Morgunblaðið - 01.03.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.03.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 fUfrip Útgefandi ninlnhi^ Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Skýrsla Tower-nefndarimiar Skýrsla Tower-nefndarinnar, sem Ronald Reagan skipaði til að rann- saka alla þætti vopnasölunnar til írans, er þungur áfellisdómur yfir framkvæmd bandarískrar utanríkis- stefnu og vinnubrögð í Hvíta húsinu. Nefndin heldur þvi ekki fram, að lög hafí verið brotin, en hún gagnrýnir harðlega ómarkvissa og vanhugsaða stefnumörkun og gerræðislega starfs- hætti nánustu ráðgjafa Bandaríkjafor- seta. Nefndin telur sig ekki geta fullyrt, hvort Ronald Reagan hafí sam- fyrstu vopnasendinguna til árið 1985, sem ísraelar önnuð- ust, en forsetinn segist sjálfur ekki muna það. Hún segir það hins vegar líklegt, en telur að forsetinn hafí ekki gefíð rangar upplýsingar vísvitandi í því skyni, að hylma yfír þau mistök, sem gerð voru. Áfellisdómurinn yfír forsetanum felst einkum í þeirri ályktun höfunda skýrslunnar, Johns Tower, Brents Snowcroft og Edmunds Muskie, að Reagan hafí ekki gert sér grein fyrir því með hvaða hætti staðið var að vopnasölunni og hvaða afleiðingar aðild Bandaríkjamanna kynni að hafa. Jafnframt er það þungur dómur yfír forsetanum, að nefndin telur hann ekki hafa haft stjóm á starfsmönnum Þjóðaröryggisráðsins, sem ráku eigin utanríkisstefnu í blóra við utanríkis- ráðuneytið og Bandaríkjaþing. Þeir virðast hafa fengið að fara sínu fram, án þess að spyija um rétt sinn. Með þessu er verið að segja, að forseti Bandarílq'anna hafí brugðist mikil- vægu hlutverki sínu. Það er skoðun Tower-nefndarinnar, að umhyggja Ronalds Reagan fyrir bandarísku gíslunum í Líbanon hafí ráðið mestu um það, að hann hélt vopnasölunni áfram, þrátt fyrir and- stöðu George Shultz, utanríkisráð- herra, og Caspars Weinberger, vamarmálaráðherra. Þeir eru þó einn- ig gagnrýndir fyrir að „halda sér utan við málið og vemda ekki forseta sinn“, eins og komist er að orði. Umhyggja forsetans fyrir gíslunum er að sjálf- sögðu virðingarverð, og rétt er að hafa í huga, að fangavist þeirra í Líbanon og sú staðreynd, að Banda- ríkin eru magnþrota gagnvart fá- mennum hópi mannræningja og hryðjuverkamanna, er miklu meira til- finningamál fyrir Bandaríkjamenn en Evrópubúar gera sér almennt grein fyrir. f þessu efni má því ef til vill segja, að hjarta forsetans hafi ráðið ferðinni en ekki heilinn. Honum brást dómgreind í máli, þar sem tekist er á um grundvallaratriði. Bandaríkin hafa haft forystu um þá stefnu, að beygja sig ekki fyrir hermdarverkamönnum og kaupa ekki gísla af ræningjum. Rökin em einföld: Slík undanlátssemi eflir aðeins ofbeldismennina. Fyrir hvem gísl, sem keyptur er laus, er annar tekinn. í íransmálinu fylgdu þeir með leynd gjörólíkri stefíiu og eru þannig berir að tvöfeldni, sem í senn skapar trúnaðarbrest milli þeirra og samheija á Vesturlöndum og kann framvegis að vekja efasemdir um heil- indi Bandaríkjastjómar. íransmálið hefur varpað skugga á forsetaembætti Bandaríkjanna og Ronald Reagan. Hann virðist sem lam- aður í embætti vegna þess og svo hins, að nú eru andstæðingar hans í Demó- krataflokknum i meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Ofan áþetta bætist, að forsetinn, sem nýlega er orðinn 76 ára að aldri, hefur verið veikur og efasemdir heyrast um, að starfsþrek hans sé hið sama og áður. Það er því .að vonum, að margir horfa með ugg til þeirra tveggja ára, sem Reagan á framundan í Hvíta húsinu. Vissulega á forsetinn um margt glæsi- legan.feril að baki og ber þar hæst skattalagabreytingar á innlendum vettvangi og festan í bandarískri ut- anríkissteftiu, sem gerbreytt hefur ástandi alþjóðamála Vesturlöndum í hag. En þegar alvarleg mistök hafa verið gerð eru menn fljótir að gleyma afrekum. Um þessar mundir skiptir mestu, að Reagan forseta auðnist að njóta ráða bestu manna, sem Bandaríkin eiga völ á. Hann hefur fyrir nokkru síðan fengið til liðs við sig nýjan og atorkusaman öryggismálaráðgjafa og á föstudaginn vék Donald Regan, hinn áhrifamikli starfsmannastjóri Hvíta hússins, úr embætti, en hann er óvægi- lega gagnrýndur í skýrslu Tower- nefndarinnar. í stað hans valdi forsetinn Howard Baker, sem er tvímælalaust einn af virtustu stjóm- málamönnum Bandarílganna og hefur verið nefndur sem forsetaefni repú- blikana í næstu kosningum. Hvort tveggja miðar í rétta átt, en forsetinn þarf að taka á öllu sínu, ef takast á að endurreisa tiltrú bandarísku þjóðar- innar og bandamanna erlendis á honum sjálfum og embættinu. Hann verður að vera fullkomlega hreinskil- inn um þau mistök, sem gerð hafa verið. Ekki er síst mikilvægt, að ffarn- kvæmd bandarískrar utanríkisstefnu verði tekin til gagngerðrar endurskoð- unar með það í huga, að árekstrar á milli Þjóðaröryggisráðsins og utanrík- isráðuneytisins heyri sögunni til. Hin viðamikla rannsókn vopnasöl- unnar til írans og sú staðreynd, að það var Reagan forseti sjálfur, sem átti frumkvæði að skipun Tower- nefndarinnar, sýnir mikinn styrk bandarísks lýðræðis. Af því geta Bandaríkjamenn verið hreyknir. Þeir, sem utan Bandaríkjanna búa, undrast hins vegar, hve Bandaríkjamenn virð- ast reiðubúnir að gera forseta sínum og forsetaembætti erfitt fyrir. Það er stundum eins og þeir geri kröfur til þessa embættis, sem að engum hvarfl- ar, að unnt sé að standa undir. í þvi sambandi má rifja upp, að í rúman aldarflórðung hefur enginn Banda- ríkjaforseti setið út tvö kjörtímabil. Síðastur til þess var Eisenhower fyrir 27 árum, en þar á undan Roosevelt. Og um margvíslega erfiðleika og örlög þeirra manna, sem forsetaembættinu hafa gegnt á undanfömum áratugum, þarf ekki að íjölyrða. Það er vitaskuld mjög alvarlegur hlutur, þegar æðsta stjóm foiysturíkis lýðræðisþjóðanna er jafn máttvana og reyndin er nú um Bandaríkjastjóm. Hagsmunum okkar og öryggi getur verið stefnt í voða, ef svo heldur áfram. Við megum hrósa happi yfir því, að á sama tíma eru Sovétmenn svo uppteknir af innanlandsmálum sínum, að þeir geta ekki beitt sér með sama hætti og áður erlendis. En það verður tæplega til lengdar. Þess vegna skiptir höfuðmáli, að stjóm Banda- rílqanna styrkist á ný og þar verði skýrri stefnu og traustri dómgreind skipað í öndvegi. Hið rauða guðspjall að er erfítt fyrir okkur sem skiljum ekki hugs- unarhátt sovézkra kommúnista að gera okkur einhveija grein fyrir hvemig þeir