Morgunblaðið - 19.07.1987, Qupperneq 18
fil
18
vset i.i'ii. pi rnr.u.rrr/yiv ninA.m’/'ntítnt/
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1987
Fyrstu viku júnímánaðar héldu Alþjóðasamtök leik-
húsmanna (International Theatre Institute) heims-
þing sitt í Havanna á Kúbu. Þing þessi eru haldin
annað hvort ártil skiptis í aðildarríkjunum og var
þetta hið 22. í röðinni og í fyrsta skipti, að slíkt
þing er haldið í hinum svokallaða þriðja heimi.
Frá leiklist_____
í Rómönsku Ameríku
eftirSvein Einars-
son
Samtökin voru stofnuð í Prag
árið 1949 og hafa starfað síðan
ósiitið. Einn af hvatamönnum var
norski leikhússtjórinn Axel Otto
Normann sem var einn af fyrstu
forsetum samtakanna, ef ekki
beinlínis sá alfyrsti, og Norður-
landamenn hafa jafnan látið
mikið til sín taka innan þessara
samtaka. Annar hvatamaður var
bandaríski gagnrýnandinn Rosa-
mund Gilder, sem lést nú fyrir
nokkrum mánuðum og var
minnst sérstaklega á þinginu.
Þessi samtök eru svonefnd gras-
rótarsamtök, en skrifstofa þeirra
og aðalbækistöðvar eru þó í
Unesco-byggingunni í París, þar
sem ýmsar viðlíka stofnanir hafa
aðstöðu sem NGO (þ.e. non-
governmental organizations).
Alþjóðasamtök leikhúsmanna,
eða ÍTI, eins og þau eru nefnd í
daglegu tali, hafa hrundið af stað
ýmsum góðum málum víðs vegar
um heiminn. Á þessu nýafstaðna
þingi voru fulltrúar frá 51 þjóð-
iandi og áheyrnarfulltrúar frá
ýmsum í viöbót. Af fjárhags- og
fjarlægðarástaeðum hefur stund-
um reynst erfitt að halda tengsl-
um við leikhúsfólk í Asíu, Afríku
og Rómönsku Ameríku; kjarninn
í samtökunum (og meirihluti
stjórnar) er og hefur löngum ver-
ið frá Evrópu og N-Ameríku. í
þetta sinn var þó eðlilega mikil
þátttaka frá ríkjum hinnar Róm-
önsku Ameríku, en annars ber
talsvert á fulltrúum frá Indlandi,
Kína, Kóreu og Senegal og nú-
verandi forseti samtakanna er
Nóbelsverðlaunaskáldið Wole
Soyinka frá Nígeríu.
ITI velur sér stjórnarnefnd,
sem kosin er til að hafa forystu
um starf og stefnu milli þinga,
ásamt til þess ráðnum aðalritara.
Aðalritari er nú franski leikstjór-
inn André-Louis Perinetti. Á
þingunum sjálfum fer svo alls-
herjarnefnd með æðra vald eftir
lýðræðislegum meirihlutaákvæð-
um. Auk þess starfa á vegum
samtakanna 6 undirliðsnefndir,
þar sem segja má að hið raun-
verulega frjóa starf fari fram. Ein
þessara nefnda sinnir um mál
leikskálda, önnur um nýjungar í
leikstarfi, ein um fræðslu og leik-
hússkrif, enn ein um leikhús-
menntun og skólamál, þá fjallar
ein nefndin um óperumál og önn-
ur um dans og loks er sérstök
nefnd, sem tekur upp til með-
ferðar sérkenni og ímynd
menningarstarfs í hinum ýmsu
heimshlutum og hjá hinum ýmsu
þjóðarbrotum. Eitt helsta deilu-.
málið á Havanna-þinginu var
endurskipulagning þessara
nefnda, sem hafa sérstaka stjórn
og jafnvel skrifstofu og standa
fyrir ýmsum námskeiðum, mál-
stefnum o.s.frv. milli þinga,
jafnvel hátíðum með ákveönum
þemum, — tengsl þeirra við aðal-
stjórnina og framtíðarverkefni.
