Morgunblaðið - 27.09.1987, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.09.1987, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 9 15. sd. e. Trin. Mt. 6; 24.-34. Hvers vegna eykst lyfjaneyzla okkar Islendinga svo ört? Við hljótum að leita eftir orsök og síðan að verða að horfast í augu við afleiðingarnar. Það er þekkt erlendis frá, að aukinni velmeg- un fylgi aukin lyfjaneyzla og læknismeðhöndlun, einkum hvað varðar taugalækningar og sálgæzlu. Ef þetta er rétt, að samband sé þarna í milli, virðist mér að áhyggjumar og kvíðinn séu orsökin. Allt í kringum okkur er fólk fullt af kvíða. Áhyggjurnar næstum speglast í andliti þess og fasi. Það er vafalaust mest áhyggjur um afkomu, húsbygg- ingu, bílakaup, utanlandsferð, of mikla fjárfestingu sem lagt var út í og víxlarnir gefa engin grið og það er í hættu sem áður var aflað. Eða eru það áhyggjur um heimilislífið, kólnandi ást milli maka, bömin, sem em að eldast og vaxa frá foreldrum, stundum með átökum og stund- um með þögn. Eða em það áhyggjur varðandi einmanaleika eða of margbrotin samskipti við aðra þar sem óheilindi og ótrún- aður fylgja í kjölfarið. Ef til vill em það áhyggjur um heilsuna og mataræði, útlit eða eitthvað annað. Áhyggjumar virðast alls staðar geta smogið að, annars vegar varðandi það sem er liðið og þar verður engu um breytt og hinsvegar varðandi þann tíma sem kemur, en um hann fáum við heldur engu ráðið. Þessar áhyggjur hafa áreið- anlega alltaf fylgt manninum, en hvers vegna ætli þessar áhyggjur séu þyngri í velferðar- þjóðfélagi. Getur verið að það séu áhyggjur sem varða óheiðar- leika og tvöfeldni, áhyggjur sem varða of miklar eignir og ávöxt- un þeirra, áhyggjur sem varða of mikla skipulagningu sem kalla á mikinn hraða og alltaf tímaleysi, áhyggjur varðandi ferðalög, sem em farin til hvíldar en viðkomandi kemur svo oft þreyttari úr og síðan í framhaldi áhyggjur af heilsunni, að hvílast ekki, vakna oft, stund- um í svitakófi og síðan þessir margvíslegustu verkir? Höfuð- verkur og þyngsli, eymsli í vöðvum og stingir hér og þar. Auðvitað er leitað til lækna og ráð þeirra er svo oft lyfjagjöf. I fjallræðunni segir Jesús aft- ur og aftur að við eigum ekki að hafa áhyggjur. Hann segir: „Verið ekki áhyggjufull um líf yðar, hvað þér eigið að eta og hvað þér eigið að drekka, ekki heldur um líkama yðar, hveiju þér eigið að klæðast.“ Og hann bendir okkur til fugla himinsins og lilja vallarins. Hvert er hann að beina svari sínu? Til vinnunn- ar. Ræktu starf þitt vel hvert sem það er og leggðu þig allan fram um að gera þitt bezta og þá hverfa áhyggjumar á braut og samvizkubitið, sem fylgir því að hafa ekki gert sitt bezta. Jesús segir ennfremur: „Verið ekki áhyggjufullir um morgun- daginn, því að morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur; hverj- um degi nægir sín þjáning.“ Þessi orð tala til þeirra sem sorg- in og þjáningin hefur mætt, oft svo skyndilega og óvægið. Þau segja: Líttu aðeins til dagsins sem er að líða. Lifðu hann, og reyndu að sættast við sjálfan þig og hlutskipti þitt. Reyndu eins og þú getur að hugsa ekki lengra, ekki til næstu daga, því það getur svo margt breyzt, þjáningin getur jafnvel leitt til góðs og sorgin getur fengið svo ótrúleg smyrsl. Og þegar þján- ingin er þyngst, þá er það sannarlega nægjanleg byrði eins dags. Nóttin á að koma með svefn og hvfld og nýr morgunn með nýjan dag og ný fyrirheit. Fyrirheitið