Morgunblaðið - 19.07.1987, Side 12

Morgunblaðið - 19.07.1987, Side 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987 Jose Luis Gonzales hefur kennt nemendum víða um heim. námskeið þar. Ég sótti þetta nám- skeið oft eftir það og tók líka einkatíma hjá Segovia í Madrid í um það bil sex ár.“ Hvemig var Segovia? „Ótrúlegur .. . frábær, hann veit allt, jafnt vakandi sem sofandi. ..“ Og þar með er það útrætt mál. Það verður örstutt þögn rétt eins og hann væri að draga upp mynd af þeim gamla í huga sér, svo heldur hann áfram: „Tímamir hafa breyst mikið frá því að ég fór að baslast þetta ungur með það fyrir augum að verða gítarleikari. Núna em tæki- færin miklu fleiri fyrir unga hljóð- færaleikara. Ég þurfti að vinna við annað til þess að græða peninga en núna er þó hægt að lifa af gítamum, það er að segja ef menn em góð- ir.. .“ Þú hefur ferðast mikið, varst með- al annars í Astralíu nokkur ár. Er eitthvert það land sem þú kannt bet- ur við en annað? „Já, það var Segovia sem sendi mig til Astralíu, ég var þar í ein sex ár alls sem kennari við tónlistarskól- ann í Sydney ... og hélt líka allmarga tónleika þar. Af þeim lönd- um sem ég hef heimsótt þá hélt ég að hvergi sé eins fallegt og á Nýja Sjálandi, þar er allt grænt og úir og grúir af vötnum, en Spánn og ég ... föðurlandið hefur alltaf sitt aðdrátt- arafl, það er ekki nema eðlilegt. Hér finnst mér gott að vera, ég á fullt upp af vinum, hef nóga nemendur, hvers er hægt að óska sér fremur? Ég geri það sem ég vil, borða þegar ég er svangur, sef þegar ég er þreytt- ur og búið.“ Spænska rómantíkin Sérsvið meistarans er án efa spænska rómantíkin, tónskáld eins og Granados, Albeniz, Barrios o.fl. Hann er líka dálítið rómantískur í Gítarinn á, sér g'læsta framtíð Rætt við José Luis Gonález gítarleikara sem væntanlegur er til landsins í ágúst Jose Luis Gonzales leikur á gitarinn. eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur José Luis Gonzalez leikur með hlýrri stillingu sem kem- ur auðveldlega til skila til áheyrenda þeirri tilfinningu sem fólgin er í tónlistinni. Hljóðlega eða kröftuglega, án veikleika eða stirðleika, er leikur hans jafnan trúr fegurð gítarsins. Vel mótuð tækni hans sigrar allar flækjur og hindranir. (Andrés Segovia) Hann var ungur þegar Segovia gaf honum þessi meðmæli, um það bil að stíga jómfrúarspor sín sem gítarleikari. Hver er hann nú? Klukk- an er tólf á hádegi og farið að hlýna í veðri á Spáni þegar ég sæki heim meistarann í Alcoy. Hann er staddur í íbúðarkytru sinni í hjarta borgarinn- ar þar sem hann tekur á móti nemendum. Alcoy líkist frekar þorpi en borg, hljóðlát og laus við allan ferðamannastraum. Sumir kalla hana draugaborgina í fjöllunum og vilja alls staðar annars staðar vera, aðrir segja hana paradís þeirra sem vilja vera í friði fyrir erli heimsins. Ósjaldan bregður þó fyrir útlendu andliti, allra helst japönsku, það eru nemendur meistarans sem hafa leitað hingað upp í þennan afdal til þess að hlýða leiðsögn hans. Að þessu sinni kem ég inn í tíma hjá einum af Japönunum. „Gleður mig,“ segir meistarinn og tekur þéttingsfast í hönd mér. „Fáðu þér sæti og reyktu." Hann réttir mér pakka af svörtu tóbaki og bætir við, „þær svörtu eru betri en þær ljósu, trúðu mér, þær ljósu eru uppfullar af einhverjum kemískum efnum, þeir segja að þær séu skaðlegar heil- sunni." Svo snýr hann sér að nemanda sínum sem er í þann mund að ljúka við að spila verk efti Ponce. „Nú veistu hvað þú átt að gera,“ segir meistarinn. „Á hverjum morgni þegar þú vaknar þá tekurðu út erfið- ustu kaflana og endurtekur þá minnst tíu sinnum áður en þú snæðir morgunverð, hann verður að bíða þangað til allt hefur gengið upp.“ Japaninn horfir á hann skáeygður og kinkar kolli, síðan lumar hann tveimur seðlum undir öskubakkann á borðinu, bukkar sig einum fjórtán sinnum og kveður. Er það þá svona sem meistarinn sjálfur sigrast á tæknilegum hindrunum? „Já, maður er gjörsamlega döng- unarlaus þegar maður er saddur,“ segir hann, „eða eins og Lorca sagði, þeir fátæku gleyma raunum sínum yfir einum baunadisk. Eftir matinn fer öll orka í meltinguna og þá er býsna erfitt að ætla sér að vinna einhver stórvirki." Hann hefur tekið upp fimmtán stórar hljómplötur í Hollandi, Eng- landi, Ástralíu, Japan og á Spáni. Árlega heldur hann alþjóðleg nám- skeið og tónleika í flestum löndum Evrópu, Japan, Ástralíu, Afríku og Ameríku. En hvers vegna býr þessi maður í Alcoy? „Vegna þess að ég kann vel við Alcoy og hér er ég líka fæddur. Að búa í Alcoy er eins og að búa í hvaða stórborg sem er vegna þess að eftir eins eða tveggja tíma flug geturðu verið kominn til Madrid eða Parísar. f dag er ekki hægt að tala um nein- ar vegalengdir sem um munar. London, Moskva eða Alcoy, það er allt sama súpan fyrir mér.