Morgunblaðið - 10.06.1987, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987
B 13
LeoTindemans, utanríkisráðherra Belgíu:
Traustar varnir og við-
ræður til slökunar
Loftvarnakerfi Atlantshafsbandalagsins, NADGE, er mikilvægur
liður í vörnum aðildarríkja þess. Myndin var tekin í einni
ratsjárstöðinni í Danmörku.
Tvær heimsstyrjaldir kenndu
Evrópuþjóðunum þá dapurlegu
lexiu, að í hlutleysi er ekkert hald,
ekkert öryggi. Vegna þess ákváðu
Belgiumenn að standa að vörnum
lands sins innan bandalags, sem
byggðist á samstöðu vestrænna
ríkja.
Með þetta í huga gerðust Belgíu-
menn ásamt Prökkum, Bretum,
Hollendingum og Luxemborgurum að-
ilar að Brussel-samningnum þann 17.
mars árið 1948 en hann var undanfari
Atlantshafssáttmálans, sem undirritað-
ur var 4. apríl árið 1949.
Avallt síðan hafa Belgíumenn tekið
fullan þátt í vamarsamstarfinu innan
Atlantshafsbandalagsins. Aðildin að
því er sá homsteinn, sem öryggismála-
steftia okkar byggist á, og við höfum
alla tíð haft í heiðri grundvallarmark-
mið bandalagsins, að koma í veg fyrir
stríð og tryggja frið, frelsi og sjálf-
stæði.
Landfræðileg lega Belgíu, sem
markað hefur sögu þjóðarinnar á um-
liðnum öldum, takmarkaðar auðlindir
og síðast en ekki sist lýðræðislegar
hugsjónir og virðing okkar fyrir mann-
legri reisn hafa valdið því, að við getum
ekki skilið á milli öiyggis okkar og
annarra aðildarríkja Atiantshafsbanda-
lagsins. Nú sem fyrr nýtur þessi
skilningur mikils stuðnings á þingi og
meðal þjóðarinnar allrar.
Þessi ákvörðun var eðlilegt framhald
af utanríkisstefnu Belgíumanna eftir
síðari heimsstyijöld en þá gerðust þeir
aðilar að Sameinuðu þjóðunum, að
Benelux-sambandinu, Evrópuráðinu og
siðast en ekki síst að Evrópubandalag-
Leo Tindemans,
utanrfkisráöherra Beigfu.
inu. Innan þessara samtaka vilja
Belgiumenn leggja sitt lóð á vogarskál-
amar og hafa með því sín áhrif fá
alþjóðlegum vettvangi.
Belgíumenn líta svo á, að hagsmun-
um þjóðarinnar sé best borgið með
alþjóðlegu samstarfí, hvort sem er með
samvinnu ríkjanna við Norður-Atiants-
haf eða Evrópuríkjanna. Það hefur þó
ekki hindrað okkar í að reyna að ger-
ast milligöngumenn og bera sáttarorð
á milli í von um, að með því megi koma
í veg fyrir átök.
Með aðildinni að Atiantshafsbanda-
laginu var endi bundinn á óháða,
belgiska öiyggismálastefnu. Nú er ör-
yggi okkar samofið vamarhagsmunum
bandalagsins alls og liður í heildar-
stefnu þess, sem mótuð er í samvinnu
og með samþykki allra aðildarríkjanna.
Á hinum erfiðu kaldastríðsdögum
og æ síðan hafa allar ríkisstjómir í
Belgíu talið það andsætt meginstefn-
unni um samstöðu og ekki í þágu okkar
sjálfra að láta aðra bera fyrir okkur
byrðamar. Birtist það ekki aðeins í
óeiginlegu framlagi okkar, vilja okkar
til að taka þátt í sameiginlegum vöm-
um, heldur einnig í áhuga okkar á að
axla byiðamar á við aðra. Þá ber að
sjálfsögðu að hafa í huga og taka til-
lit til mannafla og efnahagslegrar getu
þjóðarinnar.
Belgískar ríkisstjómir hafa ávallt
verið þeirrar skoðunar, að framlag
okkar til sameiginlegra vama heimilaði
okkur að taka fullan þátt í ákvörðunum
bandalagsins, hvort sem um væri að
ræða hemaðarleg eða pólitísk málefni.
