Morgunblaðið - 19.07.1987, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.07.1987, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987 Riðið á hringnum er ein af æfingunum sem krakkarnir leystu vel af hendi í sýningunni. Sýning Reiðskólans í Geldingaholti vekur athygli: Hluti krakkanna frá reiðskólanum í sýningunni við opnun Reið- hallarinnar. Hestarnir fljótir að venjast Reiðhöllinni — segir Annie B. Sigfósdóttir sem tók þátt í sýningu reiðskólans Það hefur sjálfsagt ekki farið framhjá neinum að nýverið var tekin i notkun reiðhöllin í Víðid- al sem verið hefur i byggingu i rúmt ár. Við opnunina komu fram hestamenn og konur á ýmsum aldri sem sýndu þar listir sínar og hesta sinna. Meðal þeirra sem þarna komu fram með sýningaratriði var Reið- skólinn í Geldingaholti sem starfað hefur í 23 ár en það eru hjónin Rosmary Þorleifsdóttir og Sigfús Guðmundsson sem hófu rekstur skólans þegar þau keyptu Vestra- Geldingaholtið. Hafa þau rekið skólann síðan og er engan bilbug á þeim að finna nema síður sé. Það eru margir krakkamir sem hafa stigið sín fyrstu skref í hesta- mennskunni í reiðskólanum hjá Rosmary og Sigfúsi og mörg borg- arbörnin kynnst sveitinni í fyrsta sinni með veru sinni á reiðskólan- um. Á sýningu Reiðskólans í Geld- ingaholti í Reiðhöllinni, komu fram átta fyrrum nemendur skólans. Hittust krakkamir helgina fyrir sýninguna að sögn Annie B. Sigfús- dóttur sem er dóttir Rosmary og Sigfúsar og síðan daginn fyrir og fór þá hópurinn inn í höllina í fyrsta sinn með hestana. Sagði Annie að hestarnir hafi verið ótrúlega fyótir að venjast Reiðhöllinni og var þó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.