Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.1987, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1987 Á hverju ætlum við að lifa? Frumspuming á hverju heimili, eða hvað? Ekki endilega. Er ekki svarið: Þjóðin á að sjá til þess að hvert heimili hafi það sem þarf til að lifa á. Gott og vel. Hveiju ætlar þá íslensk þjóð að lifa á í framtíðinni og hafa nóg fyrir hvert heimili í landinu? Svona leið- inlegar spumingar eiga það til að skjóta upp kollinum mitt í öllum hamaganginum, nú þegar ekki verður lengur lokað augunum fyr- ir því að ekki komast fleiri að fiskinum í sjónum, frystigeymslu- aðferðin fyrirsjáanlega víkjandi fjrir krðfum markaðarins um nýmeti með batnandi samgöngum í heiminum, bændum hefur fækk- að um 200 árlega í áratug og samt búið að ákveða með lögum að búskapurinn taki til sín millj- arða um árabil. Sá klóki karl Oskar Wilde, sagði einhvemtíma „að athafna- semin sé síðasta úrræði þeirra sem ekki kunna að láta sig dreyma". Þrátt fyrir hamagang- inn verður varla sagt um íslend- inga að þeir láti sig ekki dreyma vilita drauma, þær fáu stundir sem þeir mega vera að því? Erum við ekki alltaf að grípa hugmynd- ir um það sem muni færa okkur ríkulegt lifíbrauð í framtíðinni og magna þær upp, hveija af ann- arri, í blöðum og umræðum. Þama er gullkistan, bara drífa sig í að moka úr henni. Hver tekur upp eftir öðmm. Einn daginn á loð- dýraræktin öllu að bjarga, næsta hátækniðnaður, stóriðja, fiski- rækt o.s.frv. Dagdraumamir orðnir svo stórir og arðgefandi þegar til kastanna kemur og ljóst orðið að þeir bjarga ekki öllu, að ágæt tekjubót af þeim veldur von- brigðum. Minnum dulítið á söguhetjuna spaugilegu og al- þekktu Walter Mitty með dag- draumana sína. Allar þjóðir eru nefnilega líka að reyna að gera það gott - með sömu aðferðum. Nú síðast heyrðist í fréttum að tölvuvæðingarfyrirtækin, sem best hefur gengið, gefi ekki það af sér sem dreymt var um. Svo ekki bjarga þau heldur öllu, frem- ur en stóriðjan, steinullin, seiða- eldið, loðdýraræktin og hver veit hvað. Það var hann Eggert borgar- hagfræðingur Jónsson, sem vakti Gámhöfund upp af villtum gróða- draumum á ferðamálaráðstefnu höfuðborgarsvæðisins um daginn, þar sem mannflestu sveitarfélög landsmanna vom góðu heilli að reyna að kortleggja framtíðar ferðamannanýtingu og hugsan- lega atvinnu af arðgefandi túr- hestum. Enda stendur hann jafnan dulítið fastara í fætumar en við hin.í flóðinu af upplýsing- um um aukningu ferðamanna og hve miklu þeir eyða og hægt er með ýmsu framboði að láta þá eyða í landinu sýndi hann upp á vegg töflu um „ferðamálajöfnuð íslendinga 1969-1985“. Og reikn- aði það út að með öllum þessum vaxandi gróða af ferðamönnum hefðum við ekki undan eyðslu Is- lendinga sjálfra á ferðalögum erlendis. Töfluna ætla ég að leyfa mér að birta hér með. Eggert sagði m.a.: „Árið 1969 eyddi hver íslend- ingur að meðaltali 13,2% meira en hver útlendingur. Árið 1977 var munurinn 9,2%, en árið 1985 eyddi landinn að meðaltali 28,6% meiru en útlendingurinn. Eg hefi allan fyrirvara á sam- suðunni en að honum slepptum vil ég leyfa mér að draga eftirfar- andi ályktanir: 1. - íslendingar virðast ekki hafa haft upp í kostnað af eigin ferðalögum erlendis með tekjum af ferðaþjónustu við útlendinga síðan 1977, en þá virðist svo sem straumhvörf hafi orðið í íslenskum ferðamálum. Fram til þess tíma voru útlendingar, sem árlega komu til landsins, mun fleiri en íslendingamir, sem fóru utan á sama tíma. Flest árin frá 1977 hefur hið gagnstæða gerst. 2. - íslenskur ferðalangur virð- ist hafa mun meiri kostnað af ferðalögum sínum erlendis en út- lendur kollegi hans hérlendis. Ef marka má umsagnir þeirra, sem umgangast íslendinga á ferðalög- um erlendis, virðist sá munur, sem greint er frá neðan við yfirlitið síst of mikill, raunar gæti ein skýringin á þessari ejðslusemi verið lengri dvalartími Islendinga erlendis en útlendinga hérlendis. 