Morgunblaðið - 19.07.1987, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987
að taka upp stíka þjónustu þar í
sveit. Þegar ég var á ferð á Seli
höfðu 27 gestir gist þar nóttina
áður og annar eins fjöldi hafði rétt
lokið við að borða þegar mig bar
að garði á mánudagskvöldi fyrir
rétt tæpum tveimur vikum.
Þegar ég nefni það við Ellinor,
bláókunnug manneskjan, hvort ég
megi spjalla við hana um lífshlaup
hennar þá segir hún ekki einsog
margir gera „ég hef ekkert að
segja". Hún kinkar bara kolli, opn-
ar dymar inn í eldhúsið og segir
„ég hlýt að geta sagt þér eitt-
hvað“. Svo smyr hún handa mér
heimabakað brauð, gefur mér
mjólkurglas og byijar svo að segja
frá.
„Ég kom til íslands 28 ára göm-
ul og lenti þá hjá henni Ingibjörgu
minni á Spóastöðum hér rétt á
móti. Henni fannst ómögulegt að
ég skyldi vera ógift, komin á þenn-
an aldur og fór því fljótlega með
mig á bæi í nágrenninu þar sem
ógiftir menn áttu heima. Fyrst fór
hún með mig hingað að Seli. Ámi
Kjartansson var þá ekkjumaður hér
með tvær telpur.
Þó ég væri ekki sleip í íslensk-
unni þá varð mér fljótlega ljóst að
hann vildi fá mig fyrir konu. Við
giftum okkur hjá bæjarfógeta eftir
um það bil ár. Ámi hafði gifst fyrri
konu sinni hjá bæjarfógeta og það
hjónaband hafði verið gott svo
hann hafði trú á slíkum giftingum.
Þetta gafst líka vel hjá okkur. Þeg-
ar ég hafði sagt já var ég orðin
íslendingur. Ég þurfti aldrei að
sækja um íslenskan ríkisborgar-
rétt. Þegar við vorum gift spurði
ég; „Hvað heiti ég nú?“ „Þú ræður
því“ sagði Ámi.
Sennilega hefði ég átt að heita
Elinora Hermannsdóttir á íslensku,
en ég kaus að heita Ellinor Kjart-
ansson. Það er allt í lagi, þeir eru
búnir að læra að skrifa nafnið mitt
hjá mjólkurbúinu og kaupfélaginu.
Hins vegar hljómar þetta sem karl-
mannsnafn. Þegar ég þurfti einu
sinni að leggjast inn á spítala og
hringt var í mig til að kalla mig
inn, var allt í einu einhverra hluta
vegna ekkert rúm laust fyrir mig.
Daginn eftir var ég kölluð inn aft-
ur og þá spurði ég hvað hefði komið
uppá. Þá var mér sagt að stúlkan
hefði haldið að Ellinor Kjartansson
væri karlmannsnafn og því hefði
aðeins verið laust karlmannssrúm.
Það skaðar kannski ekki að geta
þess hér að forfeður mínir hafa
sennilega verið af sama stofni og
íslendingar, í það minnsta segir
lærður tannlæknaprófessor í
Þýskalandi að jaxlamir í ættmönn-
um mínum sumum séu með ein-
hveijum krókum á sem annars
fínnast aðeins á jöxlum í Islending-
um. Ég er trúuð á Herólakenningu
Barða Guðmundssonar. Ættamafn
okkar Zitzewitz þýðir á slavnesku
Hrafnssynir og allt fram á fimmt-
ándu öld voru hrafnsfjaðrir í
skjaldarmerki okkar. Seinna
breyttust þær í strútsQaðrir.
Eg las um kenningar Barða
Guðmundssonar eftir að ég kom
til íslands. Ég hef alltaf verið for-
fallinn lestrarhestur. Það þykir allt
! lagi á íslandi að bóndakona lesi
en í Þýskalandi þykir það slæmt.
