Morgunblaðið - 27.09.1987, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 27.09.1987, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 Reykjavík á dögutn Sigurðar Péturssonar. HjoSjrWíTÍí &tgtirSar Uetursfimar ©pffumanné t &jóear fpjlu 09 S)iv aöébo'mara i -ffiuUbríugu jtjflu frá 1789 til 1803- ^oftar t fú'pu 56 fF. K c y £ j a v í f 18 4 4. ‘Prentub ó fofinaö *CgtI® Dónífonnr, «f ?>rcmara ^elgn tfelgafyni. Titilsíða á fyrstu útgáfu á verkum Sigurðar Péturssonar, en Jón Sigurðsson taldi þessa útgáfu móðgun við minningu skáldsins, enda væri hún uppfull af villum og ónákvæmni. Þess má geta að fyrsta bindi ritsafnsins er talin önnur bókin sem prentuð var í Reykjavík. og hefur gengið undir því nafni síðan. Leikurinn var fyrst leikinn 1796 og leiðbeindi Sigurður leik- endum sjálfur. Leiksýningin var í tengslum vil svokallaða Herranótt í Hólavallar- skóla, sem áður var Skálholtsskóli. í Skálholtsskóla Leikurinn hefst með því að Hrólfur kemur að norð- an á heimili Auðuns lögréttumanns og berst mikið á. Auðunn er ein- feldningur hinn mesti og trúir eins og nýju neti öllu sem Hrólfur lýgur að honum. Svo fer að hann kaupir af Hrólfi fyrir mikið fé als kyns glingur og drasl, og lætur gæðing sinn fyrir afsláttarhross Hrólfs. Þegar þessi viðskipti eru um garð gengin hverfur þorparinn á brott og sést ekki síðan. Lýkur þannig fyrsta þætti. Svo líst Auðuni vel á Hrólf að honum finnst hann fysileg- ur sem tengdasonur, þvert ofan í vilja dóttur sinnar, Önnu, sem ann fátækum bóndasyni sem Andrés heitir. En allt fer vel að lokum, upp kemst um Hrólf og elskendurnir ná saman. Lárus Sigurbjörnsson hefur leitt að því rök að uppbygging leiksins bendi einmitt til þess að Sigurður hafi ekki haft neina erlenda fyrir- mynd er hann reit leikinn, enda má greina af eiginhandarhandriti hans hvernig leikurinn hefur mótast þátt fyrir þátt. Narfi, eður sá narr- aktugi biðill Næsti leikur Sigurðar heitir í eig- inhandarafriti hans Narfi, eður sá narraktugi biðill, gleðispil í þremur flokkum. Mikið hafa menn deilt um það hve mikill hluti Narfa sé feng- inn að láni. Lárus Sigurbjömsson telur það víst að leikurinn sé skrif- aður undir áhrifum frá Ludvig Holberg (1684—1754), sem er upp- hafsmaður leikritunar á Norður- löndum, og Steingrímur J. Þorsteinsson er sama sinnis, en Guðmundur Kamban var ekki sam- mála því. í eftirriti Jóns Péturssonar af Narfa er leikurinn kallaður íslenski narrinn með dönsku ósniði og er þar vísað til „danska narrans með frönsku ósniði“, þ.e. Jean de France eftir Holberg. Þar segir og að gleðispilið hafi verið „fyrsta sinni spilað í Reykjavíkurskóla þann 28da jan. 1799“. Arni Helgason segir svo frá þessari frumsýningu í bréfi árið 1861: „Frá [Herranóttinni] segi eg eptir því, sem gekk til um árið 1798 (líklega misminnir Árna hvað varðar ártalið, því sýningin var 1799, aths. Á.M.), því þá var eg Udenlandsminister [í Herranótt- inni]. Sigurður gamli Pétursson skapaði allt þetta og samdi handa okkur þá komediu Narfa, er leikin var undir eins, í hvörri eg mátti agera Dalsted og fékk hrós hjá amtmanni Vibe, fyrir hvað vel mér hefði tekist, sagðist hafa hugsað, að Dalsted þessi væri gamli Jak- obæus í Keflavík ... Af þessu má glöggt sjá að per- sónur leiksins voru sóttar í menn sem skáldið og skólapiltar þekktu. Má þar nefna Dalsted kaupmann sem ráða má að sé sniðinn eftir kaupmanni úr Keflavík, og Narfa, sem virðist vera gerður að hluta til af feðgum sem skólapiltar þekktu vel til, þeim Jóni skjallara og Jóni sora syni hans. Jón skjallari fékk viðurnefni sitt „af því