Morgunblaðið - 29.03.1987, Qupperneq 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987
plnrgmi Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö.
Nýjar kröfur
Iþeim miklu sviptingum, sem
orðið hafa undanfama daga
milli forystumanna Sjálfstæðis-
flokksins og Alberts Guðmunds-
sonar og leitt hafa til stofnunar
nýrra stjórnmálasamtaka á hans
vegum, er hætt við að kjarni
málsins hafí stundum gleymzt.
Hann er sá, að upplýst var, að
Albert Guðmundsson hefði á þeim
tíma er hann var fjármálaráð-
herra tekið við afsláttargreiðslu
frá Hafskip hf., sem ekki hefði
verið talin fram til skatts. Af
þeim sökum taldi Þorsteinn Páls-
son, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, óhjákvæmilegt, að Albert
segði af sér ráðherradómi.
Skoðanir hafa verið mjög skipt-
ar hjá almenningi um þetta mál.
Sumir hafa talið kröfu formanns
Sjálfstæðisflokksins um afsögn
Alberts sjálfsagða, aðrir, að mis-
tök hans varðandi skattaframtal
hafí ekki verið nægilega mikil til
þess að réttlæta kröfu um af-
sögn. Þorsteinn Pálsson hefur
lýst þeirri skoðun sinni, að málið
snúist um siðferði Sjálfstæðis-
flokksins, aðrir hafa talið, að hér
sé um að tefla nýja siðferðispóli-
tík hjá Sjálfstæðisflokknum, sem
felist í því, að refsa einum fyrir
það, sem margir geri sig seka um.
Þegar tilfínningahita og deilum
um einstaklinga hefur verið vikið
til hliðar kemur í ljós, að hér eru
á ferðinni stórathyglisverðar um-
ræður, sem full ástæða er til að
staldra við. íslenzkt þjóðfélag
hefur löngum einkennzt af aga-
leysi. Þetta samfélag kunnings-
skaparins hefur ekki verið ýkja
kröfuhart um hegðan, framkomu
og vinnubrögð, svo að nokkuð sé
nefnt. Að mörgu leyti má segja,
að umburðarljmdi, sem stundum
hefur farið út yfír skynsamleg
mörk, hafi einkennt þetta þjóð-
félag.
Hin seinni ár hafa menn talið
sig sjá merki þess að breyting
væri að verða á. Smátt og smátt
hefur kröfuharka aukizt. Um all-
langt árabil heyrði það t.d. til
undantekninga í mörgum at-
vinnufyrirtækjum að starfs-
manni, sem ekki stóð sig sem
skyldi, væri sagt upp. Nú er það
að verða almenn regla. Þeir, sem
fylgjast á annað borð eitthvað
með vinnumarkaðnum hafa orðið
þess varir, að svo virðist sem
ungt fólk sætti sig við þessa nýju
kröfugerð og telji hana raunar
sjálfsagða. Eftir því, sem nýjar
kynslóðir setja meira mark sitt á
samfélag okkar er alls ekki
óhugsandi að meiri kröfuhörku
gæti á öllum sviðum.
Hið athyglisverða við deilumál
Sjálfstæðisflokksins og Alberts
Guðmundssonar er kannski ein-
mitt það, að fulltrúi nýrrar
kynslóðar í formannssæti Sjálf-
stæðisflokksins gerir allt í einu
nýjar kröfur. Með þessum rökum
má segja, að Þorsteinn Pálsson
sé að draga nýjar markalínur, sem
skilji á milli þess, sem leyfilegt
teljist í opinberu lífi og hins, sem
ekki þykir við hæfí. Er skoðana-
munur tveggja kynslóða í þessu
efni ef til vill kjarninn í deilum
Þorsteins og Alberts?
Ef svo er vaknar önnur og áleit-
in spurning og hún er þessi: Er
þjóðfélag okkar reiðubúið til að
setja sér nýjar reglur um háttsemi
í skiptum milli manna? Hvað vinn-
um við og hverju töpum við? Það
fer vart á milli mála, að það yrði
þjóðarbúinu til farsældar, ef tak-
ast mætti að auka aga á Islandi
á öllum sviðum. En samfélagi
umburðarlyndis fylgja margir
kostir, m.a. þeir, að auðveldara
er að koma í veg fyrir, að hörð
átök eitri andrúm og umhverfí
okkar og dagleg samskipti fólks
í þessu fámenna landi.
