Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
39
sjálfsvorkunn ofan í svefnpokann
sinn. Við þetta allt bættust svo
þungar drunur frá matsalnum.
Stöfuðu þær frá karlkyns fugla-
skoðara sem hafði hrotið það hátt
og frekjulega að félagar hans sáu
sér þann kostinn vænstan að bera
hann út úr svefnsalnum með koju
og öllu saman. Maðurinn rumskaði
ekki meðan á flutningnum stóð, en
vaknaði furðu lostinn næsta morg-
un á miðju gólfi matsalarins.
Hvað er það nú?
Þúfutittlingoir?
Allir voru ánægðir með Vest-
mannaeyjar og þá fugla sem þar
fyrirfundust. Síðan var haldið upp
á land aftur og tók ferðin til Mý-
vatns samtals þtjá daga. Ætlunin
var að fara norður Sprengisand en
hann var því miður lokaður og var
því hin venjulega norðurleið farin
með viðdvölum á hinum ýmsu stöð-
um. Eina nóttina gistum við á
Selfossi og þar var aðstaða öll og
þjónusta alveg sérstaklega hrós-
verð, mættu margir taka sér hana
til fyrirmyndar. En þetta var góð
ferð norður því ráðherrafrúin end-
ursagði allar sögur Gabriel García
Márguez og nýi kokkurinn sem var
eini áheyrandinn varð rangeygður
af sælu. Loksins eitthvað annað en
fuglar.
Það var ekki amalegt að sýna
útlendingunum Þingvöll, Gullfoss
og Geysi í dásamlegu sumarveðri.
Þeir næstum táruðust af hrifningu
yfir fegurð landsins. En fuglaskoð-
arar eru engir venjulegir ferðamenn
og kom það best í ljós við Geysi.
Þegar þeir höfðu horft nægju sína
á Strokk leika listir sínar, þá tóku
þeir vitanlega upp sjónaukann sinn
og fóru að skima eftir fuglum.
Kona nokkur sem var stödd þarna
með öðrum ferðahópi skaust inn í
runna við hliðina á gossvæðinu til
að létta af sér, og þar sem hún sit-
ur á hækjum sínum og á sér einskis
ills von, kemur hún allt í einu auga
á flokk manna sem starir á hana
gegnum sjónauka. Hún stökk á
fætur að harmkvælum og buxurnar
á hælunum, en mínir menn héldu
áfram að kíkja á fuglinn sinn og
höfðu ekki hugmynd um hvað gerst
hafði.
Alla ferðina var sífellt verið að
Leikkonan heimtaði að skera brauðið úti i náttúrufegurðinni. (Á
Amarstapa).
Þau sáu einhvern fugl, sögðu ekki orð, bara andvörpuðu.
Stundum fleygðu menn sér á jörðina.
miklu meira en það. Hann lét opna
fyrir okkur verslun á staðnum eftir
lokunartíma svo við gætum gert
nauðsynleg innkaup og lánaði okk-
ur síðan Volvóinn sinn óbeðinn. Við
vorum famar að hugsa alvarlega
um að fá húsið hans lánað líka. En
úr því maðurinn var svona elskuleg-
ur þá gengum við á lagið og vældum
vel og lengi um vöðvabólgu og þess
háttar sem fylgir því að sofa í svefn-
poka. Þá lét hann okkur allar þrjár
hafa sængur og kodda eins og al-
vöru hótelgesti. Ef allir menn væru
nú svona. Þetta urðu því notalegar
nætur á Laugum þrátt fyrir ein-
kennilegt eldhús.
Vatn og lamba-
kjöt, takk!
Einn daginn fórum „við fuglarn-
ir“ með í skoðunarferð kringum
Mývatn til að skoða fuglalífið. Nýi
kokkurinn lét tilleiðast og horfði
eitt andartak í sjónauka leiðsögu-
mannsins.
— Hvaða önd er þetta?
— Þetta er ekki önd, sagði leið-
sögumaðurinn þurrlega, þetta er
himbrimi.
— Nú jæja þá, en hvaða him-
brimi er þetta? spurði nýi kokkurinn
aftur og beindi sjónaukanum í allt
aðra átt.
— Þetta er ekki himbrimi, þetta
er húsönd, ansaði hann þreytulega.
Það var eftirtektarvert að sjá
hvemig fólkið smám saman gerði
sér grein fyrir auðæfum landsins.