hann skrum- aði mikið um dugnað sinn og vitsmuni, og hrærði íslenzku og dönsku saman í tali sínu“, segir Árni Helgason, en Jón sori var óvin- sæll sökum þess að hann „lá í eyrunum" á prórektor. Svo fór með Jón sora að hann var hýddur á Reykjavíkurtjöm með útbleyttri skjóðu, og lagði hann af komur sínar í skólann. Þetta bendir til þess að uppruni Narfa sé ekki síður íslenskur en danskur, og að leikritið hafi verið ætlað til þess að henda gaman að þeim sem skólamenn áttu sökótt við, samhliða því að gera gys að þeim sem lágu flatir fyrir því sem danskt var. Narfa svipar í mörgu til Hrólfs, leikurinn fer fram á heimili lög- réttumanns, komumaður lýgur á sig alls kyns ávirðingum og að lokum trúlofast bóndadóttirin fátækum dyggðamanni. Lögréttumaðurinn heitir Gutt- ormur og á hann dóttur sem Nikulás vinnumaður á bænum ann hugást- um. Narfi er assistant hjá Dalsted kaupmanni, og vill helst ekki annað mál tala en dönsku, og leggur sig allan fram um að vera sem dansk- astur, til þess að ganga í augun á íslenskri alþýðu. Á einum stað seg- ir hann: „NARFI: ... ben og dauð skraver jeg int ekki íslansk, thi jag vil vera danskur frá hvirfill til ilja (bendir á sig), fra bröst til botn og allt um kring." Þetta minnir óneitanlega á þau orð sem Árni Helgason lét falla um danska ósniðið: „Það var haldið á sínum stöðum ósómi, að tala íslenzku, þótt íslenzkir menn væru; það hét næstum hið sama að vera íslenzk- ur og að vera villu dýr.“ Nikulás er hetja leiksins og Sig- urður lætur hann eflaust tala fyrir sinn munn: „NIKULÁS: Því mér sýnist allt hans [Narfa] athæfi og lífemis- máti vera furðanlega gikkslegur; að apa eftir framandi þjóðum í málfæri og limaburði og gera það skammarlega illa, öllum heilvita mönnum til athláturs, en blygðast við sinn eigin uppruna og móður- mál, þann kalla ég snáp, er slíkt gerir.“ Hér er komið dæmi um máhreins- un rúmum hundrað árum áður en fyrsta tölublað Fjölnis kom út. Allt hátterni Narfa er með ráðn- um hug því_ snáparnir eru víða. „NARFI: Eg verð að láta svo, að einfalt fólk hafi nokkuð álit fyrir mér, og þó ég ætli að skrifa Ingv- ari böðli til, þá á það að vera á hádönsku; þá er ég haldinn lærður maður, höfðingi, ríkismaður, kall- ast herra, veleðla, hávís, velæru- verðugur, hálærður, bæði velbyrðugur og — borinheit; þetta kallast praxus, — og landssiður er landsæra." Þessi sýning á Narfa var söguleg í fleira en einum skilningi. Ekki einatt var þetta fyrsta „alvöru“ íslenska leikritið sem sett var á svið, heldur var þetta í síðasta sinn sem Herranótt var haldin í skólan- um þar til hún var endurreist löngu síðar í nokkuð breyttri mynd. Til siðs var að valinn var konungur Herranætur og ráherrar sem störf- uðu með honum. Það kemur og fram að Árni Helgason var Uden- lansminister þessa Herranótt, en ekki er þess getið hver var konung- ur. Konungur tók þá upp nýmæli og segir Árni svo frá: „[Hátíðin endaði] svo, að sá krýndi kóngur lagði niður völdin, þakkaði sínum Magnater sæmd þá, sem þeir hefðu gert sér með því að velja sig til kóngs, en sagðist nú ekki vilja vera meiri en þeir, held- ur bara í samfélagi við þá, og eptir megni með þeim efla ríkisins heillir. Það hneixlaði að svona var að farið vissa menn héldu að hér stæði til revolution, eins og þá var á ferð í Paris." Þetta varð til þess að Geir biskup lagði bann við því að Herranótt yrði aftur haldin. í bréfi frá honum til Ólafs Stefánssonar stiptamt- manns segir hann að hann hafi lesið „conseptið" af því sem fram fór og þar hafi hann ekkert orð fundið „sigtandi til að lasta monarchiska Regering, eður