Þar á fólk í vinnandi stéttum að
hugsa um sín verk en ekki eyða
tímanum við lestur. Þjóðveiji einn
sem heimsótti mig hingað að Seli
og leit jrfír bækumar mína sagði
að því loknu: „Bóndakona á ekki
að lesa, hún á að vinna.“ þýskt
bændafólk er líka miklu fáfróðara
en kollegar þeirra á Islandi. Fólkið
úti ætlar varla að trúa mér þegar
ég segi því frá ýmsum skemmtun-
um og fyrirlestmm sem haldnir eru
hér í sveitinni og spyr hver sæki
slíkt upp í sveit.„Bændumir“, segi
ég og þá verða allir mjög undr-
andi. Ekki minnkar undrunin þegar
ég segi því frá áhugamálum og
fræðimennsku ýmissa bænda á ís-
landi. Slíkt þekkist ekki úti í
Þýskalandi.
Lærði að elda á íslandi
Ég hafði ekki lært að búa til
mat þegar ég kom til íslands en
hjá Ingibjörgu lærði ég talsvert og
svo hafði ég augu og eyru opin
hvað þetta snerti þannig að ég
lærði smám saman að búa til sæmi-
legasta mat. Heima í Þýskalandi
hafði ég aldrei borið við að elda
mat. Ég ólst upp á stórbýli í Pomm-
em en við flúðum þaðan til Holstein
í stíðslok. Við misstum allt sem við
áttum nema 64 hesta sem drógu
vagna sem fólkið á bænum sat í.
Persónulegt dót sitt hafði það í
tveimur vögnum sem traktorar
drógu. Traktorsvagnana eyðilögðu
Rússar en fólkið og hestamir
sluppu.
Tíu konur á hvern
karlmann
Ég var elst sex systkina. Einn
bróðir minn dó í rússenskum fanga-
búðum, annar komst heim en fékk
taugaveiki og dó úr henni, því ekk-
ert peneilín var til handa honum.
Þetta var mikið áfall fyrir okkur
sem eftir lifðum. í Holstein vorum
við álitin annars flokks fólk og það
voru mikil viðbrigði. Ég fór að
læra til landbúnaðamáms hjá föður
mínum og ætlaði að fara í búnaðar-
skóla og verða ráðunautur en um
það leyti var auglýst eftir fólki til
landbúnaðarstarfa á íslandi og
pabbi vildi að ég færi. „Þar verður
þú að minnsta kosti ekki annars
flokks, það á að vera gott fólk á
íslandi, farðu bara þangað í eitt
ár, skólinn hleypur ekki frá þér.“
Svo ég fór. Ég var auðvitað ógift
eins og flestar aðrar stúlkur á
mínum aldri í Þýskalandi. Þar var
ástandið þannig að það voru a.m.k.
tíu konur fyrir hvem karlmann.
Ég er eins og fyrr sagði ættuð
frá Pommem sem er austan við
Oderfljót, 80 kílómetra austan við
Stettin. Þetta svæði tilheyrir Pól-
landi núna og er því miður komið
í mikla niðumíðslu.
Pabbi var stórbóndi meðan við
áttum heima í Pommem. Við áttum
þar 1800 hektara lands, þetta voru
þijú býli, mamma fékk eitt þeirra
í arf eftir pabba sinn, það var 750
hektarar að stærð og pabbi átti
1050 hektara sem hann keypti.
Hann var fjórði sonur foreldra
sinna, tveir bræðra hans dóu í fyrra
stríði en sá þriðji dó skömmu eftir
stríð. Einn yngri bróður átti hann
sem búsettist í Brasilíu og tvær
systur. Pabbi átti ekki tilkall til
ættaróðalsins svo hann varð að
kaupa sér land. Hann var frábær
bóndi svo það var honum mikið
áfall að missa allt sitt í stríðinu.
Það getur enginn ímyndað sér
hvemig það er fyrir bónda að fara
frá 140 kúm í fjósi, öllum ómjólkuð-
um og 350 ær stóðu líka eftir,
hestamir sextíu og Qórir björguð-
ust aðeins af því þeir drógu
vagnana.
