Morgunblaðið - 01.03.1987, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 01.03.1987, Qupperneq 58
58 Y8«r saAM i HuoAcnmvnjg .giclajhvhjohom MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 BRJOTUM MURANA - BRYT Verkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um fjölbreyttari atvinnuþátttöku kvenna Konur stofna fyrírtæki Samnorræna Jafnróttlsverkefnlð BRJÓTUM MÚRANA gengst fyrir nám- skeiði fyrir konur á Norðurlandi sem hafa í hyggju að stofna eigið fyrirtæki. Nimskeiðið felst í þremur vinnuhelgum: í Stórutjarnarskóla 4. og 5. apríl og í Héraðsskólanum á Laugum, 16. og 17. maí og 13. og 14. júní. Konurnar fá ráðgjöf á milli vinnuhelganna og í a.m.k. 3 mánuði eftir að námskeiðinu lýkur en auk þess er gert ráð fyrir að þær vinni saman í hópum þann tíma. Á námskeiðinu munu konurnar vinna úr hugmyndum sínum með aðstoð leið- beinenda og fá innsýn í ýmsa þætti sem tengjast stofnun fyrirtækis, s.s. áætlanagerð, markaðsfræði, sölumál o.fl. Áhersla verður lögð á að efla eigið sjálfstraust og áræði. Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 20 konur. Þær konur sitja fyrir sem ætla að stofna fyrirtæki á Norðurlandi og hafa hugmyndir um óhefðbundnar leiðir í atvinnurekstri. Að námskeiðinu standa ýmsir aðilar auk BRJÓTUM MÚRANA, þ.ám. Iðnþróun- arfélag Eyjafjarðar, iðnaðarráðuneytið og Akureyrarbær. Námskeiðsgjald veröur kr. 6000, matur og gisting innifalið. Kynningarfundur um námskeiðið verður haldinn í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14, Akureyri fimmtudaginn 5. mars nk. kl. 20.30. Umsóknum skal skila til BRJÓTUM MÚRANA, Kaupangi v/Mýrarveg, 600 Akur- eyri, á eyðublöðum sem þar fást, í síðasta lagi 16. mars nk. Allar nánari upplýs- ingar veita Valgerður og Guðrún í síma 96-26845. Þetta er f fyrsta skipti sem slíkt námskeið er haldið hér á landi og óvíst er hvort það verður endurtekið. Við hvetjum því allar konur sem lúra á góðri fyrirtækishugmynd að grípa tækifærið. Tveir spennandi eróbikksins U.S.A. gestakennarar frá landi Flestir muna eftir mikilli aðsókn hjá Norvell í fyrra og því er nauðsynlegt að skrá sig strax í tímana hjá báðum kennurunum. Norvell Robinsonog Vita Chittenbenry HID MJÚKA ERÓBIKK (low impact) er nú allsráðandi og þá geta flestir verið með án þess að þjást eða slasast. Við bjóðum ykkur upp á leikfimi sem hefur öryggi að aðalsmerki. Taktu ekki áhættu með eigin líkama — æfðu þar sem fólkið fylgist með. Tveir kennslustaðir: Borgartún 31 og Sigtún 3. Einnig ★ Tveir flokkar fyrir barnshafandi konur og konur eftir barnsburð. ★ Old boys hressir tímar fyrir unga og gamla. ★ Þrek og púltímar. ★ Rólegir byrjendaflokkar og hið bráðnauðsynlega með Eróbikkinu magi, rass og læri. INNRITUN í SÍMA 29191 ★ MUNIÐ ÁRSHÁTÍÐINA 20. mars. Þekking — öryggi og umfram allt alltaf eitthvað nýtt!!! fjör jErobikk T Ú D O JfÓrtÍFWÍÆ slfgMÆ StiÆ BORGARTÚNI 31 OG SIGTÚNI 3 SÍMI 29191. íslensk slysagildra Hugleiðing um „Skytturnar“ eftir Steingrím St. Th. Sigurðsson „Kiddi ætlar að hætta að drekka og búinn að lofa því að fara á Vog- inn,“ sagði sú gifta við „vin“ sinn Grím Úlfsson á hvalfangaranum — gegnum talstöðina, svo að allur flot- inn heyrði. Hún bætti því við, að hann þyrfti ekki að koma meir — það væri öllum fyrir bestu. Grímur (Þórarinn Óskar