Morgunblaðið - 10.06.1987, Page 1

Morgunblaðið - 10.06.1987, Page 1
mmm pJíirgBiroMííMI* Morgunblaöið/RAX Reykþvíkurfundur Atlantshafsbandalagsins Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins komu ífyrsta sinn saman til fundar í Reykja vík í júní 1968. Þá voru 19 ár liðin frá stofnun bandalagsins ogfrá því að íslendingar gerðust aðilar aðþví. Enn hafa liðið 19 ár ogá ný hittast utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsins í Reykjavík. Afþvítilefni gefur Morgunblaðið út þennan blaðauka. orkueldflauga og skammdrægra flauga ( Evrópu. Greinamar í þessu blaði bera með sér, að utanríkisráðherramir líta þannig á, að Atlantshafsbanda- lagið standi á merkum tímamótum. Eftir fund þeirra Ronalds Reagan og Mikhails Gorbavhev í Reykjavík í október 1986 sé einstakt tækifæri til að stíga markvert skref í af- vopnunarmálum. Þeir telja, að þetta skref sé hægt að stíga vegna sam- heldninnar innan Atlantshafs- bandalagsins í tæp 40 ár. í engu aðildarlanda þess em uppi mark- tækar kröfur um að kasta þessari miklu og öflugu friðarhreyfingu fynr róða. íslendingar eiga mikið í húfí um að samstarf þjóðanna beggja vegna Atlantshafs rofni ekki. I sérstöku blaði Morgunblaðsins vegna ráð- herrafundarins 1968 sagði þáver- andi forsætisráðherra Bjami Benediktsson, sem undirritaði Atl- antshafssáttmálann fyrir íslands hönd 4. apríl 1949: „Hemaðar- Utanríkisráðherrar flestra aðild- arríkjanna sextán • hafa sýnt Morgunblaðinu þá vinsemd að lýsa því fyrir lesendum blaðsins, hvaða málefni tengd Atlantshafsbanda- laginu em þeim efst í huga, þegar þeir koma til Reykjavíkur til að ráða ráðum sínum. Auk þess birt- ast hér greinar eftir þijá af æðstu embættismönnum bandalagsins: framkvæmdastjóra þess, formann hermálanefndarinnar og yfirmann Atlantshafsherstjómarinnar (SACLANT), en í sameiginlegu vamarkerfí bandalagsins er ísland á hans svæði. Þá er hér að finna stutta lýsingu á því, sem efst er á baugi hjá vamarliðinu um þessar mundir, og til að minna á, að starf Atlantshafsbandalagsins lýtur að fleim en öryggis- og vamarmálum er birt skrá yfír þá Islendinga, sem fengið hafa styrki úr vísindasjóðum bandalagsins. Þegar utanríkisráðherramir hitt- ust hér á landi fyrir 19 áram vom aðstæður aðrar í alþjóðamálum en nú. Segja má, að þá hafi ríkin í austrí og vestri verið tekin að leita alvarlega fyrir sér um leiðir til að nálgast og slaka á spennu í öryggis- málum. Á fundinum hér var gefíð „merkið frá Reykjavík", en það er einn af homsteinum slökunarstefn- unnar. Eftir að merkið var gefið komst vemlegur skriður á marg- hliða samskipti aðildarríkja Atlants- hafsbandalagsins og Varsjárbanda- lagsins og munaði þar mestu um mál, er snerta öryggi og vamir. Þótt Varsjárbandalagsríkin sendu óvígan her inn í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968, stöðvaði það ekki þró- unina í átt til slökunar. Viðræður hófust um takmörkun vígbúnaðar; milli Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna um kjamorkuvopn, milli rílqa Atlantshafsbandalagsins og Var- sjárbandalagsins um hefðbundin vopn og öll ríki Evrópu ásamt Bandaríkjunum og Kanada sendu fulltrúa til að ræða um öryggi og samvinnu í Evrópu. Síðan hefur þráðurinn ekki slitnað, þótt oft hafí andað köldu í samskiptum hinna andstæðu ríkjahópa. Nú binda menn vemlegar vonir við það, að hér í Reykjavík verði mótuð sameig- inleg afstaða er geri Bandaríkja- mönnum og Sovétmönnum fært að leggja lokahönd á samning um upprætingu meðaldrægra kjam- þýðing landsins er mikil nú, en hún mundi margfaldast við það, ef ís- land yrði útvirki annarrar hvorrar heimsálfunnar og enn magnast, ef landið lægi óvarið þeirra í milli á meðan stórdeilur em enn uppi og allir, sem einhvers em megnugir, leggja megináherslu á að tryggja sjálfa sig. Island á mikið í húfí um, að slíkt ástand skapist ekki. Þess vegna eigum við flestum meira undir, að á meðan aðstæður ger- breytast ekki, þá haldist núverandi skipan í höfuðatriðum, enda ber okkur að leggja fram okkar skerf til að svo megi verða." Þessi orð eiga við enn í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.