Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 B 21 „Tel að um marga þorsk- stofna sé að ræða - segir Ragnar skipstjóri á frystitogaranum Siglfirðingi “Þetta leggst vel í mig, ég held að það séu óvenju góð skilyrði í sjónum og fyrir utan grátkórinn á Suðurnesjunum, þá sé þorsk- stofninn á verulegri uppleið og það er mitt mat að þær veiðar sem eru stundaðar hér á landi hafi lítið með stofnstærðina að gera,“ sagði Ragnar Ólafsson skipstjóri á frystitogaranum Siglfirðingi SE 150. “í fyrsta lagi held ég,“ sagði Ragnar," að það sé um marga stofna að ræða en ekki einn og ég held að þorskurinn eigi sinar heimaslóðir með allt öðrum hætti en menn hafa talið hingað til og ég held að göngurnar séu ekki í samræmi við það sem fiskifræð- ingarnir segja. Fiskifræðingarn- ir segja að fiskur með hringormi missi hann ekki úr sér ef hann er einu sinni kominn í hann, en fkskur á grunnslóð fyrir vestan veiðist ekki annarsstaðar, það er enginn orraur í fiskinum úti í köntunum og þetta sýnir annað en það sem ætlað hefur verið. Menn vita ekki nógu mikið um þetta. Ég held að hrygningar- svæðin séu fleiri heldur en sagt hefur verið og ég held að skilyrð- in vegi mikið upp á móti veiðinni, viðkoman ræðst svo mikið af skilyrðunum. Ég hef ekki áhyggjur af ofveiði eins og veiðamar eru stundaðar í dag. Aður en 50 mílna landhelgin kom til var talið að þorskaflinn væri 500 - 600 þúsund tonn á ári. Þá var möskvastærðin í poka 135 mm og fjöldi veiddra_ þorska var mun meiri en í dag. Uthald skipa í dag á sóknarmarki er lítið meira en bresku togaranna og auk þess verða menn nú að sækja verulega í aðrar tegundir en þorsk. Það er eitt sem mér finnst, þó ég sé per- sónulega á móti kvótakerfinu, það er kostur að menn vita hvað þeir mega veiða og geta gert áætlanir. Ég er því mjög bjartsýnn á stöð- una.“ Ég spurði Ragnar um meint smáfiskadráp? “Við fáum 40 kr. fyrir heilfrystan Morgunblaðið/RAX Ragnar Ólafsson skipstjóri á frystitogaranum Siglfirðingi. undirmálsfisk og það er meira en fískverkendur og frystihús greiða fyrir stærsta þorskinn.Ætla þeir öðrum að henda slíkum verðmæt- um. Frystiskipin leita oft að fiski sem henta betur í vinnsluna um borð og við liggjum til dæmis ekki yfír ormafíski. Smáfiskavandamálið leystist með því að hafa það utan kvóta og leyfa að koma með það í land. Það er hvergi hirtur eins smár fískur og einmitt á frystiskipunum. Verðið segir til um að það er ekki hægt annað, en ég tel að undirmáls- fískurinn sé um það bil 4-7 % af okkar afla, en þetta er þó talsvert árstíðabundið. Menna ráða ekki við þetta alltaf og geta lent í gommu af smáfiski, en það er á svæðum sem að öllu jöfnu eru lokuð tíma- bundið. Ég held að staða flestra sjó- manna sé mjög góð um þessar mundir, kjaramálin eru alltaf í ákveðnum brennidepli, öryggismál- in eru batnandi í dag, skipin eru sífellt betri og það er auðvitað meiri áhugi fyrir þeim. “ - á.j. Fátt vitaö um umfang rækjustofnsins - segir Haukur skipstjóri á Þorláki Helga í SigluQarðarhöfn lá Þorlákur Helgi SI 77, 146 tonna bátur sem Haukur Jónasson skipstjóri