Morgunblaðið - 27.08.1987, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 27.08.1987, Qupperneq 1
fftmgantlifftfeUk VIKAN 28. ÁGÚST TIL 3. SEPTEMBER PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987 BLAÐ Efni fyrir unga og aldna þessa vikuna Á síðum þessa blaðs í dag gefur að líta mun meiri umfjöllun um barnaefni en oft áður. Sem fyrr er fjallað um barnaefni í útvarpi og sjónvarpi, þar sem af nógu er að taka, sér- staklega um helgar á sjónvarpsstöðvunum, en þar að auki má geta þess að núna er verið að lesa barnasöguna ítölsku um Gosa í Morgunstund barnanna, í þýðingu sem er sú fyrsta óstytta á íslensku um spýtustrákinn. En það er ekki bara í fjölmiðlunum sem barna- efni ber á góma, það ræður ríkjum í myndbandaumfjöllun blaðsins í dag og að nokkru leyti í kvikmyndaumfjöllun. Þar eru teiknimyndir í meirihluta, eins og reyndar gerist hjá Sjón- varpinu og Stöð 2, sem nú hefur fastráðið leikara til að lesa inn á teiknimyndir vetrarins og ætlar að láta „Afa garnla" sjá um að kynna barnaefnið á laugardögum, en í hlutverki afa er Örn Árnason leikari. Það er ekki bara fyrir þá allra yngstu sem myndir eru sýndar, unglingarnir fá einnig sitt. Þessa vikuna hefjast í Sjónvarpinu framhaldsþættir sem ætlaðir eru unglingum. Ber þar að nefna ástralska myndaflokkinn Súrt og sætt sem segir af nokkrum unglingum sem stofna rokkhljómsveit og reyna að koma sér á framfæri. Af kvikmyndum þessa vikuna má nefna að helgarmyndir Sjónvarpsins eru Lárentíusar- nótt fræg kvikmynd þeirra ítölsku Tavini bræðra um hörmungar í kjölfar síðari heimstyrjald- arinnar. Hún verður sýnd á föstudagskvöld, en á laugardagskvöld er það myndin Laumuskór bresk bíómynd um ungan mann sem vill verða einkaspæjari. Stöð 2 sýnir á föstudagskvöld kvikmyndirnar Dóttir Rutar, Leiðin tii frelsis og loks Carny. Á laugardags- kvöld verður síðari mynd Coppola um Guðföðurinn sýnd með Al Pacino og Robert DeNiro m.a. í aðalhlutverkum, auk myndarinnar Fyrsti mánudagur í október. Af öðrum kvikmyndum Stöðvar 2 í vikunni má nefna síðari hluta Ike, gamanmyndina Micky og Maude og myndina Gróft handbragð með David Niven í hópi leikara. Afmæli Akureyrar kemur mikið við sögu um afmælishelgina, í Ríkisútvarpinu á Akur- eyri, Rás 2, á Hljóðbylgjunni og í Sjónvarpinu. í lokin má svo geta þess að Sjónvarpið hefur ákveðið að endursýna þættina um Ríki ísbjarnarins á laugardagssíðdegi. Er þetta gert vegna fjölda áskorana og hefjast sýning- ar þegar lokið er endursýningum á Nærmyndum af Nicaragua. Sjónvarpsdagskrá bls. 2—14 Útvarpsdagskrá bls. 2—14 Spurt & svarað bls. 14 Veitingahús bls. 7/9/11 Skemmtistaðir bls. 9 Kvikmyndaumfjöllun bls. 9/12/15 Bíóin í borginni bls. 5 Myndbönd bls. 13 Guðað á skjáinn bls. 2 Hvað er að gerast? bls. 15/16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.