Morgunblaðið - 01.03.1987, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 01.03.1987, Qupperneq 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 Fjölmiðlafræði er meðal þeirra námsgreina sem hvað mest aðsókn hefur verið í á síðustu árum og má kannski segja að það sé tímanna tákn. Árið 1983 voru innan við tuttugu ísiendingar í fjölmiðlafræðinámi erlendis, en nú eru þeir rétt tæplega sjötíu. Stærstur hluti þeirra íslendinga sem stunda nám í fjölmiðlafræðum sækja menntun sína til Bandaríkjanna. Fjölmiðlafræði hefur ekki verið kennd við Háskóla Islands nema að litlu leyti, en nú eru uppi hugmyndir um að koma á fót fjölmiðladeild innan Félagsvísindadeildar Háskólans. Sigrún Stefánsdóttir, sem er að góðu kunn fyrir störf sín við fjölmiðla, er ein þeirra sem undanfarin ár hefur verið við §öl- miðlanám í Bandaríkjunum, nánar tiltekið við Háskólann í Minnesóta og er nú að leggja síðustu hönd á doktorsritgerð sína sem fjallar um skólasjónvarp. Sigrún er gift banda- rískum manni og hefur ásamt strákunum sínum tveimur átt sitt annað heimili í Bandaríkjunum að undanfömu. Sigrún Stefánsdóttir er stödd hér heima þessa dagana og kennir á nýju námskeiði, Inngangi að hag- nýtri fjölmiðlun, við Háskóla Is- lands. Það námskeið er, ef að líkum lætur, upphafið að öðru og meiru í íjölmiðlakennslu innan Háskólans. Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti Sigrúnu á dögunum og við spjölluðum vítt og breitt um hræringar í fjölmiðlamálum, fjöl- miðlakennslu og skólasjónvarp, en ég byijaði á að spyrja hana hvort hún væri flutt búferhim til Banda- ríkjanna. Tveggja landa líf „Eg er í launalausu leyfi frá sjón- varpinu, en kem heim til sumaraf- leysinga. Ég get ómögulega verið lengi í burtu að heiman í einu. Við erum að reyna að koma því þannig fyrir að við getum bæði sinnt störf- um okkar, þótt þau séu sitt hvoru megin við Atlantshafið. Við höfum búið um helming ársins hér heima og hinn helminginn úti. Annars var ég að uppgötva það að ég er komin út úr kerfinu hér. Lögheimili mitt hefur verið flutt til Bandaríkjanna að mér forspurðri, líklega vegna þess að talið sé eðlilegt að kona fylgi manni sínum. En manni fínnst hreint ótrúlegt að það geti skeð árið 1987 að kona sé send úr landi á eftir manni sínum eins og bög- gull, án þess að það sé einu sinni haft fyrir því að láta viðkomandi vita að lögheimilið hafi verið þurrk- að út úr íslenskum skrám. Já, jafnréttið lætur ekki að sér hæða!“ Námskeiðið „Inngang að hag- nýtri fjölmiðlafræði" byggi ég þannig upp að auk þess að vera með fyrirlestra og verklegar æfing- ar reyni ég bæði að fá fólk af fjölmiðlunum í heimsókn og fer með nemenduma á fjölmiðlana. Ég held að það sé óraunhæft að ijalla af einhvetju viti um íjölmiðla ef fólk hefur ekki svo mikið sem komið inn á blað, útvarp eða sjónvarp. Þá vantar ákveðna undirstöðu sem ég vona að verði byggð upp héma. A þessu námskeiði er farið inn á fréttaskrif, sögu íslenskra flölmiðla og þær breytingar og þá þróun sem núna á sér stað. Hvað varðar frétt- imar þá munum við velta fyrir okkur spumingum eins og hvað sé frétt og hvað ákvarði fréttamat, ábyrgð fréttamanna, gagnasöfnun, málfar, hvort hlutleysi sé til í frétta- mennsku og hvað skilji útvarp og sjónvarp sem fréttamiðla frá dag- blöðum. Þetta er svona í hnotskum það sem ég að ijalla um á námskeið- inu, en á síðari hluta þess fer Hellen M. Gunnarsdóttir meira inn á stjómun og uppbyggingu fjölmiðla- stofnana sem mér finnst vera í eðlilegu framhaldi af mínum hluta. Þetta námskeið gerir nemend- uma ekki að fullnuma fréttamönn- um, en ég vona hins vegar að það geti orðið