Morgunblaðið - 29.03.1987, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 29.03.1987, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 43 Hús Colette í Saint-Sauveur-en-Puisaye. Skáldkonan Colette við skriftir. Kötturinn fylgist með. konunnar. En eftir þessari bók sömdu tvær bandarískar konur leik- verk, sem sýnt var á Broadway undir nafninu „Colette" með leik- konunni Zoe Caldwell í aðalhlut- verki. Hún þótti túlka Colette með afbrigðum vel og leiknum var vel tekið. Colette hlotnaðist margvíslegur sómi vegna ritverka sinna, henni var t.d. veitt æðsta heiðursmerki Frakka, „Légion d’Honneur", og hún var kjörinn forseti „Concourt Academy". Hún sagði sjálf um skrif sín að þau væru afar jarðbundin og má eflaust til sannsvegar færa. Colette var sannkallað náttúrubarn og hefur þar sjálfsagt líkst móður sinni. Sögur hennar fjölluðu gjarn- an um ást og afbrýðisemi, og aðrar þær kenndir sem vakna á milli manns og konu. Hún var athugull áhorfandi á lífsferli sínum, hvort heldur áttu í hlut menn eða annað lífs eða liðið. Sjálf sagði hún að „uppáhalds landslag" sitt væri mannsandlitið. Colette lést árið 1954 og var útför hennar gerð af ríkinu. Lík hennar lá í marga daga á viðhafnar- börum í garði konungshallarinnar, rétt hjá heimili þeirra hjóna. Fram hjá kistunni var stanslaus straumur fólks, sem komið var til að votta hinni látnu virðingu, enda Colette einhver ástsælasti rithöfundur Frakka á fýrstu áratugum aldarinn- ar. Bergljót Ingólfsdóttir tók sam- an. var eiginlega ekkert," svaraði Col- ette, „það var bara vegna þess að hann var hjá mér og ég hjá honurn.” Colette skrifaði sig inn í hjörtu samlanda sinna, bækur hennar voru lesnar af fólki af öllum þjóðfélags- stéttum og báðum kynjum. Margar bóka hennar hafa verið þýddar á helstu tungumálin svo fleiri en Frakkar hafa kynnst skrifum henn- ar. Bækur hennar sem út hafa komið eru taldar um fimmtíu. Síðustu löngu skáldsöguna skrifaði Colette í París meðan borgin var hernumin af Þjóðvetjum á stríðsár- unum, það var „Julie de Cameil- han“ sem kom út árið 1941. Hún skrifaði fleiri sögur á stríðsárunum m.a. „Gigi“ en eftir henni var gerð- ur söngleikur sem sýndur var, við góðar undirtektir, á Broadway árið 1951—52. Síðar var gerð kvikmynd eftir leiknum með Leslie Caron og Maurie Chevalier í aðalhlutverkum. Sú mynd var sýnd hér á sínum tíma og gaman væri að sjá hana aftur, eftir að Colette verður orðin heimil- isvinur hérlendis að sjónvarpsþátt- unum loknum. Að Colette látinni var tekin sam- an ævisaga hennar af Robert Phelps, hún heitir „Jarðnesk paradís“ og studdist höfundur við bréf og annað frá fjölskyldu skáld- MAGN- ÞRUNGNAR RAFHLÖÐUR „ Dreifing. TOLVIISPIL HF. sími: 68-7270 Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! millimetrar oq þu ert vindþéttur Steinullarverksmiðjan hf. hefur hafið framleiðslu á nýrri gerð einangrunar með vindþéttilagi, Vindplötu Vindplata er nýtt vindþéttilag ætlað til að verja einangrun að utanverðu fyrir lofthreyfingum. Vindplata er harðpressuð steinullarplata 25 mm þykk með álímdum vindpappa. Vindplata einangr- ar jafn vel og 25 mm þéttull og má því þynna aðra einangrun sem því nemur. Vindþéttilag þarf að standast miklar kröfur t.d. þarf það að vera nægilega stíft til að halda við einangrunarefnið, það þarf að þola veðurálag sem það getur orðið fyrir á byggingartímanum og vera rakaþolið. Vindplata frá Steinullarverksmiðjunni hf. uppfyllir allar þessar kröfur. Fæst í öllum helstu byggingarvöruverslunum landsins. Vindvörn og einangrun íeinu lagi. Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins hefur eftirlit með allri framleiðslu Steinullarverksmiðjunnar hf. STEINUUARVERKSMIOJAN HF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.