til að uppvekja óleyfileg Friheds Principia", en þó hafí honum þótt nauðsyn á að banna Herranæturhald til að það gæti ekki orðið nokkrum til „hneixl- is“. Þrátt fyrir þetta bréf, sem dag- sett er 25. nóvember 1799, er þó talið líklegt að Narfi hafi verið sýnd- ur aftur þetta ár og oft upp frá því. Þetta umstang varð til þess að Sigurður lagði af leikritaritun, enda hefur hann ekki viljað styggja vin sinn Geir Vídalín, og það hve Geir gerði lítið úr þessu máli hefur sjálf- sagt einnig stafað af vináttu þeirra Sigurðar. Að lokum er ekki hægt annað en að geta þess að enn er ekki til sómasamleg heildarútgáfa á verk- um Sigurðar Péturssonar. Eina útgáfa sem til er á ljóðmælum hans er frá árinu 1844—46 og er hún morandi í villum og alskyns óná- kvæmni. Leikrit Sigurðar eru og í þeirri útgáfu en voru aftur gefin út í Leikritasafni Menningarsjóðs, 1. hefti, 1950. Vissulega er kominn til þess tími að ijr verði bætt. Texti: Árni Matthíasson Heimildir: Ársrít Hins Islenska fmðafélags í Kaupmanna- hSfn, Kaupmannahöfn 1927-1928. Bjöm Magnússon Ólsen - Minningarrít um Rasmus Krístján Rask — Reykjavík 1888 Blanda III, Reykjarík 1923. Guðmundur Kamban - Faðir vorrar dramatísku listar - Lesbók Morgunblaðsins 24. júní 1969 íslands Árbækr i sögu-formi af Jón Espólin, Kaupmannahöfn 1854. íslenskar æviskrár fri landnámsöld tH ársloka 1940, tínt hefur saman Páll Eggert Ólason, Reykjavík 1951 J.H. Wessels Samlede Digte — Kjebeham 1878 Klemens Jónsson, Saga Reykja vikur, Reykjavík 1944. Lárus Sigurbjömsson - Upphaf leiklistar i Reykjavík í Pættir úr sögv Reykjavikur - Reykjavík 1934 Lims Sigurbjömsson ■ Fyrstu leikrítaskild íslands — Leikhúsmál 1960 Leikrít Sigurðar Péturssonar Hrólfur og Narfi — Leikrítasafn Menningarsjóðs Reykjavík 1950 Ijóðmæli og leikrít Sigurðar Péturssonar - Reykjavík 1844—46 Nýfélagsrít, sjöunda ár, Kaupmannahöfn 1848. Safn ti! sögu tslands og íslenskra bókmennta að fomu og nýju, Kaupmannahöfn og Reykjavik 1907-1915 Steingrímur J. Þorsteinsson - Upphaf leikritun- ar á Islandi — Reykjavíkl943 Itajum klukkan giymur Emestffaningway Mál o g menning: Þekktar skáldsögnr í endur- " útgáfu MÁL og menning hefur endurút- gefið bækurnar Hverjum klukk- an glymur eftir Ernest Hemingway og Myndin af Dorian Gray eftir Oscar Wilde. Hveijum klukkan glymur eftir Ernest Hemingway er þriðja útgáfa bókarinnar á íslensku. Sagan gerist í borgarastyijöldinni á Spáni þar sem Hemingway barðist sjálfur með lýðveldissinnum gegn fasistum. í frétt frá útgefanda segir að söguhetja bókarinnar sé ungur* Bandaríkjamaður sem fær það verkefni að sprengja brú. Sagan fylgir honum gegnum þrjá sólar- hringa og æsilega atburðarás þar sem hættur leynast við hvert fót- mál og bregða skugga yfir mannleg samskipti. Islensk þýðing Stefáns Bjarman kom fyrst út árið 1951. Guðjón Ketilsson sá um gerð kápu í þess- ari þriðju útgáfu. Prentstofa G. Benediktssonar annaðist prentun. Bókin er 426 bls. að stærð. Myndin af Dorian Gray eftir Oscar Wilde var fyrst prentuð í Lundúnum árið 1890. í frétt frá útgefanda segir að bókin hafi sam- stundis vakið miklar deilur og hneykslan. í bókinni íjallar höfund- ur um efni sem þekkt er úr bókmenntasögunni: ungan mann sem lætur sál sína í skiptum fyrir eilífa æsku. Bókin kom út í íslensku árið 1949 í þýðingu Sigurðar Einarsson- ar og er þetta endurskoðuð útgáfa. Kápumynd gerði Robert Guille- mette en prentun annaðist Prent- stofa G. Benediktssonar. Bókin er 216 bls. að stærð. Höföar til „fólks í öllum starfsgreinum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.