Morgunblaðið - 19.07.1987, Qupperneq 3
Bandarík-
inhóta
innflutn-
ingsbanni
á norskan
eldislax
Ósló. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara
Morgunblaðsins.
BANDARÍSK stjórnvöld hóta að
setja innflutningsbann á norskan
lax, af því að margar eldisstöðv-
anna gefa laxinum rækjuskel til
að fá rauðari lit á fiskholdið.
-Við höldum, að með þessari
ákvörðun séu Bandaríkjamenn að
vernda heimamarkað sinn, því að í
Noregi eru í gildi geysilega strang-
ar reglur vegna útflutningsins til
Bandaríkjanna, segir Wollert
Krohn-Hansen, forstjóri sölusam-
bands eldisstöðvanna. -Eftirlitið er
langtum umfangsmeira en þörf er
á, eingöngu til þess að ekki sé unnt
að setja út á nokkurn hlut.
Það er Matvæla- og lyfjaeftirlit
Bandaríkjanna, sem hótað hefur
innflutningsbanninu, en sú stofnun
ber ábyrgð á öllum matvöruinn-
flutningi þar vestra. Astæðan er sú,
að sögn bandarísku stofnunarinnar,
að laxinum er gefin rækjuskel, sem
getur innihaldið skaðleg efni.
Fallegur roði kemur á fiskholdið,
þegar laxinn etur dýrasvif. Svifið
lifir á smáþörungum, er innihalda
fyrrnefnd litarefni. Þessa þörunga
etur rækjan. Þegar laxinn fær skel-
ina af henni, fær hann þörungana
með.
Prófessor við lífefnarannsókna-
stofu Tækniháskóla Noregs hefur
rannsakað lax, sem etið hefur
rækjuskel. Hann hefur komist að
þeirri niðurstöðu, að umrædd efni
séu allsendis óskaðleg mönnum.
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987
q o
B 3
ÁFRAM KR
Tölvupappír
fiM FORMPRENT
i=rsr=r*in
líxxi og Jiítti
Skyrtur og sioppar,
þvottahús,
Auðbrekku 41
Verslið í
Hamrakjöri
Kjötbúð Suðurvers
KR — KA
Á KR VELLI í KVÖLD
kl. 20.
Allir á völlinn
KR til sigurs
Sumarútsalan hefst á morgun
í báðum búðunum.
Kápur — kjólar — buxur — pils
sloppar — náttfatnaður
Komið og gerið góð kaup.
lympi
Laugavegi 26, s. 13300 — Glæsibæ, s. 31300