Morgunblaðið - 01.03.1987, Side 42

Morgunblaðið - 01.03.1987, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 Þú finnur ekki öruggari leið til að ávaxta fé þitt, segir ábyrgðar- mikil rödd í sjónvarpinu. Og svo fleygja hjónin á myndinni með dramatískum tilburðum íslenkri mynt í vatn Peningagjár á Þing- völlum. Peningurinn sekkur í djúpið um leið og röddin lýkur textanum með nafni ábyrgðar- manns fullyrðingarinnan Ríkis- sjóður íslands. Peningurinn er sokkinn til botns og sést vísast aldrei meir, fremur en syndimar í hjálpræðissöngnum, sem af- greiddar eru af þeim æðri með því að kasta þeim bak við hann. Kannski hafa þeir verið búnir að sjá þessa auglýsingu hins ábyrga ríkissjóðs tvímenningam- ir, sem í síðasta sunnudagsfrétta- þætti Bylgjunnar virtust sammála um að þjóðarauðurinn væri næg- ur. Þetta væri bara spuming um hvemig ætti að eyða honum. Skyldi hann nú vera að rætast hinn langþráði draumur þjóðsagn- anna um að einhvers staðar í þessu landi bíði gull og gersemar. Nú á gjárbotnum en ekki í fjöllum og klettaborgum. Þá yrði nú kátt í höllinni. Ekki síst í höllinni við Austurvöll. Þá vantaði ekki fé til að gera það sem gera þarf. Þó ekki væri nema það sem þeir vísu alþingismenn eru búnir með árun- um að ákveða og fyrirskipa í lögum. Það er raunar engin smá- upphæð. Gæti kannski verið að þeir vissu af einhverri dularfullri hít með nægu fé eins og ofar- nefndir tvímenningar. Það kynni að vera skýringin á því hvemig þeir árið út og árið inn bæta út- gjaldaliðum á sjóðinn, ekki bara einu sinni heldur áframhaldandi útgjöldum á ári hveiju í framtíð- inni. Þá yrði nú gaman fyrir okkur minni spámennina, sem þar em falin hin bestu mál til fram- kvæmda. Okkur sem skákað hefur verið í náttúruverdarráð dreymir t.d. stóra drauma um að fá að gera allt það sem okkur er falið að sjá um í lögum. Allt milli him- ins og jarðar, upp á hálendi, með ströndum þessa stóra lands og í þéttbýlinu, sumt sem varðar framtíð byggðar í landinu. Má bara ekkert kosta, því framkvæmdaféð drýpur svo undur hægt úr ríkissjóði. Gaman væri að geta bara eins og þeir í fræðslunefndinni fyrir norðan sagt framkvæmdastjóranum hon- um Gísla að drífa sig í að framkvæmda þetta allt sem þing- mennimir hafi verið að leggja okkur á herðar í nátturuvemdar- lögunum. Hann geri það á okkar ábyrgð, stjómarinnar, ekki sína. Svona getur maður látið sig dreyma. Hefði það orðið meira en fagur draumur, væri líka vísast búið að reka okkur, að minnst a kosti framkvæmdastjórann. Ekki væri aldeilis ónýtt ef ríkis- sjóður væri búinn að fínna sína ömggu peningahít í djúpri gjá á Þingvöllum. Eina „arðbæra, sem fylgir engin áhætta", eins og seg- ir í auglýsingunni.á borð við þessa úr æfintýrunum, sem aldrei lækk- ar í hversu mikið sem af er tekið. Því næstum hverri stofnun í landinu hefur í áranna rás verið falið að framkvæma þetta og hitt með lögum frá draumalandinu alþingi - því hinu sama sem aldr- ei samþykkir svo kannski að senda þangað fé til þess. Þá yrði nú kátt í höllinni hjá ferðamálaráði með öll viðfangsefnin og enga peninga, hjá kvikmyndasjóði með allan metnaðinn, hjá hverjum skóla í landinu, vegagerðinni o.s.frv., o.s.frv. Öllum hefur í áranna rás verið hátíðlega falið með lögum að gera meira í dag en í gær. Engin furða raunar. Hvað eiga þeir líka að gera þessir 60 þing- menn, sem kjömir eru til þess að sitja á launum árið um kring til að semja lög? Nú þeir verða auð- vitað að semja lög og senda þau út í þjóðfélagið. Enda stendur ekkert á því, þau streyma þaðan í tuga tali á hverju ári. Ríkisstjóm- unum eða einhverjum aðilum falið að framkvæma þau. Bera svo auðvitað ekki meiri ábyrgð á því hvað þau gera þegnunum eða hvort þau gera nokkuð vegna fjár- skorts. Þó ku vera á alþingi skákmenn. Slíkir eru sagðir þeirrar náttúru að geta hugsað nokkra leiki fram í tímann.