Morgunblaðið - 27.09.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 27.09.1987, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 Á Eurocard gullkortíð? „ÞAÐ er fráleitt, að Kreditkort s.f. (Eurocard) sé að ganga á rétt Visa með því að gefa út gullkort og nota það nafn. Sann- leikurinn er sá, að Eurocard gullkortið ber heitið gullkort erlendis. Samsvarandi kort hjá Visa heitir hins vegar „premium card“ erlendis, þannig að Visa Island hefur engan einkarétt til að nota orðið gullkort. Visa er ekki bara að taka upp heitið gullkort frá okkur, heldur reyn- ir það einnig að koma í veg fyrir það, að við getum notað það.“ Þannig komst Hallgrímur Jóns- son, einn af stjómarmönnum Kreditkorta sf. að orði á frétta- mannafundi þar sem hann og aðrir forráðamenn Kreditkorta s.f. vísuðu kröfu Visa til heitisins gullkort alfarið á bug, en sú krafa var rökstudd með því, að heitið „Gullkort" hefði verið lögvemdað og skrásett sem sérstakt vöm- merki Visa. Sjóvá stækk- ar við sig á Suðurlands- brautinni SJÓVÁ hefur fest kaup á tveim- ur hæðum í húsi, sem verið er að byggja við hlið Sjóváhússins við Suðurlandsbraut. Ekki hef- ur þó verið hætt við að flytja starfsemina í nýtt hús félagsins í nýja miðbænum. Einar Sveinsson framkvæmda- stjóri Sjóvátryggingafélagsins sagði í samtali við Morgunblaðið, að fest hefðu verið kaup á þessu viðbótarhúsnæði til þess að leysa aðkallandi þörf fyrirtækisins. Með þessu móti yrði tímaálag vegna byggingar nýja hússins einnig Iétt- ara. Að sögn Einars eru teikningar nýja hússins langt komnar og byggingarleyfi fengið. Einnig er búið að grafa fyrir lóðinni og girða hana. Hið nýja hús verður 6 hæð- ir og nálægt 3.500 fermetmm að stærð. Áætlaður byggingartími er tvö ár. Eurocard gullkortið. í bréfi, sem forráðamenn Kred- itkorta sf. hafa ritað Visa, segir m. a., að við könnun á máli þessu hafí komið í ljós, að Vömmerkja- skrárritara var afhent tilkynning frá Visa um skráningu vömmerk- isins 26. ágúst si., en vömmerkið hefði ekki enn verið auglýst og engin afstaða tekin til skráningar þess, enda ekki liðinn tími sá, sem lögum samkvæmt er gefínn til athugasemda. Kerditkort myndi gera athugasemdir við skráningu vömmerkisins, þegar frestur til þess jn’ði veittur og þá yrði þess krafizt, að skráningu þess yrði hafnað. Ástæðan fyrir þessu væri sú, að með þessari umsókn hefði Visa leitazt við á ótilhlýðilegan hátt að eigna sér heitið „Gullkort", sem notað hefði verið á ensku af Euroc- ard, þegar Visa aftur á móti hefði notað heitið „Premium Card“. Samkvæmt lögum er reglan sú, að þegar vömmerkjaskrá telur merki vera birtingarhæft, er merk- ið sent út til birtingar í Vöm- merkja- og einkaleyfatíðindum. Unnt er að koma fram með rök- studd andmæli gegn skráningu merkisins innan tveggja mánaða frá birtingardegi auglýsingarinn- ar. Tveimur mánuðum eftir birt- ingu, er merkið fyrst skráð og þá því aðeins, að fram komin and- mæli hafa ekki verið tekin til greina. _____ INNLENT Bílaborg vígði nýtt hús NÝTT og glæsilegt aðsetur Bíla- borgar, eins stærsta bifreiða- og vélafyrirtækis landsins, var tekið formlega í notkun á föstudag. Þetta er gert á fimmtánda af- mælisári Bílaborgar. í nýja húsinu, sem er að Fosshálsi 1, verður öll starfsemi fyrirtækis- ins þ.