sjá framtíðina. Við höllumst helzt að því að þeir meti kenningu sína eins og hvert annað sáluhjálparatriði, sem sagt kommúnisminn sé eins konar guð- spjall sem leiði þá að eftirsóknarverðu takmarki, hvað sem hörmungum alræðis- ins líður að öðru leyti. Hreinsunareldurinn sé kommúnismanum eins nauðsynlegt fyr- irbrigði og helvíti miðaldamanninum. Eftir hreinsunina blasi paradísin við. Ómögulegt er að setja sig í spor komm- únista með öðrum hætti en reyna að koma sér fyrir í þeim trúarlegu stellingum sem gera ráð fyrir blóði og tárum, áður en takmarkinu sé náð. Vart getur verið að þetta fólk sé svo illa af guði gert að það lifí og hrærist í ógn og ógeði af gleði og sannfæringu, heldur séu það óumflýjanleg- ir fylgikvillar sem nauðsynlegt sé að umbera unz gullna hliðið blasi við. Þannig getum við ekki heldur gert okk- ur í hugarlund, hvemig leiðtogar kommún- istaríkjanna hugsa né skilið miskunnar- leysið sem fylgir stjómarathöfnum þeirra. Hugsjónin hefur spillt þeim eins og jesúít- um á miðöldum, fyrirheitna landið er glýja í augum. Tilgangurinn helgar meðalið, á hveiju sem gengur. En það breytir ekki því, að við eigum undir engum kringum- stæðum að sjá í gegnum fíngur við þá sem hneppa fólk í þrældóm og níðast á frelsi og lýðræði vegna skoðana eða kenninga sem hafa aldrei haft annað í för með sér en sorg og hörmungar. Ef við litum öðrum augum á takmark kommúnista í alræð- isríkjum, hefðum við alveg eins getað réttlætt óhugnað nazismans og annarra þeirra öfgastefna til hægri sem við for- dæmum og fyrirlítum. Eða hvemig eigum við að reyna að réttlæta Pinochet og setja okkur í spor hans? Stefna hans er fyrirlit- leg, hún hefur hneppt margt saklaust fólk í fangelsi, staðið fyrir morðum á öðru fólki, rétt eins og kommúnisminn og tals- menn hans, ekki sízt á Kúbu, en þar komst Kastró til valda á fölskum forsendum, þóttist vera boðberi frelsis og lýðræðis, en sýndi ekki sitt rétta andlit fyrr en hann hafði fest sig í sessi. Kristindómurinn lifði ekki af vegna rannsóknarréttar jesúítanna, heldur þrátt fyrir hann. Kristindömurinn lifði og dafn- aði vegna Krists og kenninga hans. Kærleiksboðskapur hans lifði ógnaröldina af og bauð miðaldakirkjunni raunar birg- inn, þegar verst gegndi. Og það var ekki sízt þess vegna sem kaþólska kirkjan lifði af. Það var siðbótin innan hennar og utan sem réð úrslitum um það. Hún sótti rétt- lætiskennd í eigin boðskap og leiðsögn hennar sem boðaði gullnu regluna. Gorbachev og Ligachev Kommúnisminn hefur ekki getað sann- fært einn né neinn um að hann búi yfír þeim töframætti sem Marx og Lenín héldu fram, þvert á móti hefur kenningin orðið því verri sem hún hefur verið framkvæmd af meiri nákvæmni. Einstaklingurinn ferst í framkvæmd þessarar kenningar, ein- kenni hans hverfa. Það er allt og sumt (!). Ríkið gleypir hann með húð og hári, jafnvel hugsun hans og athafnaþrá. En hvers vegna eru menn þá kommúnistar? Leiðtogar Sovétríkjanna hafa náð völdum vegna kommúnismans, hann er einungis tæki í valdabrölti þeirra og útþenslu- stefnu. Leiðtogar annarra kommúnista- ríkja hafa einnig sótt völd sín í þessa blekkingu. Hún er þeim sætur veruleiki. Og kannski einhver þeirra hugsi eins og tékkneska