Morgunblaðið - 19.07.1987, Page 13

Morgunblaðið - 19.07.1987, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987 B 13 en ekki ailt, nú og William Walton stendur alltaf fyrir sínu, en eins og ég segi þá verðum við að vera vandl- át til þess að tína gullkornin úr sandhrúgunni." Er einhver tónlistarmaður sem hefur haft meiri áhrif á þig en annar? „Regino og Segovia höfðu mikil áhrif á mig ...“ Nú eru margir gítarleikarar sem segja að leikmáti Segovia sé orðinn úreltur, að það verði að leita að nýj- um leiðum fyrir gítarinn. „Það getur verið, en hvað er það sem þú ert að leita að með öllum þessum nýju leiðum? Betri tón en hann hafði? Það verður erfitt. Hvað er það sem þú getur gert betur? Tæknina er sjálfsagt hægt að bæta, túlkunina líka. Segovia var mjög ró- mantískur maður og ég held að hann hafi spilað meira tyrir sjálfan sig en hlustendur. En að ætla sér að bæta tóngæðin verður erfitt ... Það er oft sagt að sá sem talar mest viti minnst. Ég hef óljósan grun um að þeir sem tala mest um að Segovia sé úr tísku séu með minnimáttar- kennd yfir því að geta ekki spilað eins vel og hann og að það sé þess vegna sem þeir þurfi að finna upp á einhverju nýju. En það er augljóst að allt er breytingum undirorpið, t.d. þessi glizzando sem voru mjög ríkjandi á Tarrega-tímanum og þau sem Segovia notaði líka í nkum mæli eru sífellt að verða finlegri og líta eiginlega ekki út fyrir að vera glizzando lengur. Allt breytist og við verðum að fylgja straumnum, þó með þeim fyrirvara að hleypa honum aldr- ei í vitlausa átt.“ Sá eineygði sem verður keisari í landi hinna blindu Fólk drífur hvaðanæva að úr heim- Þér hefur aldrei dottið í hug að hætta? „Ég hætti í þtjú eða fjögur ár en það var út af fjárhagsástæðum. Ég snerti varla á gítarnum frá því 1969 til '73. Þá kom vinur minn til mín og spurði af hverju ég héldi ekki námskeið í Gandía. Ég sló til, fékk rokaðsókn og upp frá því byijaði ég aftur að spila." Hvað þarf góður hljóðfæraleikari að hafa til að bera og hvemig á hann að fara að til þess að koma sér á framfæri? „Hann þarf að vera músíkalskur og hann þarf að hafa skap, ein- hverskonar innri sprengju annars hrekkur allt í baklás. Hann þarf að hafa mikla tónlistarþekkingu og vera sjálfsgagnrýninn. „Músíkalítetið“ er mikilvægast í tónlistinni, tækninni er auðvelt að ná en hitt er eitthvað sem sumum er gefið en öðrum ekki. Til þess að fá tónleikatilboð þarftu í fyrsta lagi að spila vel, í öðru lagi að hafa sambönd og ef þú getur krækt þér í góðan umboðsmann er þér borgið. Það er mikil samkeppni og sífellt erfiðara að skapa sér nafn, en hitt vegur þó þungt að tækifærin eru miklu fleiri en þau voru vegna þess að þekkingin á gítarnum hefur aukist til muna. Hér áður fyrr komst lélegur gítarleikari upp með það að vera lélegur vegna þess að menn skorti einfaldlega þekkingu og sam- anburð. Hann var eins og sá eineygði sem verður keisari í landi hinn blindu. En í dag höfum við góða gagnrýni og slíkt ætti ekki að geta gerst. Góð gagnrýni fæðir góða listamenn og ljómi hins lélega lifir stutt. Auglýs- ingin er að vísu mjög sterkt afl í heiminum í dag, en gagnrýnin ætti að vega upp á móti henni. Ef um er að ræða góðan listamann er engin hætta á að hann fari niður á við í list sinni vegna auglýsingarinnar, Jose Luis Gonzales ásamt einum nemenda sinna. inum til þess að læra hjá þér. Hvers vegna? Hann skellir upp úr og segir svo: „Ég veit það ekki, sennilega bara vegna þess að ég er „sympatískur“, aðeins þess vegna . . .