á.m. söludeUdir og véla- verkstæði, sem skiptist í vinnuvélaverkstæði, vörubíla- verkstæði, bílaréttingaverk- stæði, nýsmíða-verkstæði og fullkomna smurstöð. Auk þess eru í húsinu skrifstofur, sýning- arsalir, varahlutaverslanir og annað það sem heyrir undir rekstur fyrirtækisins. Hjá BUa- borg starfa nú um 70 manns. Nýja húsið er milli sjö og átta þúsund fermetrar, en á gamla staðnum var fyrirtækið á 2.600 Morgu nblaðið/KG A Fjölmargir heimsóttu Bílaborg við vigsluna á föstudaginn. - NUVERANDI VEGUR AlafosS&^ Reykjavegur á brú yfir Vesturlandsveg Nýr vegarspotti á samþykktu aðalskipulagi Mosfellsbæjar VESTURLANDSVEGUR Vesturiandsvegur ' . á brú yfir- v ^ÁIafossveg I MOSFELLSBÆ Aðalskipulag Mosfellsbæjar: Yesturlandsvegfur færður AÐALSKIPULAG Mosfells- bæjar frá 1983 gerir ráð fyrir að Vesturlandsvegur frá Lan- gatanga að Varmá verði færður tU suðurs og austurs frá þvi sem nú er. Einnig er stefnt að því að Reylgavegur fari á brú yfir Vesturlandsveg og að Vesturiandsvegur fari á brú yfir Alafossveg Páll Guðjónsson bæjarstjóri sagði í samtaii við Morgunblaðið að þar sem umræddur vegakafli tilheyrði þjóðvegi númer 1 gæti bæjarstjóm Mosfellsbæjar ekki ákveðið hvenær hafist yrði handa við þessar breytingar heldur væri það undir Alþingi og Vegagerð ríkisins komið. Páll sagði enn- fremur að forsendur skipulags hefðu að því leyti breyst að gert hefði verið ráð fyrir að flutnings- geta Vesturlandsvegar væri næg til aldamóta. I ljósi þeirrar gífur- legu aukningar sem orðið hefði í bílaeign landsmanna á undanföm- um árum væri vafasamt að sú áætlun stæðist. Endurskoðun skipulagsins hefst næstu mánuði Þá kvaðst Páll fagna fyrir- hugaðri ijöldagöngu Mosfellinga til að vekja athygli á því ófremdar- ástandi sem ríkti í umferðarmál- um þeirra. Páll kvaðst telja að grípa yrði til ráðstafana þegar í stað, ekki væri unnt að bíða eftir framkvæmd aðalskipulags Gangan hefst klukkan 16 og verður gengið frá tveimur stöðum samtímis, annars vegar frá mót- um Vesturlandsvegar og Hlíðat- úns og hins vegar frá mótum Vesturlandsvegar og Þingvalla- vegar. Gengið verður að Hlégarði, þar sem haldinn verður stuttur útifundur. Þar verður lesin upp ályktun til samþykktar og afhent þingmönnum kjördæmisins. Leitað á 150 þús- und fermílna svæði „VIÐ LIFUM enn í voninni um að Nordfjord finnist," sagði Ágúst Guðjónsson, útgerðarmaður í Se- attle í Bandaríkjunum í samtali við Morgunblaðið á föstudags- kvöld, en þá hafði skips hans, Nordfjord, verið saknað síðan snemma á laugardagsmorgun, þegar landhelgisgæslunni í Alaska á afmælinu fermetra gólffleti. Þetta er því um þreföldun húsnæðis. Hafist var handa um byggingu hússins að Fosshálsi á árinu 1980. Bflaborg var stofnuð 26. nóvem- ber 1971 og voru stofnendur þeir Þórir Jensen, _ Kristinn Breiðfjörð og Sigurður