skáldið Milan Kundera, höfund- ur Óbærilegs léttleika tilverunnar, sem Mál og menning hefur gefíð út, hefur bent á. „Alræði er ekki einbert helvíti," hefur hann sagt, „heldur líka draumur um paradís." Bezta vopnið gegn þessu alræði er háðið. Þess vegna óttast forystumenn kommúnistaríkjanna bókmenntir meir en nokkum eld annan. Lengra getum við víst ekki komizt í sálkönnun á Gorbachev og félögum hans. En það var athyglisvert að kynnast sjónar- miðum Michaels Voslenskýs eins og þau birtust í samtaii við hann hér í blaðinu, en hann er höfundur að kenningunni um óbreytanlega stjóm sovézku yfírstéttarinn- ar, eða nómenklátúra. Kerfíð þolir ekki breytingar, það breytir nýjum stjómendum í sína mynd. Og þá mynd upplifðum við á stalínstímanum. Voslenský heldur því fram að Gorbachev hafí alls ekki tögl og hagldir í stjóm- málaráðinu og fullyrðir raunar að hann eigi þar skæðan keppinaut þar sem er Ligachev, annar ritari flokksins og formað- ur utanríkismálanefndar hans. Hann hafí sett fram tillögu í stjómmálaráðinu sem stöðvaði fyrirætlanir Gorbachevs í Höfða um samninga við Reagan og því hafí úr- slitakostir Rússa um geimvarnaáætlunina verið settir fram á síðustu stund. Um þetta getur að visu enginn vitað með vissu og því nauðsynlegt að taka öll- um slíkum kenningum með fyrirvara, jaftivel þegar svo merkir Sovétfræðingar og Voslenský eiga í hlut. Framkoma Gorbachevs á eftirminnilegum blaða- mannafundi hans í Háskólabíói bendir t.a.m. til að hann eigi nógu mikið undir sér til að stjóma ferðinni, þótt hitt sé vafa- laust að hann eigi alllangt i land að hafa alla þræði í hendi sér eins og Stalín á sínum tíma. Og það er alls ekki ólíklegt að valda- barátta eigi sér stað í Kreml, enda engin nýjung! Edward L. Rowny, sendiherra, ráðu- nautur Reagans í afvopnunarmálum, sagði nýlega að Gorbachev væri eins og aðrir Sovétleiðtogar sérfræðingur í að segja margt, en efna ekki orð sín. Þeir haldi samninga því aðeins að þeir séu þeim hag- stæðir, annars ekki. En þeir séu snillingar í því að losa sig af króknum, Gorbachev ekki síður en aðrir. Þannig hefur hann ekki endilega þurft að fá nein fyrirmæli frá Moskvu, meðan hann var í Reykjavík, svo marga valdamikla og háttsetta menn sem hann hafði við hlið sér og dugir þá að nefna yfírmann Rauða hersins. Hitt er viðbúið að stjómmálaráðið með Ligachev í broddi fylkingar hafí fylgzt grannt með viðræðum þeirra Reagans og ekkert hafí verið gert án samráðs við það. Það leiðir af líkum. Við vitum allnokkuð um Gorbachev. En hver er þá þessi Ligachev sem fæstir hafa heyrt nefndan og Voslenský telur svo valdamikinn og raunar skeinuhættan Gorbachev? Ef stuðzt er við bók Christian Schmidt- Háusers, fréttaritara hins virta þýzka vikublaðs Die Zeit í Moskvu til margra ára og sérfræðings í sovézkum málefnum sem fylgdist með toppfundinum í Reykjavík, Gorbachev, leiðin til valda, er Ligachev aðalhugmyndafræðingur sovézka kommúnistaflokksins um þessar mundir, ásamt aðalritaranum að sjálf- sögðu. Andropov kallaði hann til Moskvu frá Síberíu 1983 og er hann talinn einn áhrifa- ríkasti embættismaður sem komið hefur fram á sjónarsviðið í Sovétríkjunum á undanfömum árum. Réðst hann þá þegar að spillingu