“ Mig langaði að spjalla ofurlítið um líf þitt og list, segi ég. „Líf mitt er bara harla gott,“ seg- ir hann og kveikir sér í vindlingi. „Mér finnst alltaf gott að reykja, en ennþá betra þegar gítarinn er nálægur. Tóbakið býr yfir einhveiju seiðmagni sem er algjörlega óútskýr- anlegt," bætir hann við og verður á svipinn eins og hann vildi segja að tóbakið væri áttunda veraldarundrið. Glettinn og í senn sannfærandi, fljótur til svars og talar spænskuna með svolitlum valensíönskum hreim, sagður besti vinur beiningamannsins og tötrahypjunnar, alþýðlegur í hátt- um og tali þó tónar hans spranni allan tilfinningaskala mannlegs máttar, dularfullur maður, José Luis González, með augu full af ljósi. Lærði hjá Segovia „Ég byrjaði að spila á gítar vegna þess að faðir minn var gítarleikari. Ég heyrði í honum og byijaði að fikta við að spila í laumi. Þegar ég svo var farinn að geta spilað dálítið þá bankaði ég upp á hjá honum þar sem hann var að æfa sig í skrifstofu sinni og bað hann um að hlusta á mig spila. Frá og með þeim degi ákvað ég að byija af alvöru. Fyrstu tónleik- arnir mínir voru haldnir í Madrid þegar ég var fjórtán ára gamall í sal sem heitir Rialto og stendur við Gran Vía. Á þessum árum var ég ennþá að læra hjá föður mínum en það var vinur hans sem skipulagði tónleik- ana. Þeir gengu vel, fyrsta reynsla mín af sviðsframkomu var hreint ekki svo slæm, ég var eiginlega ekk- ert taugaóstyrkur. Ég held að þegar menn eru ungir þá séu þeir minna taugaóstyrkir, hafa hreinlega ekki vit á því. .. Eftir það lærði ég hjá góðvini Segovia í Gandía sem hét Salvador García, síðan hja Rafael Balaguer í tónlistarskólanum í Valencia og svo lá leiðin til Madrid þar sem ég sótti einkatíma hjá Regino Sanz de la Maza. Tímamir voru á sunnudögum og stóðu oftast yfir í fjóra eða fimm klukkutíma. Eftir stuttan tíma ráð- lagði Regino mér að fara að hitta Segovia en eins og títt er um unga listamenn var ég staurblankur og gat mig hvergi hrært. Ég vann þá fyrir mér sem málari og fékk borg- aða fjögurhundruð peseta á viku. Ég og konan mín lögðum á ráðin og spöruðum vikulega hundrað peseta svo að eftir eitt ár átti ég fimm- þúsund og tvöhundruð peseta og gat loksins farið að hitta Segovia. Ég kynntist honum í Santiago de Com- postella fyrsta árið sem hann hélt útliti, fallega klæddur með rauðan klút í hálsinn, strákslegur á velli, fínlegur og lávaxinn, dökkur yfírlit- um en bjartur innifyrir og ver með prakkaraskap og glettum sín hjart- ans mál. Hvað með nútímatónlistina? „Ja, rómantíska tónlistin höfðar meira til mín, það er ekki þar með sagt að ég geti ekki spilað annað, en hún heillar mig meira. Mörg þess- ara verka sem kölluð eru nútíma- tónlist eru hreint og klárt rusl. Ég verð hreinlega veikur af að hlusta á sum þeirra, þau minna mig á alla peningana sem ég skulda ... Ég þyrfti að leggja höfuðið vandlega i bleyti ef ég ætlaði að fara að spila nútímatónlist. Það er sumt sem mér líkar, annað ekki.“ Eru einhver af þessum ungu tón- skáldum sem þegar hafa skipað sér öruggan sess í tónbókmenntunum? „Þú ert að meina mikilvæg tón- skáld sem semja fyrir gítarinn? Það eru nokkur, ég myndi nefna til dæm- is tónskáldin frá þriðja áratugnum sem einblína ekki einvörðungu á nýjungamar heldur einbeita sér líka að öðrum hlutum. Ég held að frum- leiki, hver svo sem hann er, sem hefur ekki yfír neinu öðru að búa, en aðeins því að vera frumlegur, verði aldrei langlífur. Meirihlutinn af því sem samið er í dag er meira hávaði en tónlist. Ef ég ætti að nefna einhver nöfn þá myndi ég til dæmis nefna Monpou og af þessum nýjustu þá er ég nokkuð hrifinn af Leo Bro- uwer, sumt eftir Dodson er ágætt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.