Við höfðum reynt að fá það til að
drekka ferska vatnið okkar með
matnum, en það alltaf hunsað það.
Kannski skiljanlegt, því í Þýska-
landi drekkur fólk sjaldan vatnið
úr krananum, til þess er það of
mengað. En svo sást blikið í augum
þess þegar það horfði á tandur-
hreinar ámar og vötnin, friðarsvip-
urinn á andlitinu þegar það dró að
sér ferskt loftið og göngulagið létta
þegar tiifinningin um frelsi og
víðáttu gagntók það.
Svo fóru allir að þamba vatn.
Fóru að suða í okkur að fá nú
lambakjöt í matinn.
ífýlu
Við yfirgáfum Norðurland og
héldum til Snæfellsness með sífelld-
Þýski fararstjórinn Hans Grube og íslenski leiðsögumaðurinn Arni Gráir fyrir járnum, tilbúnir að leggja í Þórsshanann.
Waag við Kröflu.
stöðva rútuna á hinum ólíklegustu
stöðum, því þá hafði sést fugl. Þetta
reyndi á Kristján bílstjóra sem varð
að hemla fyrirvaralaust, stundum á
slæmum vegum. En hann tók því
með jafnaðargeði eins og öllu öðru,
stundi bara og sagði: „Hvað er það
nú? Þúfutittlingur’" Hann beið hinn
rólegasti meðan fólkið þaut út um
alla móa að skoða, stundum fékk
hann sér kríu — teinréttur í sæti
sínu.
Ámi leiðsögumaður sá alls staðar
fugla og var það ómetanlegt fyrir
fólkið. Hann kunni líka skil á öllum
villtum blómum og jurtum, og það
var ekki ósjaldan sem menn fleygðu
sér á magann til að skoða lítið
friggjargras betur. Manni ofbauð
þessi náttúruskoðun í fyrstu, en
smámsaman fæddist ný_ tilfinning
fýrir landinu. Náttúra íslands er
ekki eingöngu fjöll, fossar, jöklar
og vötn, heldur líka lítill þúfutittl-
ingur og fríggjargras. Hugstæð
varð setningin sem leiðsögumaður-
inn hafði sagt í upphafi ferðarinnar:
Allir náttúruunnendur em gott fólk.
Hótelstjórinn
á Laugnm
Við höfðum gist eina nótt á Laug-
um í Suður-Þingeyjarsýslu eins og
venjulegir hótelgestir, en ætluðum
síðan að gista fjórar næstu nætur
á öðmm stað. Ur því varð þó ekk-
ert, fólkinu hafði litist svo vel á sig
á Laugum að það vildi vera þar
áfram. Hótelstjórinn, Óskar
Ágústsson, hafði nú ekki átt von á
30 farfuglum en gat þó komið okk-
ur öllum fyrir, flestum í svefnpoka-
plássi. En eitt var þó vandamálið —
eldhús var ekkert til. Að vísu fyrir
hótelið sjálft og ákveðinn ijölda
farfugla en ekki fyrir þijátíu manna
hóp sem þurfti eigin aðstöðu. En
hótelstjórinn virtist hafa ráð undir
rifi hveiju.
„Við búum bara til eldhús,“ sagði
hann og stormaði með okkur mat-
seljurnar út í íþróttahús þar
skammt frá, upp á efstu hæð og
opnaði þar fyrir okkur gluggalaust
herbergi undir súð. Þar inni vom
tveir vaskar og borð. Búið. Ein-
hveijir ljósmyndaáhugamenn höfðu
notað þetta fyrir framköllunar-
herbergi. Hér skyldi cldað fyrir
rúmlega þijátíu manns í nokkra
daga. Leikkonan sagði að hjarta
sitt myndi bresta.
En Óskar _ hótelstjóri var hinn
hressasti. „í fyrramálið verða
komnar hér tvær hellur, fleiri vinnu-
borð og þar að auki matsalur fyrir
þijátíu manns. Matinn getið þið
geymt í kælinum hjá mér út á hót-
eli og svo getið þið fengið eitthvað
af pottum."
Hann stóð við allt saman og
um fuglastoppum. Reyndar þurfti
líka að stoppa á Akureyri til að
gera matarinnkaup, en það var það
versta sem hægt var að lenda í því
í hvert skipti sem ráðherrafrúin sá
verðið á matvörunum, þá rak hún
upp þvílíkt angistarvein að öll starf-
semi lagðist niður í viðkomandi
verslun. Oft spurði hún mig að því
hvemig við færum að því að lifa í
þessu landi, og ég sagði henni auð-
vitað eins og satt var að við lifðum
ekki, bara ynnum.
