Morgunblaðið - 27.09.1987, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
HARÐJAXLJIMIM
Breski leikarinn Bob Hoskins, sem lék Mussolini í nýlega sýndum sjónvarpsþáttum,
er orðinn harðjaxl bíómyndanna númer eitt en vildi sjálfur helst leika í Mary Poppins
„Nú, jæja, ég er rétt
búinn að svæfa Rósu
dóttur mína þegar
skrattans síminn hringir
og blókin segir: „Þetta
er Francis Ford Coppola.
Ég vil gjarnan að þú
leikir í bíómynd fyrir
mig.“ Svo ég segi bara,
„Já, er það svo? Sjálfur
er ég Hinrik áttundi og
þú ert búinn að vekja
krakkann, helv . . . !
Ekki góð byrjun. En hann
hringdi aftur.“ Þannig
lýsir breski leikarinn
Bob Hoskins því hvernig
hann fókk hlutverk
Owney Madden í
gangstermynd Coppola,
The Cotton Club.
>
Hoskins er 45
ára og ís-
lenskir sjón-
varpsáhorí-
endur kynnt-
ust honum
svolítið þeg-
ar ríkissjón-
varpið sýndi ítalska myndaflokk-
inn Dagbækur Ciano greifa, en
í honum lék hann sjálfan Musso-
lini og það kom ekki sérlega vel
út. Hoskins-týpan hentaði ekki
II Duce. íslenskir bíósjúklingar
hafa þekkt hann í ólíkari og betri
hlutverkum í nokkurn tíma, a.m.
k. frá því Háskólabíó sýndi
^ myndina The Long Good Friday.
í henni lék Hoskins eftirminni-
lega ofsafenginn stórkrimma og
passaði í rulluna eins og glasið
við barinn. Krimmahlutverkið var
og er sniðiö fyrir samanrekinn,
kraftalegan búkinn, rúnaöan
hausinn og kokney-framburðinn
sem fengið gæti Michael Cane
til að stama. Eftirminnilegustu
hlutverkin eru krimmahlutverkin;
The Long Good Friday, The
Cotton Club og Mona Lisa, sem
er hans besta mynd til þessa.
Hann fékk leikaraverölaunin á
Cannes fyrir hana.
„Síðan ég fékk þessi verðlaun
streyma tilboðin. Sundlaugar i
Los Angeles. Stórt hús. Nefndu
það bara. En ég kann vel við
mig hér," segir hann sitjandi
inná krá í London. Það eru að-
eins tveir landar hans sem hann
kann ekki vel við. Annar er David
Puttnam. „Allt þetta hjal um að
Puttnam endurreisti breska kvik-
myndiðnaðinn — svo flýgur
hann til Bandaríkjanna við fyrsta
tækifæri. Við þurfum ekki á
greiöasemi hans að halda." Hin
persónan sem kveikir neista í
Hoskins er Margaret Thatcher.
„Bretland á erfitt núna, félagi.
Þessi árans kvenmaöur hefur
skemmt fyrir verkamanninum
eins og eitur. Eins og Hitler."
Með blandi af hráu stétta-
hatri og augnabliks tilfinninga-
æsingi siglir Hoskins áfram.
Cannes-verðlaunin eru aðpins
ein af mörgum. Gagnrýner.dur
bæði Los Angeles og New York
Hér hugg-ar hann Cathy Tyson
í Monu Lisu.
Hoskins í hlutverki Mussolinis-
hafa verðlaunað hann, hann á
Golden Globe-styttu og hefur
verið útnefndur til Óskarsverð-
launa. Nýjasta myndin hans er
A Prayer for the Dying með
Mickey Ftourke og Alan Bates,
en hún var nýlega frumsýnd í
Bandaríkjunum, og núna ætlar
Hoskins að filma eftir sínu eigin
handriti mynd sem hann kallar
The Raggedy Rawney. Hann
leikstýrir og leikur aðalhlutverk-
ið. Myndin er um líf tatara í
stríði og verður tekin í Tékkó-
slóvakíu.
