Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.1987, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 Lee Baggett yfirmaður Atlantshafsherstjórnar NATO: Island er ómetan- legur bandamaður Siðustu 37 árín hafa reglulega komið upp deilumál sem hafa ógnað samstöðu rikja Atlants- hafsbandalagsins. En í ljósi þess að bandalagið hefur tryggt fríð i Vestur-Evrópu i tœpa fjóra ára- tugi má með sanni fullyrða að NATO er árangursríkasta friðar- hreyfing mannkynssögunnar. Skoðanir mínar á stöðu Atlants- hafsbandalagsins mótast af stöðu minni sem flotaforingi. Ég finn til stolts og ánægju vegna þess sem áunnist hefur en ég hef jafnframt áhyggjur af því sem framtíðin kann að bera í skauti sér. Eitt helsta verkefni okkar er og verður að sannfæra aðra um að þau markmið sem Atlantshafsbandalaginu er ætl- að að ná séu enn í fullu gildi og að vamarstefna þess hvíli á traust- um grunni. Annað helsta verkefni okkar er að fá almenning til að horfa á heiminn eins og hann er - en ekki eins og við vildum að hann væri. Heimsyfirráðastefna Sov- étríkjanna er óbreytt og hún styðst við herafla sem verður sífellt ógn- vænlegri um heim allan. Þrátt fyrir þá ógn sem stafar af Sovétrílqunum hefur okkur tekist að stfga skref í átt til varanlegs friðar. í þessu samhengi minni ég á að Atlantshafsbandalagið hefur haldið fast við vamarstefnu sína sem er grundvölluð á hugmyndinni um sveigjanleg viðbrögð á átaka- tímum og framvamir í Evrópu. Vamarstefna þessi er fælingar- Lee Baggett, f lotaforingi, yfirmaður Atlantshafsherstjórnar NATO. stefna - henni er ætlað að fyrir- byggja átök - og hún á við herafla bæði á láði og legi. Við getum stað- sett herafla okkar nærri hugsanleg- um átakasvæðum í því skyni að fyrirbyggja ógnun eða árás. Okkur hefur hins vegar ekki alltaf tekist að afla þeirra ijármuna sem nauð- synlegir em til að framkvæma vamarstefnuna. Fjárskortur hefur einnig gert það að verkum að við höfum ekki brugðist nægilega fljótt við stóraukinni ógn á Noregshafí. ísland gegnir vitaskuld mikil- vægu hlutverki í vömum Atlants- hafsins. Sovétmenn hljóta að líta á landið sem hluta af vamargarði sem ætlað er að fyrirbyggja að Norður- floti þeirra geti lokað siglingarleið- um milli Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Ef ísland félli í hendur Sovétmanna myndi það gjörbreyta vígstöðu þeirragagnvart Atlantshafsbandalaginu. Island er því ómetanlegur bandamaður. Landið er hemaðarlega mikilvægt og fylgir í hvívetna þeim markmið- um sem Atlantshafsbandalagið hefur sett sér. Ýmsar mikilvægar ákvarðanir hafa verið teknar til að treysta vamir landsins. Vil ég nefna ratsjárkerfi og loftvamir, bætta flugvallaraðstöðu og bætta aðstöðu til eldsneytistöku, viðhalds og próf- ana. Það er mér einnig ánægjuefni hversu vel hefur tekist að samhæfa sveitir okkar þegar þeim hefur ver- ið safnað saman til æfinga. Besta dæmið um þetta er fastaflotinn á Atlantshafi, en í honum em fimm til átta skip frá hinum ýmsu aðild- arríkjum. Ég vil leyfa mér að nefna fjögur atriði sem valda mér nokkrum áhyggjum. Viðamesta verkefni mitt er að tryggja að við getum staðist þá ógn sem okkur stafar af sovésk- um kafbátum á Atlantshafí. Kafbátasmíði Sovétmanna hefur fleygt fram og því ríður á að við treystum kafbátavamir okkar. Treysta þarf alla liði vamarkerfis okkar. Við þurfum að þróa og bæta þau hergögn sem