Hestunum að þakka
að við sultum ekki
Það var hestunum að þakka að
við sultum ekki eftir að við vomm
komin til Holstein, við leigðum þá
og fengum poka af kartöflum hér,
og poka af rúgi þar o.s.frv. Seinna
fengum við pínulítið land svo við
gætum ræktað fyrir okkur græn-
meti og enn seinna varð pabbi
ráðsmaður á býli og fékk 50 hekt-
ara lands sem stríðsskaðabætur.
Bróðir minn býr þar nú og hefur
aukið landið í 140 hektara. Ég hef
haldið miklu sambandi við systkini
mín, við emm alltaf sískrifandi og
stundum heimsækjum við hvert
annað. Fjarlægðin hefur þjappað
okkur saman ef svo má segja. Ég
segi alltaf að ég sé einn besti við-
skiptavinur Pósthússins á Selfossi,
það fara alltaf mörg bréf á hverri
viku frá mér.
Mikil synd að svipta
menn heimkynnum
sínum
Ég hef miklar taugar til heim-
kynna minna. Það er einhver mesta
synd sem hægt er að drýgja að
svipta menn heimkynnum sínum,
það er nokkuð sem menn komast
aldrei almennilega yfir. í Holstein
var ég bara í ij'ögur ár og fannst
ég aldrei eiga þar heima. Þegar
ég hugsa heim er það austur til
Pommem. Pabba var ánægður þeg-
ar ég gifti mig og flutti hingað að
Seli.„Þið eigið mikið land“, sagði
hann „og getið stækkað búið.“ En
nú er búið með það á þessum tímum
offramleiðslu. Hann ætti eflaust
erfitt með að skilja það ástand sem
hér ríkir nú. Hér á Seli eru nánast
engar skepnur núna, en „túristam-
ir em okkar ær og kýr“ í dag.
Að einu leyti líkist Pommem
íslandi, þar er víðátta eins og hér.
í Holstein er aftur á móti mikið
um limgerði sem takmarkar mjög
allt útsýni. Pabbi sá þessa líkingu
strax og hann kom hingað og einn-
ig fannst honum mikið til um tæra
loftið hér og það hve fólkið var
vingjamlegt og hjálpsamt hvað við
annað án þess þó að nokkur skriði
fyrir öðrum. í Þýskalandi er mikil
stéttaskipting en ég segi alltaf:„Sá
sem þykist of fínn til að vinna er
ekki fínn“.
Vorum vel efhuð
Þó við væmm komin af gömlum
aðalsættum vomm við ekki smeyk
við að skúra eldhúsgólfið okkar og
annað þess háttar. Við höfðum þó
alltaf eldhússtúlku. Mamma eldaði
aldrei. Hún var hörkudugleg í garð-
inum og hafði stór býflugnabú en
hún var í þeirri aðstöðu að geta
valið sér verkefni. Það verður að
segjast eins og er að hún var eng-
in húsmóðir. Stundum hrópaði hún
upp yfir sig: „Ó það em að koma
gestir og ég er ekki búin að segja
ráðskonunni neitt um það.“ Þá
sagði pabbi „það er allt í lagi ég
er búinn að því.“ Hann hugsaði
fyrir öllu.
Þó við væmm vel efnum búin
var ekki mikið haft við okkur
krakkana. Við ólumst upp við
vinnusemi þannig að ef við vildum
fá aura fyrir jólagjöfum þá urðum
við að vinna fyrir þeim með því að
tína kartöflur og þessháttar með
hinu fólkinu. Við tíndum líka baun-
ir og jarðaber og fóðmðum kanín-
umar sem við höfðum, systkinin.
En við höfðum það líka oft mjög
skemmtilegt, við vomm mikið á
hestum, riðum t.d. oft út með
pabba, svo var garðurinn okkur til
mikils yndis, þar gátum við bæði
leikið okkur og gengið okkur til
skemmtunar. Þetta var fijálst og
gott líf. Við vomrn lengi vel með
heimiliskennara. Ég var orðin fjórt-
án ára þegar ég fór í heimavistar-
skóla. Við vomm því mikið heima
systkinin og það líkaði mér vel því
ég var og er, mjög heimakær.
