Morgunblaðið - 29.03.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 29.03.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. MARZ 1987 Ekkí ætíð létt að vera kona þar fremur en í öðrum forystustörfum - segir danski sendiráðsfulltrúinn Kersti Marcus „Mér finnst ég líkari sígauna sem sjaldan nær að festa rætur nokkurs staðar. Eða réttara sagt, að hafi það tekist þá er strax komið að því að rífa þær upp aftur“, segir hún. Og hún vitnar í hið þekkta franska ljóð „Partir, c'est mourir un peu,...“, sem líkir brottför við að deyja að hluta. Að fara líkist því helst að deyja frá þeim sem maður elskar og að maður skilji svolít- ið eftir af sjálfum sér á hverjum stað og hveijum tíma. Kersti Marcus kveðst hafa unað sér ákaflega vel á íslandi. ísland hafí raunar verið á óskalistanum hennar eftir Qögurra ára dvöl í New York með dönsku sendi- nefndinni hjá Sameinuðu þjóðun- um. Allt frá skólaárunum í Stokkhólmi á stríðsárunum, þegar hún var formaður norræna stúd- entasambandsins, átti hún marga góða íslenska vini, þar á meðal Sigurð Þórarinsson, jarð- fræðing. En hún hafði þá þegar mikinn áhuga á norrænni goða- fræði og sagnfræði og dálæti á Islendingasögunum. Dálæti hennar á íslensku menningarlífi og þá ekki síst ríku- legum tónlistariðkunum, teygir rætur sínar líka til unglingsár- anna. Hún hafði Wagnerssópran og ætlaði að verða óperusöng- kona, en varð að hætta í námi í óperuskólanum af fjárhagsástæð- um. Vonaði þá að hún gæti unnið fyrir sér og stundað jafnframt söngnám, sem síðan varð að víkja. Tónlistarnámið hefur þó nýst henni vel til að njóta tónlistar. „ Aðdáun mín á íslandi og virð- ingin fyrir hæfileikum Islendinga fer sívaxandi. Ekki síst hrifningin af menningarlífinu hór. Við brott- förina tek ég með mér margar minningar frá fjölda góðra tón- leika og list- og leiksýninga. Þegar ég kom hingað hlakkaði ég til að hitta gamla vini, bæði frá skólaárunum og frá samskipt- um Norðurlandaþjóðanna í París, New York, á Natofundum og Norðurlandaþingum og til að kynnast landinu og ég hefí sann- arlega ekki orðið fyrir vonbrigð- um. Dvölin hér varð ennþá skemmtilegri og áhugaverðari en mig hafði jafnvel dreymt um. Starfið hefur líka verið mér lær- dómsríkt. Eftir að hafa verið með þessum stóru sendinefndum í París og New York, þar sem ég fjallaði eingöngu um pólitísk vandamál, reyndist starfið hér í Reykjavík ákaflega íjölbreytt. Hér er lítið sendiráð. Eg man að ég var fljótlega eftir komuna beðin um skýrslu um efnahagsástandið á Islandi. Það var ekki um annað að raeða en að kasta sér út í verk- efnið, lesa sér til og leita svo til kunnugra um skýringar, sem aldr- ei stóð á. Auk stjómmálanna hefur maður því verið að fjalla um efnahagsmál, lögfræðileg efni, viðskipti, menningarsam- skipti og upplýsingastarf, í stuttu máli hafa viðfangsefnin verið regluleg landsmálablanda. Alltaf eitthvað nýtt að læra á hveijum degi. Mál sem oft hefði ekki verið hægt að leysa nema með hjálp færra íslenskra embættis manna, hafa veitt mér innsýn í íslenskar aðstæður, fyrir utan þau dýrmætu sambönd sem þannig er stofnað til. Og þá hlýt ég að nefna sam- starfið við íslensku dönskukenn- arana, sem ekki hafa létt verk að 'vinna. Einkum þeir sem kenna yngstu nemendunum. 12-15 ára unglingur á af eðlilegum ástæðum erfitt með að skilja gagnsemi eða í mörgum tilfellum nauðsyn þess að læra annað norrænt mál. I flestum greinum er í gangi blóm- legt norrænt samstarf, þar sem samskiptin fara fram á „skand- inavískri" tungu. Sá sem kann dönsku skilur líka norsku og sænsku, sem ekki er alltaf rétt sé þessu snúið við. Sjálf hefí ég alltaf haft mikið gagn af því að hafa tvö norræn mál á valdi mínu og langfelstir íslendingar skilja annað hvort þeirra. Eg hefi ekki reynt að tala íslensku sjálf, en hefi lært að skilja hana, þótt ég nái ekki alltaf því sem lesa má milli línanna í innanríkispólitísk- um greinum. Þar verð ég að leita á náðir íslenskra vina minna“ Þetta leiðir talið að norrænni samvinnu á alþjóðavettvangi, sem Kersti segir af langri reynslu að sé mikilvægari en mætir auga- nu. Á árunum 1973-77 var hún pólitískur ráðgjafi í sendinefnd Dana hjá Sameinuðu þjóðunum og hún segir:„í þessu samfélagi þjóðanna njóta Norðurlöndin mik- illar virðingar og þá sem heild. Auðvitað eigum við ágreiningsmál og getum klofnað í atkvæða- greiðslum, t.d. um