við ráðum yfir sem og hlustunardufl og vopna- kerfi. í öðru lagi hef ég áhyggjur af minnkandi herskipaflota. Viðbún- aður okkar á því sviði er í lágmarki og þrátt fyrir viðleitni tiltekinna þjóða fæ ég ekki séð að þeirri þró- un verði snúið við í bráð. Ríki Varsjárbandalagsins hafa stóreflt flota sinn og þeir yfirburðir sem við nutum um árabil fara nú óðum dvínandi. Ekkert nema stórátak fær þessu breytt. Að öðrum kosti er áætlunum okkar og vamarstefnu stefnt í voða. í þriðja lagi vil ég nefna mikil- vægi þess að ævinlega séu fyrir- liggjandi nægilega birgðir eldsneytis, skotafæra og vista. Þær má ekki skorta á óvissu- eða átaka- tímum. Ennfremur verður að tryggja aðstöðu til viðhalds og við- gerða til þess að unnt reynist að koma löskuðum skipum og búnaði í gagnið á ný. Loks vil ég benda á að kaupskipa- floti aðildarrílq'a Atlantshafsbanda- lagsins fer stöðugt minnkandi. Þetta kann að skerða getu okkar til að flytja mannafla og vistir til Evrópu á átakatímum. Að auki er kaupskipafloti mikilvægur fyrir efnahag ríkjanna. Afleiðingar þess- Jardstöð í Mons f Belgíu. arar þróunar verða alvarlegri með degi hverjum. Hins vegar er ég sannfærður um að hér eftir sem áður muni Atlants- hafsbandalagið leita leiða _ til að sigrast á aðsteðjandi vanda. Ég bind miklar vonir við hugmyndir um samræmda útgjaldastefnu banda- lagsins. Með henni verður unnt að brúa bilið milli herfræðilegra og stjómmálalegra ákvarðana í þeim tilgangi að gera þær skilvirkari. Verði hugmyndir þessar að veru- leika mun ég áfram líta framtíð Atlantshafsbandalagsins og aðild- arríkja þess björtum augum. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bretlands: l\lu liggur mikið við í sam- skiptum austurs og vesturs Það er mér sérstakt ánægjuefni að vera beðinn að ríta grein í Morgunblaðið f tilefni af ráð- herrafundi Atlantshafsbanda- lagsins I Reykjavík vegna þess hve náin tengsl eru á milli ís- lands og Bretlands og vegna þess lykilhlutverks sem ísland gegnir fyrir vamir Atlantshafs- bandalagsins. Atlantshafsbandalagið er grundvöllurinn undir öryggis- og vamarstefnu Bretlands. Við eram sannfærðir um, að þetta bandalag 16 fullvalda ríkja, sem hvert um sig hefur undirritað Atlantshafs- sáttmálann af fúsum og fijálsum vilja, er eina raunhæfa leiðin til að tiyggja vamir lands okkar. Meginmarkmið vamarstefnu okkar er að koma í veg fyrir styrj- öld. Mistakist okkur í því efni, þurfum við að geta svarað árás með viðeigandi hætti, þannig að árásaraðilinn sjái að sér og hörfi. Vamarstefna NATO sem byggist á framvömum og sveigjanlegum viðbrögðum þjónar vel þessum til- gangi. Nú liggur mikið við í samskipt- um austurs og vesturs. Breska ríkisstjómin hefur fagnað þeirri stefnu Gorbachevs, sem kennd er við glasnost, perestroika og aukið lýðræði. Ég tel, að með henni sé stuðlað að auknu trausti og trún- aði á milli austurs og vesturs. Við Sir Geoffrey Howe, utanrikisráðherra Bretlands. teljum, að raunveralegar breyting- ar séu að verða í Sovétríkjunum og í framkvæmd á utanríkisstefnu þeirra. Ekki er þar með sagt að Íangtíma markmið Sovétmanna hafi breyst. Á hinn bóginn eigum við að nýta ný tækifæri — að því er varðar afvopnun, mannréttindi, svæðisbundin vandamál og tvíhliða samskipti — um leið og við eram á verði gagnvart nýjum hættum. Nú er meira virði en nokkra sinni fyrr, að vestræn ríki beri saman bækur