embættismanna sem voru eins konar erfðagóss, þegar Brézhnev féll frá. Hann er ekki talinn litríkur persónuleiki og enginn ræðumaður, en ákveðinn og ófyr- irleitinn, þegar hann á í höggi við spillta kerfískalla. Hann er mikill andstæðingur áfengisneyzlu og hefur ráðizt að mein- semdinni af hörku, jafnvel reynt að koma á fót ráðgjöf fyrir áfengissjúklinga í fram- leiðslustörfum. En það er ekki álitleg aðferð til virðingarauka í Rússlandi svo áljáðir sem Rússar eru að blóta Bakkus konung í vodka-Iíki, en eitthvað hefur þeim félögum líklega orðið ágengt í þess- ari krossferð. Þegar Gorbachev tók við störfum aðal- ritara flokksins, varð Ligachev næstæðsti valdamaður hans og situr bæði í stjóm- málaráðinu og miðstjóminni. Á yfír- borðinu eru þeir Gorbachev harla ólíkir persónuleikar, aðalritarinn einatt opinskár og virðist jafnvel stundum einlægur og MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 33 REYKJAYÍKURBRÉF Laugardagur 28. febrúar I vetrarsól á ÞingvöUum. Mocgunblaðið/Ól.K.M. náinn, en Ligachev talar ástríðulaust og án þess að hækka eða lækka róminn, óper- sónulega og tilfínningalaust að dómi þeirra sem hafa hitt hann eða hlustað á hann halda ræðu. Samt ber öllum saman um að hann sé fullur af krafti og viljaþreki og mikill áhugamaður um það sem hann tekur sér fyrir hendur. Eina skiptið sem vitað er til að hann hafí verið fyndinn var í Armeníu, þessu að flestra dómi heillandi landi Mikojans sem hingað kom og þótti litríkur persónu'leiki og vínhneigður lífslistamaður með heitt blóð í æðum eins og bréfritari minnist hans, en er nú horf- inn af sjónarsviðinu eftir merkilegt starf og þjónustu við Stalín. í ræðu sem Ligachev flutti yfír félögum í Armeníu, því Sovétlýðveldi þar sem koní- akið og kampavínið er frægt fyrir gæði og gott bragð og fæstir alkar eru þrátt fyrir hefðbundna drykkju, sagði hann að íbúamir þyrftu ekki einasta að minnka drykkjuna, heldur hætta henni með öllu! Sagt er að enn sé hlegið að þessari nýju tegund hreinsana og er þó langt síðan ræðan var flutt! Y.K. Ligachev er fæddur 1920 og því eldri en Gorbachev sem er yngsti félagi stjómmálaráðsins, en næstyngstur er for- sætisráðherra hans, N.I. Ryzhkov, fæddur 1929. Honum skaut upp á stjómmálahim- ininn án alls fyrirvara, enda var hann ekki stjómmálamaður né hafði hann kom- ið við sögu í flokkskerfinu. Þar hefur Ligachev aftur á móti alltaf verið með annan fótinn, þótt hann sé vélfræðingur að mennt. Hann varð leiðtogi unglinga- hreyfíngar flokksins, Komsomol, í Novosi- brisk eftir að hann gekk í flokkinn í styijöldinni 1944. Hann hlaut aukinn frama í Síberíu 1957 og réðst þá þegar að spillingu. Hann hefur ávallt lagt áherzlu á aga innan flokksins, ekki sízt eftir að hann var kallaður til Moskvu 1961, þar sem hann vann m.a. að áróðursmálum. Hann var aftur sendur til ábyrgðarstarfa í Síberíu eftir fall Krúsjevs og varð aðalrit- ari í Tomsk næstu 18 árin, eða á valdatíma Brézhnevs. Hann dvaldist þar til 1983 og vann einkum að agamálum meðal verka- manna. Hann eignaðist aðild að stjóm- málaráðinu 1966 og var fullgildur félagi þess 1976. Leiðir þeirra Gorbachevs Iágu saman 1968. Talið er að þeir hafí báðir meiri áhuga á að bæta efnahag