Nú er auðvitað ljóst, að Sjálf-
stæðisflokkurinn er ekki að boða
einhverja allsheijar siðvæðingu.
Hitt fer ekki á milli mála, að
flokkurinn er að draga nýjar
markalínur. Er hljórngrunnur fyr-
ir því hjá almenningi? Kannski
er það ein þeirra spurninga, sem
verður svarað í þingkosningun-
um, sem fram fara síðari hluta
aprflmánaðar.
Það getur verið býsna vara-
samt að efna til umræðna um
pólitískt siðgæði, einfaldlega
vegna þess, að víða er pottur brot-
inn og svo verður alltaf. A hinn
bóginn má færa sterk rök fyrir
því, að „umburðarlyndið" í sam-
félagi okkar eigi ekkert skylt við
umburðarlyndi, heldur nálgist
einfaldlega það, sem í daglegu
tali er nefnt „spilling". Jafnvel
þótt teygjanleg afstaða eigi upp
á pallborðið hjá mörgum er engin
spurning um það, að sá stjóm-
málaflokkur, sem í alvöru vill
berjast gegn spillingu kunnings-
skapar og persónutengsla mun
fínna verulegan hljómgrunn fyrir
málflutning sinn.
Þorsteinn Pálsson hefur því
vakið máls á þáttum í þjóðfélags-
kerfí okkar, sem margir hafa
lengi talað um, en enginn viljað
ráðast að fram til þessa. Hvaða
skoðun, sem menn kunna að hafa
á deilumálum Alberts og Þor-
steins, geta væntanlega flestir
verið sammála um, að umræður
um þessi málefni eru af hinu góða.
Og víst er að eftir atburði
síðustu daga hljóta þeir, sem þátt
taka í opinberu lífi, að gera sér
grein fyrir, að hér eftir ve-ða
gerðar meiri kröfur til þeina en
áður. Það á ekki aðeins við um
embættismennina, sem hafa
fengið viss viðvörunarmerki með
athöfnum Sverris Hermannsson-
ar í ráðherraembætti, heldur og
stjómmálamennina sjálfa.
Hið pólitíska landslag
tók skyndilegum
breytingum á fimmtu-
daginn, þegar það
fréttist, að Albert Guð-
mundsson hefði beðist
undan því að vera á
framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík. Verður nú
erfíðara fyrir frambjóðendur allra flokka
að rata hina réttu leið að kjósendum í hinni
stuttu en vafalaust snörpu kosningabar-
áttu, sem fyrir dyrum stendur.
Albert Guðmundsson hefur oft áður
verið orðaður við sérframboð. Hann hefur
síður en svo setið á friðarstóli innan Sjálf-
stæðisflokksins. Voru vafalaust margir
flokksbræður hans þar orðnir langþreyttir
á þeim óróa, sem hann olli. Á hinn bóginn
mátu menn stöðuna jafnan þannig, að
ekki bæri að stugga við honum. Hann
höfðaði til ákveðins hóps kjósenda, sem
treysti honum og styddi í gegnum þykkt
og þunnt. Þetta hefur sannast síðustu
daga. Ótrúlega margir hafa orðið til þess
að lýsa yfir því, að þeim þætti ástæðu-
laust að hafa í frammi nokkrar pólitískar
aðgerðir, eftir að ljóst var, að skattrann-
sóknarstjóri teldi ekki rétt að málum staðið
á skattframtali Alberts vegna peninga,
sem hann fékk frá Hafskip hf., á meðan
hann gegndi embætti fjármálaráðherra.
Eftir að Albert Guðmundsson hafði
sjálfur lýst því yfir, að hann hefði gert
mistök eða þau hefðu verið gerð í hans
nafni, ákvað hann að segja af sér emb-
ætti iðnaðarráðherra. Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins, mælti á
hinn bóginn með því, að Albert sæti áfram'
í efsta sæti á lista flokksins í Reykjavík í
samræmi við niðurstöður prófkjörsins.
Talið var, að með þessu yrði unnt að halda
jafnvægi innan Sjálfstæðisflokksins og
komast hjá sérframboði.