var að gera kláran fyrir fyrst rækjutúrinn daginn eftir. “Mér líst ekki nógu vel á rækju- veiðamar," sagði hann, “fínnst vera orðið ansi mikið af skipum og ég er hræddur um að það sé annað sfldarævintýri í uppsiglingu. Ég held að það verði að fara að hugsa meira um þetta en gert hefur verið, flotinn stækkar svo ört. Hitt er að það er ennþá mikið ókannað af þessu veiðisvæði og veiðiskap og það er til dæmis farið að veiða rækjuna fyrir neðan 400 faðmana miðað við dýpst 250 faðma áður. það er því ljóst að það er mikil slóð ónýtt ennþá fyrir vel búin skip. Það versta er að það veit enginn neitt um þennan stofn eða hvað hann er stór, og það er slæmt að renna svona blint í sjóinn í þeim efnum. Annars er gott hljóðið í mann- skapnum, við erum að byija og það hefur verið góð veiði að undanf- ömu. Við ráðum bara ekki við þetta mikla dýpi. Við tökum einn túr fyr- Haukur Jónasson skipstjóri. ir Sjómannadag sem við höldum að sjálfsögðu upp á. Jú, eitt er það, betra eftirlit og meiri aga er ástæða til að hafa með öllu er lítur að öryggismálum sjó- manna.en það hefur miðað vemlega á rétta leið í þeim efnum undanfar- in ár.“ - á.j. Hún Margrét Borgarsdóttir fékk óvænta launauppbót um mánaðamótin. Sextán þúsund krónur, skattfrjálsar. Það þekkja flestir söguna um hana Margréti Borgarsdóttur. Hún fór eft- ir ráðléggingum þeirra hjá Fjárfest- ingarfélaginu, sem aðstoðuðu hana við kaup á verðbréfum. Ráðgjafinn hennar áætlaði um síðustu áramót að hún fengi um 42.000 krónur á mánuði í verðtryggðar tekjur á næstu mánuðum. En hún Margrét fékk gott betur. Margrét fór eftir persónulegri ráð- gjöf þeirra hjá Fjárfestingarfélaginu. Hún á nú rúmlega fjórar milljónir bundnar í Tekjubréfum. Þau hafa skilað 17.7% ársvöxtum umfram verðtryggingu síðastliðna 3 mán- uði. Þess vegna fékk Margrét 58.000 krónur í mánaðarlaun fyrstu þrjá mánuði ársins. Það er 16.000 króna launauppbót. Fjárfestingarfélagið sendi Margréti launin sín alla leið til Spánar. Hún ætlar að búa þar í sumar. Margrét var hálfpartinn að vonast til þess að Haraldur, frændi hennar, kæmi í heimsókn í vikutíma eða svo. En Haraldur sem nú er farinn að klóra sér í skallanum, hefur ekki svarað bréfunum hennar. Hann sást síðast í biðröð fyrir framan ferðaskrifstofu um hánótt. TlL UMHUGSUNAR: 1. Hvernig getur venjulegt fólk, sem ekki telur sig vera fjármálaspek- inga, ávaxtað fé sitt í tryggum verðbréfum? 2. Hvers vegna eru Tekjubréfin heppileg fyrir þá sem eru að komast á eftirlaunaaldur? 3. Hvaða fyrirtœki býður þér per- sónulega ráðgjöf í sambandi við sérfrœðilegt val á traustum verð- bréfum? Sendið rétt svar til Fjárfestingarfé- lagsins, Hafnarstrœti 1, Reykjavík, merkt Haraldur frœndi. Besta svarið í viku hverri, allan þennan mánuð fœr eintak af bók- inni góðu FJÁRMÁLIN ÞÍN í verð- laun. Q2> FJÁRFESÍINCARFÉIAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík (91) 28566 HRINGDU ^Hi og fáðu áskriftargjöld- in skuldfærð á greiðslukortareikning JE þinn mánaðarlega. SÍMINN ER 691140 691141

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.