Sovétríkj- anna og hið sósíalíska kerfí þar en heimsbyltingunni og hemaðarbrölti út- þensluríkisins. En menn skyldu þó hafa allan fyrirvara á því. Kerfíð breytir einstaklingunum og þolir engin frávik frá fyrri stefnu Leníns og Stalíns eins og kunnugt er og kom raunar nýlega fram í málflutningi Viktors Afanasyev, aðalritstjóra Prövdu, þegar hann sagði, að marxistar væm ekki friðar- sinnar, heldur ávallt reiðubúnir að heyja þjóðfrelsisstríð og það sem hann kallaði vamarstríð. „Flokkurinn styður alþjóða- hreyfíngar kommúnista og þjóðfrelsis- hreyfíngar," sagði þessi áhrifamikli forystumaður í Sovétríkjunum, „og heldur uppi viðstöðulausri hugsjónabaráttu gegn stéttaandstæðingum sínum.“ Fram hjá þessari yfírlýsingu og öðmm álíka geta hvorki Reagan né aðrir forystu- menn lýðræðisríkjanna litið, hvað sem öðm líður. Bahama og Island En snúum okkur í lokin að tveimur smáríkjum sem em álíka lítil á mælikvarða stórvelda, Bahama og íslandi. Við síðasta manntal 1980 vom Bahama-búar 210 þús. talsins, eða eitthvað álíka og íslend- ingar. Af þeim sökum getur verið fróðlegt fyrir íslending að sækja þá Bahama-menn heim og bera saman þeirra þjóðfélag og okkar. Saga þeirra nær aftur til landa- funda Kólumbusar sem kom að einni eyjunni eftir þreytandi og hættulega sjó- ferð og uppreisn í aðsigi í flotanum. Hann var gripinn þvílíku þakklæti til forsjónar- innar að hann skírði eyjuna upp og kallaði hana San Salvador, en áður höfðu fmm- byggjarnir kallað hana Guanahani. Þetta var í október 1492 eins og kunnugt er. Fmmbyggjamir vom friðsamir indíánar sem höfðu flúið mannætur á eyjum Karabíska hafsins, en tóku þessum hvítu aðkomumönnum af mikilli kurteisi. En Kólumbus leitaði gulls fyrir kóng og drottningu og hafði stuttan stanz, þegar ekkert gull var að fínna þama á eyjunum. Síðar vöndu Spánveijar komu sína til eyj- anna, kölluðu hafíð „hið granna haf,“ eða Baja Mar, en það misskildu Bretar sem lögðu eyjamar undir sig síðar meir svo úr varð Bahama! Hinir kristnu og siðuðu Spánveijar laun- uðu gestrisnina með því að flytja alla indíánana burt til að vinna þrælavinnu á Kúbu og heima á Spáni, útrýmdu þeim sem sagt. Það em fleiri en Hitler sem hafa verið í þeim stellingum (!). Bahama-eyjar, eða „Eyjar hins eilífa júní “ eins og þær era kallaðar, em 700 talsins, en fæstar byggðar og sumar ein- ungis nokkmm hræðum. Um 85% íbúanna em svartir afkomendur afrískra þræla sem fluttir vora til eyjanna á sínum tíma, alúð- legt fólk á margan hátt, sumt fátækt. Velmegun er meiri meðal þeirra 15% hvítra manna sem þar em eftir. Höfuðborg eyjanna er Nassau sem Loft- leiðir flugu til á sínum tíma undir nafninu Air Bahama og þannig tengdust íslending- ar þessu fjarlæga landi og fólkinu þar. Nassau er á lítilli eyju, New Providence, sem er þéttbýlust. Þar búa 135 þúsund manns, eða álíka mikið hlutfall íbúa og á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Tungumálið er einhvers konar enska, en síður en svo auðvelt að skilja allt sem eyjaskeggjar segja. í málinu em jafnvel gömul orð úr sjóræningjamáli sem minnir á þá góðu, gömlu daga!! Stjómarfarið er að brezkri fyrirmynd, virk þingræðisstjóm, réttarfarið einnig, lögregluþjónar í einkennisbúningum sem