er í þessum orðum Jesú: „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis og þá mun allt þetta veitast yður að auki." Að leita fyrst ríkis hans er að finna sjálfan sig sem sköpun Guðs, finna til ábyrgðar gagn- vart því sem rétt er, vera talsmaður sannleikans í hverju máli, taka þátt í lífsbaráttunni, gleðinni og sorginni með öðrum. Finna samhljóm og hrynjandi sköpunarinnar í því sem hendir, jafnt hvort það er þungbært og veldur sársauka eða það sem gleður. Og á þeirri stundu sem þetta verður hverfa áhyggjumar á braut. Þetta gæti verið raunveruleg lækning svo margskonar verkja sem við annars reynum að lækna með lyfjum. Andleg vanlíðan og áhyggjuefni koma fram á líkama okkar og ég hygg að engin lyf geti læknað þau veikindi, aðeins frestað áhrifum þeirra um sinn. Og þegar áhrifin koma fram á ný er oft leitað eftir sterkari lyfjum, sem enn veita frest eða leitað til annarra ráða eins og t.d. að skipta um umhverfi, skipta um starf, skipta um maka, skipta um allt sem hægt er. En hvetju breytir það? Veld- ur það ekki aðeins enn meiri sársauka og er tilefni aukinna áhyggna? „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis.“ Leitaðu í einlægni á hans fund. Bið þú hanr. í bæn að leysa úr vandamálum þínum. Treystu á úrlausn hans. Og sé það eitthvað í fortíð þinni sem þú kemst ekki frá, talaðu þá um það í bæn þinni og bið þú um fyrirgefningu, bið þú um end- urnýjun og nýjan dag með morgni og kveldi — „og þá mun allt þetta veitast yður að auki“. Gengi: 25. sept. 1987: Kjarabréf 2,309 - Tekjubréf 1,257 - Markbréf 1,158 - Fjölþjóðabréf 1,060 ÞAÐ SKILAR HAGNAÐI AÐ ÞIGGJA RÁÐ SÉRFRÆÐINGA FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS ÞÚ GETUR TREYST ÞEIM FYRIR SPARIFÉ ÞÍNU: ÞÚ FÆRÐ EINKARÁÐGJAFA ÞÉR TIL AÐSTOÐAR Ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins eru þrautreyndir á verðbréfa- markaðinum.Þeir gæta þess að þú fáir hámarks ávöxtun af sparifé þínu. Upphæðin skiptir ekki höfuðmáli. Þú getur fjárfest í mörgum tegund- um verðbréfa og byrjað smátt eða stórt. Allt eftir því hvað fjárhagur þinn leyfir. Sérfræðingar okkar aðstoða þig við að finna hentugustu leiðina til að spara og hagnast í fjármálum þínum Það margborgar sig fyrir þig að koma og ræða við okkur á verðbréfamarkaðinum í Hafnarstræti 7 eða í Kringlunni. Við, ráðgjafar Fjárfestingarfélagsins, bjóðum ykkur velkomin. HVAÐ KEMUR SÉR VEL FYRIR ÞIG? Þú færð svarið þegar þú kemur og ræðir við ráðgjafa okkar. Þér til glöggvunar koma nokkur dæmi um leiðir til úrlausnar. Kjarabréf eru einföld og þægileg til ávöxtunar og söfnunar á sparifé. Þú getur byrjað með rúmar 1000 krónur til kaupa á Kjarabréfum. Tekjubréf eru hagstæð þegar þú vilt fá greiddar reglulega tekjur af sparifé þínu. Markbréf eru fjárfesting í viðskiptakröfum og skuldabréfum - aðallega til skamms tíma. Fjölþjóðabréf þegar þú vilt fjárfesta í innlendum og erlendum hluta- bréfum. Fjármálareikningurinn er sérlega hagstæður þegar þú ætlar að ávaxta stærri fjárhæðir með fjölþættum verðbréfaviðskiptum. Þjónustuþættir eru fleiri s.s. innheimtu-, tekju- og sparnaðarþjónusta. Anna Heiðdal Kolbrún Kolbeinsdóttir Pétur Kristinsson FJARFESTINGARFEIAGIÐ Hafnarstræti 7 101 Reykjavík S (91) 28566 Kringlunni 123 Reykjavík S 689700 Rósa E. Helgadóttir Valur Blomsterberg Sípisvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa ÖSA'SIA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.