3. - Fjöldi ferða Islendinga til útlanda á árunum 1982 til 1984 bendir til þess að íslendingar spari ýmislegt annað við sig en ferða- iög, þegar harðnar á dalnum í atvinnulífinu og kjörin versna. 4. - Tölumar um ferðaQölda og eyðslu gefa til kynna mikil umsvif, hvemig sem á þær er lit- ið, og ekki þarf mikið ímyndunar- afl til að gera sér að einhveiju leyti grein fyrir beinum og óbein- um áhrifum umsvifanna á allt þjóðlífið. Dagleg innkaup til heimilisins minnka eða liggja niðri á meðan við erum ytra. Þar kynnumst við nýjum siðum og neysluvenjum, og útlendingar á ferðalagi hér- lendis haga kaupum sínum öðm vísi en innfæddir. Það er því ekki að furða þótt kvartað sé undan samdrætti í neyslu landbúnaðar- afurða hér á landi - svo dæmi sé tekið. 5. - Heimamarkaðurinn, þ.e.a. s. þjónusta við innlenda ferða- menn, virðist mun mikilvægari en oftast er gefið til kynna í umræðu um ferðamál á íslandi. í því sam- bandi ber að hafa í huga að hér vantar upplýsingar um ferðir okk- ar innanlands og viðskiptin í tengslum við þær.“ Síðan vék Eggert að hugleið- ingum um framtíðarmöguleika í Reykjavík og nágrenni varðandi ferðamannaþjónustu, en Gáruhöf- undur sat eftir með spuminguna:,, Ef bjargráðið „aukinn ferða- mannastraumur" til landsins, hefur á undanförnum árum vart haft um öflun gjaldeyris undan aukinni eyðslu í okkar eigin ferða- lög til útlanda - svo ágætt sem það er að hafa þó upp í þau - þá er enn óleyst á hveiju við eigum að lifa hér heima, ekki satt? Þar með var draumurinn búinn - um allt það sem hægt yrði að gera í landinu þegar tekjufærandi ferðamannastraumur væri kom- inn upp í, ja 200 þúsund á ári, eins og sumir nefna. Og til fyrir öllu sem okkur langar til að kaupa frá útlöndum. Hvar eiga þá allir heildsalamir að fá aur til að borga innflutninginn, en þeim fjölgar u.þ.b. jafn hratt og bændum fækkar, úr 4580 fyrir áratug upp í um 7000 nú. Fjölgaði um 600 á síðasta árinu sem skýrslur Þjóð- hagsstofnunar ná til. Og lang- flestir að flytja inn. Af skráðum 6750 ársverkum við þetta voru aðeins skráð 354 ársverk laun- þega við útflutningsverslun. Hinir að hamast við að flytja inn. Hér gefst Gáruhöfundur hreinlega upp, kann ekki að reikna hvemig við borgum fyrir hlutina hvað þá hvemig við ætlum að borga fyrir þá í framtíðinni. Tekur sér í munn orð hirðskálds síns Piets Hein um skilninginn, í íslenskum búningi Helga Hálfdánarsonar: Að skilja eitthvað er að sjá hve skelfíng lítið skilja má. ferðamAlajOfnubur íslendinga 1969 - 1985 íslendlngar Útlendlngar Jöfnuður Fjöldi eyðsla mkr. Fjöldi eyðsla mkr. Fjöldi r eyðsla mkr. 1969 19.482 4.0 44.099 8.0 -24.617 -4.0 1970 26.899 5.8 52.908 10.2 -26.009 -4.4 1971 32.205 8.0 60.719 12.1 -28.514 -4.1 1972 36.319 10.5 68.026 14.2 -31.707 -3.7 1973 47.661 15.2 74.019 19.5 -26.358 -4.3 1974 54.941 22.6 68.476 23.7 -13.535 -1.1 1975 51.438 28.9 71.676 39.6 -20.238 -10.7 1976 59.879 41.1 70.180 46.1 -10.301 -5.0 1977 70.992 67.2 72.690 63.0 -1.698 +4.2 1978 80.273 113.4 75.700 104.0 +4.573 +9.4 1979 73.489 177.0 76.912 158.0 -3.423 +19.0 1980 69.270 265.0 65.921 231.0 +3.349 +34.0 1981 77.825 503.0 71.898 355.0 +5.927 +148.0 1982 85.314 911.0 72.600 659.0 +12.714 +252.0 1983 79.695 1.660.0 77.592 1.462.0 +2.103 +198.0 1984 89.728 2.690.0 85.190 2.030.0 +4.538 +660.0 1985 1986 95.662 111.621 3.916.0 97.443 113.528 3.101.0 -1.781 -1.907 +815.0 Tannlæknastofa Hef opnað tannlæknastofu að Garða- torgi 3, Garðabæ. Viðtalsbeiðnum veitt móttaka í síma 656588. Sigurgísli Ingimarsson, tannlæknir. VZterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Sumarbústaður við Selvatn Til sölu sumarbústaður á mjög friðsælum stað, stuttfrá Reykjavík. Ræktað eignarland. Upplýsingarísímum 686115á vinnutíma og 666715á kvöldin og um helgar. NÝTT SÍMANÚMER RÍKISSKATTSTJÓRA Mánudaginn 15. júní n.k. verður tekið í notkun nýtt símanúmer hjá embættinu. Nýja símanúmerið er: 623300 RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.