Skylduræknin fyrir
öllu
Pabbi beitti að ýmsu leyti nokk-
uð ströngum aga, brýndi t.d. fyrir
okkur að taka vel eftir því sem
sagt var og skrifa alltaf niður dag-
setninguna ef eitthvað gerðist. Enn
í dag skrifa ég alltaf utan á ums-
lög þeirra bréfa sem ég fæ hvenær
ég svara þeim.
Allt þurfti líka að vera í röð og
reglu heima. Sparsemi var mikil.
Systur mömmu bjuggu allar á stór-
býlum, í stómm húsum með mörgu
þjónustufólki, en samt fermdist ég
t.d. í kjól sem systir mín og tvær
frænkur höfðu fermst í, það vai
ekki alltaf verið að kaupa kjóla á
þeim bæjunum. Alltaf þegar
mamma og systur hennar komu
saman höfðu þær bamaskóna sína
með og svo skiptust þær á skóm
eftir því sem þörf krafði.
Við krakkamir ferðuðumst alltaf
á fjórða farrými þegar við fómm
í skólann eða annað. Einu sinni var
þó keyptur fyrir mig farmiði í skól-
anum og þá á þriðja farrými. Ég
hafði slæma samvisku þegar ég
kom heim og fór strax og talaði
við pabba og sagði honum að ég
ætti ekki sök á því að miðamir
hefðu verið keyptir á þriðja far-
rými. En hann sagði bara að
auðvitað yrði ég að ferðast eins og
hinir gerðu og svo var ekki talað
meira um það.
Það var alltaf sparað dálftið vel
en þó ríkti ástúð og hlýja á heimil-
inu. Afi minn hafði búið á sömu
jörðinni síðan árið 1905. Hann var
vel efnaður og bauð okkur oft nið-
ur að ströndinni. En ef amma
vogaði sér t.d. að kaupa þar dag-
blað sem hann var vanur að kaupa
heima þá varð hann vondur, hins
vegar horfði hann ekki í að bjóða
dætmm sínum og tengdasonum
sínum uppá humar og kampavín á
kvöldin, það var annað mál.
Verkaskipting var glögg milli
kynja í Pommem á þessum tíma,
konumar sáu yfirleitt að mestu um
allt innanstokks, mennimir um
flest utanhúss. Þetta kom sér þeg-
ar ég kom hingað að Seli, því hér
mátti engu breyta, maðurinn minn
og mágar mínir höfðu alltaf verið
hér og hér varð allt að vera eins
og það hafði alltaf verið og þannig
er það að mörgu leyti enn.
Það var talið mikils vert atriði í
Pommem að gera skyldu sína.
Hann Friðrik mikli sagði: „Við er-
um ekki í heiminn komin til að
vera hamingjusöm heldur til að
gera skyldu okkar“. Þetta er hinn
prússneski hugsunarháttur.
Margir landeigendur
fylgdu Hitler
Landeigendur í Pommem fylgdu
margir Hitler að málum. Pabbi vildi
lítið tjá sig um þau mál. Ég man
að hann sagði um Hitler: „Hann á
að sjá um pólitfkina, ég sé um
búskapinn." Að öðm leyti vildi
hann ekki tjá sig. Bróðir minn var
yfir 190 sm. á hæð. Hann var eitt
sinn spurður hvort hann vildi ekki
fara í SS sveitir Hitlers, hann sagði
nei.
Yfirleitt má þó segja að allir
hafi verið mjög vongóðir þegar
Hitler kom fram á sjónarsviðið,
hann sagði upp Versalasamningn-
um og kom á fót atvinnubótavinnu.
Þjóðveijum þykir líka gott að hafa
einhvem sem segir „Nú gerir þú
þetta eða hitt“. Þeir vilja slá saman
hælunum og segja „Jawohl." En
þegar Hitler fór að færa sig upp á
skaftið, fór að taka lönd og fara í
stríð, þá hætti mönnum að lítast á
blikuna. Smám saman fór líka að
síast inn í fólkið þetta með gyðinga-
ofsóknimar. Sem betur fór komust
mjög margir gyðingar í burtu.
Pabbi hafði lengi verslað með kom
við gyðingakaupmann. En árið
1936 hringdi hann og sagði: „Hr.
