Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 18
18 B Hólmavík MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 „Aldrei spáð nógu vel í öryggismálin(( - segir Guðmundur Viktor skipstjóri á Sæbjörgu Við þurftum að aka góðan spöl út með Steingrímsfirði til þess að ná tali af Guðmundi Viktor Gústafssyni skipstjóra á Sæ- björgu ST 7 á Hólmavík, þvi Guðmundur Viktor var á leið á fótboltaæfingu með félögum sinum sem leika i 4. deild íslands- mótsins í knattspymu. “Það er þokkalegt hljóðið í okk- ur, mönnum hér fínnst yfírleitt að þorskgengd hafi aukist hér á heima- slóðinni. Menn byijuðu snemma á rækjunni hér í vor og gekk illa. Innfjarðarækjan virðist hafa brugð- ist og það virðist hafa orðið hrun. Við vorum á línu fyrst í vetur og héldum síðan f Grundarfjörð í þijár vikur á net f marz-apríl. Það gekk vel og við fengum 190 tonn af þorski. Síðan var ágætis fískirí hér á fírðinum eftir 20, apríl og við fengum 115 tonn á einum mánuði. Það er sæmileg drift í þessu hér. Eitthvað er þetta að breytast með fískinn hér á vorin og hann virðist koma hingað inn til þess að hrygna. Við höfum að vísu ekki fylgst náið með þessu um skeið.því alit hefur snúist um rækjuna og nú hefur hún brugðist en það veldur því að við gáum betur að öðru, menn spá þá meira í þorskinn. Við höfum verkað fískinn hér sjálfír, stofnuðum fyrirtæki í kring um tvo báta, Sæbjörgu og Sigur- björgu, og við flökum allan aflann og söltum.Við byijuðum í þessu eftir páska, svo það er eftir að sjá hvemig dæmið gengur upp. Það er nú upp og ofan hvort menn eru ánægðir með fískveiði- stefiiuna, það er lítill kvóti á bátunum og þeir hafa verið skertir um of vegna innfjarðarækjunnar. Það er þó samt töluverður þorskk- vóti á bátana. Skelveiði er að byija hér.Drangsnesbátur reið á vaðið og það gekk vel hjá honum. hann hef- ur sótt skelina norður í Ingólfsflörð, en einnig fengið talsverðan afla í kring um Grímsey við Drangsnes. Við erum með 350 tonn af þorski í sóknarkvóta og það er ekkert minna en við vorum með áður. Nýliðin vertíð er sú besta hjá okk- ur, gaf 140 tonn á línuna og 305 tonn í netin og nú er það djúprækj- an framundan. Um öryggismálin vil ég segja það að það er aldrei spáð nógu vel í þau, maður reynir að hafa þetta eftir reglugerðum, en það vantar eftirlitsmenn til þess að prófa til dæmis þessa skotgálga.það þarf að selja eldvamarkerfi í bátana og það er vissulega að ýmsu að hyggja. Það var fræðslunámskeið hér fyrir skömmu og það var ágætlega sótt og þótti takast vel. Já, það er ágæt drift hér, veiðist vel af rækjunni og sumir bátanna eru komnir upp í 70-80 tonn nú þegar ,en okkur þykir gott að kom- ast í 100 tonn yfír sumarið. Þetta er langt að sækja fyrir litla báta, 10 tíma stím , svo það má ekki mikið vera að veðri, en það hefur verið blíða að undanfömu. Morgunblaðið/RAX Guðmundur Viktor skipstjóri fyrir framan bát sinn ásamt Ríkarði syni sínum. Já, það er mikill áhugi fyrir fót- bolta hér og margir sjómenn hér grípa í að sparka boltanum þegar þeir eru í landi. Stundum er skipað að hffa og fara í land til að spila, það skeði samtímis hjá tveimur bátum fyrir ekki all löngu og það þýðir ekkert að gefa það eftir.menn verða að ná af sér spikinu á sumr- in.