menningar-
stjóri borgarinnar, talar í formála
um „innri umræðu, þar sem rejmt
sé að spanna stöðu mannsins í
alheiminum". Hann þakkar ut-
anríkisráðuneyti íslands fyrir
fjárhagslegan stuðning við sýn-
inguna.
Matz Metzger ritar í West-
deutsche Zeitung 29. nóvember
undir fyrirsögninni: „Lífrænar
undirstöður lífsins":
„íslendingurinn Vilhjálmur
Bergsson, sem hefur verið búsett-
ur í Diisseldorf síðan 1983, sýnir
olíumálverk, vatnslitamyndir og
teikningar undir heitinu „Lífræn-
ar víddir". List hans er persónu-
leg. Hann fæst við undirstöður
lífsins í list sinni. Venjulega em
þær sagðar vera örsmáar og ólýs-
anlegar.
Bergsson skapar úr þeim lita-
glaðan og fjölþættan sjónheim,
sem hægt er að virða fyrir sér.
Reyndar em myndir hans að
mestu leyti hugarfóstur, þótt
skoðun í gegnum smásjá hafí ef
til vill haft örvandi áhrif á lista-
manninn."
Emst O. Hasse, ræðismaður
íslands, vakti athygli á því, að
loftið á eyjunni í Norður-Átlants-
hafí gerði aðra litasýn mögulega.
Bergsson vill með olíumálverkum
sínum og vatnslitamjmdum sýna
að svo sé. Til dæmis frá mjmdinni
„Geislandi rökkur" streymir slík
birta, að ekkert sambærilegt er
að fínna hér um slóðir.
Blýantsteikningin „Vefjaheim-
ar“ opnar okkur ef til vill sýn á
stimdan himin, þar sem fjarlægir
heimar svífa, en gæti líka verið
túlkun leyndardómsfullra líkam-
legra athafna.
Blátt, bleikt og hvítt em höfuð-
litimir í vatnslitamyndinni „Inn-
sýn“, þar sem taugastrengir mæta
stóm kristalformi og kúlumyn-
daðri fmmu. Greinilegt er hvemig
vatnslitamjmdimar og olíumynd-
imar þróast, þegar gengið er út
frá hinum ýmsu formstúdíum.
Myndeigindimar í þessum blý-
antsteikningum verða stöðugt
mótaðri, öðlast form og lit, og
ganga síðan í samband við önnur
form. í heild er hér um að ræða
lejmdardómsfullan heim, sem opn-
ast einungis eftir mikla umhugs-
un.“
Það er ánægjulegt, þegar
íslenzkir myndlistarmenn vekja
athygli, svo sem þeir Helgi Gísla-
son og Vilhjálmur Bergsson gerðu
á sérsýningum sínum í Dusseldorf
svo og Þórarinn B. Þorláksson á
samnorrænu sýningunni í lista-
safninu þar.
Staðfestir það gildi þess og
óumdeilanlega þýðingu, að mynd-
listarmenn fái tækifæri til að sýna
sem víðast erlendis, því að íslenzk-
ur vettvangur er alltof þröngur
fyrir þá og byggist eiginlega ein-
göngu á Reykjavík.
Þeir hafa sýnt það og sannað,
að þeir eiga erindi á alþjóðlegan
myndlistarvettvang og em full-
gildir þar, svo sem þessi fyrsta
sýning Vilhjálms Bergssonar í
Þýskalandi staðfestir sannarlega.
Hún er, svo sem fleira gott, sett
upp fyrir fmmkvæði erlendra að-
ila og er ómenguð af norrænni
vanmáttarkennd og forsjár-
hyggjumönnum.
Ber að samgleðjast Vilhjálmi
Bergssyni, sem í mörg ár hefur
hávaðalaust ræktað sinn garð.