Morgunblaðið - 19.07.1987, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 19.07.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987 B 17 ajungilak. andi að fasistamir á Italíu tóku ekki þátt í útrýmingarherferð Hitlers, þannig að Stefan Zweig talar um Mussólíni sem bjargvætt gyðinga. Höfundurinn tíundar hlutdeild gyð- inga í menningu Vesturlanda, lista- menn, tónskáld og rithöfunda, og einnig þátt þeirra í efnahagslífínu. Það var ekki fyrr en seint á 18. öld að „ghettóin" voru opnuð og þá hefst þátttaka gyðinga í samfélaginu svo um munar. Þessi þjóð sýndi fljótlega yfirburði sína á ýmsan hátt og það vakti andúð og tortryggni. Það var aðeins í Bandaríkjunum, sem gyðingar voru síst hamlaðir vegna uppruna síns, þar var algjört trúfrelsi og engar þær erfðavenjur, sem áttu að baki sér þús- und ára þróun, og skuggar og skin sögunnar voru marklaus í sögulausu samfélagi. Gyðingurinn hafði þar enga sérstöðu. Því verður engin sérstök saga af gyðingum þar, þeir verða þar skilorðsbundinn hluti samfélagsins. Síðasti hluti ritsins heitir Zion. Þangað eru gyðingar úr öllum heimin- um velkomnir og þar eiga þeir loks sitt ríki, ríki sem þrátt fýrir allt er trygging gyðingdómsins, meðan þeir minnast og trúa hvatningu Jósúa: „Ver þú hughraustur og öruggur. Lát eigi hugfallast og óttast eigi; því að Jahve, Guð þinn, er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur." Þann- ig lýkur kaflanum um Zion. Johnson skrifar eins og áður segir af innlifun og aðdáun á þjóð, sem tókst að vera sjálfri sér trú um allar aldir. Hann gerir hlut gyðinga að efna- hagslífi e.t.v. full mikinn. Það stafar af því að mynd gyðingsins sem fjár- málamanns er arlrtýpisk í meðvitund Evrópumanna og áróðurinn gegn gyð- ingum, sem hinum dæmigerðu okrur- um, átti sinn þátt í ofsóknunum. Hlutur þeirra að efnahagslífinu er því ofmetinn. Það er ekki fyrr en á 19. öld sem áhrifa þeirra fer að gæta að nokkru á alþjóðlegum ijármagnsmark- aði og þá er oft vitnað til Rothschild- anna, sem ráku bankastarfsemi á Englandi, Frakklandi og í Austurríki. Sama fyrirbæri má greina í stjóm, málum. Það var mjög auðvelt þegar verulega skarst í odda, að magna upp gyðingahatur og einangra gyðinglega andstæðinga og gera þá tortryggilega sem slíka. Gyðingahatrið verður því oft til þess að Johnson gerir hlut þeirra meiri að efnahags- og stjómmálalífi en efni standa í rauninni til. Það er oft matsatriði hve mikill hlutur gyðr, inga var í menningarlífí ýmissa ríkja og eins magnar höfundur sjálfshatur mennta- og fræðimanna gyðinga á 19. öld. Þótt gera megi athugasemdir við viss atriði í þessari sögu, þá hefur Johnson tekist að fara að fýrirmælum Jahve: „Tala þú af guðmóði yfir bein- um þessum og seg við þau: Þér skinin bein, heyrið orð Jahve. Svo segir drott- inn Jahve við þessi bein: Sjá ég læt lífsanda í yður koma og þér skuluð lifna við .. . Þá talaði ég af guðmóði, eins og mér var boðið... kom þá lífsandi í þá, svo að þeir lifnuðu við og risu á fætur. . . (Ezekíel 37.) ’ Kr. 3200 ••spor í rétta ótt... ► Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Paul Johnson: A History of the Jews. Weidenfeld and Nicolson 1987. Paul Johnson er afkastamikill höf- undur. Hann var lengi blaðamaður en hefur nú um árabil skrifað hveija bók- ina eftir aðra, mestan part sagnfræði. Meðal þeirra eru A History of Cristian- ity, The Civilizations of the Holy Land, Civilization of Egypt, A History of the Modem World og A History of the English People. Það sem einkennir rit hans er, að þau eru skemmtileg af- lestrar og hann skrifar af innlifun