Morgunblaðið - 27.09.1987, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 27.09.1987, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 37 Jackson, Wyoming. Frá Old Faithful-hverasvæðinu. morgunverð gengum við niður i þjónustumiðstöðina til þess að leita upplýsinga og var okkur ráð- lagt að fara til Jackson, sem liggur syðst í garðinu, í 50 mílna fjar- lægð. Viðgerðarmaður staðarins bauðst til þess að draga bílinn smáspöl og vita hvort hann hrykki ekki í gang og það dugði. Við vor- um ekki sein á okkur, stukkum inn í bíl og ókum af stað suður á bóg- inn. Við komum til Jackson um há- degi og það fyrsta sem við sáum var verkstaeði. Við vorum svo feg- in að fá geymi að við létum okkur fátt um finnast þó að hann kostaði 70 dollara. Að viðgerðinni lokinni fengum við okkur göngutúr um bæinn. Þetta reyndist vera einn af þeim bæjum sem dubbaðir eru upp til þess að draga að ferðafólk, en bærinn hefur verið gerður upp sem gamaldags kúrekabær. Við fórum í ökuferð í gömlum hest- vagni eða póstvagni, en ég gat ekki annaö en vorkennt hestunum því að biðröðin var löng og hitinn mikill. Strákarnir voru yfir sig hrifnir. Þeim fannst þeir vera komnir í bíómynd með John Wayne. Þarna var líka hægt að láta taka af sér myndir upp á gamla mátann, ýmist sem gleði- kona, byssubófi eða bara sem venjuleg 19. aldar fjölskylda. Öll húsin eru bjálkahús og framhlið- arnar merktar sem fangelsi, leik- hús, krár eða gamaldags verslanir. Rétt fyrir utan bæinn var þyrping af gömlum indíánatjöldum en fyrir framan þau lágu ýmiss kon- ar handunnar vörur, svo sem ofin teppi, leðurmottur saumaðar sam- an á skrautlegan hátt, veski og margt fleira. Allt var þetta óhemju dýrt og ekki fyrir neina meðaljóna að kaupa þennan varn- ing. Á leiðinni til baka var stansað við Jackson Lake og gúmmíbáturinn dreginn fram. Á meðan karlpeningurinn reri út á úfið vatnið sat ég í fjörunni og virti fyrir mér Teton-fjöllin sem teygðust 13.766 fet upp i háloftin og eru meðal yngstu fjalla megin- lands N-Ameríku. Við komum aftur á tjaldstæði fyrir rökkur og fannst notalegt þegar vinalegt starfsfólkið vildi vita hvernig hefði gengið að fá nýjan geymi. Gamli góði Geysir Það var erfitt að hafa sig af stað á fimmtudagsmorgni frá þessum notalega stað og klukkan var að verða eitt þegar við ókum inn í Yellowstone Park. Það er um ýms- ar leiðir að velja þegar komið er inn í þjóðgarðinn. Við létum kylfu ráða kasti að þessu sinni og tókum leiðina í vestur. Eftir u.þ.b. hálf- The Grand Tetons. tíma keyrslu komum við að miklu hverasvæði sem kallast Old Faith- fui Geyser, eftir stærsta hvernum sem gýs samviskusamlega á klukkutíma fresti í 115—180 feta hæð, en gosið varir í 4 mínútur. Skógarnir viku hér fyrir hverun- um, sem náðu yfir nokkuð stórt svæði, en inn á milli þeirra stikl- uðu elgir, hreindýr og vísundar. Við gengum um svæðið í rúman klukkutíma, en göngubrýr eða gangbrautir liggja á milli hver- anna. Mjög ströng fyrirmæli eru um að fólk stigi ekki út af gang- brautunum og eru verðir á hverju strái til þess að fylgjast með fólk- inu. Við hvern hver er spjald þar sem á standa jarðfræðilegar upp- lýsingar auk nafns hversins. Glæsilegt hótel er á staðnum, Old Faithful Inn, upphaflega opnað 1904 en síðan þá hafa verið byggð- ar við tvær álmur. Yellowstone Þegar líða tók á dag vorum við búin að fá okkur fullsödd af hver- um af ýmsum stærðum og gerðum en af skógum, fjöllum og vötnum fengum við aldrei nóg. Við ókum upp og niður fjöll og firnindi og þéttir skógar voru á báða bóga. Einstöku sinnum kom graslendi í ljós en á því voru oftast hjarðir vísunda. Næst viðkomustaður var Madison Museum, en þar voru myndir og upplýsingar um Yell- owstone-þjóðgarðinn. Hann fannst árið 1869 og sett voru lög um þjóðgarð 1872, fyrsti og fræg- asti þjóðgarður heims er sagt. Norðarlega í garðinum liggja upp- sprettur ánna Missouri og Snake River og fellur sú fyrrnefnda í Atlantshafið en sú síðarnefnda í Kyrrahafið. Hér eru yfir 200 fuglategundir auk allra algengra skógardýra. Við vildum ekki fara of hratt í gegnum garðinn en hvergi var leyfilegt að tjalda. Ekki þorðum við að brjóta lögin og eiga það á hættu að lenda í bjarndýrs- hrömmum svo áfram var ekið hægt og sígandi. Hrikalegir jarðskjálftar hafa tíðum ógnað fólki á þessum slóðum og ekki er langt síðan fjöldi manns fórst hér vegna jarðhræringa. Það fór því um okkur hrollur