I Stykkishólmi var eiginlega
komið að stóru stundinni, því þaðan
skyldi haldið til Flateyjar til að
skoða þórshanann. Sumir úr hópn-
um sögðust eingöngu hafa komið
til þess ama en ekki veit maður
nú hvort það sé allur sannleikurinn.
En þvílík vonbrigði þegar þau sáu
ekki blessaðan fuglinn. Hann var á
friðuðu svæði á eynni og leiðsögu-
maðurinn gat ekki brotið reglur
með því að leyfa þeim þar inn.
Menn vom því súrir, sumir í al-
gjörri fylu og vildu hvorki kaffi né
brauð meðan þeir vom að jafna sig.
Við kokkamir gátum þó mýkt
skapið með alíslenskri kjötsúpu um
kvöldið. Algjör friður og himnesk
ró ríkti yfir borðhaldinu og flestir
borðuðu þar til þeir urðu rauðir og
þrútnir í framan.
Engar tvær kríur
eru eins
Á leiðinni að okkar síðasta við-
komustað, Arnarstapa á Snæfells-
nesi, kom leiðsögumaðurinn auga á
haföm. Hvers konar amaraugu
maðurinn hefur er erfitt að skilja ■
því ekkert sást nema gijót og enda-
laust úfið hraunið. En þetta bætti
nú heldur betur upp þórshanann.
Fólkið læddist út úr rútunni eins
og skæmliðar úr launsátri, alvopn-
aðir sjónaukum og hvíslaðist á
meðan það skoðaði. Þetta var
greinilega hátíðleg stund. Lands-
lagið var hrikalegt og þögult og
einkennileg dulúð lá í loftinu. Sum-
ir urðu allt í einu voðalega syfjaðir
í þessu andrúmslofti, læddust upp
í rútu og sváfu af sér haföminn.
Fólkið átti ekki orð yfir nátt-
úmfegurðina þama undir Jökli. Og
fuglamergðina. Og fólkið. Þau
sögðust alls staðar hafa mætt hlýju
og vingjamleika hjá íslendingum.
Þeim fannst þeir að vísu vera frem-
ur fámálir og hafa þann einkenni-
lega sið að horfa alltaf í suður og
austur þegar talað væri til þeirra,
en einlægt fas þeirra og framkoma
hafði töfrað það upp úr skónum.
Einnig höfðu þau margsinnis orð á
því hversu falleg íslensku bömin
væm — vel skapað höfuðlagið, and-
litin björt og augun skýr.
En á Arnarstapa, þessum fallega .
stað, urðu þáttaskil í lífi sumra.
Þegar ritan var að fæða ungana
sína þarna í hömmnum, þá blossaði
upp einhver forvitni í sálartetrinu.
Krían var þama líka í algleymingi,
frek og árásargjörn þegar einhver
nálgaðist umráðasvæði hennar.
Árni leiðsögumaður sagði með
festu: „Engar tvær kríur em eins“
og gekk inn á svæðið til að sýna
hin margvíslegu viðbrögð fuglsins
og sanna orð sín. Sumar stungu sér
strax á hann, aðrar sveimuðu garg-
Þeim fannst íslensku börnin svo
falleg. Erla á Arnarstapa með
hundinn sinn.
andi í kring en höfðu ekki kjarkinn,
og svo vom nokkrar sem aldrei
hættu sér nálægt. Rétt eins og
mennimir. Leiðsögumaðurinn kom
til baka með hendur á höfði og
sagði rólega: „Verst hvað þær skíta
á mann." Á því augnabliki kristnað-
ist nýi kokkurinn.
Ferðin var á enda og þau skiluðu
mér aftur að hlaðinu heima. Ég
kvaddi vinkonur mínar með söknuði
og allt þetta góða fólk sem hafði
opnað augu mín fyrir auðæfum
landsins, þessum litlu vemm sem
svífa allan sólarhringinn um loftin
blá og krefjast einskis nema friðar
og ómengaðs lands.
Náttúmunnendur em gott fólk.
Þeir aumkuðust yfir nýja kokkinn,
gerðu hann að meðlim þýska fugla-
vemdunarsambandsins og gáfu
honum svo sjónauka að skilnaði.
Fjárans vesen að hafa ekki séð
haföminn.