Morgunblaðið - 19.07.1987, Side 10

Morgunblaðið - 19.07.1987, Side 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987 Vestur-Þýzkaland: Reiðir Rauða herdeildin hnefann til höggs á ný? Mikið hefur áunnist í baráttunni gegn hryðjuverka- mönnum en samt eru þeir enn mikill ógnvaldur Frakkland varð öðrum löndum fremur vettvangur hryðjuverkamanna á liðnum vetri. Atburðirnir á Spáni fyrir skömmu, er 18 manns létu þar lífið eftir sprengjuárás hryðjuverkamanna ETA, sýna hins vegar glöggt, hve víða hryðjuverkamenn láta nú til sín taka í Vestur-Evrópu. í Vestur- Þýzkalandi ríkir mikill ótti við, að þar muni hryðjuverkamenn reiða hnefann til höggs hvenær sem er. Þar er mönnum það enn í fersku minni, að félagar í Rauðu herdeildinni, hættulegustu hryðjuverkasamtök- um landsins, frömdu þijú morð í fyrra og eins víst að þeir muni hvenær sem er láta til sín taka á ný. rátt fyrir þá ógn, sem enn þá stafar af Rauðu herdeildinni, RAF (Rote Armee Frakti- on), er þó talið, að verulegur árangur hafi náðst í baráttunni við þessi samtök á síðustu tíu árum. Arið 1977 frömdu meðlimir þessara samtaka fleiri og háska- legri hryðjuverk en nokkru sinni fyrr og síðar. Á þeim áratug, sem síðan er liðinn, hafa 13 hryðju- verkamenn RAF verið felldir í átökum og tekizt hefur að koma lögum yfir meira en 50 þeirra til viðbótar. Þá bíða enn aðrir 15 hryðjuverkamenn RAF nú dóms. Bara á síðustu tveimur og hálfu ári hafa 20 meðlimir RAF verið handteknir. Frá árinu 1984 hafa Rauðu herdeildinni hins vegar bætzt margir nýir virkir meðlimir. Talið er, að fjöldi þeirra hryðjuverka- manna úr röðum RAF, sem framið hafa morð í nafni samtakanna og enn ganga lausir, sé að minnsta kosti 20-30. Aðrir 50 bera að ein- hveiju leyti einnig beina ábyrgð á hryðjuverkum samtakanna. Þá er talið, að um 200 manns til við- bótar styðji RAF á virkan hátt með einum eða öðrum hætti. Loks er gizkað á, að um 2000 manns að auki séu hlynntir RAF og að þeir gætu orðið virkir meðlimir samtakanna, ef til þeirra væri leit- að. Af þessu má vera ljóst, að eftir sem áður þá stafar mikil hætta af Rauða herdeildinni. Hvenær sem er geta þessi samtök hafizt handa um ný hryðjuverk. Það eyk- ur enn á vandann, að samvinna milli hryðjuverkasamtaka öfga sinnaðra vinstri manna virðist fara vaxandi milli landa og þá einkum milli Rauðu herdeildarinnar og frönsku hryðjuverkasamtakanna “Action Directe" (AD). Samvinna er einnig fyrir hendi milli RAF og hryðjuverkasamtaka í Belgiu, ítal- íu, Spáni, Portúgal, Hollandi, Grikklandi og Norður-írlandi, en hún er hvorki eins mikil né eins náin. Harði kjarninn Ekki er vitað fyrir víst, hve margir tilheyra svokölluðum “harða kjama“ í RAF, en þeir eru að minnsta kosti 20 - 30. I röðum þeirra eru bæði konur og karlar. Hinir eftirlýstustu þeirra eru: Henning Beer. Hann er fæddur í Hamborg 1958 og er talinn hafa verið virkur þátttakandi í hryðju- verkum sl. sex ár. Hann er eftir- lýstur fyrir mörg hryðjuverk t. d. morðið á iðnrekandanum Ernst Zimmermann í febrúar 1985 og morð á bandarískum hermanni, Pimental, í Wiesbaden síðar á því sama ári. Þá er Beer einnig eftir- iýstur fyrir morðið á iðnrekandan- um Karlheinz Beckurts og bílstjóra hans, Ekkehard Groppler, í grennd við Miinchen í júlí í fyrra. og fyrir morðið á Gerold von Braunmuhl í Bonn í október sl., en sá síðast- nefndi var þar deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu. Hveijum þeim, sem veitt getur upplýsingar, er leiða myndu til handtöku Henn- ings Beer, hefur verið heitið