„ Þeir sem hafa kynt sér sálarfræði taflmanna vita best að til þess að ná árangri í þessari undursamlegu íþrótt útheimtist heil og víðtæk samstæða af flest- um almennum sálargáfum. Fyrir utan grundvallaða þekkingu á sjálfri greininni verður taflmaður- inn að hafa athyglisgáfu yfírlit minni ímyndunarafl samteinging- arhæfileika, hugareinbeitíngu sem steingir afgánginn af veröld- inni úti, ró dirfsku og takmarka- lausa þrætugáfu (díalektík) auk anda leiksins sem er grundvöllur- inn að öllu saman", eins og Halldór Laxness lýsir fjölhliða gáfnafari skákmanns í Skálda- tíma. Skákmenn geta víst að vísu teflt „eins og flóðhestar". En meðan snillingar keppa á heims- móti við skákborðið í daglegri augsýn landsmanna mætti kannski hugleiða hvort slíkir séu ekki einmitt af þeirri gerðinni sem okkur vantar mest til að semja lög þau sem skella á okkur. Menn sem hafa þjálfun og nennu til að stúd- era teoríu og liggja öllum stundum í afbrigðum, til að reyna að sjá fyrir hvemig það sem þeir gera muni virka í næsta leik eða nokkr- um leikjum síðar, kunna að búa til leikfléttu sem ekki verkar allt öðru vísi á mannskapinn en efni stóðu til. Afleiðingamar af fyrsta leik koma ekki eins þruma úr heiðskfru lofti og í upphafi megi endirinn skoða. Sjálfsagt þarf mikla þjálfun og skákmannshæfileika til að sjá hvemig lögin sem verið er að selja eiga eftir að virka úti í þjóðfélag- inu. Hvaða áhrif hver grein hefur á einstaklinga við margvíslegar aðstæður. Menn, allir sextíu- menningamir, yrðu sjálfsagt að liggja öllum stundum yfir hugsan- legum leikflettum með hveijum lögum sem þeir em að senda frá sér yfir víðan völl. Og vísast eng- inn tími til að koma sér í sjónvarp og hafa hugann við næstu kosn- ingar. Hvemig ættu þeir þá að láta lq'ósa sig? En ef forsjálir skákhæfileika- menn lægju lengi í þvf að spá í afleiðingamar af nauðsynlegum lögum, þá yrði þar kannski ekki vegur yfir og vegur undir, eins og í nýjustu lögunum okkar, hús- næðislögunum, þar sem sjálf- virkni í forgangslánin hefur ýtt heimabúandi stúdentinum kunn- ingja mínum til að fara að byggja eins og allir vinir hans, háskóla- nemanum til að byggja 3-4 herbergja íbúð í stað tveggja, þriðja kunningjanum til að hug- leiða að selja lánsloforðið sem hann telur sig eiga rétt á, hjónun- um í einbýlishúsinu til að taka lán þótt þau fái milligjöf þegar þau em að minnka við sig og veita unga hagsýna parinu 400 þús. kr. afgang eftir viðgerðina á gömlu keyptu íbúðinni. Öll tilboð- in á niðurgreiddum vöxtum sem lántakendur standast auðvitað ekki. Forgangshópamir em með ótal auglýsingum hvattir til að láta ekki happ úr hendi sleppa, meðan eigendum lífeyrirsjóðanna, sem teknir hafa verið með aðferð byssumannsins „ peningana eða lífið", færast æ lengra aftur fyrir. Sá sem hefur borgað í veikann lífeyrissjóð í 30 ár getur nú ekki fengið lán þar til að stækka við sig úr tveggja herbergja íbúðinni sinni og ekki fyrr en allir for- gangshópamir hafa lokið sér af hjá húsnæðismálastjóm - kannski eftir mörg ár. Af vísdómi var þessu þó skellt á þá eldri, sem vonandi hafa meira kristilegt umburðarlyndi og tauta bara: „Guð fyrirgefi þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera“. Surnir vak.no ^DuSopfflo-^r! Latex dýna Latex dýnan er eina dýnan á markaðnum sem gerð er úr ekta náttúrugúmmíi. Latex dýnan fjaðrar vel og veitir líkamanum góðan stuðning. Þyngri iíkamshlutar sökkva hœfi- lega djúpt í dýnuna en hún veitir jafnframt stuðning undir hina léttari. Stabiflex rúmbotn Stabiflex er einstaklega traustur og vandaður rúmbotn sem hentar sérstaklega vel undir Latex dýnuna. Samspil dýnu og rúmbotns er þar í full- komnu samrœmi við hreyfingar og þyngd líkamans. ♦Sveigjanleiki gúmmísins tryggir rétta fjéðrun. ♦Hryggsúlan helst bein og það slaknar á vöðvum. ♦ Stabiflex rúmbotninn er sniðinn undir Latex dýnuna - samvirkandi og hljóðlaust kerfi. *Latex gúmmfið bœgir ♦Loftrœstikerfi heldur frá ryki og sýklum. loftinu hreinu og raka- tFallegt áklœði stiginu réttu. að eigin vali. Of hörð dýna. Latex dýnan: Dýnan lagar sig að líkamanum - hryggsúlan er bein. Of mjúk dýna. ♦ Þverrimlarnir eru gerðir úr irmtré *Þverrimlamir hvíla á veltiörmum #Hœgt er að hœkka rúmbotninn og bogna upp á við um miðjuna úr gúmmíi sem hreyfast eftir undir höfði og fótum. - eru sveigjanlegir. þrýstingi. • Botnramminn er gerður úr níðsterku Ifmtré. Dugguvogl 8-10 Sfmi 84655

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.