Morgunblaðið - 19.07.1987, Síða 1

Morgunblaðið - 19.07.1987, Síða 1
PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS BLAÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987 Sel í Grímsneshreppi Rætt við Ellinor Kjartansson á Seli í Grímsneshreppi Það er ekki fágætt að menn setji sig í rómantískar stellingar þegar talið berst að óvenjulegu lífshlaupi fólks og tali þá um einkennileg örlög eða eitthvað í þá veruna. Um slíkt er tómt mál að tala við Ellinor Kjartansson, fædda Zitzewitz, húsmóður á Seli í Grímsneshreppi. Hún horfir nokkuð hvasslega á mig í gegnum þykk gleraugun og segir mér beint út að hún trúi ekki á örlög eða neitt þess háttar. Lífið sé aðeins samansafin af tilviljunum og guð segist hún heldur ekki trúa á, heldur mátt sinn og megin. Ellinorá Seli f maður vill eitt- hvað nógu mikið þá verður það“, segir hún ákveðin og allar rómantískar hugleiðingar sem vöknuðu hjá mér á yndislegu sumarkvöldi í “grænni sveit milli blárra fjalla og hvítra jökla" fjúka út í veður og vind er ég sit við stóra og breiða eldhúsborðið í eldhúsinu á Seli, andspænis Ellinor. Hún er svo blátt áfram og skynsöm í tali, segir hlut- ina svo afdráttarlaust að öll tilfínn- ingasemi virðist hrein tímaskekkja. Þó er hún ekki kuldaleg eða frá- hrindandi, heldur miklu fremur hlýleg og rausnarleg í viðmóti. Ég hafði ekki talað lengi við hana þeg- ar ég fann að þama fór tilfinninga- rík kona sem oft hefur fengið að kenna sárt til, bæði sem ung stúlka heima í Þýskalandi á stríðsárunum og ekki síður sem þroskuð kona á Islandi. Mann sinn, Árna Kjartansson missti hún fyrir einu og hálfu ári og fósturson sinn misstu þau hjón ungan að árum. Þau eignuðust ekki böm saman en ólu upp tvo drengi. Árni átti dóttur og stjúp- dóttur af fyrra hjónabandi og voru þær stálpaðar þegar Árni og Ellin- or giftust árið 1950. „Hann hét Knútur drengurinn sem við misstum,“ segir Ellinor. „Hann kom til okkar þriggja ára. „Þú ert mamma mín,“ sagði hann við mig þegar hittumst fýrst og svo kom hann hlaupandi til mín með útbreiddann faðminn. „Já,“ sagði ég og tók hann upp og eftir það var hann hjá okkur. Þegar hann var á þrettánda ári dó hann í örm- um mínum. það var sár reynsla að missa elskulegan dreng. Læknar áttuðu sig ekki á að hann var með bráða botnlangabólgu og því fór sem fór. Hann átti afmæli þriðja júlí og þann dag er ég fegin að fá stund út af fyrir mig til að hugsa. Ellinor heldur nú heimili með tveimur ógiftum mágum sínum sem báðir eru orðnir aldraðir og Geir Guðmundssyni, nítján ára gömlum uppeldissyni sínum. „Geir missti móður sína þriggja ára gam- all en kom hingað eftir gos í Eyjum, þá fimm ára garnall," segir Ellinor. „Hann er stoð og stytta heimilis- ins, gerir allt sem þarf og gerir það vel.“ Á sumrin er stjúpdóttir Ellinor, Þórunn, einnig á Seli. Hún og hálf- systir hennar Sigrún Guðmunds- dóttir eru báðar kennarar og búa fyrir sunnan. Sigrún er gift Krist- jáni Sigtryggssyni skólastjóra í Reykjavík. Báðar eru þær Ellinor hjálplegar. Þórunn kcmur á hverju sumri og hjálpar stjúpmóður sinni við umfangsmikla ferðaþjónustu sem rekin er á Seli á þeim árstíma. Ellinor og Árni voru einna fyrst til

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.