“ Nemendur þínir eru orðnir æði margir og nokkrir þeirra eru með efnilegustu gitarleikurum í heimin- um í dag en leikmátinn er gjörólík- ur... „Já, ég veit það,“ segir meistarinn og glaðnar yfír honum, „hver og einn þeirra hefur mjög persónulegan stíl. Af hveiju? Sennilega vegna þess að ég hvet þá til þess, ég vil að þeir spili með ólíkum hætti. Þegar nýr nemandi kemur til mín veit ég um leið getu hans, hvernig hann spilar og ég reyni að bæta hann, en á þann hátt að hann verði ekki eins og nokk- ur hinna, annars myndu allir spila eins og það vil ég ekki. Ég reyni ekki að breyta honum heldur að bæta það góða sem hann hefur og örva séreinkenni hans.“ Er ekki gítarheimurinn dálítið grimmur heimur? „Gítarheimurinn leyfir ekki meðal mennsku, hann er annaðhvort svartur eða hvítur. Ef hann er hvítur þá pakkarðu saman og hættir, ef hann er svartur þá er það ögn skárra og þú heldur áfram. Það er auðvelt að pota meðalfiðluleikara inn í hljóm- sveit en þegar gítarleikari á í hlut er þessi kostur ekki fyrir hendi. Að þessu leyti er gítarleikarinn erfiðari og þetta er áhættan sem þú verður að taka.“ þvert á móti, ef hann hefur nóg í sig og á, tækifæri og tíma til að æfa sig, er allt-fullkomið." Lifi í öðrum heimi Ég spyr meistarann að því hver hún sé þessi tónlist í samanburði við aðrar listgreinar. „Tónlistin er listgrein sem róar og hvílir. Hún er líka eitthvað sem lista- maðurinn þarf að skapa á staðnum, henni fylgir meiri áhætta. Málarinn getur dundað sér við að mála heima hjá sér og hugsað um það í róleg- heitum hvað hann eigi að gera. Hljóðfæraleikarinn getur að vísu ákveðið heima hvernig hann ætlar að spila en svo þegar á hólminn er komið verður það kannski eitthvað allt annað en hann ætlaði sér. Það sem þú getur gert þegar þú horfír á málverk er að þú getur sagt til um hvort það sé Ijótt eða fallegt eða að hér sé blettur sem þarfnist lagfær- ingar, en þegar þú stendur frammi fyrir áhorfendum og átt að fara að spila þá er ekki hægt að lagfæra neitt. Þetta er hlutur sem maður þarf að venjast. Ég róast ekki niður fyrr en eftir annað eða þriðja verkið, eftir það líður mér eins og ég væri að spila heima hjá mér. Maður verð- ur að vera viðbúinn því að allt geti gerst á tónleikum. Ég man efir því að einu sinni var ég að spila í Alic- ante fyrir mörgum árum, rétt byijað- ur á sonatinu eftir Searlatti, en þá gerðist það að slökknuðu öll ljósin. Ég hélt áfram að spila eins og ekk- ert hefði í skorist en átti þó í nokkrum erfiðleikum með að sjá hvað ég var að gera. Þá vildi svo vel til að það sat maður á fremsta bekk sem af einhveijum óskýranlegum ástæðum var með vasaljós sem hann beindi á gítarinn minn og ég náði að klára verkið. Ég held að viss takmörk séu fyrir því hversu lengi menn geta haldið áfram í listum, ég á við aldurs- takmörk, eftir það er ekki annað að gera en að pakka saman og halda heim á leið.“ Ég leita álits hjá meistaranum um heimsmálin, hvort honum finnist ekki heimurinn ráðast óþarflega mikið af eltingaleik við jarðneskar óþurftir. Eða hvaða framtíð á tónlistin í slíkum heimi? „Ég veit það ekki“, segir hann og stynur þungan. „Ég reyni að bægja þessum hugsunum frá mér en það er staðreynd að heimurinn í dag snýst aðallega um jarðneska hluti, kannski meira en nokkumtíma áður. Allir hugsa um það eitt að græða peninga vegna þess að það er lífsnauðsyn og án þeirra er ekki hægt að lifa, það er klárt. Sjálfur er ég einhvers stað- ar mitt á milli. Ég lifi í öðrum heimi sem er kannski ögn ójarðbundnari. Þegar ég tek upp gítarinn og byija að spila hvílist ég og gleymi öllu hjómi. En ég held að tónlistin muni