Morgunblaðið - 27.09.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 27.09.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 Ók á ljósastaur Morgunblaðið/Jón Svavarsson Bifreið var ekið á ljósastaur á Elliðavogi á móts við Kleppsspítalann í fyrrinótt. Okumaður var fluttur á slysadeild en reyndist ekki alvarlega slasaður. Þá urðu tveir árekstrar vegna þess að ekki var gengið nægilega vel frá bifreiðum þannig að þær runnu sjálfar af stað og rákust á aðra bíla. Landsfundur Borgaraflokksins: Ekki lögð áhersla á samstarf við NATO LIÐLEGA hundrað manns voru á landsfundi Borgaraflokksins í gær þegar ályktanir voru af- greiddar en fjallað var um hina ýmsu þætti þjóðmála. Eitt af þeim viðkvæmu deilumálum sem um er fjallað á fundinum er þátttaka íslands í Atlantshafsbandalaginu. í áliti um alþjóða- og öryggismál er sagt að Island eigi samstöðu með öðrum vestrænum þjóðum vegna menningar og sögu þjóðar- innar og mikilvægt sé að taka þátt í samvinnu þjóðanna og norr- ænni samvinnu. Ekki er tekið Launahækkun um 7,24% 1. október: Raungengi krónunnar hækkar um rúmlega 6% - miðað við launakostnað í helstu viðskiptalöndunum ÚTREIKNINGAR Seðlabankans sýna að almenn launahækkun um 7,24% 1. október þýði 6,2% hækkun á raungengi krónunnar milli 3. og 4. ársfjórðungs þessa árs miðað við launakostnað á einingu landsframleiðslu. Hefðu launin hinsvegar hækkað um 1,5% þann 1. október þýddi það 0,5% hækkun á raungengi. Þess- ar tölur endurspegla stöðu útflutningsatvinnuveganna og framleiðslukostnað hér miðað við helstu viðskiptalöndin. Þessir útreikningar Seðlabank- Reykjavík: Bylgjan sæk- ir um lóð ÍSLENSKA útvarpsfélagið hf., Bylgjan, hefur sótt um lóð í Sigtúnsreit til borgarráðs. Borgarráð vísaði umsókninni til skrifstofusljóra borgarverk- fræðings. í bréfí félagsins kemur fram að það rekur starfsemi sína í 300 fermetra leiguhúsnæði. Heimild sé fyrir að reka aðra útvarpsstöð en engin leið sé að reka starfsemi stöðvanna í núverandi húsnæði. Verið er að koma af stað inn- lendri útvarpsleikritun, vinna að gerð skemmtiþátta og undirbúa fræðsludagskrá. Stöðin greiðir 10% af auglýsingatekjum sínum til Menningarsjóðs útvarpsstöðva og hefur sótt um verulegar upp- hæðir til sjóðsins til viðameiri þáttagerðar. Þá segin „Með nýrri stöð félags- ins mun ýmislegt í starfseminni eflast og þá verður ekki undan því vikist að skapa starfsfólki stöðv- anna viðunandi vinnustað. Nú vinna að jafnaði 25—30 manns hjá Bylgjunni og ljóst er að með til- komu nýrrar stöðvar mun starfs- mannafjöldi aukast. Við viljum leggja nokkuð meira í dagskrár- gerð og fréttaþjónustu, en það verður engan veginn gert við nú- verandi aðstæður." ans eru miðaðir við launakostnað í 15 helstu viðskiptalöndum ís- lands. Einnig er reiknað út raun- gengi miðað við framfærsluvísitölu viðskiptalandanna, svokallaðar af- stæðar verðvísitölur. Útreikningar á raungengi miðað við verðlagsþróunina sýnir að það hefur hækkað jafnt og þétt síðan 1983 þegar það var mælt 89,4 (miðað við 100 árið 1980). Árið 1984 mældist raungengið 94, árið 1985 mældist það 92,7 og árið 1986 mældist gengið 95,4. Á þessu