sínar og standi saman, aðeins á þann veg geta þau staðist Sovétmönnum snún- ing, þegar þeir láta meira að sér kveða enn áður og era sveigjan- legri í utanríkismálum. í afvopnunarmálum höfum við einstakt tækifæri til að bijóta blað. Með þessum orðum vísa ég að sjálfsögðu til samningaviðræðn- anna milli Bandaríkjamanna og Sovétmanna um meðaldrægu kjamorkueldflaugamar. ísland hefur komið við sögu þeirra sem fundarstaður Reagans forseta og Gorbachevs aðalritara á síðasta hausti, þegar þeir ræddu meðal- drægu flaugamar (auk margs annars). Náist samkomulag verður það glæsileg staðfesting á því, hveiju unnt er að ná með ein- beitni og stefnufestu, en ekki með einhliða afvopnun Vesturlanda. Við verðum einnig að miða að raunveralegum árangri í viðræð- unum um hefðbundin vopn, mikil- vægi þess eykst með vaxandi líkum á fækkun kjamorkuvopna. Þegar rætt er um samkomulag um meðaldrægu flaugamar, er rétt að minna á nauðsyn þess að hæfilegur fælingarmáttur kjam- orkuvopna sé fyrir hendi. Kenn- ingin um fælingarmátt lq'amorku- vopna byggist á einföldum og augljósum sannindum, þótt í þeim sé þversögn, sem sé þeim, að besta leiðin að varðveita frið milli aust- urs og vesturs án þess að stefna frelsinu, sem við unnum öll, í voða, sé að búa þannig um hnútana, að hugsanlegur andstæðingur sjái að ávinningur hans af árás yrði minni en tjónið, sem hann mætti sjálfur þola. Árás þjónar því engum skyn- samlegum tilgangi. Hlutverk kjamorkuvopna í vamarstefnu NATO er einmitt að útiloka þann- ig ástand, að menn neyðist til að beita vopnunum. Tilvist hæfilegs kjamorkuherafla Vesturlanda og einkum að bandarísk kjamorku- vopn era í Evrópu og að dvöl meira en 300.000 bandarískra hermanna í Evrópu er baktryggð með langdrægum kjamorkuvopn- um Bandaríkjanna hefur viðhaldið friði í Evrópu í 40 ár. Það er sama hve miklum fjármunum yrði varið í þágu hefðbundins herafla, hann myndi aldrei öðlast jafn mikinn fælingarmátt. Við Evrópubúar leggjum tölu- vert af mörkum til sameiginlegs öryggis bandalagsins. Framlag íslands — aðstaða í landinu og þátttaka í umræðum um stefnu bandalagsins — er mikils metið. Við þurfum engu að síður að leggja okkur enn frekar fram til að treysta varnir okkar andspænis sífelldri útþenslu Varsjárbanda- lagsins. Vel hefur verið unnið að framkvæmd áætlunarinnar um endurbætur á venjulega heraflan- um. Því starfi verður að halda áfram. Trúverðugur fælingarmáttur stangast alls ekki á við leitina að leiðum til að tiyggja öiyggi með minni vopnabúnaði. Bretar styðja heilshugar markmið bandalagsins um að Bandaríkjamenn og Sovét- menn fækki langdrægum kjam- orkuherafla sínum um 50%, að sem fyrst náist samkomulag um alheims bann við efnavopnum, sem unnt er að framfylgja með eftir- liti, og dregið verði úr yfirburðum Varsjárbandalagsins í hefðbundn- um vopnabúnaði. Þetta era mikil- væg markmið. Við ættum ekki að gera of lítið úr því, hve erfitt get- urverið að ná þeim, eða horfa fram hjá nauðsyn þess í öiium tilvikum að samið verði um strangt eftirlit. Að mati Breta er Atlantshafs- bandalagið í fullu fjöri og dafnar prýðilega. Það hefur varðveitt frið í okkar heimsálfu í 40 ár, álfu, sem þekkt er fyrir ófrið. Það er og verður enn um langan aldur skyn- samlegasti kosturinn sem við höfum til að varðveita líf okkar, stjómar- og lifnaðarhætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.