þegar við litum niður hrikaleg gilin og upp brattar hlíðarnar. Þegar við fórum að nálgast Montana fundum við tjaldstæði hátt uppi í fjöllunum á stað sem kallast Eisenhower Falls. Við ókum um þéttsetið svæðið og fundum loks autt stæði þar sem við tjölduðum. Við höfð- um ekki fyrr hreiðrað um okkur, en fólk sem átti húsvagn skammt frá kom heim og tilkynnti okkur að þetta svæði tilheyrði þeim. Þetta voru elskuleg hjón og þau hlógu bara að mistökunum og báðu okkur fyrir alla muni að vera kyrr. Litlu seinna kom vörðurinn og tók okkur tali. Hann var gam- ansamur, enda hafði hann verið kennari í 30 ár. Hann sagði að mörk milli tjaldstæða væru óljós og loforð um að breyta þessu væri gefið á hverju ári, en aldrei gerð- ist neitt. Vörðurinn bauð okkur á litskyggnusýningu með öðrum íbúum tjaldstæðisins. Hann hélt fróðlegan fyrirlestur um jarð- fræðilega sögu staðarins og sýndi myndir af hverum og öðrum nátt- úrufyrirbærum á sérstöku svæði skammt frá tjaldstæðinu sem merkt var sem hringleikahús, en er í raun bara nokkrir trébekkir og sýningartjald. Þarna var hægt að sýna kvikmyndir, en Banda- ríkjamenn virðast ekki geta farið í útilegu án þess að fá að sjá bíó- myndir og þess vegna eru þessi hringleikahús á öllum meiriháttar tjaldstæðum þar sem ekki er hægt að komast í samband við sjónvarp. Þar sem við vorum ólöglega staðsett var ekki um annað að ræða en að hafa sig upp í býtið morguninn eftir. Fyrsti spölurinn þennan dag varð þó aðeins ein míla. Bak við verslun staðarins er mikill foss, Tower Falls, og göngu- braut hlykkjast niður gil niður að ánni sem fossinn fellur í, en fall- hæð hans er hálf míla. Við geng- um niður gilið, en neðst niðri var það mjög þröngt og loftið rakt og kalt. Það var leikur einn að kom- ast niður en öllu erfiðara að klöngrast upp aftur. Vörðurinn fróði hafði sagt okkur kvöldið áð- ur að fyrir nokkrum dögum hefðu hjón mætt bjarnarhúnum á þess- ari slóð svo að við vorum við öllu búin. Enginn kom þó björninn en mjög lítil kvikindi, sem ég kann ekki að nefna, skutust til og frá. Tjaldraunir Það var ekki sársaukalaust að yf- irgefa þennan fallega þjóðgarð en fjárhagurinn var naumur og áfangastaðurinn í nokkur þúsund , kílómetra fjarlægð. Við sprettum því úr spori og brunuðum inn í Montana. Paradísardalur varð fyrsti dvalarstaður okkar í þessu fyiki og hér fundum við tjaldstæði merkt upphafsstöfunum K.O.A. Upphafsstafirnir tákna félag tjaldstæðaeigenda, en þetta er e.k. hringur sem hefur ákveðinn gæða- stimpil enda eru tjaldstæðin frek- ar dýr, flest með gufubaði og góðri sundlaug. Sólin hafði leyft sér að fara í frí um stundarsakir og þeg- ar fór að rigna var lítið annað hægt aö gera en að fara í sund. Sundlaugin var heit og góð, enda nálægt hverasvæði. Um kvöldið þegar stytti upp bjuggum við til myndarlegan varðeld og héldum honum lifandi fram undir mið- nætti. Þegar við lögðumst til svefns drundu þrumur miklar í háloftunum. Skömmu síðar sáum við loga bera við tjaldið, en það hafði lifnað aftur í glæðunum. Davíð skreið út og barði niður eld- inn en það var annar aðili sem sá um að gera um betur því að skömmu síðar skall úrhellisrign- ing á tjaldið. Við reyndum að sofna en Hjótlega urðum við vör við að loftið fór að leka. Efst á tjaldinu er flatur þríhyrningur og þar myndaðist pollur, sem síðan þrýsti sér í gegnum sauma tjalds- ins. Davíð datt í hug að rífa í sundur stóran plastpoka og setja á milli tjaldhimins og tjalds. Þetta tók töluverðan tíma en að lokum var pokinn kominn á réttan stað og var þá aftur lagst til svefns. Ekki höfðum við legið lengi er annar drengjanna tilkynnti að hann yrði að pissa, þó að lífið lægi við og þegar hann hafði lokið því brölti var loks hægt að fara að sofa. Flestir sofnuðu fljótt; ég fór að hugsa um ungan Ástralíubúa sem ekið hafði verið á á veginum utan við tjaldsvæðið og hann skil- inn eftir í sárum sínum. Þessi ungi maður hafði svo dáið þarna á veg- inum en seinna var reistur þar lít- ill kross til minningar um atburð- inn sennilega öðrum til viðvörun- ar. Davíð dreymdi að tjaldið hefði allt rifnað í sundur svo ekki voru hugsanir okkar of bjartar þessa * nótt. Það var heldur ógeðslegt að taka saman næsta morgun og sem betur fór gerðist það afar sjaldan að við þyrftum að taka saman við slíkar aðstæður. Old Faithful Gcyser. Yellowstone Park.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.