stórfé bæði af hálfu hins opinbera og ættingja hinna myrtu. Sabine Elke Callsen. Hún er 24 ára gömul og er frá Hannover. Hún er m. a. talin hafa átt þátt í tveimur sprengjutilræðum í Ham- borg í apríl 1985. Wolfgang Werner Grams. Hann er 32 ára og er frá Wiesbaden. Hann er talinn hafa tilheyrt harða kjamanum í RAF frá því vorið 1984 og er grunaður um aðild að sprengjuárás á NATO- skólann í Oberammergau í desember það ár og að morðinu á Ernst Zimmer- mann í febrúar 1985. Birgit Elisabeth Hogefeld. Hún er 29 ára og var eitt sinn sambýliskona Grams. Hún er m. a. talin hafa átt aðild að ráni í stórmarkaði í Kirchentellisfurt 3. júní 1985. Þar beittu ræningjarnir skotvopnum og særðu einn af Mikil áherzla er lögð á tækniiegar framfarir í bar- áttunni við hryðjuverkamenn sem aðra afbrotamenn. Tölvutæknin hefur komið þar að góðum notum, ekki hvað sízt við greiningu á hvers konar hljóðum svo sem mannsröddum. Skarð í tönn getur haft f för með sér, að mannsrödd sé að einhverju leyti frábrugðin því, sem hún eila myndi vera. Með tölvutækni nútímans má greina smávaegilegustu breytingar af starfsmönnum stórmarkaðarins hættulega. Andrea Martina Klump.Hún er fædd 13. maí 1957 og talin hafa gerzt meðlimur RAF í ágúst 1984. Hún er grunuð um aðild að sumum af svæsnustu glæpaverk- unum, sem talin hafa verið upp hér að framan. HjóninBarbara og Horst Lud- wig Meyer hafa um árabil verið í hópi eftirlýstustu meðlima RAF. Þau eru einnig eftirlýst í ýmsum öðrum löndum Vestur-Evrópu fyr- ir hryðjuverk og glæpi, sem þau eiga að hafa framið þar. Christoph Eduard Seidler. Hann er fæddur 13. janúar 1958 í Heidelberg, þar sem hann ólst upp. Seidler er talinn hafa gerzt virkur meðlimur í RAF í desember 1984, en vitað er, að hann hefur haft tengsl við hryðjuverkamenn þessara samtaka allt frá árinu 1978. Thomas Simon.Hann er frá Gengenbach og er 32 ára gamall. Vitað er, að í mörg ár stóð hann í nánum tengslum við RAF, áður þessu tagi. Þessi mynd sýnir lit- greiningu í tölvu á mannsrödd og bletturinn fyrir miðri myndinni táknar, að rödd viðkomandi hefur einhver sérkenni, sem unnt er að þekkja hana á. Svo mikil er ná- kvæmnin, að dómstólar treysta sér til þess að byggja niðurstöður sínar á þessari tækni. Kona, sem grunuð var um aðild að mannráni en neitaði allri sekt, gafst upp og gaf fulla játningu nokkrum mínútum eftir að sér- Taiið er, að Rebmann, ríkis- saksóknari í Vestur-Þýzkal- andi, sé í meiri hættu fyrir hryðjuverkamönnum Rauðu herdeildarinnar en nokkur annar maður þar í landi. Þeir líta á hann sem höfuðóvin sinn, en hann hefur lagt á það mikla áherzlu að koma lögum yfir hryðjuverkamenn og fá þá dæmda til þyngstu refs- inga. en hann gerðist virkur meðlimur í samtökunum sumarið 1984. Inge Viett.Hún er frá Stem- warde og er 43 ára gömul. Hún er m. a. talin hafa átt aðild að morði dómarans von Drenkmanns í Berlín 10. nóvember 1974 og ráni á stjórnmálamanninum Peter Lorenz 27. febrúar 1975. Þá er Inge Viett ennfremur grunuð um fræðingur hafði lýst því yfir fyrir rétti, að rödd konunnar væri ör- ugglega sama rödd og lögreglunni hafði tekizt að ná upp með því að hlera símtal mannræningjanna við ættingja þess, sem rænt var. Það voru þó aðeins örfá orð, sem lögreglunni tókst að ná upp eftir konunni. Var þar um að ræða stuttorð fyrirmæli frá mannræn- ingjunum til ættingja fómar- iambsins um, hvar þeir ættu að afhenda lausnargjaldið. Tölvutækni gegn hryðjuverkum: Röddin kemur upp um þá

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.