Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 Njarðvík Morgunblaðið/Árni Johnsen Þessa tvo töldu þau vera par, enda var þarakögur sett á haus dömunnar. Ungir fiskimenn á murta- veiðum Ungir fiskimenn á murta- veiðum. Þessir hressu krakkar voru að veiða murta á bryggjunni í Njarðvík þegar okkur bar að. Þau veiddu í bala og voru að spá í fisk- eldi, hvað fiskurinn borðaði, hugsaði og allt þar frameftir götunum, hvort þetta væru skvísur eða gæjar. Krakkamir fylgdust háspeki- lega með murtatorfunni í balanum. Japan: Lyf er dreg- ur úr kólest- eróli í blóði? Chicago. Reuter. JAPANSKIR vísindamenn segj- ast hafa búið til lyf er dregur úr kólesteróli í blóði. Er lyfið unnið úr afbrigði af sveppi þeim sem notaður er til að framleiða lyfið penicillin. Blað bandarísku læknasamtak- anna birti í þessari viku grein eftir vísindamenn við Tokai-háskóla- sjúkrahúsið í Tokyo. Þar sagði að 37 sjúklingum hefði verið gefið lyf- ið daglega og hefði kólesterólmag- nið í blóði þeirra minnkað um 11-25% eftir því hversu stóra skammta þeir hefðu fengið. Ahrif lyfsins fóru að koma í ljós einni viku eftir að lyfjagjöf hófst. Engar skaðlegar aukaverkanir hafa komið fram og eru bundnar miklar vonir við þetta lyf. Ekki verður þó hafin framleiðsla á því fyrr en fram hafa farið frekari rannsóknir á fleiri sjúklingum. Fróöleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Nú geta allir flaggað/// Stuttar fánastangir með einföldum festingum utan á hús. Tilvalið fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Heildsala og smásala. VATNSVIRKINNA/ Ármúli 21, 128 Reykjavík - Sími í verslun: 686455. 1 Skrifstofa: 685966 - Lynghálsi 3, símar 673415,673416. Akureyri „Dræpist á stundinni efég hætti trillustússinu“ - segir Ingvi Árnason trillukarl um sjötugt „Það er verið að hreinsa skítinn, eða færa hann eitthvað til að minnsta kosti, verst hvað maður er orðinn helvítis lassarus,“ sagði Ingvi Arnason trillukarl á Akureyri þar sem hann var að dytta að trillunni sinni í gamla trillulæginu á Akureyri. „Hann er orðinn helvíti þreytandi áróðurinn á smábátana," hélt hann áfram, „að fisk- urinn frá okkur sé ekki vinnandi og allt þar fram eftir götunum hjá honum Arna Ben og helvítis drullusokkunum hjá Sambandinu. Hvers vegna geta þeir þá keypt aflann af snurvoðarbátunum sem fara inn fyrir allt sem hægt er að fara inn fyrir. Það er eins og að höggva í harðan klett að ætla sér að hreyfa við snurvoðinni.“ Halldór sagðist eitt sinn ætla að stefna að því að takmarka netin ,en nú getur hver farið út í það sem vill. Ég réri af og til í vetur eða vor, það var með minnsta móti, það var svo fjandi erfitt með beitu, það kom engin loðna inn fjörðinn og hér fiskast eiginlega ekkert nema á línu. Netatrillumar komust upp í 80 tonn í fyrravetur, en það var mun minni afli í vetur. Grásleppan hefur verið mikil á Ólafsfirði og Siglufirði, en hljóðið í okkur trillu- körlum er sæmilegt að vanda, verst að dælan er farin að slappast hjá manni. Þó er ég klár á því að ég myndi drepast á stundinni ef ég hætti þessu trillustússi. Ég er 69 ára gamall, fór til sjós 15 ára og það er lífsspursmál að geta snuddað í þessu, en okkar aðal óvinur er snurvoðin. Hún eyðileggur alveg fyrir okkur, hreinsar allt eins og gengið sé með hrífu á undan okkur og rakað saman.“ - á.j. Hvemig er að róa á smábátum á Eyjafirði? „Það er svolítið erfítt á löngum fírði eins og Eyjafjörðurinn er. i Árnason tri „Það verður að líta eftir þessum stóru og öflugu tækjum í ríkari mæli<( - segir Bergsteinn Garðarsson trillukarl í 40 ár í nýju trilluhöfninni á Akureyri hittum við Bergstein Garðarsson triUukarl. Hann er búinn að vera við trilluútgerð í 40 ár, er Akur- eynngur og rær á þnggja og há móðinn. „Ég er ekkert farinn í plastið enn- þá,“ sagði hann galvaskur,",, held mig við timbrið. Jú, ég ræ allt árið um kring, stundum í hörkugaddi og stórhríð meira að segja. Þetta gekk sæmilega í vor, við vorum flestir ánægðir sem vorum með línu. Það gekk verr hjá þeim sem voru á netun- um, var mjög tregt utan smáskot sem stóð í nokkra daga. Þetta er aðallega þorskur, stór vorþorskur, hrygnandi tonna tnllu, trebát upp á gamla fískur, en hann er smærri á sumrin og haustin. Annars er þetta allt annað mál með fískinn nú, hann er alltaf að minnka, það er smærri þorskur sem veiðist og minna magn af honum. Þetta er ekki svipur hjá sjón. Þá er bátafjöldinn orðinn ofboðslegur inni á Eyjafirði og undanfarin ár hefur dragnótin verið það langt fyrir innan Hrísey að 'þeir hafa aðllega veitt í hana þorsk og ýsu, en kolann svona með í stað þess að maður hélt að kolinn ætti að vera aðalatriðið hjá þeim. Jú, mér líkar vel á trillunni, hef aldrei getað tollað í vinnu í landi og líklega hef ég þetta í blóðinu eins og sagt er. Ef maður hefur svona 40 tonn yfír árið er það ágætt. Þeir hörðustu hafa 50-60 tonn, en mest er þetta í apríl og maí. Annars er þetta ekkert að verða miðað við áður fyrr og það er vegna ofveiði á þorsk- stofninum. Það er ljóst að það er eitthvað að þessu. Eg býst við að það þurfí að fylgjast eitthvað betur með þessu, aðallega upp á smáþorsk- inn, það verður að líta betur eftir þessum stóru og öflugu tækjum í ríkari mæli en gert hefur verið.“ - - á.j. Bergsteinn Garðarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.