„Síendurteknar hótanir“
Á þriðjudagskvöldið sátu þeir fyrir svör-
um í sjónvarpsstöðvunum Þorsteinn á Stöð
2 og Albert í ríkissjónvarpinu. Þorsteinn
komst þannig að orði, þegar hann var
spurður um það, hvort Albert yrði aftur
ráðherra. „Það liggur í augum uppi að það
getur ekki orðið.“ í samtalinu við Albert,
sem margir telja einstætt vegna framgöngu
spyrjendanna, brást hann illa við, þegar vik-
ið var að þessum ummælum Þorsteins. í
bréfinu, sem Albert skrifaði Fulltrúaráði
sjálfstæðisfélaganna, vísar hann óbeint til
þessara orða Þorsteins, sem hann kallar
„síendurteknar hótanir".
Almenningur hefur getað fylgst svo
náið með orðaskiptum þeirra Alberts Guð-
mundssonar og Þorsteins Pálssonar
undanfama sólarhringa, að það hlýtur að
koma öllum á óvart, þegar Þorsteinn er
borinn þeim sökum að hafa haft í frammi
„síendurteknar hótanir" við Albert. Eðli-
legt er, að menn séu ekki á einu máli um
það, hvort Þorsteinn Pálsson hafí átt að
slá nokkru föstu um ráðherraembætti fyr-
ir Albert Guðmundsson að loknum kosn-
ingum. Albert sjálfur benti á, hve slíkar
yfírlýsingar um framtíðina geta verið hald-
litlar þegar hann sagði í ríkissjónvarpinu:
„Við megum ekki gera ráð fyrir því að
allt sé óbreytanlegt. Það má ekki gera ráð
fyrir því. I pólitík er allt breytilegt frá
degi til dags, frá einum degi til annars.
Þú getur haft þessa skoðun núna, svo hitt-
ir þú einhvem andstæðing og hann talar
við þig í tvær, þrjár mínútur og þá ert þú
kominn með allt aðra skoðun. Þetta er svo
breytilegt." Þegar þessi orð Alberts, sem
hann mælti þegar hann var spurður um
ráðherraembætti að kosningum loknum,
eru skoðuð og borin saman við bréf hans
sjálfs og brotthvarf af lista Sjálfstæðis-
flokksins, hlýtur það að vekja nokkra
undrun, að hann velji þetta sem ástæðu
fyrir brotthvarfí sínu.
„Fj ölmiðlaveisla“
Sviptingamar vegna afsagnar Alberts
Guðmundssonar og framboðs hans hafa
eðlilega sett svip sinn á fjölmiðla. Mörgum
er að vísu nóg boðið vegna þess, hve mik-
ið hefur verið gert úr málinu á öldum
ljósvakans. Sérstaklega verður vart við
gagnrýni á ríkismiðlana og þá helst frétta-
stofu sjónvarpsins fyrir of tilfínningalega
meðferð á málinu. Með rökum benda menn
á, að fréttamenn ríkisins sýnist leggja meira
upp úr því að ræða persónulega hlið þessa
máls en efnislega, ef svo má að orði kveða.
Ólafur M. Jóhannesson, sem skrifar reglu-
lega þætti um efni útvarps og sjónvarps hér
í blaðið, kveður svo fast að orði í dálki sínum
á föstudag, að orðið hafí „trúnaðarbrestur"
milli fréttastofu ríkissjónvarpsins og áhorf-
enda í þessu máli. Ólafur rökstyður skoðun
sína meðal annars með þessum orðum:
„Kjarni málsins er sá að fréttamenn eru
ekki þátttakendur í leiknum heldur eiga
þeir fyrst og fremst að vísa áhorfendum
inná leiksviðið og kynna þar aðalleikar-
ana. Það er svo áhorfendanna að draga
ályktanir af frammistöðu aðalleikaranna
en ekki fréttamannanna, sem í raun eiga
að halda sig hæfílega í skugganum."
í hinum sjónvarps- og útvarpsvæddu
þjóðfélögum eins og Bandaríkjunum hefur
það löngum verið gagnrýnt, að fréttamenn
taka sér fyrir hendur að hafa uppi skyndi-
söguskýringar; draga ályktanir af ræðum
stjómmálamanna eða framgöngu á svip-
stundu og reka þær ofan í áhorfendur strax
að atburðum loknum. Á fréttastofum ríkis-
Qölmiðlanna virðast vinnubrögð af þessu
tagi njóta vaxandi vinsælda; jafnvel sömu
menn, sem lesa okkur fréttir, flytja strax
útleggingu á staðreyndum, er bera augljós
merki fljótaskriftar ef ekki beinnar vanr
þekkingar. Veruleg hætta er á því, að
þessir starfshættir eigi eftir að rýra al-
mennt traust manna á fréttum þessara
miðla, ef svo fer fram sem horfír.