ári er gert ráð fyrir að raungengið mælist 103,7 miðað við 7,24% launahækkun en 103,5 ef laun hefðu hækkað um 1,5%. Mun meiri sveiflur koma síðan í ljós milli ársfjórðunga á þessu ári. Þannig mælist raungengið 98,9 á fyrsta ársfjórðungi, 100,9 á öðrum ársljórðungi og 105,6 á þriðja árs- fjórðungi. Á fjórða ársfjórðungi er gert ráð fyrir raungengi 109,5 mið- að við fyrri forsendur en 108,6 miðað við þær seinni. Sveiflur á raungengi miðað við launakostnað hafa verið mun stærri samkvæmt þessum útreikningum. Þannig mældist það 84,8 árið 1983, 84,5 árið 1984, 85,8 árið 1985, 86,9 árið 1986 og síðan er gert ráð fyrir að gengið verði 102,6 á þessu ári miðað við 7,24% launahækkun, en 101,1 miðað við 1,5% hækkun. Ef ársfjórðungar eru bomir sam- an mældist raungengið 96,9 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, 101 á öðrum ársfjórðungi, 103 á þeim þriðja en síðan er gert ráð fyrir að raungengið verði 109,4 miðað við 7,24% launahækkun en 103,5 mið- að við 1,5% launahækkun. Bretland: Ýsaná 80 krónur FISKVERÐ á ferksfiskmörk- uðunum í Bretlandi hélzt enn hátt í líðandi viku. Meðalverð fyrir fisk úr gámum var yfir vikuna 74,84 krónur á kíló. Á fimmtudag seldi Hafnarey SU í Hull og fékk að meðaltali 73,38 krónur á hvert kíló. Hafnareyin seldi alls 85 lest- ir, mest þorsk. Heildarverð fyrir aflann var 6,2 milljónir króna. Mest af aflanum var þorskur, sem fór að meðaltali á 75,17 krónur hvert kíló. í vikunni voru alls seldar 376 lestir úr gámum fyrir 28,2 milljónir króna. Með- alverð var 74,84. 187 lestir af þorski fóru að meðaltali á 72,70, 83 lestir af ýsu á 80,70 og 62 lestir af kola á 79,00 krónur. Aðrar tegundir seldust á lægra verði og var mun minna af þeim. sfram að mikilvægt sé að taka þátt í Atlantshafsbandalaginu en hinsvegar að það sé eðlilegt að endurskoða með reglulegu milli- bili varnarsamninginn við Banda- rikin. Reiknað var með að afgreiðslu nefndarálita lyki um miðjan dag og færi þá fram kosning formanns, varaformanns og annarra embættis- manna flokksins. Talsverð smölun hefur átt sér stað til kosninga á fundinum sem meðal annars sést á því að fjöldi fundarmanna við af- greiðslu mála hefur verið á annað hundrað en liðlega fimm hundruð hafa skráð sig til þátttöku í kosning- um. Ekki er reiknað með miklum átök- um þar sem það sé mál manna að Albert Guðmundsson hafí í raun ákveðið varaformannsefni með því að gefa út yfírlýsingu um hvern hann styddi. Húsgagnasmið- ir funda hjá sáttasemjara ÁRANGURSLAUS sáttafundur í kjaradeilu húsgagnasmiða og við- semjenda þeirra stóð til klukkan 3 aðfaranótt laugardags. Nýr fundur var boðaður klukkan 16 í gær. Birgir ísleifur Gunnarsson mennta- málaráðherra: Ráðuneytið vissi ekki af útsendingnm á ensku „ÞETTA mál hefur ekki borist1 menntamálaráðuneytinu og ég er nú að heyra af því í fyrsta sinn,“ sagði Birgir ísleifur Gunn- arsson, menntamálaráðherra, þegar Morgunblaðið spurði hann álits á því að hin kristilega út- varpsstöð, Alfa, hefði undanfarið sent út þátt á ensku með banda- ríska predikaranum Jimmy Swaggart á fimmtudagskvöldum. „Það er mín eindregna skoðun að útvarps- og