Meðal þess sem ITI hefur komið
til leiðar er Leikhús þjóöanna,
eins konar Ólympíuleikar leik-
hússins, haldið sem oftast annað
hvert ár í ýmsum löndum (framtíð
þess hefur reyndar verið óviss
undanfarin ár og gagnrýnt,
hvernig að þeim hefur verið stað-
ið); þá er Háskóli Leikhúss
þjóðanna, sem er í rauninni nám-
skeið fyrir ungt hæfileikafólk
hvaðanæva að, höfunda og leik-
stjóra og leikara, hugmynda-
fræðinga og aðferðarfræðinga
og aðra leikhúsumfjallendur. Þá
má ekki gleyma Alþjóða leikhús-
deginum, sem haldinn er hátíð-
legur árlega hinn 27. marz víðast
hvar þar sem leikhúsi er sinnt.
Og nú er í undirbúningi á vegum
ITI mikið uppsláttarrit um leiklist
allra þjóða.
Þátttaka íslendinga
íslendingar hafa eins og aðrar
Norðurlandaþjóðir verið aðilar að
þessum samtökum um áratugi
(við munum hafa gengið í þau
1956 eða svo). ITI hefur svokall-
aðar ITI-miðstöðvar í hverju
aðildarríki sínu, en hér er Leiklist-
arsamband íslands ITI-miðstöð-
in, enda eru flestallar greinar
leiklistar hér innan sambandsins,
Félag íslenzkra leikara, leikhúsin,
Leikskáldafélagið, leikstjórar,
Leiklistarskóli Islands, Bandalag
íslenzkra leikfélaga o.s.frv. ITI-
miðstöðvarnar veita leikhúsfólki
gagnkvæma þjónustu og miðla
upplýsingum; Leiklistarsam-
bandið hér hefur t.d. staðið fyrir
leiklistarþingum, útgáfu kynning-
arbæklinga o.fl. Fjárhagslega
öflugar miðstöðvar standa auk
þess fyrir námskeiðum og mál-
stefnum, og skipta slíkir atburðir
beinlínis eða óbeinlínis á vegum
ITI tugum á hverju ári. Auk þess
hefur stjórn ITI mjög beitt sér í
mannréttindamálum, t.d. ef leik-
húsfólk er fangelsað og pyntað
vegna skoðana sinna; sá sem
hér heldur á penna minnist þess
frá þeim tíma er hann sat í aðal-
stjórn samtakanna, að fyrir
FESTIVAL DE
TEATRO
DE LA HABANa
1987
l)e ^4 de movo o' 6 >.
FIESTA DE LA ESCENA
EN TODA LA CIUC iD
þeirra málaleitan og þrýsting var
spænski leikstjórinn Alberto
Boadella og leikflokkur hans lát-
inn laus úr prísund.
Annars var það ekki ætlunin
hér að rekja störf ITI; það má
gera síðar og rækilegar. En í
tengslum við þing ITI, sem ævin-
lega eru haldin á nýjum og nýjum
stað, gefst oft tækifæri til að
kynnast leiklist gestgjafans. Og
af þessu tilefni á Kúbu, haföi
verið efnt til mikillar leiklistarhátí-
ðar með þátttöku flestra þjóða í
Rómönsku Ameríku. Sú hátíð
hófst vikuna áður en þingið og
stóð til loka þess. Þarna voru
leikflokkar frá Argentínu, Bras-
ilíu, Kólumbíu, Chile, Banda-
ríkjunum (spænskumælandi),
Guatemala, Nicaragua, Perú,
Mexíkó, Púertó Ríco, Venezúela
og svo auðvitað kúbanskar sýn-
ingar.
Leiksýningar
Af þessum sýningum sá ég
flestar frá gestgjöfum sjálfum og
aðeins eina frá gestunum, en þar
var á ferð hinn frægi Rajatabla-
flokkur frá Venezúelu, sem gisti
okkur á Listahátíð í Reykjavík
árið 1982.