Mörgum fínnst nóg um „ijölmiðlaveisl-
una“, sem hlýtur að taka enda núna, þegar
ljóst er, að Borgaraflokkurinn með Álbert
í broddi fylkingar er kominn á laggirnar.
Þá er ekki lengur unnt að halda áfram
að höfða til tilfinninga eða þeirrar spennu,
sem fylgir uppgjöri af þessu tagi. Nú taka
við hversdagslegir hlutir eins og það,
hvemig landinu skuli stjómað á sem far-
sælastan hátt. Vonandi gleyma þeir hjá
Borgaraflokknum því ekki, að stjómmál
snúast um þetta.
Kjarnorkuvopna-
laust svæði
Vegna fundar utanríkisráðherra Norð-
urlandanna hér í Reykjavík á miðvikudag
og fímmtudag hefur töluverð athygli beinst
að kjamorkuvopnalausu svæði á Norður-
löndunum. Fyrir ráðherrafundinn var ljóst,
að íslenska ríkisstjómin hafði aðra skoðun
á hugmyndinni um að skipuð yrði sérstök
embættismannanefnd til að ræða málið en
ríkisstjóriiir hinna landanna. Að vísu var
jafn erfítt að henda reiður á því, hvað
fyrir mönnum vakti með þessari nefnd og
flestu öðru varðandi þetta margþvælda
mál. í stuttu máli er það blekking að halda
því fram, að yfírlýsingum kjamorkuvopna-
leysi á Norðurlöndunum, þar sem engin
kjamorkuvopn eru, skipti sköpum fyrir
heimsfriðinn.
Niðurstaða utanríkisráðherranna á
fundinum hér í Reykjavík gefur til kynna,
hve mörg mál koma til álita, þegar reynt
er að bijóta þetta viðfangsefni til mergj-
ar. í tilkynningu um fundinn segir:
„Ráðherramir ákváðu að fela forstöðu-
mönnum stjómmáladeilda ráðuneytanna,
eða jafnsettum embættismönnum í ráðu-
neytum þeirra að kanna forsendur fyrir
kjamavopnalausu svæði á norðurslóðum
er væri liður í viðleitni til að draga úr
spennu og vígbúnaði í Evrópu.
Vinnuhópurinn skal í störfum sínum
leggja til grundvallar skuldbindingar
þeirra ríkja, sem eru í vamarbandalagi,
og stefnu hinna, sem hlutlaus eru. Þá
skal taka mið af samþykktum norrænu
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987
33
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 28. marz
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
I
~ Jl, w - I
þjóðþinganna varðandi stefnu í öryggis-
og afvopnunarmálum svo og skýrslum og
greinargerðum ríkjanna í því efni.
Niðurstöður af þessari könnun skal
leggja fyrir utanríkisráðherra Norðurlanda
til að auðvelda þeim frekara pólitískt mat
í þessum málaflokki."
Hugmyndin um kjamorkuvopnalaust
svæði hefur verið á dagskrá á fundum
utanríkisráðherra Norðurlanda í nokkur
ár. í fyrsta sinn var hún rædd á þessum
sameiginlega vettvangi á fundi í Kaup-
mannahöfn í september 1981. í tilkynn-
ingu að þeim fundi loknum segir, að
ráðherramir hafí frætt hver annan um
afstöðu ríkisstjóma sinna til þessa máls
og hvemig það tengist öryggishagsmunum
landa þeirra, svo og forsendur þess að slíku
svæði verði komið á fót. Síðan hefur mál-
ið verið fastur liður á fundum ráðherranna.
Á danska þinginu var svo samþykkt fyrir
rúmu ári, að komið skyldi á fót nefnd
embættismanna til að Qalla um málið.
Uffe-Elleman Jensen, utanríkisráðherra
Dana, átti ekki annarra kosta völ en leggja
þessa tillögu fyrir starfsbræður sína. í
utanríkis- og öryggismálum hefur sú ein-
kennilega staða myndast á danska þinginu,
að nkisstjómin hefur hvað eftir annað
orðið undir í atkvæðagreiðslum og utanrík-
isráðherrann hefur orðið að bera upp erindi
og taka afstöðu á alþjóðlegum fundum,
sem hann er í raun ósammála. Dönsku
borgaraflokkamir hafa talið svo mikið í
húfí í efnahags- og atvinnumálum heima
fyrir, að þeir hafa ekki viljað sleppa stjóm-
artaumunum vegna deilna um utanríkis-
og vamarmál.
