Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987
B 31
Stjörnubíó:
Roy Scheider og
Ann-Margret saman
í sakamálamynd
Það borgar sig ekki að halda fram-
hjá. Það er a.m.k. niðurstaðan af
reynslu Harry Mitchells (Roy
Scheider) í sakamálamyndinni 52
Pick-Up sem fjallar um fjárkúgun
og græðgi. Leikstjóri hennar er
John Frankenheimer en myndin er
byggð á metsölubók Elmore Leon-
ard, sem sjálfur skrifar handritið
að myndinni ásamt John Steppling.
Með aðalhlutverkin í myndinni
fara Roy Scheider og Ann-Margret
ásamt Vanity og John Glover. Það
er Cannonfyrirtæki þeirra Mena-
hem Golan og Yoram Globus sem
framleiðir.
Harry Mitchell, velstæður fyrir-
tækjaeigandi og eiginmaður, vissi
ekki af því að stelpan sem hann
hélt framhjá með var send í fangið
á honum af fjárkúgurum sem kvik-
mynduðu samband þeirra vel og
rækilega. Þeir sýna honum kvik-
myndina og heimta peninga fyrir
hana. En Mitchell gefur ekki eftir.
Honum er þá sýnd önnur kvik-
mynd. Framhaldsmyndin sýnir
þegar stelpan er tekin og skotin
til bana með byssunni hans Harry.
Nú gæti hann veriö dæmdur fyrir
morð og fjárkúgararnir heimta
■ meiri peninga frá honum. En menn
— hefðu átt aö hugsa sig tvisvar um
áður en þeir fóru að kássast uppá
Harry.
Leikstjórinn, John Frankenheim-
er, hóf feril sinn í skemmtiiðnaðin-
um með því að labba sig inná
skrifstofur CBS-sjónvarpsstöðvar-
innar í New York þar sem hann
var ráðinn aðstoðarleikstjóri á
grundvelli reynslu sem hann hafði
aflað sér í gerð heimildarmynda í
flughernum. Þetta var árið 1954.
Hann vann við samtalsþætti og
loks leiklist. Hann leikstýrði sam-
tals 152 sjónvarpsleikritum á sex
árum en fyrstu bíómyndina sína
gerði hann árið 1956, The Young
Stranger. Árið 1961 gerði hann
tvær frægar: The Birdman of Alc-
atraz með Burt Lancaster og The
Manchurian Candidate eftir sögu
Richard Condon. Hann fluttist til
Evrópu og bjó þar í næstum tíu
ár og vegnaöi ekki sérlega vel fyrr
en hann flutti aftur til Banda-
ríkjanna um miðjan áttunda ára-
tuginn og gerði The French
Connection II og svo hryðjuverka-
myndina Black Sunday.
Hann las skáldsögu Elmore
Leonard og þóttist sjó í henni gott
efni í kvikmynd. Hann bað um-
boðsmann sinn um að komast að
því hvort boðiö hefði verið í kvik-
myndaréttinn af því hann vildi
kaupa hann sjálfur. „Þegar hann
sagði mér að Cannon ætti rétt-
inn,“ segir Frankheimer, „spurði
ég þá hvort ég gæti tekið þátt í
gerð myndarinnar og þeir jánkuðu
því að bragöi."
Frankenheimer er mikill aðdá-
andi Leonard og segir að hann sé
einn af tveimur eða þremur bestu
sakamálahöfundum sem nú eru
uppi.
íslandsmótið 2. deild
ÞRÓTTUR - ÍBÍ
á Valbjarnarvelli í kvöld
kl. 20.00.
Þróttur
Sem sjómör ht ítflefnlsj SAMf V SAME dum öl inum 1< iillaósl ómani 3AND ÍSLENSKRA S ivarafur 1ANDSHÚSINU REYK llum indsins dr íadagsins 4MVINNUFÉLAGA ðadeild JAVÍK SÍMI 28200 y
Myndbanda-
skáparnir
vinsælu
Verð
kr. 9.900.
staðgr.
VALHÚSGÖGN
Ármúl. 8. .imar 82275 - 685575.
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiöill!
l| || Bráðsnjallt hjálpartæki fyrir
JP heimilið og smærri fyrirtæki.
Með K.E.W. Hobby ganga öll þrif fyrir sig á mettíma og erfið verk verða
leikur einn. Þú getur þvegið bílinn, bátinn, húsið, gluggana, eða nánast
hvað sem er. Einnig getur þú sandblásið t.d. gamla málningu og ryð o.fl.
Með í pakkanum fylgir hreinsiefni og bílabón.
Afmæl isti I boð kr. 27.596.*" X
Með allt að
sex jöfnum
mánaðargreiðslum
FYRIR STOFNANIR OC FYRIRTÆKI
— þekking - úrval - þjónusta —
6 Hreinsiefni • Pappir • Vélar • Áhöld • Einnota vörur • Vinnufatnaöur • Ráögjöf • O.fl. o.f|.
Réttarhálsi2 - 110R.vik - Simar31956-685554
VILDARKJÖR I
m V/SA
1