Morgunblaðið - 01.03.1987, Síða 39

Morgunblaðið - 01.03.1987, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 39 Stiörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson VíÖara samhengi Ég hef oft í þessum þáttum sagt að stjömuspeki sé hluti af stærri heild, eða eitt af mörgum fögum sem fjalla um manninn og leiðir hans að auknum þroska og heilbrigði. Stundum er talað um heild- rænar aðferðir og er þá átt við að maður sem vill auka heilbrigði sitt og styrk þurfí að horfa á líf sitt í viðu sam- hengi. Astæðan er sú að heilbrigði er fólgið í safnspili margra þátta. Jafnvægis þarf að gæta milli sálarlífs, líkama og umhverfís. Umhverfi Hin heildræna aðferð er merkileg. Hún hvetur okkur til að huga að líkamlegu og andlegu heilbrigði, en bendir einnig á umhverfið og þátt þess í heilbrigðu lífemi. Ég vil í dag fjalla nánar um þetta síðasttalda atrjði. Við þurfum að gera okkur grein fýrir því að ekki er nóg að hugsa um eigið skinn heldur þurfí einnig að huga að umhverfi okkar. Eigin þarfir Margir gera sér ekki grein fyrir þeirri þörf að hugsa um annað en eigin þarfír. Ef ég hef það gott, er ríkur o.s.frv., þá hlýtur allt að vera í lagi. Þetta er talið sjálfsagt og lítil umræða fer fram um þessi mál innan þjóðfélagsins. En hvað gerist þegar hið þrönga ég-viðhorf fær að ríkja óhindrað? EyÖing mannkyns Við lesum um það í fjölmiðlum að á hveijum degi séu mdd stór skógarflæmi í Brasilíu. Tilgangurinn er að sjálfsögðu sá að auðga þá sem stunda skógarhöggið. í fljótu bragði virðist skógarhögg við Amaz- on-fljót koma t.d. Íslending- um lítið við. Þetta sama skógarflæmi er hins vegar eitt mikilvægasta súrefnis- forðabúr jarðarinnar og því nauðsynlegt öllu lífríki jarðar. Skógarhöggið í þágu einstakl- inga kemur til með að eyða mannkyninu og lifi á jörðinni ef ekkert er að gert. Þetta er slæmt mál, ekki satt? Lítið er hins vegar aðhafst vegna þess að of fáir einstaklingar em meðvitaðir um það sem er að gerast, um það að ákveðin hegðun einstaklinga geti haft áhrif á víðara sam- hengi. Mitt mál Við skulum líta okkur nær. Kemur fátækt á íslandi mér við? Á meðan ég á nóg af peningum ætti allt að vera í lagi, er það ekki? Einhver gæti sagt sem svo að mér ætti svo sem að vera sama. En svo er ekki. Undir niðri, skammast ég mín og nýt ekki eigna minna. í öðm lagi hræð- ist ég þjófa. Auk þess get ég ekki gengið niður í bæ að kvöldlagi. í stuttu máli má segja að andrúmsloft þjóð- félagsins, allra þjóðfélaga, sé mengað af óhamingju þeirra sem eiga bágt. Á einn eða annan hátt. Það kemur mér við vegna þess að ég er hluti af þjóðfélaginu. ÁbyrgÖ Það sem ég vil leggja til er að við aukum meðvitund okk- ar um samspil allra þátta Kfsins, um það, að allt sem lifír sé öðm háð. Við getum hafíð umræðu um ábyrgð ein- staklings gagnvart öðmm einstaklingum og þjóðfélag- inu. Bent á að slfk ábyrgð sé ekki fyrir aðra en okkur sjálf. Því þegar upp er staðið þurfa þeir sem höggva skóginn einnig á súrefni að halda GARPUR 1 1 X-9 , þerr/ien þy&t*j a' /i/f/11 MbAf/# / VvS^. —/I—Vf ^ BFT/K. HANN g CONR/aA/sl *) HlFl/fit FWA/& § TViNfC—Týl/CK S ] f?yÆU//VA Sif/A €>1966 Kmg FMturM Syndcat*. Inc Worid nghu rssarved inf-tPT £ &>£&*'&/#/<■/<’/# i //U4PW&M7? :::::::::::::::: TOMMI OG JENNI þlE> HAFIE? EKKI VIE? ! MÉíl Á HLAUPASWÓN- \OM MÍHUM ! UOSKA FERDINAND SMÁFÓLK rTHIS PROGRAíA NEED5 VOUR SUPPORT.. IF U)E PONT NEAK. FROM VOl), WE'LL WAVE T0 60 OFFTHE AIR... Þessi þáttur þarfnast Við þurfum framlög ykkar stuðnings ykkar____ — Ef við heyrum ekki frá ykkur neyðumst við til að hætta að útvarpa þættin- um ... Par vel! BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Nokkur pör keyrðu í alslemmu í spilinu hér að neðan, sem kom upp sl. miðvikudag í fyrstu um- ferð aðaltvímenningskeppni Bridsfélags Reykjavíkur. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♦ G96 VÁKG10643 ♦ 7 Vestur ♦ D1032 V 75 ♦ 10983 ♦ 753 ♦ ÁG Austur ♦ ÁK8754 VD8 ♦ D42 ♦ 86 Suður ♦ - V 92 ♦ ÁKG65 ♦ KD10942 Sjö hjörtu velta á því hvort sagnhafí finnur trompdrottning- una. Það þykir ekki góð pólitik að fara í alslemmu með drottn- inguna Qórðu í trompi úti, en í tvímenningi taka menn oft áhættu fyrir toppinn. Besti samningurinn er hins vegar sjö lauf. í þeim samningi er ekki vist að þörf sé á fleiri en tveimur slögum á hjarta. Ef vömin spilar einhveiju öðru út en trompi — og vissulega er spaðaútspil líklegt — má nota AG í lauf til að stinga tvo tígla. Og þá vinnst spilið ef tígul- drottningin fellur önnur, þriéja eða §órða. En fínni vömin trompútskotið er enn hægt að spila upp á drottninguna þriðju í tígli. Og dugi það ekki, má alltaf treysta á hjartalitinn. En hvemig á að ná sjö lauf- um? Það er ekki auðvelt, en eftir eðlilegu kerfi koma þessar sagn- ir til greina: Vestur Norður Austur Suður — — — 1 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 tíglar Pass 3 hjörtu Pass 4 tígiar Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 6 lauf Pass 7 lauf Pass Pass Pass Þegar sagnir em komnar upp í fjóra tígla hefur suður sýnt 6—5 í láglitunum og norður geimkröfu með tangan hjartalit. Fjórir spaðar er fyrirstöðusögn og liklega gerir norður ekkert betra en stinga upp á sex lauf- um. Og þá er bara spumingin hvort suður breytir í sex hjörtu eða kýlir í sig hörku og lyftir í sjö lauf. SKAK Umsjón Margeir Pétursson í einni af undanrásum sovézka meistaramótsins f fyrra kom þessi staða upp f skák meistaranna Dvoris og Kveinis, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék sfðast 37. h2 — h4 og svartur virðist eiga í miklum erfiðleikum. Hann fann hins vegar laglegan leik til að snúa taflinu sér f vil: 37. - Rf3+!, 38. gxf3 - Hg8 (Nú tapar hvítur drottningunni, þvf hún getur ekki vikið sér undan vegna Dgl+. Hvítur reyndi:) 39. Hc2 — De3, 40. He2 — Bxe5+ og hvítur gafst upp, þvf eftir 41. dxe5 — Dxd3 tapar hann drottningu eða hrók.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.