Morgunblaðið - 27.09.1987, Side 48
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
rokk§íðan
ARNI MATTHlASSON
The Smiths
voru alla tfð umdalld
hljómsvalt akkl sfður an
vinsæl. ÞaA varður þvf
sjónarsviptlr að þalm f
braskum rokkhalml.
Mick Jagger
og poppið
Grafskrift
the Smiths
Fátt hefur vakið meiri athygli f
breska poppheiminum en ákvörð-
un söngvara hljómsveitarinnar
The Smiths, Steven Morrissey,
að leysa hana upp í kjölfar þess
að Johnny Marr, gítarleikari
hljómsveitarinnar, sagði skilið við
hana í sfðasta mánuði.
Það kom mönnum mjög á óvart
þegar Marr hætti í hljómsveitinni,
enda hafði ekki borið mikið á
spennu milli hans og Morrissey.
Eftir að Marr fór sína leið lét Morr-
issey líklega með það aö Smiths
héldu áfram með nýjan gítarleik-
ara. Þeir sem gerst þekktu til
hljómsveitarinnar töldu það þó
ólíklegt enda var Marr alla tíð
meira en bara gítarleikari, hann
samdi alla tónlistina sem sveitin
tók upp og var ekki minni hluti af
Smiths en Morissey. Ákvörðunin
um að leggja niður hljómsveitina
lá því í loftinu löngu áður en hún
varð opinber.
Það fór því svo að síðasta hljóð-
versplata Smiths hjá útgáfufyrir-
tækinu Rough Trade, platan
Strangeways Here We Come, varð
grafskrift hennar.
Á Strangeways má heyra að
Smiths voru komnir í einskonar
sjálfheldu. Sú stöðuga framför
sem heyra má á þremur hljóðvers-
plötum sveitarinnar, fyrstu plöt-
unni, The Smiths, og síðan Meat
is Murder og The Queen is Dead,
er víðs fjarri á Strangeways, og
tónlistin er ekki vel lifandi. Moriss-
ey semur textana líkt sem fyrr, en
nú skortir nokkuð á að hann nái
að gera eins góða texta og oftast
áður. Hann hefur að vísu alltaf átt
það til að vera nær óþolandi til-
gerðarlegur, en hefur forðað sér
frá því með miskunnarlausu sjálfs-
háði og beittum athugasemdum
um lífið og tilveruna. A Strange-
ways eru stöku textar venju fremur
þreytandi og nokkuö vantar á að
Morissey sé sannfærandi.
Þó eru á Strangeways framúr-
skarandi lög eins og Smiths einir
gátu sett saman, lög eins og Un-
happy Birthday og I Started
Something that I Couldn’t Finish,
hvar lög Marr og beittir textar
Morissey eru í jafnvægi svo að úr
verða eftirminnileg og áhrifamikil
lög. Bestu lög plötunnar, I Won’t
Share You og Last Night I Dreamt
the Somebody Loved Me, skipa
sér í hóp þess besta sem hljóm-
sveitin hefur gert og það þýðir um
leið að þau eru í hópi þess besta
sem nokkur bresk rokksveit hefur
gert.
Lifendur og dauðir
Nú er komin hin versta tíð fyrir
plötukaupendur og hin besta um
leið. Besta því nú streyma a mark-
að plötur hinna merkustu sveita
og söngvara; versta því hamingjan
kostar sitt. Hór á eftir verður að-
eins tæpt á kostum og göllum þess
sem þrjár merkar sveitir hafa ný-
lega sent frá sór.
JethroTull
Það er næsta sjaldgæft að
hljómsveit hangi lengur saman en
Vimm sex ár og enn sjaldgæfara
að mönnum takist að vera skap-
andi lengur en það. Það hefur lan
Anderson þó tekist með hljómsveit
sinni Jethro Tull.
Meat Loaf
Tilkynnt var fyrir stuttu
að bandaríski söngvarinn
Meat Loaf væri væntan-
legur til landsins og að
hann héldi hér tónleika í
Reiðhöllinni 11. október.