Signr íslendinga
Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráð-
herra, hefur verið sjálfum sér samkvæmur
í afstöðunni til hinnar dönsku tillögu.
Hann var upphaflega á móti því, að emb-
ættismannanefndin yrði skipuð, og stóð
þar við hlið norska utanríkisráðherrans í
borgaralegu stjóminni, Svenn Stray. Eftir
að Verkamannaflokkurinn tók við völdum
í Noregi féllu Norðmenn frá andstöðu sinni
við embættismannanefndina. í Kaup-
mannahöfn síðastliðið haust var íslenski
utanríkisráðherrann einn á móti skipun
nefndarinnar. Þá var forstöðumönnum
stjómmáladeilda utanríkisráðuneytanna
falið að athuga málið fyrir fundinn hér í
Reykjavík. Það starf leiddi síðan til þeirrar
niðurstöðu, sem kynnt var að loknum fund-
inum hér.
í stuttu máli má túlka niðurstöðuna
hér, sem sigur fyrir íslendinga. Það er
ekki skipuð embættismannanefnd til að
leggja á ráðin um kjamorkuvopnalaust
svæði á Norðurlöndunum. Á hinn bóginn
er settur á laggimar vinnuhópur, þar sem
forstöðumenn stjómmáladeilda utanríkis-
ráðuneytanna (hér á landi skrifstofustjóri
utanrikisráðuneytisins) eða jafnsettir
menn eiga að „kanna forsendur fyrir kjam-
orkuvopnalausu svæði á norðurslóðum er
væri liður í viðleitni til að draga úr spennu
og vígbúnaði í Evrópu". í viðræðum ráð-
herranna veltu menn sérstaklega vöngum
yfír orðinu „norðurslóðir" eða „nordisk
omráde“. Niðurstaða þeirra umræðna var
sú, að ráðherramir bundu sig ekki við
nokkra fasta landfræðilega skilgreiningu.
Ráðherramir fímm em samt sammála um,
að athugunin geti náð til landsvæða hinna
fímm landa, þar með talið Grænlands,
aðliggjandi hafsvæða og landsvæða, til
dæmis Kóla-skagans, þar sem er eitthvert
mesta víghreiður Sovétmanna og mikil-
vægar kjamorkuvopnastöðvar þeirra.
Þessi landfræðilega skilgreining gengur
því ekki þvert á ályktun Alþingis, sem
túlkuð er á þann veg, að hið kjamorku-
vopnalausa svæði eigi að ná frá Grænlandi
til Úralfjalla.
í erindisbréfí vinnuhópsins er honum
ekki settur neinn frestur til að skila skýrslu
sinni. Hann á að leggja til grundvallar þær
skuldbindingar, sem ríkin hafa tekið á sig,
svo sem með aðild þriggja þeirra að Atl-
antshafsbandalaginu. Þá ber honum að
virða hlutleysi Finna og Svía. Sú spuming
hlýtur að vakna, hve langt fulltrúar hinna
hlutlausu ríkja geta gengið í viðræðum við
NATO-ríki um jafn viðkvæm öryggismál
og þessi. Þá eiga embættismennimir að
taka mið af samþykktum þinga sinna;
íslenski fulltrúinn er þannig bundinn af
hinni umdeildu ályktun Alþingis um af-
vopnunarmál frá vorinu 1985. Loks er það
tekið fram, að skýrsla embættismannanna
á að auðveída utanríkisráðheminum „frek-
ara pólitískt mat“, hún á ekki að geyma
tillögur um ákveðnar aðgerðir.
Af þessu öllu má ráða, að samstaða
hafí verið um það meðal norrænu utanrík-
isráðherranna að ýta þessu máli af hinum
pólitíska vettvangi yfír til embættismanna
án þess að óska eftir skjótri eða mark-
vissri niðurstöðu. Má raunar líta þannig
á, að embættismennimir eigi að geyma
málið hjá sér, þangað til eftir því er kallað.
Af hálfu Matthíasar Á. Mathiesen og
utanríkismálanefndar Alþingis undir for-
mennsku Eyjólfs Konráðs Jónssonar hefur
verið haldið skynsamlega á þessu máli.
