Morgunblaðið - 01.03.1987, Side 38

Morgunblaðið - 01.03.1987, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 Lyfjanotkun barna Ungböm verða líka veik, og þá er eðlilegt að vilja lina sárs- auka þeirra með lyfjagjöf. En sé það gert er alveg nauðsyn- legt að fylgja nákvæmlega fyrirmælum læknis, þvi öll lyf geta haft hliðarverkanir, sem ekki eru alltaf þægilegar. Við gefum bömunum okkar lyf til að lækna þau af allskyns sjúk- dómum. Lyfín vinna gegn sjúk- dómunum, en öll geta þau haft miður heppilegar aukaverkanir. Það em ekki þessar aukaverkanir sem við sækjumst eftir, en ekki verður alltaf komizt hjá þeim. Penisillínblöndur vinna á margskonar sýklum, sem til dæm- is valda háls-, eyma- eða lungna- bólgu. En penisillínið drepur einnig gerla sem heima eiga í meltingarfæmm okkar — og ef bömum er gefíð penisillfn geta þau hæglega fengið niðurgang. Vegna aukaverkana lyfja, sem stundum geta valdið talsverðum óþægindum, á að sjálfsögðu að- eins að gefa bömum lyf þegar nauðsjm krefur. Hvenærþarf penis- illín? Böm þurfa ekki að fá penisillín í hvert skipti sem þau fá hita. Oftast fá bömin hita vegna veiru- smits. Þar gerir penisillfn ekkert gagn. Flestir foreldrar vita að ekki þýðir að gefa nein lyf við sumum algengum bamasjúk- dómum, eins og mislingum eða hlaupabólu. Þessir sjúkdómar læknast af sjálfu sér á nokkmm dögum. Ef bamið er með mikinn hita má oft draga úr hitanum með því að gefa sjúklingnum magnýl eða skyld lyf, en hitinn er eðlileg vöm líkamans gegn margskonar sjúk- dómum. Þessvegna er það oftast óráðlegt að minnka hann með lyfjagjöf. Þegar bam kvefast fylgir oft hiti í einn eða tvo daga. Haldist hitinn lengur, eða ef hann eykst á ný eftir nokkra daga, getur verið að kvefíð hafí fætt af sér annan kvilla, til dæmis eyma- bólgu, eða jafnvel lungnabólgu. Ungbamið getur ekki látið vita að það sé veikt, en hækkun hitans segir okkur að ekki sé allt með felldu og við getum gert viðeig- andi ráðstafanir. Fylg-ið læknisráðum Ef læknirinn ákveður að gefa baminu ljrf er áríðandi að fylgja fyrirmælum hans nákvæmlega svo lyfíð hafí tilætluð áhrif og bamið verði frískt. Hann ákveður hve oft á dag á að taka meðalið, hve stóran skammt í einu og í hve marga daga. Til að tryggja bezta fáanlega árangurinn í baráttunni gegn sjúkdómnum ber að fylgja þessum fyrirmælum í einu og öllu. Hugsanlega getur bamið virzt orðið alheilbrigt eftir tveggja daga ljdjatöku, þótt læknirinn hafí fyr- irskipað sjö daga kúr. Þá er sjálfsagt að halda áffam lyijagjöf- inni í samræmi við fyrirmæli læknisins, því það er bezta trygg- ingin fyrir því að bamið losni að fullu við sjúkdóminn. Útsala á húsgögnum 5—50% afsláttur Nýborgí# Skútuvogi 4, sími 82470 SALTKKÍrOG BAUNIR Fáðu þér góða baunasúpu á Sprengidaginn. Veldu þér gott hráefni. Whitworths baunir gefa rétta bragðið. Whitworths baunir, gular og fallegar, viðurkennd gæðavara. rj] KRISTJÁN Ó. Ll J SKAGFJÖRÐ HF. Með einu símtali er hægt að breyta inn- heimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftar- gjöldin skuldfærð á viðkomandi greiðslu- kortareikning mánaðarlega. SÍMINN ER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.