Morgunblaðið - 27.09.1987, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
43
A VIT FORTÍÐAR
Erlendar bœkur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Robert Godard: Past Caring
Útg. Corgi Books 1987
Þetta mun vera fvrsta skáldsaga
Roberts Godaids en ekki er á henni
neinn viðvaningsbragur. Hún er
skrifuð af mikilli frásagnargleði og
ritleikni. Það sem mætti að henni
finna er, að höfundur hefur eigin-
lega full mörg „plott“ í henni. Svo
að það tekur eftir því langan tíma
að greiða úr öllum flækjunum.
Martin er ungur sagnfræðingur
og hefur verið kennari. Það kom
eitthvað leiðinlegt fyrir hann - og
ekki skýrt í bili, hvað það var. Svo
að hann hrökklaðist úr kennslunni
og missti frá sér Helenu Couch-
man, eiginkonu sína og unga dóttur.
En þegar neyðin er stærst, eins og
þar stendur, skrifar honum gamall
vinur, Alec, staddur á eynni Ma-
deira. Alec býður honum að vitja
sín á blómaeynni og kynnir hann
þar fyrir Leo nokkrum Sellick væn-
um manni, að því er bezt verður
séð. Leo hafði keypt hús brezks
manns, Edwin Stratford, að honum
látnum. Seinna fann Sellick dagbók
hans og fyllist forvitni á Stratford
og örlögum hans. Þar sem Martin
er sagnfræðingur er upplagt að láta
viðfangsefnið í hendur honum.
Edwin Stratford hafði um alda-
mótin tekið þátt í Búastríðinu og
þar var mikið vinfengi með honum
og Gerald nokkrum Couchman.
Atburðir í stríðinu verða til að Ed-
win á erfítt með að líta Gerald réttu
auga. En þegar Edwin kemur heim,
ákveður hann að hella sér út í
stjómmál og hann er kosinn á þing
og nokkrum árum síðar verður hann
innanríkisráðherra Frjálslynda
flokksins. Það verður ekki betur séð
en framtíðin blasi við honum hin
bjartasta. Hann kynnist ungri
súffragettu Elizabeth Latimer og
eftir nokkrar umþenkingar ákveða
þau að eigast. í stjómmálum eru
blikur þó á lofti. Makk bak við tjöld-
in, vegna ágreinings Neðri málstof-
unnar og Lávarðadeildarinnar,
deilur um það, hvort ganga eigi að
kröfum súffragetta um kosninga-
rétt handa kvenfólki. Og fleira og
fleira. Stratford er óvenju heiðar-
legur maður og tvöfeldni eitur í
hans beinum. Hann fellir sig ekki
við þann leik sem starfsbræður
hans em sýnilega að leika og ástin
til Elizabethar verður svo til að
hann tekur næsta auðvelda ákvörð-
un, að segja af sér.
En sem hann hefur nú gert þetta,
bregður svo við, að unnusta hans
afneitar honum og ber honum á
brýn, að hann hafi svikizt að sér.
Þegar Stratford ætlar að halda
áfram þáttöku í stjómmálum, er
búið að skella á nefíð á honum þar
líka. Hann botnar hvorki upp né
niður í hvað er að gerast. Miður sín
og hálfsturlaður ámm saman. Berst
í heimssstyijöldinni fyrri og að
henni lokinni er honum boðið að
verða ræðismaður Breta á Madeira.
Hann hefur enn á tilfínningunni,
að einhveijir séu að beijast gegn
•Sh*kaofD»phneduMauri«;...3«aieofo!d
mádeecis tnd pretent wiuHans, murdcr»«nd
steuthing, icmoree and iwribuöon worthy
ofthepaslmiatrerahersdf iHtnMEb
Kápumynd
sér, en engu að síður tekur hann
boðinu og flytur til Madeira. Þá
hefur hann fyrir æði stundu frétt
að Elizabeth fyrrnm unnusta hans
og heittelskuð hefur gifzt Gerald
fomvini hans. Eitthvað er gmggugt
viðþað.
A Madeira setur hann svo saman
dagbók sína og Sellick vill nú, að
eigin sögn láta Martin grafa upp,
hvemig í málinu liggur. Og Martin
fer síðan á stúfana. Það em liðnir
áratugir, síðan þetta gerðist. En
það líður ekki á löngu, unz ein-
hveijir fara að reyna að setja fótinn
fyrir Martin. Og hvernig getur stað-
ið á þessum áhuga/kvíða eftir öll
þessi ár.
Það er ástæðulaust að rekja
þráðinn, enda verður hann býsna
flókinn. En þetta er snjöll bók og
ber með sér, að höfundur hefur les-
ið sér vel til um þann tíma sem
Edwin Stratford var uppi á.
IBMPC
og samhæfðar tölvur
Loksins er þessi glæsilega bók um PC-
tölvur og helstu forrit fyrir PC-tölvur
tilbúin til sölu hjá Tölvufræðslunni.
Pantanasími er687590
r^TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúni 28
FJÁRMÖGNUNARLEIGA FÉFANGS HF ÞÝÐIR NÝJA LEIÐ
FYRIR ÞIG OG BETRI NÝTTNGU EIGIN FJÁRMUNA
Þegar þú þarft að endurnýja bifreiðina, kaupa tæki eða
búnað en vilt ekki taka fé úr rekstrinuin eða ganga á eigið
sparifé, þá er um að gera að fara nýjar leiðir.
Þú lætur Féfang hf fjármagna kaupin fyrir þig. Það eina sem
þú þarft að gera er að greiða leigugjald einu sinni í
mánuði eða ársfjórðungslega. Leigutíminn er þrjú til sjö ár.
TAKMARKAÐ REKSTRARFfi ÞARF F.KKl AÐ HAMLA KAUPUNUM
Tæki eða búnað er hægt að leigja þó svo að rekstrarfé sé
takmarkað, því binding á fjármagni er engin.
Þú þarft ekki að binda dýrmætt lausafé í dýrum tækjum og
nýtir þannig betur eigið fjármagn. Þú getur valið hag-
stæðustu tækin óháð eigin fjármögnun og getur strax farið
að afla tekna með nýja tækinu.
KOMDU OG KYNNTIJ ÞÉR MÖOULBIKANA
Komdu í heimsókn til okkar á skrifstofuna og kynntu
þér möguleikana og hvernig við förum að. Við komum með tillögu
og sýnum þér hvemig samningum er háttað.
HAFNARSTRÆTI 7 - 101 REYKJAVÍK, S. 28566