Morgunblaðið - 01.03.1987, Side 64

Morgunblaðið - 01.03.1987, Side 64
SUNNUDAGUR 1. MARZ 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Strokufanginn ófundinn; Hresstist þegar út var komið FANGINN, sem slapp frá Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg á föstudag, er ófundinn. Það var síðdegis á föstudag sem fanginn slapp frá lögreglunni fyrir utan Hegningarhúsið. Þá átti að flytja hann til læknis, en þegar út undir bert loft var komið hresstist fanginn snögglega og hvarf lög- reglunni sjónum á hlaupum niður Skólavörðustíg. Hefur ekkert til ^hans spurst síðan. Seltjarnarnes: Áhugi á áfengis- útsölu kannaður BÆJARSTJÓRN Seltjarnarness samþykkti á síðasta fundi sínum að kanna hvort íbúar Seltjamar- ness væru hlynntir opnun 'C.--^afengisútsölu á Seltjaraaraesi. Samþykkt var að könnunin færi fram samtímis næstu alþingis- kosningum. Morgunblaðið/Guðmundur Pétureson. VÍ GSLUDAGUR NÁLGAST SENN líður að því að nýja flugstöðin á Keflavíkurflug- áformuð um miðjan apríl. Vinstra megin á myndinni velli verði tekin í notkun en vígsla stöðvarinnar er er hin nýja þjónustubygging Flugleiða, sem er að rísa. Morgunblaðið/Kr.Ben Loðnuhrognunum sprautað ofan í frystitækin á millidekki Grindvíkings GK. Loðnuhrogn fryst um borð í Grindvíkingi Grindavík. LOÐNUHROGN eru nú fryst sem vinnur á sex tíma vöktum á dag hvera um borð í Grindvík- meðan vinnslan er í gangi. Hins- ingi, sem er einskonar fljótandi vegar eru allir á dekki á meðan frystihús. Willard Ólason, skip- kastað er. Frystigetan er 18 tonn stjóri, sagði að gæði hrogn- af hrognum á sólarhring miðað anna, sem fryst eru úti á við að nýtingin sé nægilega góð. rúmsjó, væru ótvíræð. Kr.Ben Á skipinu er 16 manna áhöfn, Hafrannsóknastofnun: 3 5 skyndilokan- ir frá áramótum Flestar lokanir vegna smáf iskagöngu á Austfjarðamiðum HAFRANNSÓKNASTOFNUN hefur auglýst um 35 skyndilokan- ir frá áramótum. Sólmundur Tr. Einarsson fiskifræðingur segir að þetta séu mun tiðari lokanir en áður hefur verið. Til dæmis hefði stofnunin tilkynnt um 80 skyndilokanir allt árið í fyrra, og hefði það þó verið í mesta lagi. Flestar skyndilokanirnar hafa verið á Austfjarðamiðum, á svæð- unum við Hvalbak og Breiðdals- grunn. Hafrannsóknastofnun hefur lokað svæðum þar yfir 20 sinnum frá áramótum, auk þess sem sjávarútvegsráðuneytið hefur lokað svæðum með reglugerð. Sólmundur sagði að árlega kæmi smáfiskaganga á þetta svæði, en það væri yfirleitt á tímabilinu mars til maí. Smáfiskagangan væri mun fyrr á ferðinni nú og hefði því orðið að grípa til tíðra skyndilokana þar sem um 20 tog- arar væru á svæðinu og aflinn góður. Kafari kærir bj örgunar- sveit fyrir aðstoð við bát Suðurnes; KAFARI í Keflavík hefur fyrir hönd Félags íslenskra kafara lagt fram kæru á hendur Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík og útgerðar báts, sem björgunarsveitin aðstoðaði síðastliðið haust. Telur kafarinn að björgunarsveitarmenn hafi við aðstoðina farið inn á verksvið kafara án þess að hafa til þess tilskilin réttindi. Bæjarfógetaembættinu í Kefla- vík barst kæra frá kafaranum síðastliðið haust í framhaldi af aðstoð björgunarsveitarinnar í Grindavík við tiltekinn bát, sem fengið hafði vír í skrúfuna. Kafari frá björgunarsveitinni kafaði til að losa vírinn, en kafarinn sem kærði telur að hann hafi ekki haft réttindi til þess. Rannsóknarlögreglan í Keflavík tók skýrslur af öllum aðilum máls- ins og sendi rannsóknargögn síðan til bæjarfógetaembættisins sem sendi málið áfram til ríkissaksókn- ara, sem tekur ákvörðun um'hvort gefin verður út ákæra í málinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.