Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 24

Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 Staðgengill Hitlers — myndin var tekin af Hess árið 1935. Eftir að Rudolf Hess hafði farið árangurslausa „friðar- för“ til Skotlands var hann lokaður inni í Mytchett Place í Surrey. Einn af gæslumönnunum hans þar var Barney Malone, sem þá var undirlautinant í skoska varðliðinu. Hann hélt leynilega dagbók um það sem fram fór á þeirri deild sem hann hafði umsjón með. Úrdrættir úr þessari óbirtu dagbók varpa nýju Ijósi á andlegt ástand þessa fræga stríðsfanga. Malone varðfljótlega Ijóstað Hess, staðgengill Hitlers sem hann kallar dulnefnunum „Z“, „R“ eða „Maðurinn", var mjög hræddur um að sér yrði byrlað eitur. Andleg heilsa hans var bág- borin og hann hugleiddi oft að stytta sér aldur. ÓRVINGLUN RUDOLFSHESS í BRESKU FANGELSI 21. maí. Á vakt alla nóttina. Leit inn til Z með reglulegu milli- biii. Fór og vakti hann kl. 8. Hann kvaðst vilja flesk og fisk í morgun- verð og jafnframt te. En þegar maturinn kom borðaði hann bara ristað brauð með smjöri og sagði um fleskið: „Það er of feitt.“ Hann snerti ekki við neinu. Ástæðan fyr- ir því að hann vildi skyndilega ekki borða var sú að hann hélt að ég væri að eitra fyrir sér. I samtali við Bames, háttsettan aðila hjá upplýsingaþjónustunni, kallaði hann mig „stóra, svarta manninn" og sagði að ég væri frá leynilögregl- unni. 25. maí. Borðaði morgunverð í skyndi og fór síðan til liðskönnunar stjómandans sem var haldin kl. 10.00 úti á akbrautinni. Hess kom út á svalimar og virtist hafa áhuga á því sem fram fór. En meðan á liðskönnuninni stóð fór hann skyndilega, og án þess að segja orð, að ganga gæsagang og fór þannig upp og niður eftir stígnum. Hugmyndin var greinilega sú að láta í ljós að honum þætti lítið til þessa koma. 28. maí. Z var spurður hvort hann vildi láta senda sér upp léttan hádegisverð. Hann svaraði: „Nei, ég ætla að fara niður og borða með ykkur, alveg sama matinn. Ég fer fram á það.“ Þegar ég fór niður í forherbergið voru Wallace ofursti og Bames mjög óhressir. Þeim leið- ist „Höfuð dauðans". Wallace segir núna: „Hann er ekki nema 35 shill- inga virði á viku.“ Hann fór svo upp til sín í fylu, augsýniiega út af Bismark, þýska orrustuskipinu, sem breski flotinn sökkti og þeir treystu á að hann kæmi ekki aftur þann daginn. Hann hefur verið mjög hræddur við að einhver úr leyniþjónustunni læðist inn til hans og skeri á slagæð til að láta líta svo út sem hann hafi fyrirfarið sér og hann er mjög sérvitur gagnvart mat. Hann hefur skrifað Hitler bréf þar sem hann segir að hann muni ekki fyrirfara sér þannig að ef hann geispi gol- Rudolf Hess og flugvél hans eftir lendinguna í Skotlandi. unni héma mun Hitler vita, að ekki hafi verið um sjálfsmorð að ræða og beita breska stríðsfanga hefnd- araðgerðum. Við kvöldverð í kvöld krafðist hann þess að Wallace ofursti fengi sér fyrstur af fiskrétt- inum, en fékk sér svo heldur ekki næstur. Yfirmanninum var mjög skemmt fyrir því að Z bað um hár- net_ til að nota um nóttina. Ég á erfítt með að ímynda mér að þessi illa fami maður, sem hlammar sér niður í stólinn, er hirðulaus í klæðaburði, tjáir sig kiaufalega, getur ekki dulið tilfínn- ingar sínar, sveiflast milli kátínu og þunglyndis, ber þess greinileg merki að vera iila haldinn andlega, gerir sér ýmiss konar grillur — hann sér andlit Hitlers í súpunni sinni að því er Kendrick, frá upplýs- ingaþjónustunni, segir, — trúir á ofsjónir og drauma — að þessi maður skuli hafa verið annar æðsti maður þýska ríkisins. Hann er svo lítilmótlegur og virðist ekki hafa neitt til að bera sem mikilmenni getur prýtt. Ofstækismaður 2.20 að morgni 29. maí. Hess er nýfarinn fram úr í annað sinn. Hann sagði: „Ég get ekki sofið. Geturðu útvegað mér dálítið viskí í snatri?" Um 2.40 kom hann inn í biðstofuna og sagði hvíslandi: „Má ég spjalla dálítið við þig?