Morgunblaðið - 01.03.1987, Page 28

Morgunblaðið - 01.03.1987, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 eftir Hróbjart Darra Karlsson Á íslandi er ful'.orðin kona rænd töskunni siniii um kvöld. Lögregl- unni er þegar gert viðvart. Hún leitar þjófsins, en fínnur ekki. Daginn eftir birta blöðin frétt af ráninu; húsmóðir í Vesturbænum skrifar um ofbeldið í Velvakanda; yfirvarðstjóri lýsir yfir áhyggjum sínum í viðtölum við ijölmiðla og gamla konan er hrædd. Frétt af þessu tagi færir útlönd- in óþægilega nær íslendingum, og menn undrast, hvað komið geti ungum manni til þess að ráð- ast að gamalli konu með svo fólskulegum hætti. Svipaður atburður gerðist hér í Bogota í Colombíu um daginn. Kunningi minn, Don Carlos Mart- es, var rændur um miðjan dag niðrí bæ. Fjórir stútungspiltar króuðu hann af úti á götu. Tveir þeirra otuðu vel brýndum skrúf- jámum að kviði hans, en hinir hrifsuðu af honum peningaveski og síðan hlupu þeir allir á braut og hurfu í mannhafið. Carlos sagði, þegar hann kom heim, að það þjónaði engum til- gangi að fara með þess háttar mál til löggunnar. „Það voru ekki nema 2000 pesos í veskinu." Og faðir hans endurtók í þriðja sinn reiðilesturinn um þennan and- styggilega þjófalýð, sem fyllti götur borgarinnar. „Pelligro, pelligro!“ endurtók hann hneyksl- aður. — Já, hættulegt, hættulegt að vera til! — Og þar með var málið útrætt. Þjófur, þjófur! Matres-fjölskyldan býr í meðal- stóru Amameshúsi í Bogota. Hún er ekki sú ríkasta af þeim ríku, en ein úr þeirra hópi. Húsið er byggt í skjóli rammgers múrs. Við hliðið er vopnaður vörður nótt og dag. Innan múrsins er lifíð viðkunnanlegt. Grasflatimar eru slegnar og vel hirtar, stéttamar tandurhreinar. Þama eru tennis- vellir, sundlaug og gnægðir þæginda. Menn eiga mörg sjón- vörp, stereo-samstæður af vönduðustu gerðum og stóra, evr- ópska bíla. Þá eru tveir til þrír þjónar á heimili og þannig lifír fjölskylda af þessu tagi í vellyst- ingum praktuglega. Klæðnaður fólksins er yfirleitt bandarískur eða evrópskur og er rándýr eins og allur vamingur, sem inn er fluttur. Jakkafötin, sem Carlos notar í vinnunni og em ósköp venjuleg, kosta rúmlega þrenn mánaðarlaun verkamanns í Col- umbíu. Skómir, sem hann gengur í, kosta tveggja vikna vinnulaun (vinnuvikan er 55 stundir). Vinir fjölskyldunnar komu úr 6 vikna Evrópuferð fyrir skömmu. Hún kostaði u.þ.b. 5 ára vinnulaun verkamanns. Og verð á öðmm munaði er svipað þvi, sem hér Auðmenn eiga stór hús með múr í kring, aðrir eiga hús en margir eiga hvorki hús né múr. Höfundur er dýralseknir. Það reyndist mér næsta auð- yelt að vera mannvinur heima á íslandi og þykja fyrir því að böm svelti úti í heimi. En að standa við hliðina á fátækum náunga sínum hér í Suður-Ameríku og elska hann eins og sjálfan sig — það er erfítt. Þú skalt ekki stela Þú skalt ekki... — Það er fráleitt að ræna gamla konu um kvöld á íslandi, og ungi maðurinn, sem það gerir, á sér fáa formælendur. Þetta fannst mér einnig, þegar Carlos lýsti því fyrir mér, hvemig guttamir mkk- uðu hann um veskið hans. En eftir sopa af kampavíni og skeið af kaviar í viðbót skaut þeirri spum upp í huga minn, hver það væri sem stæli hverju frá hveij- um? — Er ég, sem skola kavíar niður með kampavíni, í aðstöðu til þess að hneykslast á þessum fjóm ungu piltum, sem nú gleðj- ast yfír nýju veski? Væri ekki sanngjamt að lýsa stuldinum á þessa leið: „Fjórir ungir menn urðu fyrir því óláni í miðborg Bogota í dag, að stela veski frá Carlos Martes.“ hefur verið nefnt. Múrinn er byggður til þess að vemda veraldleg gæði og góss þeirra, sem innan hans búa, fyrir þjófum og öðmm fátæklingum. En einnig, og e.t.v. ekki síður, er hann reistur til þess að loka úti ailt þetta vesalings fólk, sem óþægilegt er að hafa fyrir augun- um. Þetta er andstætt því sem gerist í hagsældarríkjum Vestur- Evrópu, þar sem þessi „óþægilegi hópur“ sjúkra á sál og líkama er lokaður inni; en hér í Bogota em fátækir, sjúkir og hvers konar undirmálsfólk lokað úti. Þeir, sem ekki búa innan múranna, búa í óvörðum húsum eins og við þekkj- um á íslandi, eiga færri og óvandaðri bíla og ódýrari sjón- vörp. Venjulegur verkamaður á hins vegar hvorki sjónvarp eða bfl. Með naumindum hrökkva laun hans fyrir fæði og húsaskjóli handa fjölskyldunni. Vítahringnr fátæktarinnar Fyrir 20 ámm bjuggu 2 milljón- ir manna í Bogota, en nú búa hér 6 milljónir. Af þeim em a.m.k. Börn fátæklinganna þurfa að sjá fyrir sér mjög ung. Vopnaðir verðir gæta þeirra ríku. 2,5 milljónir fátæklingar. Margir hafa flust úr sveitum og þorpum til stórborgarinnar í von um vinnu og bjartari framtíð. Þetta fólk kemur snautt og það heldur áfram að búa við fátæktarkjör. Það byggir sér ömurleg hreysi úr hvers konar braki og drasli sem það finnur, m.a. á sorphaugum. Og svo sem við er að búast fá fæstir vinnu. Foreldramir fara á stúfana og leita að flöskum, málmúrgangi og pappír í sorpi þeirra, sem eiga eitthvað, og reyna síðan að selja það, sem er nýtilegt. Bömin verða að reyna að draga í búið með foreldmm sínum, þegar þau em orðin 5 til 6 ára gömul. Mörg þeirra þurfa að sjá algjörlega fyrir sér sjálf að loknum hinum venjulega skóla- skyldualdri á íslandi. Telpumar betla og gerast vændiskonur, ef ekki vill betur til. Drengimir betla líka eða mynda hópa og stela eða ræna, til þess að hafa í sig og á. Einn daginn em svo þessar fátæku telpur orðnar konur og drengimir karlmenn og þáu eign- ast böm í kaþólsku landi og bömin þurfa að borða. Þjófur Colombíu í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.