Zitzewitz, ég er að fara.“ „Ég skil
það ósköp vel,“ sagði pabbi. „Vertu
sæll og hafðu það gott.“ Þá sagði
afi minn: „Þetta er hörmulegt, nú
höfum við enga gyðinga til að
versla við og getum því ekkert
prúttað, nú er fast verð á öllu og
ekkert gaman lengur."
Ég þekkti ekki marga sem fóru
í fangabúðir. Fólk í kringum okkur
var heldur ekki mjög hávaðasamt
í mótmælunum. Eina konu þekkti
ég þó sem lét óspart í það skína
að henni fyndist ekki mikið til um
Hitler. Hún stjómaði kvennaskóla.
En einn daginn var komið með
kmkku með öskunni af henni í, þá
var það búið. Einu sinni man ég
eftir að sýslumaðurinn kom í veislu
og hafði hakakrossinn í jakkaboð-
ungnum. Þá vom allir hneykslaðir.
Maður fór ekki í fína veislu með
hakakrossinn í jakkaboðungnum -
nei, það þótti ekki viðeigandi.
Bít á jaxlinn þegar
erfitt er
Þegar stríðið var byijað í Rúss-
landi líka sagði faðir minn: „Þetta
gengur aldrei." og það gekk heldur
ekki. Pabbi var ungur lautinant í
fyrri heimstyijöldinni og barðist öll
árin, nema hvað hann særðist lítils-
háttar einu sinni. Tveimur dögum
áður en seinni heimstyijöldin hófst
var hann kallaður í herinn aftur.
Ég man að mamma kom upp um
morguninn og vakti okkur og við
fómm öli að hjálpast að við að hirða
hafra og seinni slátt af heyi. Eftir
að við vomm komin til Holstein
man ég að mamma var full af ákafa
og bjartsýni og sagði: „Ef við vinn-
um og vinnum þá hljótum við að
komast hér áfram.“ þá sagði ein-
hver nágrannanna við hana: „En
kæra frú Zitziwitz, treystið þér
ekki guði.“ Þá svaraði mamma:
„Ég hugsa að þá kæmist maður
nú ekki langt ef maður léti við það
sitja að treysta bara guði.“ Við
voram öll á því í minni fjöldskyldu
að maður yrði að gera svolítið
meira. Ég trúi miklu fremur á eig-
in mátt en á guð. Um daginn lenti
ég í því að keyra útaf og skemma
nýjan bíl svo það kostar níutíuþús-
und krónur að gera við hann. Sjálf
slapp ég ómeidd. Einn vinur minn
spurði: „Þakkaðir þú ekki guði fyr-
ir að sleppa svona vel?“ Ég svaraði
„Nei ég krossbölvaði yfir því að
vera svo mikill klaufi að eyðileggja
nýjan bfl.“ Hafi ég átt erfitt í lífinu
hef ég reynt að bíta á jaxlinn. Ein-
hvem veginn verður maður að
reyna að standa sig og halda áfram
að lifa.
Hef verið
hamingjusöm
Ég hef verið heilsuhraust, hef
að heita má aldrei legið heilan dag
í rúminu frá því ég kom til ís-
lands. Ég er að vísu ekki lengur
rösk að ganga, en maður þarf bara
ekki alltaf að vera að hlaupa, mað-
ur gengur bara aðeins hægar og
kemst það sem maður ætlar sér.
Jákvætt hugarfar finnst mér hafa
mikið að segja. Ég hef oftast verið
hamingjusöm. Ég átti hamingju-
sama bemsku en stríðsárin vom
mér sem öðmm erfíð, það var aumt
líf á okkur þá, en ég hélt þó báðum
foreldmm mínum og þremur systk-
inum. Það var hins vegar engin
framtíð fyrir ungt fólk í Þýskalandi
þá. Ég var því afskaplega ánægð
og þakklát að komast hingað. Á
Spóastöðum leið mér vel og hér á
Seli hef ég verið hamingjusöm.
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
Myndir: Benedikt Jónsson
Ellinor ásamt Geir Guðmundssyni uppeldissyni sín um (t.h.)
og Faleo, frænda sínum ungum frá Þýskalandi