alltaf eiga athvarf í manninum, hún er honum nauðsynleg. Við skulum vona að heimurinn breytist, við verð- um að breyta honum." Stórkostlega heillandi Klassíski gítarinn er tiltölulega ungt hljóðfæri og sumir telja hann óæðri í samanburði við önnur hljóð- færi... „Gítarinn er ungur og átti hálf- fátæklega verkefnaskrá, en núna hefur þetta breyst og fylgi gítarsins er alltaf að aukast, ég hugsa að það séu fáir skólar í heiminum sem ekki bjóða upp á gítarkennslu. Óæðra hljóðfæri? Það væri þá bara hvað varðar hljóminn, en eins og Stravin- sky sagði: „Gítarinn er hljóðfæri sem hljómar lítið en nær mjög langt.“ Þetta er kostur gítarsins. En við verðum að horfast í augu við það að gítarinn er ekki eins og fiðla og píanó, þau hafa betur hvað varðar styrk. Ég er sannfærður umm að gítarinn á sér glæsta framtíð. Hann er ólíkur öllum öðrum hljóðfærum og þú getur gert ýmislegt á gítar sem ekki er hægt á önnur hljóðfæri. Þar að auki geturðu farið með hann hvert á land sem er og spilað hvar sem þér sýnist. Gítarinn er stórkostlega heillandi. . .“ Hvað er svo framundan? „Það er alltaf eitthvað að gera ef maður vill vinna. Bráðum fer ég til Þýskalands í tónleikaferð og í lok jún? er ég með námskeið í Estella á N-Spáni. Nú, í ágúst fer ég svo til íslands þar sem ég mun halda nám- skeið og tónleika og til Japan í október, en þar þarf ég að halda 24 tónleika á sex vikum. Sennilega verð ég fluttur heim í svartri kistu. Fer þetta annars ekki að verða gott,“ segir hann og skotrar augunum á klukkuna, „ég þarf nefnilega að kaupa í matinn, konan mín er farin að bíða, svo er ég líka orðinn dálítið vínþyrstur. Þú getur bætt því við að ég hef mikinn áhuga á heimspeki. Hún hefur kennt mér að sætta mig við að vera til. Einhvern tíma las ég það eftir óhamingjusömum manni að það versta sem hent geti nokkum mann sé að fæðast og ef hann yrði fyrir þeirri ógæfu gæti hann ekki óskað sér neins frekar en að deyja og þá helst sem allra fyrst. Slíkum og þvílíkum hugsanagangi botna ég ekkert í. Okkur eru gefin þessi tvö haldreipi sem eru fæðing og dauði. Okkur ber hrein og bein skylda til að paufast hnakkakert eftir þeim stutta spotta sem strengdur er á milli þessara tveggja höfuðpóla." Ég sé upp undir hælana á meistar- anum þar sem hann stekkur af stað í átt að markaðnum og hrópa á eftir honum: „Ef þú gætir byijað líf þitt upp á nýtt, myndirðu gera það sama? Hann snýr sér við á hlaupunum og segir: „Já, en með svolítið meiri þekkingu. Sjáðu til, ef ég myndi fæðast í dag væri ég allt öðruvísi. í dag eru tækifærin miklu fleiri en þegar ég fæddist. En ef ég myndi fæðast í dag veldi ég mér sama hlut- skipti. Ég er sannfærður um það. Gítarinn og ekkert annað. Ég elska hann . . .“ Sumardvöl I Þórsmörk Ódýrt og skemmtilegt sumarleyfi. Gistiaðstaða í Útivistarskálunum í Básum er ein sú besta í óbyggðum. Básar eru orðlagðir fyrir friðsæld og sumarfegurð. Brottför alla miðvikudaga og sunnudaga kl. 8.00 og föstudagskvöld kl. 20.00. Til baka sömu daga. Kynnið ykkur verð og afslætti fyrir fjölskyldur og Útivistarfélaga. Uppl. á skrifst. UtlVÍSt, Grófinni 1, Símar: 14606 og 23732. Sérréttir sunnudags- og mánudags- kvöld. kínversk maíssúpa. Indónesískur réttur sem samanstendur af tíu smáréttum, minnst fyrir fjóra. Verið velkomin. Kínverska veitinga- og tehúsið Sjanghæ, Laugavegi 28b. Sími: 16513. 85 lítra 16 tommu dekk Léttar og meðfærilegar kr. 5.700,- Þekking Reynsla Þjónusta 1 FALKINN i yMfy SUCURLANDSBRAUT 8. SÍMI 84670 ^ 4|Mjk átliiÞ Góöan daginn!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.