Þessi flokkur var stofnaður
árið 1971 og hefur frá upphafi
notið eldmóðs og hæfileika leik-
stjórans Carlos Gimenez; ein
frægasta sýning Rajatabla er ein-
mitt Senor Presidente (Forseti
lýðveldisins), byggð á sam-
nefndri sögu Miguel Angel
Asturias, sem hér var á ferðinni
á umræddri Listahátíð. Að þessu
sinni sýndi Rajataþla verk, sem
bar heitið Casas muertas — Dáin
hús — eftir Carlos Fraga Sobre,
byggt á samnefndri sögu eftir
Miguel Otero Silva. Leikurinn
gerist á hnignunarskeiði í sögu
landsins, þegar einræðisherrann
Juan Vicente Gómez var við völd:
þetta verk lýsir mannlegri niður-
lægingu og er f eðli sínu upp-
lausnarsaga einnar fjölskyldu —
í „dauða húsinu", en frásögnin
er manneskjuleg og mjög Ijóð-
ræn og með táknlegum skírskot-
unum; upphafsatriðið, þar sem
ein aðalpersónan reynir að brjóta
sér braut gegnum nýjar og nýjar
dyr, var gullfallegur sviðsskáld-
skapur.
Af öðrum sýningum gestanna,
sem athygli vöktu, má nefna leik-
rit frá Argentínu, Til hægri
handar við Guð almáttugan, eftir
Enrique Buenventura, höfund,
sem um árabil hefur starfað mik-
ið fyrir ITI. Þá þótti og mikið koma
til annarrar sýningar frá Arg-
entínu, þar sem leikkonan Maria
Fiorentino flutti ein texta, sem
hún og leikstjórinn Daniel Panaro
höfðu sett saman og bar þessi
blanda heitið Piedras y huevos,
sem þýðir Steinar og egg. Heitið
er dregið af viðlagi úr þekktu
sönglagi og hljómar svo: Þegar
steinninn fellur ofan á eggið,
vesalings eggið; þegar eggiö fell-
ur ofan á steininn, vesalings
eggið. Þetta heiti segir víst tals-
vert um innihald þessarar sýn-
ingar, þar sem efni er sótt allt
til daga spænsku landvinninga-
mannanna, og samfélagslegt
óréttlæti er uppistaðan.
Frá Brasilíu var einnig leikkona
með einleik, sem athygli vakti og
í þetta sinn kátínu, það var Den-
ise Stoklos, sem þótti fara á
kostum í nýlegu verki eftir Dario
Fo og Fröncu Rame. Og ekki má
gleyma leikflokknum La Candel-
aria frá Kólumbíu, undir stjórn
Santiago Garcia. Þessi flokkur,
sem oft hefur vakið athygli og
aðdáun á leiklistarhátíðum (ég
sá hann áður áð mig minnir, í
Leikhúsi þjóðanna), vinnur úr
gömlum hefðum og helgisiðum
og hefur á sfðustu árum einbeitt
sér að því að lýsa áhrifum af innr-
ás Evrópumanna á frumbyggja
Ameríku.
Af sýningum Kúbumanna
sjálfra vöktu tvær mesta athygli
og báðar verk fremsta leik-
húsmanns þeirra, Robertos
Blancos. Önnur var Mariana
Pineda eftir Lorca, sem Blanco
leikstýrði af Ijóðrænum næm-
leika, sem mikið var af látið, en
ég missti af. Hin bar heitið De
los dias de la guerra Um daga
stríðsins og var Roberto Blanco
þar bæði höfundur og leikstjóri
(og hafði meira að segja samið
hluta tónlistarinnar). Þjóðhetja
Kúbu heitir José Martí, skáld,
kennari og frelsisunnandi, þegar
þjóðernisvakning hófst gegn
yfirráðum Spánverja í lok síðustu
aldar, og um þennan mæta mann
fjallar leikurinn, byggður að hluta
á dagbókum Martís. Þó að hlutur
hetjunnar væri lögmálum sam-
kvæmt stærstur, tókst þó á
einkennilega viðkunnanlegan
máta að leiöa fram í þessum leik
allan þennan sundurleita fjölda,
sem tilheyrir þessari þjóð: hvítir
menn, afkomendur hinnar
spænsku yfirstéttar, kreólar eða
kynblendingar, sem urðu hin eig-
inlega borgarastétt um skeið og
svo þau þjóðabrot sem mestri
kúgun sættu: indíanar, frumbyg-
gjarnir og svertingjar, þrælarnir,
sem sóttir voru til Afríku og send-
ir út á sykurvellina.
