Morgunblaðið - 27.09.1987, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
27
Jónas og- Magnús Torfi Ólafsson spjalla saman eftir vígslu Skeiðarár-
brúar þegar hringvegurinn var opnaður
á mínum ferli sem brúarsmiður.
Annar dó þegar pallar sem hann
stóð á fóru í ána. Fallið var ekki
hátt en hann hefur líklega rotast.
Við náðum honum fljótlega úr ánni
en það var samt of seint. Mörgum
árum seinna drukknaði maður þeg-
ar gúmmíbát hvolfdi undir honum.
Það gerðist þegar verið var að
byggja Borgarfjarðarbrúna. Onnur
slys sem menn í mínum flokki hafa
orðið fyrir hafa fæst verið alvarleg,
en ég sjálfur hef þó verið fremur
óheppinn að þessu leyti. Eg datt
einu sinni í Ölfusá en þá kom sér
að ég hafði lært að synda í sjónum
heima við Vatnsleysuströnd og ég
gat bjargað mér á sundi þó ég væri
í galla og stórum stígvélum, ég losn-
aði reyndar fljótlega við þau. Ég
brotnaði einnig einu sinni illa á
fæti og er með spelkur alltaf síðan.
Það varð sprenging inni í skúr sem
við vorum að vinna í, kviknaði í
kósengasi, og ég kastaðist út á
sveli og brotnaði mjög illa um hné-
lið hægri fótar. Mennimir tveir sem
með mér voru í skúmum brenndust
illa, ég slapp við það.
Tímakaupið í brúarvinnu hefur
verið heldur lágt alla tíð en við
höfum hins vegar alltaf unnið lang-
an vinnutíma og þannig fengið
allgóð laun. Hitt er svo annað að
ef menn em á annað borð komnir
í þetta þá er eins og eitthvað dragi
þá í þetta aftur, líkt og sagt er að
gerist með sjómenn. Þegar líða tek-
ur að vori fara menn að ókyrrast
og vilja komast út á land, út í nátt-
urðum við að hugsa um okkur sjálf-
ir hvað allt snerti nema mat. Við
þvoðum af okkur og gripum til
ýmissa ráða til að leysa þau mál.
Oft vomm við svo lengi í hverri
sveit að fólkið í kring var farið að
líta á okkur sem heimamenn og
veitti okkur ýmsa aðstoð t.d. við
þvotta. Ráðskonumar vom með
þvottabretti sem við fengum lánuð
og reyndum að nudda úr fötunum
á þeim. Við vomm yfirleitt tveir í
tjaldi og það var olíuvél í hvetju
tjaldi. Við höfðum það þannig að
þegar við vomm búnir að vinna þá
hituðum við vatn í fötu til að þvo
okkur og gættum þess þá að báðir
gætu þvegið sér um andlit áður
farið yrði að þvo hinn hluta líkam-
ans. Eins var það ef menn þurftu
að þvo, þá vom nærfötin sett í fötu,
og soðin og síðan vom önnur fata-
plögg þvegin á eftir. Eitt skorti
okkur aldrei og það var vatn. Það
var alltaf mjög nálægt tjaldbúðun-
um, en samt kom oft fyrir að það
væri metingur um hver ætti að
sækja vatnið út í ána. Um þetta
stóðu oft miklar deilur enda verða
menn alls staðar að hafa eitthvað
til að þrasa um. Til alvarlegra
ágreiningsmála eða slagsmála kom
hins vegar sjaldan.
Það var oft erfitt fyrir okkur
tjaldbúanna að kveðja þegar við
höfðum verið lengi á sama stað og
oft vom okkur haldin kaffisamsæti
í restina. Fyrir kom að okkur væm
haldin samsæti í samkomuhúsunum
t.d. í Öræfunum, enda byggðum við
Unnið við brúargerð á Hvítá við Iðu í Árnessýslu
að breikka veginn upp í Hvalfjörð.
Við vomm búnir að gera þetta fínt
og gera góð ræsi og fleira. En svo
komu Ameríkanar og mddu öllu
burtu sem við höfðum gert, þá
þurftu þeir enn breiðari veg. Brýrn-
ar hafa raunar verið að smá breikka
eftir því sem árin hafa liðið. Áður
en ég bytjaði sögðu reglur að brýr
skyldu vera a.m.k. þrír metrar.
Stuttu seinna var því breytt í 3,30
m. og nú em þær allt uppí 6 metr-
ar á breidd. Menn vom alltaf að
spara og rauði þráðurinn gegnum
öll þessi ár hefur verið að gera
ekki meira en bráðnauðsynlegt hef-
ur þótt.
Lífshættir
brúarvinnumanna
Skúraþyrping við Fossá í Hvalfirði
(L-
Við í brúarvinnuflokkunum sótt-
um skemmtanir í þeim sveitum þar
sem við dvöidum í það og það skipt-
ið og það var oft gaman. Eitt og
annað gerðum við okkur líka til
skemmtunnar í tjaldbúðunum. Við
spiluðum á kvöldin og tefldum og
svo vorum við í útileikjum svo sem
fótbolta og þess háttar. Það var
helst að það væri hráslagalegt í
tjöldunum á haustin þegar fór að
kólna og rigna. Fyrst þegar ég byij-
aði í brúarvinnunni mynduðu menn
með sér matarfélag, þá var keypt
hráefni og kostnaði deilt niður en
laun ráðskonu borgaði vegagerðin.