Það höfum við einnig gert og teljum
okkur hafa haft heillavænleg og bæt-
andi áhrif á starfsaðferðimar og
ákvarðanatökuna í þessum málaflokk-
um.
Árið 1967 gaf Atiantshafsbandalag-
ið út skýrslu, sem Pierre Harmel,
þáverandi utanríkisráðherra Belgíu,
tók saman. Var þar lagt til, að pólitísk
samvinna og samráð innan bandalags-
ins yrðu nánari og minnt á, að eitt
meginverkefnið að þessu leyti væri að
„treysta og bæta samskiptin og stuðla
með því að lausn þeirra pólitfsku
ágreiningsmála," sem skildu að austur
og vestur.
í skýrslunni er annars vegar lögð
áhersla á, að Atlantshafsbandalagsrík-
in séu einhuga og hviki hvergi í
vamarsamstarfínu og hins vegar, að
þeim beri að fagna alvarlegri umræðu,
sem leitt geti til slökunar, takmörkun-
ar á vígbúnaði og afvopnunar.
Þessi hugmynd var endurvakin með
Washington-yfiriýsingunni í maí 1984,
en árið áður höfðu Belgíumenn hvatt
til þess í „Tindemansályktuninni", að
slík allsheijarúttekt á samslriptum
austurs og vesturs færi fram. Was-
hington-yfiriýsingin sem samþykkt var
af aðildarþjóðunum 16, staðfesti meg-
inkenningu Harmel-skýrslunnar frá
1967 og styrkti einhuga afetöðu Ati-
antshafsbandalagsríkjanna.
Að lokum má segja, að til að tryggja
öryggi aðildarríkja Atlantshafebanda-
lagsins sé nauðsynlegt að hafa tvö
langtímamarkmið í hugæ Annars veg-
ar að tryggja nægilegar vamir og láta
í ljós pólitískan vilja til að beita þeim
ef þörf krefúr, hins vegar að vera reiðu-
búnir til viðræðna og samvinnu við
austantjaldsríkin. Þessi öryggissjónar-
mið eru ríkur þáttur í utanríkisstefnu
Belgíumanna. Takmarkanir á vígbún-
aði og afvopnun er einnig mikilvægt
atriði í þessari stefnu, sem hefur það
að markmiði, að jaftiræði sé með báð-
um aðilum og vígbúnaður í lágmarki.
Hvað sem liðið hefur ólíkum sam-
steypusljómum hefur meginstefna
belgískra ríkisstjóma ávallt verið sú
sama- Á árum kalda stríðsins jafnt sem
á tíma slökunarstefnunnar hafa þær
unnið að því að efla Atlantshafebanda-
lagið, vamarsamtök, sem hvila á
tveimur meginstoðum, Norður-
Ameríku og Evrópu, og vilja nota hvert
tækifæri til að eiga árangursríkt sam-
starf við ríki Austur-Evrópu.
takmörkun vígbúnaðar eða afvopnun
séu virtir í einu og öllu af samnings-
aðilum; að ftreka samhug, einingu
og samstöðu bandalagsþjóðanna,
þegar við erum að ganga til erfiðra
samninga við ríkin í austri.
Enginn efast um, að við séum
staðfastur þátttakandi í bandalaginu.
Augljóslega höfum við sérstöðu inn-
an þess, þvf til staðfestingar nægir
að benda á legu okkar í herfræðilegu
ljósi og söguleg tengsl okkar við
Evrópu. Mér finnst ánægjulegt, að
þessi fundur í Reykjavík minnir enn
einu sinni á þá staðreynd, að NATO
nær ekki aðeins til meginlandsrílqa
í Evrópu heldur einnig til þjóða við
Norður-Atlantshaf. Kanadamenn og
íslendingar hafa sameiginlegra
hagsmuna að gæta á norðurslóðum
— Atlantshafsbandalagið er ekki
aðeins vettvangur, þar sem þjóðir
geta látið að sér kveða í viðræðum
austurs og vesturs, heldur geta þær
einnig minnt bandamenn sfna á hið
sérstaka hlutverk, sem þær gegna
hver og ein innan NATO, bæði með
vísan til herfræðilegra þátta og sam-
stöðu innan bandalagsins.