sjónvarpsstöðvar eigi að útvarpa og sjónvarpa á íslensku. Þetta eru stöðvar fyrir íslendinga á íslenskri grundu," sagði menntamálaráðherra. Taldi hann að athuga þyrfti sérstaklega þessar útsendingar Alfa, en ekkert væri hægt að segja til um hver við- brögð ráðuneytisins yrðu fyrr en fram hefði farið lögfræðileg skoðun á málinu. Fundað um fisk- verð á mánudag VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefur enn ekki komizt að niðurstöðu um það, hvort verð á helztu bolfisktegundum verði áfram fijálst eftir fyrsta október næstkomandi. Næsti fundur verður á mánudag og er þá ákvörðunar að vænta. Náist ekki um það samkomulag í Verðlagsráði, að gefa fískverð áfram frjálst er líklegast, að ákvörðun um verð verði vísað til yfimefndar. Samkvæmt lögum þarf fullt samkomulag í Verðlagsráði til að fískverð megi gefa ftjálst og yfímefndinni er óheimilt að ákveða það. Kvikmyndahátíð í dag og mánudag „UNDIR fargi laganna" (Down by law), mynd Bandaríkjamanns- in Jim Jarmush, verður sýnd í fyrsta skipti á kvikmyndahátið- inni i dag og verður á öllum sýningum i A-sal, klukkan 15.00, 17.00, 19.00, 21.00 og 23.00. Það skal tekið fram að myndin verður aðeins sýnd í dag. I B—sal verður „Sagan um virkið 28 þúsund kindur úr riðuveikihjörðum urðaðar ÁKVEÐIÐ hefur verið að grafa allar þær kindur sem skoraar verða í haust vegna aðgerða til að útrýma riðu- veiki. Eru þetta alls um 28 þúsund kindur eða hátt i 600 tonn af kjöti. Ákveðið var að urða kjötið vegna þess að bændur gerðu þá kröfu að það yrði ekki sett á almennan neyslumarkað, sem einungis yrði til að auka birgða- vandann. Um tíma var ætlunin að nota kjötið í loðdýrafóður en frá því var horfíð að ráði dýra- lækna. Töldu þeir að hætta gæti verið á hringsmiti út frá kjötinu og þótti ekki forsvaranlegt að taka þá áhættu vegna þess að niðurskurðurinn er Iiður í átaki til útrýmingar riðuveiki úr landinu. Riðuveikihjörðunum verður slátrað í sláturhúsum og ekkert hirt nema gæran af þeim. Það sem skinnaiðnaðurinn borgar fyrir gærumar fer langt í að borga sláturkostnaðinn sem um hefur samist við sláturleyfis- hafana. Súsan“ á dagskrá klukkan 15.00, „Ár hinnar kyrru sólar" klukkan 17.00, „Matador" klukkan 19.00 og 21.00 og „Eureka" klukkan 23.00. í C-sal fímm myndir sýndar í dag, „Fangin fegurð" klukkan 15.00, „Tarot" klukkan 17.00, „Hasarmynd" (Comic Magazine) klukkan 19.10, „Teresa" klukkan 21.30 og „matador" klukkan 23.15. Á morgun, mánudag, verða fjór- ar myndir sýndar í A—sal. Klukkan 15.00 „Fangin fegurð," klukkan 17.00, mynd japanska leikstjórans Kurosawa „RAN“, klukkan 20.15 „Eureka og að lokum „Komið og sjáið" klukkan 22.30. í B—sal verða þijár myndir sýnd- ar í dag. Klukkan 15.00 og 19.00 „Nautabaninn," klukkan 17.00 „Græni geislinn," og klukkan 21.00 og 23.00 verður sýnd mynd banda- rísku söngkonunnar Lori Anderson „Heimili hinna hugrökku." Dagskráin í C—sal hefst klukkan 15.00 á heimildarmyndinni um gerð RAN, „A.K.“ Indverska myndin „Genesis" verður sýnd klukkan 17.00 og 21.00 og „Yndislegur elsk- hugi“ klukkan 19.00 og 23.00.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.