þeim gott veganesti ef þau ákveða að leggja út á þessa braut og auki jafnframt skilning þeirra á íslenskum fjölmiðlum og þýðingu þeirra í nútímaþjóðfélagi.I þessu námskeiði leggjum við áherslu á hagnýta hluti, en fjöl- miðlanám held ég að þurfi að fela í sér bæði fræðilegt og hagnýtt nám. Það er hins vegar mjög baga- legt að fara af stað með námskeið um efni sem ekki er til stafur um á íslensku, en það sýnir kannski best þörfina fyrir að hér verði byggð upp traust fjölmiðladeild sem sé sniðin fyrir íslenskar aðstæður og þar sem íslensk tunga og islensk menning verði í hávegum höfð. Fjöldi íslenskra námsmann er- lendis í fjölmiðlanámi sýnir bæði áhugan og þörfina á slíkri deild hér heima. Maður heyrir oft að blaða- mennsku sé ekki hægt að læra, annað hvort sé fólki þetta í blóð borið eða ekki. Þetta er ekki rétt. Blaðamennsku þarf að læra eins og hvert annað fag. Kröfumar sem gerðar eru til þessa starfs eru mikl- ar og almenningur í þessu landi á rétt á því að fólk á fjölmiðlum kunni sitt fag og viti hvað það er að gera. Vissulega er það mikilvægt að þeir sem leggja út á þessa braut séu pennafærir, en málið snýst um ann- að og meira en það. Hér bíða mörg verkefni fjölmiðlafræðinga. Við eig- um langa og merkilega fjölmiðla- sögu, en ef þú leitar að rituðum heimildum þá er þær hvergi að fínna. Islensk fjölmiðlasaga hefur einfaldlega hvergi verið skráð. í erlendum íjölmiðladeildum finnst mér að fólk þurfi að leita að verðug- um verkefnum, en hér liggja þau Sigrún Stefánsdóttir fyrir í röðum og bíða þess að þeim sé sinnt. Auðvitað væri ekki gott að allir sæktu menntun sína á sama stað- inn, til Háskóla íslands, en annað sem oft gleymist er það að í erlend- um háskólum verður alltaf mikil- vægur þáttur útundan þegar um íslenska námsmenn er að ræða. Það er íslensk tunga, en íjölmiðlamir eru mikilvægur áhrifavaldur hvað varðar þróun og notkun hennar. Einnig hafa íslenskir fjölmiðlar haft sín séreinkenni og þau missum við ef allir sækja menntun sína til út- landa. Þessum séreinkennum þurfum við að halda, sérstaklega í þessu flóði erlendra áhrifa. Við þurfum að standa vörð um menn- ingu okkar og tungu og þar reynir á íslensku fjölmiðlana og íslenska fjölmiðladeild við Háskóla íslands.“ Morgunblaðið/Bjarni Ein allsherjar flatneskja „Það verður að hlúa að íslenskri dagskrárgerð, en í dag er það svo að þær stöðvar sem reyna að halda uppi dagskrárgerð og sýna ein- hveija menningarviðleitni beijast í bökkum og virðast eiga sér fjand- menn á ólíklegustu stöðum. Og það verð ég að segja að Iítill finnst mér heiður alþingismanna að láta það viðgangast að Ríkisútvarp og sjón- varp veslist upp í fjárskorti, en þessar stofnanir hafa áratugum saman reynt að standa vörð um íslenska menningu. I Bandaríkjunum er slagorðið hjá útvarpsstöðvunum „Sem minnst af kjaftæði og meiri músík". Ég renndi yfir einar tuttugu stöðvar þar úti um daginn og á öllum nema tveim- ur var keimlík músík. Og á annarri þeirra var kynnirinn eiginlega að Almenningur á rétt á því að fólk á fjölmiðlum kunni sitt fa g „Ég kom heim núna sérstaklega til að kenna þetta námskeið í Há- skólanum, Inngang að hagnýtri fjölmiðlun, og mér finnst mjög ják- vætt að það sé að komast hreyfing á þau mál hér á landi - og reyndar löngu tímabært. Það eru a.m.k. 12 ár síðan ég vissi að verið var að kanna möguleika á uppbyggingu fjölmiðladeildar hér á landi en það er búið að veikjast allt of lengi í kerfínu. Morgunblaðið/Einar Falur Nemendur í Hagnýtri fjölmiðlun niðursokknir í fréttaskrif Nú reynir á íslensku fjölmiðlana
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.