öryggismál. Á alþjóðavettvangi gætir í öllum hópum mismunandi afstöðu og það skilja allir. En það breytir ekki því að heimurinn lítur á okk- ur sem eina heild og í því er mikill styrkur." „Eg kom til Danmerkur á árinu 1946, til að skrifa ákveðna bók- menntagrein. Hafði stundað nám í bókmenntum, sögu, ensku og trúarbragðasögu. Sat mikið í há- skólabókasafninu við þetta verkefni. Því má skjóta hér inn í að þá var handritamálið komið af stað og þarna fékk ég m.a. að sjá nokkur handrit sem nú eru komin til íslands. En svo gifti ég mig dönskum manni og eignaðist börn. Ég lærði að tala dönsku, en gat að sjálfsögðu ekki haldið áfram að skrifa í blöð þar í landi, eins og ég var byrjuð á heima í Svíþjóð. Hvað gat ég þá gert? Ég fékk starf við að lesa yfir bækur á erlendum málum hjá bókafor- lagi, m.a. ítalskar, spænskar og hollenskar bækur. Þá var ég farin að skrifa blaðagreinar og vinna einstaka útvarpsþætti, en ekki er mikið upp úr slíku að hafa þar fremur en hér. Þegar ég var orð- in fertug fannst mér tími til kominn að vinna fyrir launum sem ég gæti lifað á og 1965 fór ég í utanríkisþjónustuna." „Starfið hefur verið mjög áhugavert, að vísu oft erfitt en spennandi," segir Kersti Marcus.„Ekki er alltaf auðvelt að vera kona þar fremur en í öðrum ' forustustörfúm. Við erum svo til- tölulega fáar, að fólk á oft erfitt með að skilja að maður hafi þessa stöðu sem maður skipar. Ekki laust við að geti stundum gætt niðurlægingar í framkomu karl- manna. 0 g kynsystumar eru heldur ekki alltaf sem skilnings- ríkastar. Þetta er kannski skiljan- legt. Margar konumar vinna fyrir karlmenn og þá er miklu síður spennandi að fá konu í yfirmanns- stöðuna. En þetta er langt því frá að vera stórt vandamál og hefur ekki á nokkurn hátt skyggt á ánægju mína í starfi eða með við- fangsefnin, sem í raun eru mjög áhugaverð og oft ögrandi að ta- kast á við þau. Það er helst í samkvæmum sem maður brýtur hinar óskráðu reglur, sem gera ráð fyrir því að maður sitji með konunum. En oft langar mann fremur til að taka þátt í umræðum um þau málefni sem maður er að vinna að - sem fara fram meðal karlmannanna. Ekki svo að skilja að konurnar tali ekki um skemmtileg málefni. „Mér hefur stundum dottið í hug í þessu sambandi atvik úr Louisiana safninu," bætir Kersti við.„Þar er steinhringur, steinum hefur verið raðað í hring og innan í honum alveg sams konar gólf og utan við hann. Allir leggja lykkju á leið sjna og ganga utan við hringinn. En ég kom þar með níu ára bamabami, sem horfði á þetta og spurði: „Má ekki ganga inni í hringnum?" Auðvitað mátti hann það. I samfélaginu er allt fullt af svona óskráðum reglum, sem fólk fer eftir. En ég er nú svo frek að 10 villtir hestar gætu ekki dregið mig þaðan sem ég vil vera, svo ég læt slíkt ekkert á mig fá.“ Um það leyti sem við höldum í paskafrí hefur Kersti Marcus tekið upp tjaldið sitt og flogið suður á bóginn, í vorið í Strass- bourg, til að takast á við ný viðfangsefni. Þótt hún segist sakna Islands og vinanna hér, hefur nýja staðan þá kosti að hún flytur sig nær dætrum sínum, sem báðar búa nú í Frakklandi, nærri Bordeaux. Sígauninn slær því nið- ur tjaldi sínu á góðum stað. E.Pá. Aundanförnum fimm árum hafa tónleikagestir í Reykjavík og annað listaáhugafóik veitt at- hygli hárri, dökkhærðri og reisulegri konu, sem ekki hefur látið sig vanta á sýningar og aðra menn- ingarviðburði í borginni. Og með tímanum hafa æ fleiri kynnst þessari konu. Þetta er Kersti Marcus, sendiráðsfulltrúi við danska sendiráðið á íslandi. Og nú er hún eðli sendiráðsstarfsfólks sam- kvæmt að kveðja og halda til nýrra heimkynna, eins og farfuglarnir. Kannski er líkingin ekki hárná- kvæm, því farfuglarnir fara fram og aftur milli tveggja staða, en leið starfsmanna í utanríkis- þjónustu liggur sífellt á nýjar slóðir, eins og Kersti Marcus bendir á. Sjálf hefur hún verið í New York, París, heima i Kaupmannahöfn og í Reykjavík og flytur nú til Strassborgar á vit dönsku sendinefndarinnar hjá Evrópuráðinu. Ljósmynd Morgunblaðið/Bjami Kersti Marcus, sendiráðsfulltrúi, í stofunni sinni út við sjóinn á Seltjamarnesi. Að baki henni má sjá nokkra af þeim fallegu munum sem hún hefur eiguast á ferðum sinum um heiminn, fomar styttur frá Mexiko, Fílabreinsströndinni, Grikklandi, Israel og assirisk glerverk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.