Þetta breyttist um 1960, þá komu
svokallaðir fæðispeningar. Það
gekk alltaf vel að fá ráðskonur, það
voru allar vitlausar í að komast í
slíkt. Þetta þótti ágæt vinna þó
launin væru lengi vel ekki góð, það
er breytt núna.“
Ég spurði Jónas hvort þeim færi
ekki að fækka þeim ám sem óbrúað-
ar væru á landinu. Jú, hann kvað
svo vera, en hins vegar þyrfti stöð-
ugt að vera að endurnýja brýr, þær
gömlu svöruðu ekki kröfum tímans
og yrðu því að víkja fyrir nýjum
brúm og svo væri hitt að oft þyrfti
að brúa árnar á fleirum en einum
stað.
„Ég hef stundum byggt margar
býr yfir sömu ána,“ sagði Jónas.
„Við brúargerð finnst okkur alltaf
undirstöðurnar skipta mestu máli,
hvernig gengur að komast upp úr
vatni eins og við köllum það. Það
þykir gott að byggja á klöpp. Sé
byggt á eyrum þarf að reka niður
staura og grafa fyrir stöplum. Þá
er meiri hætta á að grafi smám
saman undan brúnum. Nú eru löngu
komin tæki til að reka stauranna
almennilega niður og dælur til að
nota á meðan og því hefur aðstaðan
ti! að vinna við þetta gjörbreyst.
Brúarvinna er ekki hættulaust
starf. Ég hef misst tvo starfsmenn
Jónas Gíslason ásamt konu, börnum, tengdadóttur og barnabörnum
fyrir utan húsið við Marbakkabraut. Myndin er tekin fyrir nokkrum
árum. Efst stenda Þorgerður og Jónas, þá Þorleifur, Gísli og kona
hans Aðalbjörg með son þeirra Eirík. Fyrir neðan standa f.v. Björg
með fyrsta barnabarnið, Gerði, tvíburarnir Flosi og Elín og Ivar. A
myndina vantar Magnús, mann Bjargar.
Nýja brúin yf ir Síká í Hrútafirði, gamla brúin fyrir neðan þá nýju
Upplýst tjaldborg á rökkvaðri ágústnótt
úruna. Yfir vetrartímann höfum við
lengst af unnið hér fyrir sunnan
hjá Vegaverðinni, mest við bygg-
ingar, við að smíða vegavinnuskúra
og fleira .
Eftir að við Þorgerður giftum
okkur bjuggum við í Reykjavík í
þrjú ár en svo fluttum við til Kópa-
vogs. Ég sótti um lóð í Reykjavík
en fékk ekki. Kunningi minn kom
mér þá í samband við Finnboga
Rút sem var oddviti hérna þá og
hann útvegaðí okkur lóð. Þá hét
þetta Kársnesbraut 10 e, seinna
varð þetta Kársnesbraut 30 og nú
er þetta Marbakkabraut 19. Ég
bytjaði strax að steypa upp kjallar-
ann en varð að hætta áður en ég
gat lokið við það verk, ég hafði
ekki ineira timbur, það var skammt-
að þá. Við fluttum svo hingað j
mars 1953 og þá var húsið hálfkar-
að.
Þó ég væri girtur maður og kom-
inn með fjöldskyldu þá lifði ég eigi
að síður hálfgerðri piparsveinsti’-
veru talsverðan hluta af árinu. Lifði
í karlasamfélagi en auðvitað fylgdi
ég ekki félögum mínum í sama
mæli og verið hafði áður en ég gifti
mig. Ef farið var á skemmtanir fór
ég þó alltaf með _en hafði svona
hægara um mig. I brúarvinnunni
þar margar bryr og vorum þar
mörg sumur. Við byggðum fyrstu
brúna þar árið 1954 en þá síðustu
árið 196'i, þegar við brúuðum Jök-
ulsá á Breiðumerkursandi. Seirn.a
var Skeiðará brúuð og þá var hring-
vegurinn opnaður. Við sögðum
stundum að við hefðum oftlega orð-
ið að seinka för okkar um einn dag
til að geta komið á alla þá bæi sem
við áttum heimboð á. þetta er svona
nærri því satt. Hitt er hins vegar
gullsatt að okkur var alls staðar
mjög vel tekið og fólk var mjög
glatt þegar við komum til að byggja
brýr yfir ár sem kannski höfðu ver-
ið fólki farartálmi frá alda öðli.
Maður fann það vel á þessum
ferðum hve það var lengi vel mikill
munur á sveitabrag í hinum ýmsu
sveitum landsins, nú finnst mér
þetta hins vegar allt saman orðið
eins.
Oxaríjörðurinn var sérstaklega
myndarleg sveit og ég man að mér
þótti það merkilegt hve vel búnar
húsgögnum stofurnar á bæjunum
þar voru á árunum í kringum stríð.
Maður kom í margar fínar stofur í
þeirri sveit. Afkoma hefur vafalaust
verið þar góð, enda er Öxarfjörðuv-