Ármann Magnússon, sem er nýlátinn. Fyrstu Mazda- bflamir, sem voru 24 talsins, komu til landsins 8. maí 1972 en þá var fyrirtækið í þijátíu fermetra hús- næði við Hverfísgötu 76. Það árið voru seldir 187 bflar. Alls hafa nú verið fluttir inn 12.000 bflar á 15 árum. Árið 1975 flutti Bflaborg í 1.000 fermetra leiguhúsnæði í Borgartúni 29, og þar var ennfremur fyrsta verkstæði fyrirtækisins. Þaðan lá leiðin að Smiðshöfða árið 1977 og þar starfaði fyrirtækið þangað til í maí sl. í tilefni afmælisins og vígslu nýja hússins sóttu fulltrúar 15 er- lendra fyrirtækja Bflaborg heim. Komu þeir m.a. frá Japan, Holl- andi, Danmörku og víðar og á meðal þeirra eru forstjóri Evrópudeildarr Mazda og forstjóri hollensku DAF bflaverksmiðj anna. barst neyðarkall frá skipinu. Það var við veiðar undan strönd Al- aska. Skipstjóri á skipinu er Guðjón Roy Guðjónsson, sonur Ágústs. Annar íslendingur er með skipinu, Grétar Halldórsson frá Vestmannaeyjum. í leitinni að Nordfjord hefur um 150.000 fermílna svæði verið kannað. Að sögn landhelgisgæslunnar í Juneau, Alaska, var það skömmu eftir klukkan tvö aðfaranótt laugar- dagsins 19. september, að neyðar- kallið „Mayday, mayday, this is Nordfjord" barst og var C130-vél frá landhelgisgæslunni þegar send af stað til leitar. Síðan hefur leit staðið yfir og hafa 2-3 C-130 vélar frá bandarísku landhelgisgæslunni auk kanadískrar P3-vélar tekið þátt í henni. Síðastliðinn mánudag fundu vélamar eitthvert brak á leitarslóð- unum en alls óvíst er hvort er úr Nordfjord. „Við erum að reyna að átta okkur á því hvað hafi getað gerst," sagði Ágúst Guðjónsson. „Það er helst eins og skipið hafí verið keyrt í kaf. Ég var í talsambandi við Guðjón á föstu- dagskvöldinu og þá var veður frekar slæmt, um 30 mflna vindur. Það er þó mjög ólíklegt að veðrið hafí vald- ið þessu. Nordfjord er frekar stórt skip og þolir mikil veður. Við höfum stundum lent í allt að 100 mílna vindi án þess að það hafí sakað." Sagði Ágúst að ef skipið hefði skyndilega fyllst af vatni væri það útbúið mjög öflugum dælum og einnig hefðu ver- ið til staðar mjög góð slökkvitæki ef eldur blossaði upp. Björgunarbún- aður væri einnig mjög fullkominn og sjálfvirkur. „Við lifum enn í voninni meðan þeir hafa ekki fundið björgun- arbátinn en hann hefði undir öllum kringumstæðum átt að koma upp á yfírborðið. Landhelgisgæslan leitar enn og mun væntanlega gera það þangað til eitthvað fínnst. Þetta eru auðvitað erfíðir tímar fyrir okkur héma en við höfum fengið mikið af hughreystandi símtölum frá íslandi sem við emm þakklát fyrir." Ágúst Guðjónsson hefur stundað útgerð frá Seattle í 25 ár. Fimm manns em í áhöfn skipsins sem saknað er, Guðjón Roy Guðjóns- son, 30 ára, Grétar Halldórsson, 35 ára, Marty Mercer, 30 ára, Chris Boss, 22 ára, og Bill Schmelfudt 47 ára. AP Nordfjord, skip Ágústs Guðjónssonar útgerðarmanns í Seattle, en þess hefur verið saknað síðan á laugardag. Tveir íslendingar eru í áhöfn skipsins. __________________|

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.