minna á Bretland, enda hlutu Bahama- búar ekki sjálfstæði fyrr en í júlí 1973, þegar Bretar létu af stjóm á eyjunum. En landið á aðild að Brezka samveldinu og Bretadrottning er einnig þjóðhöfðingi þar á eyjunum. Þær em í SÞ eins og við. En þær hafa landstjóra sem hefur aðsetur í helztu sögulegu byggingu Nassau, Stjómarhúsinu, gömlu fallegu húsi sem vel gæti minnt á okkar stjómarráð. Fyrir framan húsið er stytta af Kólumbusi, sem vel gæti minnt á Jón Sigurðsson, ef hann væri ekki með spænskan fjaðrahatt!! Aðalatvinnuvegur Bahama er ferða- mannaþjónusta. Þangað kemur hálf þriðja milljón ferðamanna á ári og em 2/a hlutar þjóðartekna af þessari þjónustu og V« atvinnubærra manna á eyjunum hafa tekjur af ferðamönnum. Næstarðbærasta atvinnugrein eyja- skeggja er alþjóðleg bankastarfsemi og munu um 350 bankar og lánastofnanir vera á eyjunum, enda aðstaða ákjósanleg, engir skattar og afskiptaleysi stjómvalda af þessari starfsemi. Þetta sérkennilega og Iitla samfélag er því ákjósanleg paradís slíkrar starfsemi, enda heitir eyjan handan Nassau Paradísareyja og þar er feikna- stórt spilavíti sem dregur fólk að sér eins og flugnaveiðari flugur. Fullyrt er að mafían eigi það. Ástandið á Bahama-eyjum gæti verið betra. Þar er umtalsverð fátækt eins og fyrr getur, lítið um uppbyggingu svo að athygli vekur, þegar gengið er um Nassau, um 30% atvinnubærra manna án fastrar atvinnu og samt er meira en helmingur eyjaskeggja um tvítugt og yngri. Framtíð þessa fólks er því ekki eins björt og ákjós- anlegt væri. Skólaskylda er til 16 ára, en sá hængur er á, að enginn háskóli er á eyjunum. Æskan reynir að mennta sig erlendis, en það kostar mikla peninga og þvi komast böm þeirra helzt til mennta sem eiga eitthvað undir sér. Hinir hverfa að þjónustu við útlendinga eða einhveijum viðskiptum í tengslum við þá. Það er hverri þjóð dýrmætt að eiga stór- an hóp efnilegra ungmenna, en þá er líka nauðsynlegt að þau geti komizt til mennta og haft eitthvað fyrir stafni. Þjónusta við útlendinga getur verið gagnlegt og arð- vænlegt starf, en varla getur það verið eftirsóknarvert að eiga nánast allt undir misjafnlega þakklátum og óbilgjörnum ferðamönnum og alþjóðlegum bankamönn- um sem ganga á lagið, ef þeim sýnist svo. Allt er þetta gott í hófí. Bahama-menn gætu lært margt af okk- ur, en við einnig sitthvað af þeim. Þó ekki þá ákvörðun stjómvalda á eyjunum að afnema að mestu velferðarhjálp vegna sjúkrahússvistar, enda hefur það mælzt illa fyrir meðal þeirra sem minna mega sín. En einn lærdóm mætti þó umfram allt draga af þessum samanburði, það er að þjóð án æðri menntunar á í vök að veij- ast. Þjóð án háskóla getur ekki ræktað garðinn sinn með þeim hætti sem við ger- um kröfur til. Það er allt og sumt (!). „Kommúnisminn hefur ekki getað sannfært einn né neinn um að hann búi yfir þeim töframætti sem Marx og Lenín héldu fram, þvert á móti hefur kenningin orðið því verri sem hún hefur verið fram- kvæmd af meiri nákvæmni. Ein- staklingurinn ferst í fram- kvæmd þessarar kenningar, ein- kenni hans hverfa. Það er allt og sumt(!). Ríkið gleypir hann með húð og hári, jafn- vel hugsun hans og athafnaþrá.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.