Það var með öllu ástæðulaust að láta ekki
á það reyna, hvort unnt væri að laga hina
upphaflegu og óljósu dönsku tillögu á þann
veg, að Islendingar gætu haldið áfram að
vera þátttakendur í umræðum um málið
á vettvangi norrænu ríkisstjómanna. Þetta
tókst á ráðherrafundinum.
Góð afkoma Eimskips
Aðalfundur Eimskipafélags íslands hf.,
sem haldinn var á miðvikudaginn, ein-
kenndist af bjartsýni. Á síðasta ári urðu
umskipti í afkomu félagsins, eftir taprekst-
ur á árunum 1984 og 1985 skilaði rekstur-
inn 239 milljón króna hagnaði á síðasta
ári. Heildarflutningar félagsins 1986 voru
792 þúsund tonn, sem er það mesta í sögu
félagsins og 13% aukning frá síðasta ári.
Halldór H. Jónsson, stjómarformaður,
vísaði til þess góðæris, sem hér hefði ríkt,
og þeirrar staðreyndar, að Eimskip hefði
fengið 55-60% af flutningum Hafskips,
þegar hann skýrði hin auknu umsvif.
Segja má, að skipafélögin séu eins og
æðar efnahags- og atvinnustarfseminnar,
svo mikið eigum við undir flutningum á
sjó. Fáar þjóðir heims em jafn háðar út-
flutningi og innflutningi og við íslendingar.
Gróskan í starfsemi Eimskips endurspegl-
ar að öðrum þræði þá uppsveiflu, sem
hefur verið í íslensku efnahagslífi undan-
farin misseri. Enn eiga flutningar félagsins
eftir að aukast, eftir að það fékk 65% af
vamarliðsflutningunum í sinn hlut á
grundvelli þess samnings, sem gerður var
milli ríkisstjóma íslands og Bandaríkjanna
síðastliðið haust. Eimskip náði þessum
hluta flutninganna til sín með því að gera
svo lágt tilboð, að enginn stóðst félaginu
snúning. Segir Hörður Sigurgestsson, for-
stjóri Eimskips, að félagið muni ekki tapa
á þessum flutningum. Mark Young, for-
stjóri Rainbow Navigation, sem hefur
annast vamarliðsflutningana undanfarin
misseri í skjóli bandarískra einokunarlaga,
sagði í samtali við Morgunblaðið, þegar
hann hafði kynnt sér farmgjöld Eimskips:
„Raunar þýðir tilboðið að mínu mati að
Eimskip sé best rekna skipafélag í heimi,
það væri gaman að kunna þeirra rekstrar-
aðferðir."
Bandaríski kaupskipaflotinn þykir ekki
vel rekinn og gerir kröfu til þess að njóta
ríkisvemdar til að halda lífi. Víða um heim
er illa komið fyrir útgerðarfyrirtækjum og
samkeppni í flutningum á sjó er mikil og
hörð. Ekki síst með hliðsjón af því er
ástæða til að fagna því, hve Eimskipafélag
íslands stendur á traustum grunni. Stjóm-
endur þess eru teknir til við að færa sig
inn á nýjar brautir í atvinnulífínu. Félagið
ætlar greinilega ekki að vera áhorfandi
að þeim breytingum, sem em að verða á
íslenskum fjármagns- og fyrirtækjamark-
aði. Nýtist reynslan af skiparekstrinum
og því alþjóðlega umhverfi, sem þar ríkir,
annars staðar í þjóðlífínu fyrir tilstilli Eim-
skips á það vafalaust eftir að verða til góðs.
í hinum sjón-
varps- og- útvarps-
væddu þjóðfélög-
um eins og
Bandaríkjunum
hefur það löngum
verið gagnrýnt,
að fréttamenn
taka sér fyrir
hendur að hafa
uppi skyndi-sögu-
skýringar; draga
ályktanir af ræð-
um stjórnmála-
manna eða
framgöngu á
svipstundu og
reka þær ofan í
áhorfendur strax
að atburðum
loknum. A frétta-
stofum ríkisfjöl-
miðlanna virðast
vinnubrögð af
þessu tagi njóta
vaxandi vinsælda;
jafnvel sömu
menn, sem lesa
okkur fréttir,
flytja strax út-
leggingu á stað-
reyndum, er bera
augljós merki
fljótaskriftar ef
ekki beinnar van-
þekkingar.