Morgunblaðið - 27.09.1987, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
H
Faðir vorrar
dramatísku listar
Sagt frá Signrði Péturssyni sýslumanni og skáldi
í flestum bókmenntasöguritum íslenskum sem út hafa komið
fer ekki hátt nafn Sigurðar Péturssonar, skálds og sýslu-
manns, sem þó má telja „faðir vorrar dramatísku listar“ eins
og Guðmundur Kamban nefndi hann í Lesbókargrein 1969.
Sigurður Pétursson samdi fyrstu íslensku leikritin sem það
nafn bera með réttu og orti auk þess mikil af tækifærisljóðum
og vísum. Því til viðbótar má nefna rímnabálk hans Stellurímur
sem hann orti til að hæða tilgerð rímna samtírnamanna hans.
Sigurður þótti um margt undarlegur og sérvitur maður og hér
á eftir fer stutt æfiágrip, auk þess sem gerð verður stuttlega
grein fyrir leikritum hans, Hrólfi og Narfa.
oíV'&uau ru 7 >
V 17i)é: / 7jf / 7 "
^cu: fini Ctil hþax
duwtm, tö'Jb
t
/ á
:«tt"
'W
■.\ 1
y M I r,tsl
JigríóíU'':£~^ fizv-. * ... .dm
'ílncu
fiamrii \
&ut> f+JA&lÍf&á' ’ Jfofowutfr
■ /%L-i jfy,, 7Uí '
j —. • , -'LV . . . . , , ■ ,■
c€feðre/ <£»£*. - . /.
Jí/ft0rcru&
,jf‘- Af/i
JillU.
■* ; rsm£s<
jÉniur
m ■
I;. 'f' . C .
Leikendaskráin frá frumsýningunni á Slaður og trúgirni frá 5.
desember 1796.
Sigurður Pétursson
fæddist 26. apríl
1759 og átti til auð-
ugra að telja,
kominn af embætt-
ismönnum í báðar
ættir. Faðir hans,
Pétur Þorsteinsson.
sýslumaður, tók hann með sér til
Kaupmannhafnar 9 vetra gamlan
1768, honum til lækninga. Virðist
því sem Sigurður hafi snemma ver-
ið heilsuveill. 1774 var Sigurður
sendur utan á ný, nú til náms í
Hróarskelduskóla. Þar sat hann til
1779, er hann tók þaðan stúdents-
próf með fyrstu einkunn, laudabili
caractere, tvítugur að aldri. Hann
hóf að því loknu nám við Hafnar-
háskóla, hvar hann fékk Garðsvist
af því hann var íslendingur. Við
háskólann lagði hann stund á mál-
fræði og lög. Prófum lauk hann í
heimspeki 1780, málfræði 1782 og
lögfræði 1788, öltum með laudabili
caractere. Ekki var hann þó allan
þennan tíma í Höfn, því um vetr-
artíma var hann bamakennari hjá
Joakim Castienschiold hershöfð-
ingja, föður þess Castienschiolds er
síðar varð stiptamtmaður á íslandi
1810—1819. Um veru sína þar orti
Sigurður:
„Nú er eg hólpinn, nú hef eg frið,
nú er eg garpur mesti,
aðalinn dingla eg aftan við
einsog tagl á hesti."
í Höfn kynntist Sigurður Geir
Vídalín 1780, og tókst með þeim
ævilöng vinátta. Einnig kynntist
hann norska skáldinu Johan Her-
man Wessel (1742—1785). Þeim
varð vel til vina og er sagt að Wess-
el hafi þótt einkar vænt um Sigurð.
Reyndar segir Jón Sigurðsson svo
frá um þeirra skipti:
„Þegar Sigurður var í Kaup-
mannahöfn, var þar samtíða
honum norskur maður sem Wessel
hét, og þótti fyrirtaks-skáld meðal
Dana um þær mundir; hann kaus
helzt að lifa einsog fuglar lopts-
ins, og hafði ekki gaman af öðru
enn að horfa á hvað sem fram
fór, hlæja að heimskunni og totta
pyttluna ... það er almennt mál,
að Wessel hafi einkum þókt vænt
um Sigurð, og lagt hendur í höfuð
honum, einsog til að leggja yfír
hann anda sinn ... “
Wessel hefur að líkum haft nokk-
ur áhrif á Sigurð og hans ljóðagerð.
Skemmtilegt dæmi um það er graf-
skrift Wessels eftir sjálfan sig:
Han aad og drak, var aldrig glad,
hans Stevlehæle gik han skieve;
han ingen Ting bestille gad,
tilsidst han gad ei heller leve.“
Og til samanburðar vísa eftir
Sigurð ort af svipuðu tilefni:
„Hans sál á himni
að flestra von
hann át og drakk og svaf
og svo dó hann“
Sem er í góðu samræmi við það
sem Jón segir um Sigurð:
„Sigurður Pétursson var einn af
þeim skáldum, sem tók það sem
næst honum lá; hann lifði til þess
að lifa, og síðan að deyja einsog
aðrir góðir menn; fara síðan í
himnaríki — ef svo vildi til takast!