Ríkisstjóm Kanada hefur eins og
kunnugt er nýlega gefíð út hvíta bók
um vamarstefnu Kanada og heitir
hún Challenge and Commitment
(Áskorun og skuldbinding). Þar eru
lagðar meginlfnur í kanadískri vam-
armálastefnu fram á næstu öld, sem
byggðar eru á mikilli vinnu innan
stjómkerfis okkar og samráði við
bandamenn okkar f NATO. Tillög-
umar, sem kjrnntar eru í bókinni,
bera því glöggt vitni, að Kanada-
menn vilja auka vamir sínar vera-
lega.
Meðal hins mikilvægasta í þessari
hvítu bók er, að Kanadmenn lýsa
yfir vilja sínum til að halda áfram
að leggja sitt af mörkum til að veija
Evrópu. Tillagan um þetta efni, sem
gerir ráð fyrir, að fallið verði frá
áformum um að senda liðsauka til
Norður-Noregs en honum þess f stað
beint til suðurhluta Þýskalands, tek-
ur mið af þeirri staðreynd, að um
langan aldur hefur það í raun verið
okkur um megn að flytja menn, tæki
og vistir til Noregs. Þá byggist tillag-
an einnig á viðleitni til að auka styrk
þess liðsafla, sem kemur frá Kanada,
og vilja til að fjölga mönnum lítillega
í honum. Við viljum gjaman taka
tillit til þess, að bandamenn okkar
hafa áhyggjur af stöðunni á norður-
væng NATO, á hinn bóginn teljum
við skipta meira bæði fyrir Kanada
og bandalagið, að við mótum mark-
vissa langtíma-stefnu, sem við
skuldbindum okkur til að fram-
kvæma.
í hvítu bókinni er einnig tekið á
öðrum mikilvægum málum: að við
þurfum flota sem getur athafnað sig
á þremur höfum; vömum Norður-
Ameríku (þ.á m. lofthelgi); að bæta
þurfi aðstöðu varaliðsins. Eins og af
þessu sést reynum við að ná yfir
vítt svið. Á sama tíma eram við að
glíma við rikissjóðshalla, sem er hlut-
fallslega 1,5 meiri en hallinn á
flárlögum Bandaríkjanna, við eram
einnig að endumýja tækjabúnað her-
afla okkar, sem er óskaplega dýrt
og óárennilegt. Og þetta gerist í
sama mund og kanadískir sérfræð-
ingar í hermálum era að kanna nýjar
hættur sem að okkur steðja frá heim-
skautinu og Kyrrahafi og hlut
Kanada í geimvömum Norður-
Ameríku.
Við tökum á þessum vandamálum
og víðtækum skuldbindingum okkar
á Atlantshafi og í Evrópu í hvítu
bókinni. Fyrir sérhveija ríkisstjóm
er það gífurlega ábyrgðarmikið verk
að samræma þá herfræðilegu,
pólitfsku og flárhagslegu þætti sem
tengjast matinu á öryggishagsmun-
unum og móta úr þeim eina heild.
Ábyrgðin minnkar sfður en svo við
að línur era lagðar fyrir næstu kyn-
slóð. Ríkissijóm Kanada er sannfærð
um að nauðsynlegt er að vinna þetta
verk og unnt er að inna það af
hendi. Við eram þess fullvissir, að
þetta starf mun leggja granninn að
vamarstefnu, sem eykur gildi fram-
lags Kanada til sameiginlegra vama
Vesturlanda og þar með til heims-
friðar og öryggis.
Jacques F. Poos, utanríkisráðherra Luxemborgar:
Oryggi Luxemborgar
ekki tryggt án NA TO
Luxemborg var eitt af stofnríkj-
um Atlantshafsbandalagsins eins
og ísland.