Hann segist hafa orðið leikari
af helberri tilviljun. „Yeah, sjáðu
til. Ég sat inná bar árið 1968,
öskureiöur og talsvert drukkinn
líka. Ég var að bíða eftir kunn-
ingja mínum þegar þessi blók
vindur sér að mér og segir: Þú
ert næstur. Svo ég staulaðist
upp á næstu hæð, las uppúr
handriti og fékk hlutverkið.
Svona var það nú."
Hann er núna að leika í Who
Framed Roger Rabbit?, teikni-
myndafantasíu sem Robert
Zemeckis (Aftur til framtíðar)
leikstýrir. Það er hryllilega þreyt-
andi. „Ég er úttaugaður, félagi,"
segir hann þar sem hann liggur
í búningsklefanum sínum.
„Óskaplega krefjandi þessar
íeiknimyndir. Ég verð að leika
út í loftið og svo setja þeir tækni-
brellurnar inn seinna. Veistu að
þessi nýja teiknimyndatækni
kostar 100.000 dollara á
mínútu? Það er því eins gott að
allt fari vel." Hann leikur Eddie
Valiant, drykkfelldan, gamlan
spæjara a la Marlowe.
Hann leikur aftur á móti ka-
þólskan prest í A Prayer for the
Dying, en myndin sú er byggð
á samnefndri bók Jack Higgins.
Presturinn verður vitni að morði
sem IRA-maðurinn Martin Fall-
on (Rourke) fremur en myndin
snýst að nokkru leyti um griða-
hlutverk skriftanna því Fallon
gengurþegartil skrifta hjá prest-
inum og viðurkennir glæpinn og
presturinn bindst þagnarheiti og
getur ekki sagt frá honum.
Hluti myndarinnar vat tekinn
utandyra i East End í London
og Hoskins hempuklæddur að
kaþólskum sið varð fyrir ýmsu
skrítnu á milli taka. Fyrir það
fyrsta leið honum ekkert sérlega
vel í hernpunni. Hann fór hjá sér
í henni. „Pabbi gamli ól okkur
krakkana upp sem sósíalista og
trúleysingja. Sjálfur er ég ekki
trúaöur. Óg ég varð að bera
búninginn allan daginn. Einu
sinni kom að mér kona og byrj-
aði: „Ég er svo einmana, faðir
og pillan er hætt að virka." Hvað
átti ég að gera? Ég sagði henni
að setjast niður í einhverjum
skemmtigarðinum með bæna-
bókina sína og fara með allar
bænirnar í henni og hugsa um
hvað orðin þýddu. Það virtist róa
hana. Ég held ekki að ég hafi
gert neitt rangt."
— En hvað með spurninguna
um irland?
„írar," segir Hoskins ákveðið,
„eru einhver siðaðasta þjóð
heims. Og þeir hafa staðið í
baráttu í sjö hundruð ár. Ég
veit að það mun verða ráðist á
Bob Hoskins í London: Ég er allur hinn niýksti.
þessa mynd. Það var ráðist á
mig fyrir að leika Mussolini eins
og manneskju. En drama er um
manneskjur."
Hoskins hafði fyrst verið beð-
inn að leika óþokkann Jack
Meehan i myndinni en hann vildi
ekki leika fleiri gangstera í bili
svo Alan Bates, sem uppruna-
lega átti að leika prestinn, fékk
óþokkahlutverkið. Hoskins seg-
ist vera sama þótt hann sé
kallaöur „kokneyjar-Cagney"
eða jafnvel „hinn enski Edward
G" (hverjum væri ekki sama?).
En hann vill sýna að hann búi
yfir meiru.
Hann býr sannarlega yfir
glaðværð og kátínu sem kemur
fram m.a. þegar minnst er á
börnin hans. Þau tvö hlutverk
sem hann vildi helst af öllu leika
eru Ljónið í Galdrakarlinum í Oz
og „hlutverk Dick van Dyke" í
Mary Poppins. Og hann segir:
„Mér býður svo við ofbeldi að
það trúir því enginn. Ég þoli
ekki þessi blóðugu myndbönd."
Hann fékk handritshöfundinn
David Leland til að draga niöur
í ofsanum í smákrimmanum
sem hann lék í Monu Lisu. „Það
má vera að ég líti hörkulega út
— sé ekki oft manaður í slags-
mál — en ég er allur hinn
mýksti."
Byggt á American Film.
— ai.