— Hann vildi hafa gaman af ver-
öldinni, og horfa á leik hennar
meðan hann mátti, og leggjast svo
fyrir þegar hann „gat ekki leng-
ur“.“
í Kaupmannhöfn slasaðist Sig-
urður á fæti og þau meiðsli áttu
eftir að há honum aha tíð síðan.
Að öðru leyti er lítið vitað um líf
hans þar en frásagnir samtíma-
manna herma þó að hann hafi verið
„stakur siðprýðis og bóknámsmað-
ur“. Einn kennara hans í Kaup-
mannahöfn, Abraham KaD, sagði
um Sigurð 1789 að „meiri dánu-
mann en hann er geta menn hvorki
hugsað sér né óskað“.
Geir lauk prófi 1789 og hélt þá
Hólavallarskóli um 1800.
til íslands, hvar hann varð dóm-
kirkjuprestur í Rekjavík. Sigurður
varð eftir ytra, en ári síðar frétti
hann að sýslumannsembætti Kjós-
arsýslu væri að losna og fékk
veitingu sýslunnar sem sýslumaður,
en Gullbringusýslu sem héraðs-
dómari. Heilsu Sigurðar hrakaði á
þessum árum, enda hafði hann
vandasamt starf fyrir höndum og
við fótameinið bættust innvortis
kvillar. Svo fór að hann sótti um
lausn frá embætti og fékk hana
1803. Um það segir Espólín í árbók-
um sínum:
„ ... Sigurdr Pétrsson í Nesi var
opt vanheill sagdr, ok hafdi eigi
lengi mátt atstanda sýslumar,
enda verit lítt vid þat felldr, því
hann var léttlátr, ok meir gefinn
fyrir gaman enn standa fyrir vand-
fæmi ok vítum, ok því var honum
eigi við Ólaf stiptamtmann, ok lét
stundum §úka í kveðlíngum, ok
vard þá enn vandstadnara."
Það er í góðu samræmi við skap-
gerð Sigurðar að hann henti einnig
gaman að fótameini sínu. Hann orti:
Þó að eg fótinn missi minn,
mín ei ijenar kæti,
hoppað get eg í himininn
haltur á öðrum fæti.
Sigurður bjó víða eftir að hann
flutti8t til íslands alkominn. Til vin-
ar síns Geirs biskups fluttist hann
1803 og bjó hjá honum til 1823 að
Geir lést. Upp frá því bjó Sigurður
hjá ekkju Geirs þar til hann lést
1827. Þá var mjög af honum dreg-
ið sökum sjúkleika eða lífsleiða og
segir Ami Helgason í æfisögu Sig-
urðar sem prentuð er framan við
ritsafn hans, að veikleiki hans farið
í „vöxt með árunum, svo það mátti
heita sem Sigurður væri dáinn áður
en hann dó“. Málfræðingurinn
kunni og Islandsvinurinn Rasmus
Rask þekkti til Sigurðar, þó ekki
eins vel og Ámi, og í bréfi til Bjama
Thorsteinssonar segir Rask: „Sýslu-
maður S. Pétursson er ekki nærri
því eins vesæll; hann er eiginlega
ekki sjúkur, það er einsslags af-
skiptaleysi eða indolentia, sem
honum er uppáfallin; hann er ann-
ars hlýr og viðfelldinn og heldur
en ekki satýrískur." Þessi orð segja
sitt um hve aðgerðarleysið og fóta-
meinið hefur haft mikil áhrif á
Sigurð, sem var mikill gleðimaður
í æsku og hafði yndi af að hitta
menn og ræða við.
Espólín segir um Sigurð látinn
að hann hafi verið „innfallaskáld
mikit, ok jafnan í Nesi, ok gjördi
sér allt jafnlétt, átti hann hvorki
konu né böm svo menn viti“.
Aðrar lýsingar á Sigurði eru mjög
á sömu lund. í Sýslumannsævum
segir að hann hafi verið „undarleg-
ur, kómískur, satírískur í tali og
skáldskap, þótti því nokkuð kersk-
inn í tilsvórum sínurn". í íslenskum
æviskrám Páls Eggerts Ólasonar
segir að Sigurður hafi verið: „ ...
Iipur gáfumaður og vel að sér, skáld
Eina myndin sem vitað er um af
Sigurði er myndin sem prentuð
er framan við ritsafn hans sem
út kom 1844—1846. Við hana má
bæta lýsingu Arna Helgasonar:
Sigurður var „meðalmaður á
hæð og eftir því þéttvaxinn; hann
var sterkari en hæðinni
samsvaraði, snar og lipur í öllum
hreifingum, ennið hátt og augun
fögur og blíðleg.
Geir Vídalín
aldavinur Sigurðar
sem síðar varð biskup.
gott, fyndinn í tali, en nokkuð und-
arlegur."
Slaður og- trúgirni
Fyrsta leikrit Sigurðar heitir í
handriti hans Slaður og trúgirni,
comædia í 3ur flokkum. Fyrst var
það prentað í sýnisbók Rasmusar
Rask undir nafninu Auðunn lög-
réttumaður 1819, ^n í útgáfu Áma
Helgasonar á verkum Sigurðar
1846 bar leikurinn heitið Hrólfur