Önnur stærsta borg Kúbu
heitir Santíagó og þaðan kom
leikflokkur, sem sýndi „Hina
skemmtandi og raunverulega
heimskönnunarsögu herra Kri-
stófers Kólumbusar". Hér var
Kólumbus sýndur sem andhetja
og frisklega og af ánægjulegu
virðingarleysi tekið á hlutunum,
líkt og Jónas Árnason gerði í
meðferð sinni á Jörundi Hunda-
dagakonungi, en brátt misstu
hinir geðfelldu flytjendur tökin á
efninu, og hugmyndaflugið og
gamanið brást, og Jónas hafði
vinninginn.
Listdans
Dans á Kúbu er svo sérstakur
kapítuli fyrir sig. Ein frægasta
dansmær veraldar fyrir um það
bil aldarfjóröungi hét Alicia Al-
onso, og sú var frá Kúbu. Hana
kallaði Castró heim að lokinni
byltingu, fékk henni fé og mann-
afla og stærsta leikhús borgar-
innar, sem nú ber heitið Sala
Garcia Lorca, og þeim húsakynn-
um deilir hún nú með Þjóðar-
óperu eyjaskeggja. Jafnframt var
svo reyndar hafist handa um að
reisa annað og nýtt Þjóðleikhús
með tveimur sölum, en á milli
þeirra í sömu byggingu er vin-
sæll staður Café Cantante,
Söngvakaffi, þar sem fluttar eru
innihaldsríkar vísur. Auk þessara
höfuðleikhúsa eru svo ein 20
önnur víðs vegar um borgina.
íbúafjöldi í Havanna er um tvær
milljónir en 10 milljónir á eynni
allri, sem aö flatarmáli er lítið
eitt stærri en ísland.
En víkjum nú aftur að Alonso
og listdansflokki hennar. Á fáum
árum tókst henni að koma hon-
um í fremstu röð dansflokka, og
enn stýrir hún með reisn, að vísu
næstum blind orðin, og þó harla
brött. Þarna er úrval dansara af
báðum kynjum og eitthvað af
hæfum dansasmiðum (en þeir
vaxa sem kunnugt er ekki á trján-
um); a.m.k. þótti mér allnokkuð
til um dansgerð af goðsögninni
um Klítemnestru, Agamemnon,
Orestes, Elektru og allt það fólk.
Að vísu virtist mér flokkurinn
vera sterkari í klassíkinni en í
nýjum dansi, en það getur reynd-
ar verið tilviljun og miöast af því
sem ég sá, sem var bara sýnis-
horn af verkefnunum; þarna var
t.d. dansað Pas de Quatre, sem
Dolin setti upp hjá okkur um árið,
af umtalsverðum þokka.
En í raun þóttu mér meiri
tíðindi af hinum þjóðardansflokki
Kúbu, sem ber heitið Conjunto
Folklorico Nacional de Cuba. Hér
er á ferðinni merkileg tilraun til
að vinna úr ríkum og fjölbreytileg-
um erfðum, sem í raun eiga sér
rætur í þremur heimsálfum, og
skapa úr þeim sjálfstæða nú-
tímalist. Þingheimi gafst tæki-
færi að kynnast list þessa fólks
við opnun þingsins og við þing-
slit, og svo sá ég auk þess
sérstaka dagskrá eitt kvöldið.
Hér er á feröinni kraftmikil og
frumleg listsköpun, sem engan
ætti að láta ósnortinn, enda ólík
flestu því, sem maður hefur áður
kynnst, djörf í línu og litum, ólg-
andi af seiðmagnaðri hrynjandi
hinnar Rómönsku Ameríku. Eitt-
hvað fyrir Listahátíð hér!
í leikhúslífi á Kúbu er sem
sagt sitthvaö í blóma. Og utan
sviðs blasti svo við annað sjónar-
spil, sem ekki var síður forvitni-
legt að kynnast.
Höfundur er ieikstjóri og rit-
höfundur.