“ Hann gekk síðan á undan mér inn í setu- stofuna. Þar sagði hann: „Þú veizt af hveiju ég fór til Englands. Ég gerði það einfaldlega til að bjóða frið. Hundrað ára frið. Og nú sé ég engan. Og leyniþjónustan reynir að fá mig til að fremja sjálfsmorð eða gera mig að fífli. Síðustu nótt var hér hávaði fram undir morgun. Menn frömdu hávaða vísvitandi til að gera mig vitskertan." Síðan fór hann að tala um her- togann af Hamilton. „Ef þú kemur mér í samband við hann og segir honum hvar ég er, gerirðu þjóð þinni mikinn greiða. Konungur þinn verður þér þakklátur. Ég kom hing- að einfaldlega til að binda enda á þetta blóðbað. Enginn Þjóðveiji sem upplifði síðasta stríð vildi þetta stríð. Mér hefur ekkert orðið ágengt. Mér hefur mistekist." Hann virtist samanskroppinn, gamall maður, nánast útbrunninn er hann þagnaði og hlammaði sér í stól á móti mér, klæddur hvítum nátt- slopp, rauður í framan með bindi um báða ökkla. Augabrúnir hans voru úfnar og augun voru eins og í dapurlegu dýri. Þjáningar- og kvalarsvipur var á andliti hans. Hann sveiflaði höndunum í eirðar- leysi um olnboga sína og niður eftir stólnum. Hess er ofstækismaður sem trúir hvetju orði sem þýska áróðursvélin lætur frá sér fara. Ofsóknaræðið magnast hjá honum og ég held að hann sé alls ekki geðklofi eins og haldið hefur verið heldur virðist hann hafa öll ein- kenni sjúklegrar ofsóknarkenndar. 3. júní. Z skrifaði heilmikið síðdegis í dag á meðan ég dottaði fyrir aftan hann. Svo virðist sem hann hafi skrifað þá skilmála sem hann setur fyrir friðarumleitunum. Varðandi það hvort hann hafi vald til að semja um frið, setur hann fram afstöðuna Guð faðir og Guð sonur. „Ég þekki foringjann og for- inginn þekkir mig.“ 6. júní. Ég kom inn í forherberg- ið í miðri ráðstefnu. Mjög háttsettur leynigestur kemur til að hittu Z á mánudaginn. Hann og félagi hans verða kallaðir dr. Guthrie og Mac- kenzie og bílar þeirra eiga að aka rakleiðis inn um hliðin. (Guthrie var John Simon einn af ráðherrum Winstons Churchill, Mackenzie var Ivone Kirkpatric, sérfræðingur í málefnum Þýska- lands frá utanríkisráðuneytinu.) John Young liðsforingi kom öllu í uppnám er hann kvaðst hafa séð í dagbók Z að ráðherrann (Simon) væri væntanlegur. Þetta verður að fara fram með ítrustu leynd því að forsætisráðherrann er dauðhrædd- ur um að vitneskjan um friðaráætl- anir Hess geti sundrað þjóðinni. (Það hafa verið farnar friðargöngur í Liverpool.) 8. júní. Z var í slæmu skapi. Hann borðaði lítinn morgunmat. Þegar hann fór út til að gera æfing- ar gekk hann fram og til baka með hendur fyrir aftan bak, laut höfði, var grár í framan, talaði ekki og var reiðilegur. Við hádegisverð tók hann kjötdiskinn af Wallace of- fursta og sagði: „Gætirðu verið svo riddaralegur að leyfa mér að borða þetta? (Hann heldur að menn reyni að eitra fyrir honum.) Z er greini- lega ekki ánægður vegma ráðstefn- unnar á morgun. Maður veltir því fyrir sér hvort hann sé núna farinn að átta sig á að hann njóti ekki viðurkenningar sem fulltrúi þjóðar sinnar. 9. júní. Allur dagurinn var undir- lagður af heimsókn dr. Guthrie og dr. Mackenzie sem komu til að tala við Z. Doktoramir vom væntanleg- ir kl. 12.45. Varðmennimir við hliðin voru kvaddir á brott. Enginn mátti fara um innkeyrsluna. Allir voru látnir fara út úr anddyrinu. Sá sem gætti innra hliðsins var lát- inn víkja fyrir yflrmanni varðlið- anna sem fékk fyrirmæli um að láta bíl gestanna aka inn tafar- laust. Z birtist í einkennisbúningi sínum. Foley, (frá leyniþjónustunni) stóð í ströngu við að skipa mönnum niður við borð. Z sletti sér óðara fram í það og neitaði að sitja þar sem ljós skinu á andlit hans og vildi sitja bak við dr. Gut.hrie. Eg fór upp í tuminn til að sjá komu gest- anna en Henry ýtti mér út, því að ég átti ekki að sjá hveijir gestimir vom. Dr. G var augsýnilega mjög hræddur við að menn sæju hann ■* ft»t teVfc irfchMiUltLI. LLIUU LLU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.