um það efni sem hann fæst við hveiju sinni. Hann minnir á margt það besta í enskri „frásagnar" sagnfræði og skrifar eftir formúlunni „wie es eig- entlich gewesen“, þannig að hann var þá sjálfur viðstaddur. Hann er fjarri því að leitast við að vera óhlutdrægur og það meðal annars gerir frásögn hans lifandi. Hann notar prentaðar heimildir og annað aðgengilegt efni til verka sinna, enda væm slík afköst óhugsandi, ef hann hefði leitað fanga í fmmheimildum óbirtum. ímyndunar- afl og gagnrýni em nauðsynlegir þættir í sagnfráeðirannsóknum og það hefur Johnson til að bera. Án ímynd- unarafls og innlifunar verður frásögn- in jafn þurr og sá pappír sem ritið er prentað á, líflausar upptalningar og skýrslutilvitnanir, sem stundum em kenndar við vísindi. Með það hugtak er ekki lítið bmðlað og er bmðlið eink- um stundað af þeim sem telja sig hafa fundið uppdráttinn að vísindaleg- um samfélagsfræðum og jafnframt kortlagt mennskt eðli til samhæfingar við „sögulega nauðsyn". Hugmynda- fræðin um vísindalega uppbyggt samfélag sannar sjálfa sig rétta með því að telja allar forsendur að slíku samfélagi vísindalega kerfanlegar og þar með kórréttar. Með slíkum fræð- um verður hugtakið vísindi tómt fjas. Hugtakið er aðeins nothæft í sam- bandi við svonefnd raunvísindi, þar sem hægt er að komast að þekkingu á fyrirbæmm með því að vega, mæla og telja. Saga gyðinga er dæmi um þjóð, sem ætti samkvæmt vísindalegum sam- félagsfræðum og kenningum um sögulega nauðsyn að vera útdauð fyr- ir mörgum öldum. Öll saga gyðinga stangast algjörlega á við þann anda sem nú gegnsýrir öll „félagsvísindi“ nútímans og ekki síður „sálfræðiví- sindi“ hvað þá „uppeldisvísindi". Þessi þjóð var og er þjóð „orðsins" og þess „numinósa", sem er ofar öllum skiln- ingi. Lögin, spámennimir og ritin, sáttmálinn og Guð ísraels vom þjóð- inni líf, andi og sannleikur allar hinar myrku aldir. Paul Johnson rekur þessa sögu síðastliðin 4000 ár og áhrif þau sem spámenn þjóðarinnar höfðu á mótun eingyðistrúar og siðferðismats, sem hefur mótað alla menningarsögu vestrænna þjóða með kristnum dómi. Það var meðal gyðinga sem and- stæðar hugmyndir við gyðingdóminn mótuðust þegar kemur fram á 19. öld. Marx kemur fram sem hagfræð- ingur í spámannsgervi, Freud rænir menn hugtakinu sál og Einstein sundr- ar fmmeindinni. Eins og Johnson telur vom það gyðingar sjálfir sem áttu sinn hlut í því að vekja upp gyðinga- hatur, eða þá gerð þess, sem kviknaði á 19. og 20. öld, fyrir áhrif skynsem- ishyggjunnar og socio-darvinismans. Gyðingaofsóknir í Evropu mögnuð- ust einlægt við náttúmhamfarir og pestir. Þeir vom tilvaldir blóraböggl- ar. Það er ekkert nýtt að líta á gyðinginn sem okrarann. Fyrsti gyð- ingahatarinn í nútímaskilningi er Marteinn Lúther. „Von den Juden und ihren Liigen" kom út 1543 og þar er gyðingum heldur en ekki sendur tónn- inn. Ástæðan var meðal annars, að hann hafði búist við stuðningi þeirra við siðskiptahreyfinguna, en sú von hans brást. Þetta rit Lúthers telur Johnson að hafi verið stökk að „Holoc- aust“ 20. aldar. Johnson segir þá hryllingssögu og mismunandi viðbrögð við ofsóknunum í Evrópu. Það er áber- Lltlr: Svart, brúnt. 2022. % Allt fyrir útiveruna Ert þú á leið í útllegu eða bara í gönguferö með hundinn. Vertu vlss um að hafa komið við i Skátbúðinni og kannað úrvallð af útiverubúnaði. Skátabúðin á mlkið úrval af heimsþekktum vörum sem henta jafnt reyndum sem óreyndum fjallagörpum og útiverufóiki. Verslaðu við traust fólk. SKATABUÐIN Snorrabraut 60 sími 12045 Gyðingasaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.