Hlutleysisstefnan, sem Luxem-
borg hafði fylgt frá árinu 1867,
veitti landi mínu enga vemd, þeg-
ar á reyndi, og var blekking eins
og best kom f ljós í heimsstyijöld-
unum tveimur — þá var ráðist inn
f Luxemborg. í sfðari heimsstyij-
öldinni bjó þjóð mfn við langt
hernám nasista og reynslan af þvf
var sú, að hún ákvað að segja
skilið við hlutleysi og leita nýrra
leiða til að treysta sjálfstæði sitt
og yfirráð yfir eigin landi.
Vilji þjóðarinnar stóð til þess að
verða þátttakandi f samtökum, sem
tiyggðu aðilum sínum gagnkvæmt
öryggi og sameiginlegar vamir, er
væra nægilega öflugar og virkar til
að halda óvini í skefjum. Þess vegna
hikuðu stjómvöld í Luxemborg ekki,
þegar þeim var boðið að taka þátt í
samningaviðræðunum, sem leiddu til
þess að Atlantshafssáttmálinn var
undirritaður.
Nú á tímum er víðtæk pólitfsk
samstaða um aðildina að NATO í
Luxemborg. Jákvætt viðhorf al-
mennings til bandalagsins á rætur
að relq'a til þess, að Luxemborgarar
átta sig á þeirri staðreynd, að banda-
lagið hefur verið homsteinn friðar í
Evrópu í tæp fjöratíu ár og erfítt er
að benda á nokkra aðra leið til að
tryggja öryggi Luxemborgar en að-
ildina að NATO.
Þótt Luxemborg og ísland séu
smæstu aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins gegna þau hvort um
sig mikilvægu hlutverki f vamarsam-
Jacques F. Poos,
utanrfkisráSherra
Luxemborgar.
starfi þjóðanna og leggja þar fram
skerf í samræmi við það, sem af
þeim má vænta. Að því er hlut Lux-
emborgar varðar ber mest á því, að
við leggjum bandalaginu til sveit fót-
gönguliða. Með þessum hætti stað-
festir ríkisstjóm Luxemborgar í verki
hug sinn til vamarsamstarfsins inn-
an bandalagsins.
Áður en Luxemborg varð eitt af
stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins
tók landið þátt f að stofna Vestur-
Evrópusambandið. Innan vébanda
þess starfa nú Benelux-löndin,
Frakkland, Sambandslýðveldið
Þýskaland, ítalfa og Bretland. Sam-
kvæmt stofnskrá bandalagsins frá
1948 skuldbinda þátttökuríkin sig til
að mynda sameiginlegt vamarkerfi
og efla tengsl sfn í efnahags- og
menningarmálum. Nú situr fulltrúi
Luxemborgar í forsæti innan þessara
samtaka, þegar þar fara fram við-
kvæmar umræður um hlutverk
þeirra. Aðildarþjóðimar vilja blása
nýju lífi í Vestur-Evrópusambandið
og ríkisstjómir þeirra taka mið af
þeirri sannfæringu, að um raun-
veralegan evrópskan samruna verði
ekki að ræða nema tekið sé tillit til
Öryggishagsmuna Evrópu. Þeim er
hins vegar ljóst, að þróunin á þessu
sviði hlýtur að taka mið af samstöðu
ríkjanna við Atlantshaf og miða að
því að styrkja evrópska stoð Atlants-
hafsbandalagsins.
Nú er meiri þörf á samstöðu og
samstarfi innan Atlantshafsbanda-
lagsins en nokkra sinni fyrr, þegar
bandalagsþjóðimar þurfa að taka
ákvarðanir, sem hafa mikil áhrif á
öiyggishagsmuni þeirra. Nægir þar
að neftia það sem tengist fundi þeirra
Reagans forseta og Gorbachevs aðal-
ritara í Reykjavík f október 1986,
en þar var farið inn á áður óþekktar
brautir f afvopnunarmálum. Ég læt
í ljós þá von, að utanríkisráðherrar
Atlantshafsríkjanna leggi sitt af
mörkum til að draga úr vígbúnaði
og til að bæta sambúð austurs og
vesturs, þegar þeir hittast nú í
Reylq'avík. Gerist það hefur banda-
lagið enn einu sinni lagt skerf sinn
til friðarmála, en varðveisla friðar
er æðsta markmið Luxemborgar eins
og íslands.