“ - á.j. Hólmavik undir kvöldhimni. Í < % Vestmannaeyjar Togaraskipstjóri áður en hann varð lögráða Smáriðnu trollin og kvótasalan eru verstu atriðin, segir Eyjólfur Pétursson skipstjóri á skuttogaranum Vestmannaey “Það er hellingur að, ofsókn í þetta allt og sjávarútvegsmálunum er illa stjómað, enda er nú að koma okkur f koll gengdarlausa sóknin f innfjarðarækjuna þar sem smáfísk- inum er mokað upp,“ sagði Eyjólfur Pétursson skipstjóri á togaranum Vestmanney ,en hann hefur verið togaraskipstjóri f nær 20 ár. “Það er ekki rétt að keyra svona yfír miðin eins og gert hefur verið. Sama er að segja um gulllaxveiðina fyrir norðan, þar er hætta á að moka upp karfa og fleiri físktegundum í smáriðin troll á miklu dýpi.Sverrir á Bergey var með rækjutroll á þess- um slóðum og fékk fleiri tonn af karfaseiðum í rækjutrollið. Það má segja að það sé veiðiskapur með smáríðmu trolli um allt land, inni á Qörðum og úti á hafí og mér lfst ekkert á þetta, það þarf að fylgjast miklu betur með þessu.Þetta eru þau atriði sem ég óttast mest í físk- veiðimálunum , smáriðnu trollin. Smáfískadrápið hjá togurunum er ekki neitt miðað við þetta. Það eru sífelldar skyndilokanir og verið að loka hólfí við hólf viku og viku í senn. Þetta eru mörg hólf á litlu svæði sem lokað er á misjöfnum tíma þannig að hólf og hólf er allt- af að opnast inni í hólfasúpunni og þetta er engin friðun. Það er allt of mikil ofstjóm f þessu hjá okkur, allt of margir að vasast í þessu sem hafa ekki hundsvit á þessum mál- um. Það þarf miklu markvissara eftirlit. Að mínu mati á að nota skip Hafrannsóknarstofnunar og fleiri skip í strangt eftirlit í þessum efnum. Aukningin í notkun á troll- um er rosaleg og stórhættuleg, enda blöskrar mörgum svakalega smáfiskadrápið. í heild má segja að kvótafyrir- komulagið sé hundleiðinlegt þótt það verði víst að vera ,en augljósu vankantana ætti að vera hægt að snfða af, svo sem eins og misréttið á milli landshluta.Það á ekki að eiga sér stað að norðursvæðisskip eigi meiri rétt en suðursvbæðisskip. í þessum efnum er fáránleg vald- beiting gagnvart togurum af suðursvæðinu f þorskréttindum ,en togarar af suðursvæðinu hafa ekki síður en norðanskip sótt í þorsk um árabil. Auðvitað eiga að vera sömu reglur f kring um allt landið í þess- um efnum. Þú spyrð um hljóðið í mann- skapnum, það er yfírleitt gott, gámamir hafa breytt tekjum og öllum sjónarmiðum. Ég hef þá trú Morgunblaðið/Sigurgeir i Eyjum Eyjólfur Pétursson skipstjóri, í daglegu tali Eyvi á Vestmannaey. að fískmarkaðimir eigi eftir að hjálpa þessu, rétta þetta af og ég held að þeir eigi eftir að draga vem- lega úr hömlulausum útflutningi f gámum. Það skeður einfaldlega með því að meira verður boðið í fískinn. Verðlagsverðið er lágmarksverð og það er alveg klárt að hér em aðilar sem geta boðið hærra verð og það á að gefa þeim færi á því. Það kemur með fiskmörkuðunum. í heild þarf að auka hagkvæmni í nýtingu,meðferð og stjómun físk- veiða og vinnslu og það á að loka þeim götum sem skapa mismunun og kalla á tóma vitleysu eins og til dæmis reglumar um sölu á kvóta sem á algjörlega að stöðva. Ef skip bila í lengri tíma er ekki óeðlilegt að þau eigi að hafa rétt á að selja kvóta, en ekki ef þau em í öðmm veiðum fyrir utan kvóta og þannig er margt sem þarf að lagfæra í þessum efíium. Vestmanney er um þessar mundir í stórbreytingum í Póllandi og við verðum að selja kvótann , því við emm á aflamarki og getum ekki fært yfír á hin skip- in hjá útgerðinni.því þau em á sóknarmarki.Þetta er dæmi um skynsamlega stjómun á þessum þætti." Við vikum talinu að Sjómanna- deginum. “Ég held alltaf upp á Sjómanna- daginn og hef alitaf verið í landi á Sjómannadaginn, alveg frá því að ég byijaði á Vestmanney.Ég er búinn að vera til sjós f 25 ár, byij- aði 16 ára gamall og sem skipstjóri byijaði ég tvítugur á togara.Það var 1968 sem ég varð skipstjóri á Þorkeli Mána í afleysingum og það varð að fá undanþágu fyrir mig sem skipstjóra á togara af því að ég var ekki orðinn lögráða.Það þótti nú saga til næsta bæjar. Þann I. apríl i d

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.