Þórarinsson) er önnur söguhetjaní nýju íslenzku kvikmyndinni „Skjrttumar". Þegar þetta afdrifaríka samtal fór fram var Grímur á leið í land eftir útilegu á hvalbát, ogvirtustöll sólmerki benda til þess, að hann væri farinn að hlakka til að sjá hana Ebbu sína (Guðbjörgu Thoroddsen), sem átti hann Kidda, er var á leið á Voginn. Gríms beið annað hlutskipti en að fara á Voginn — allt annað hlut- skipti og allt önnur örlög. Þetta atriði i myndinni — spjaliið í gegnum talstöðina orkaði — sem ljóslifandi dæmi beint úr Iífinu og skapaði veru- leikablæ í kvikmyndinni. Þetta var þar að auki byijun á öllum þeim ósköpum, sem áttu eftir að dynja yfir síðar. Viðbrögð Gríms við því, að hann væri ekki lengur talinn æskilegur á ástarfund.sem hann var þó harla vel undirbúinn til eftir viður- eign við hvalinn, særði karlmennsku- stolt hans og setti hann í árásarhug, sem magnaðist stig af stigi og skap- aði öra atburðarás og gerði hildar- leikinn í myndinni sannfærandi í einfaldleik sínum. Ef þessi þáttur er ekki settur undir mæliker og grannt skoðaður til að skilja efni og inntak myndarinnar, þá er ekki að vænta réttsýns mats á þessu kvik- myndaverki. Hvergi hefiir sannast betur en í þessu tilviki það, sem enskur andans maður ku hafa sagt: „You’il find a woman at the bottom of every scandal" — það er alltaf kona á bak við hvaða heyksli sem er, svo að dæmi sé neftit: Hildi- gunnur Flosadóttir, eiginkona Höskuldar Hvítanesgoða, sem hvatti til Njálsbrennu. Ef til vill er ekki tilhlýðilegt að geta þessa á þessum rauðsokku- rembutímum, þegar skrattinn er alltaf málaður á vegginn, ef karlpen- ingur á í hlut, því guð einn má vita, hvort þessi tilvitnun verði skilin sem ádeila eða niðurrif eða eitthvað það- an af verra. En því er alls ekki að heilsa — heldur alveg hinu gagn- stæða — þetta gerir konuna meira sjarmerandi í lífi og leik, meira spennandi, ef hún er óútreiknanleg eins og veðrabrigðin í lífinu, gerir hana jafnframt hættulegri og erfið- ari og setur verðuga veiðimennsku inn í spilið. Þetta var pínulítill útúr- dúr, og þó. Kvikmyndin byijar með glæsi-. brag. Það er kveikt í henni með listrænum tilþrifum (eins og það er atriði að kveikja á öllu, sem skapað er í máli, myndum og tónum): Hafið er eins og segulafl, hlaðið af íónum og elektrónum — glæsilega gert — og hvaiir sýndir að leik, komandi upp á yfirborðið af feiknarlegu afli, minnandi einhver veginn á túnfisk- veiðar í stíl Hemingways, hvemig sem á því stendur. Þetta skapar reisn og spennu — og ennfremur ívafið með neðansjávarskotin af hvala- mömmunni og ungviðinu — þetta gefur dúndrandi líf. Og svo framvindan — drápið á hvalnum. Vel gert — snilld! Hvalveiðiskip öslandi, minnandi á senur úr Vitaskipinu, sem sýnt var nýlega í Reykjavík. Það er haft eftir FViðrik leikstjóra, að hann hafi aldr- ei séð þá mynd — og því er trúað. Þetta atriði sýnir næmt auga leik- stjóra og framleiðanda. Ekki verður söguþráður rakinn í þessum hugleiðingum að undan- skildu því, að viss atriði, sem skipta máli, verða skoðuð, svo sem eins og þegar þeir stríðsfélagar fara á putt- anum og húkka upp tvo bfla. Ekillinn á fólksbflnum er leikinn af Karli Guðmundssyni, sem gerir sig furðu sannfærandi ergilegan íslending. Og ekki er sá síðri, sem fer með hlut- verk olíutrukkekilsins (Atli Guð- mundsson). Hann fellur vel inn í myndina. Aukahlutverk eru víðast hvar skemmtilega leyst af hendi og minna á lífið sjálft. Þegar komið er að hestinum, sem hafði slasazt illa við að keyrt var á hann — skapast undanfari að leik með vopn — leik með byssu. Grímur Úlfsson virðist fara létt með að senda kúlu gegnum hausinn á hross- inu, en „bangsinn" herra „Meatloaf" (Kjöthleifur), sem heitir fullu nafni Guðbjartur Hafsteinsson frá Hellis- sandi — kallaður Búbbi, er leikinn frábærlega vel af Eggert Guð- mundssyni. Minnir hann óneitanlega á Lenna í Mýs og menn eftir Stein- beck, ekki síður vel gerður en sú persóna í samnefndri kvikmynd. Búbbi þolir illa að sjá blóð — honum verður illt. Hann er með óspillt hjarta og innilega einmana og munaðar- laus. Og það er einmitt þetta sem tengir þá félaga saman og gerir þá ómissandi hvor fyrir annan — þetta munaðarleysi, að eiga engan að, sem tekur á móti þeim og fagnar þeim og sýnir þeim mannlega hlýju, þegar þeir þurfa mest á henni að halda, blessaðir strákamir. Þegar komið er inn í rökkvaða borgina (elsku beztu Reykjavík), sem er einhvem veginn svo innilega „indbydende“ eins og danskurinn segir — með öðrum orðum gefandi undir fótinn eins og sagt er á tungu feðranna, þá dregur náttúrlega til tíðinda. Að sjálfsögðu. Kvikmynda- takan í því atríði er eins og músík, kvöldhiminninn og borgin með sín tindrandi ljós, þessi frumskógur með sitt næturlíf og afkima og dimmu hom, þar sem syndin er lævís og lipur. Það skal tekið fram, að undir- skráður hefur séð „Skyttumar“ þrisvar og hún batnaði æ meir í undirvitundinni — og það verður að segjast eins og er, að eiginlega var betra að sjá hana í annað sinn og jaftivel enn betra í þriðja skipti. Ótrúlegt en satt. Einhvem veginn var hiynjandi myndarinnar skynjuð betur, þegar fram í sótti. Hún var eins og verðug manneskja, sem maður kynnist rétt við nánari kynni. „Það sem hinn ódauðlegi óttast, það kemur yfir hann,“ segir hjálp- ræðisherkonan, sem er að selja Herópið á homi Reykjavíkurapóteks. Grímur Úlfsson skensar hana svolít- ið, og hún sendir þeim félögum þessa orðsendingu. Og í það mund gloprar Bubbi lukkutröllinu sínu ofan í strætið. Og þá fer að styttast í slysa- gildruna — meira og meira. Öldur- húsaramb, varpað út, hvar sem þeir koma, handalögmál, allt þetta vana- lega, sem bíður svona kumpána í næturlífinu, leigubíltúrar, alls staðar reynt að finpa samastað, athvarf, partíið hjá skvísunni, sem þeir höfðu fundið í Glæsibæ — innlifuð af vanri leikkonu, og þá granninn (Þorsteinn Hannesson fyrrum óperusöngvari), þessi vandlætingarfulli náungi, sem kastar úr glerhúsi eins og gerist oft og tiðum í sambýlishúsum. „La skvís", sem er sko ekkert billeg (Hrönn Steingrímsdóttir), rekur dólgana út harðri hendi og setur þá í ginið á löggunni. Niðri á stöð er herra varðstjóri (Baldvin Halldórs- son), sem minnir einhvem veginn á alvöru lögregluforingja, herra Svein- bjöm frá Snæfellsnesi, sem er oft löggulegastur allra manna í skemmtilegri merkingu. Hins vegar var þetta greindarlega og vel gert af Bald.vin. Hann er oft kraftmikill leikari — hann Baldvin. Þeim félögum er sleppt. Þegar út er komið þar niðri við Iögreglu- stöðina er bfll, sem skilinn var eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.