Meat Loaf, eða Marvin
Lee Aday, kannast flestir
rokkáhugamenn við, enda
var plata hans Bat Out of
Hell, mest selda erlenda
plata á íslandi í manna
minnum.
lí i - ■ i
í þau nítján ár sem Jethro Tull
hefur starfað hefur sveitin sent frá
sér tuttugu plötur og nú nýlega kom
út tuttugasta og fyrsta plata sveitar-
innar, Crest of a Knave. Allan
þennan tíma hefur lan Anderson
verið potturinn og pannan í Jethro
Tull en aðrir hljómsveitarmenn hafa
verið margir. Einn hefur þó staðið
við hlið Andersons í gegnum árin,
gítarleikarinn Martin Barre.
Það er lan Andersonsem semur
alla tónlist og texta sem fyrr og það
er gaman að sjá og heyra að hann
er langt frá því að vera staðnaður.
The Crest of a Knave er það besta
sem komið hefur frá Jethro Tull lengi.
Stundarbrjálæði
Það vakti biendnar tilfinningar
tónlistaráhugamanna þegar frótt-
ist að David Gilmour og Nick
Mason hygðust haida áfram sam-
starfi undir nafni Pink Floyd þótt
Roger Waters, aðalsprauta hljóm-
sveitarinnar hefði sagt skilið við
hana.
Afurð samstarfs Gilmours, sem
semur nær allt, og Masons hlaut
hið lýsandi nafn A Momentary Lapse
of Reason, sem útleggst stundar-
brjálæði á íslensku, og margir hafa
kallaö plötuna verstu sólóplötu
Gilmour til þessa. Ekki er það alveg
út í hött, því á plötunni örlar ekki á
neinu nýju og reyndar er hvergi að
finna á henni heila, hvaö þá frum-
lega, hugsun. Einna helst er hún líkt
og „extended remix”, eða endur-
hjóðblandaðar helstu plötur Pink
Floyd fram að því að Waters hætti.
Það fer ekki milli mála að undir leið-
sögn Gilmour og aðstoðarmanns
hans Nick Mason hefur hljómsveitin
tekið sín síðustu andvörp og ekki
er viðkunnanlegt að þau andvörp
skyldu hafa verið hljóðrituð. Hvað
þá gefin út.
New Order
Plata frá New Order telst alitaf
til tiðinda, enda hefur sveitin verið
í fremstu röð framsækinna rokk-
sveita f Bretlandi síðan hún var
stofnuð árið 1980.
Frá sveitinni hafa komið margar
stórar plötur og tólftommur, en nýj-
asta stóra platan er einmitt safn
þeirra laga sem gefin hafa verið út
á tólftommum með einuu nýju lagi.
Þeir sem þekkja hljómsveitina
finna sjálfsagt fátt eitt nýtt á plöt-
unni, en fyrir hina er þetta fyrirtaks
kynning og um leiö yfirlit yfir þróun
New Order úr þunglamalegri tónlist
Joy Division yfir í taktfasta danstón-
list sem þó er langt frá annarri
danstónlist á markaðnum hvað varð-
ar innihald og fágun.
Það er ekki mikill tilgangur í því
að fara að telja upp bestu lög, lögin
eru hvert öðru betra, en þó má geta
nýja lagsins True Faith, sem er með
því besta sem sem sveitin hefur
sent frá sér.
Ólíkt the Smiths hefur enginn viljað gefa út afdráttarlausa yfir-
lýsingu um að Rolling Stones sóu ekki lengur til sem hljómsveit
þó það hafi iengí leglA í loftinu. Lfkiega er of mikið í húfi ti« að
Rolling Stones geti endanlega slitið samstarfinu; hljómsveitin á
eftir að gera a.m.k. flmm hljómplötur fyrir CBS skv. samnlngi.
í kjölfar umræðna um að sveitin sé hætt sendi Mick Jagger ný-
lega frá sér plötu undir eigin nafni og Keith Ríchards undirrítaði
samning við Virgin útgáfufélagið um útgáfu á stórri plötu. Að vfsu
hefur Jagger gefið út plötur án Rolling Stones áður en Keith Richard
ekkf. Jagger hefur alltaf staðið nær popptónlistinni en Richard sem
sækir mikið í rythmablúsinn og það er kannski skýring aö hluta á
því hversvegna hann hefur gert plötur einn, tóniist Rollínng Stone
hefur sennilega ekki verið nógu nálægt popptónlist að hans mati.
Hvað sem segja má um það þá var næsta plata Jagger á undan
Primitye Cooi, She’a the Boss, hálf misheppnuð, hún náði ekki s
verða poppplata hvað þá rokkplata.
Við gert Primitive Cool leitaði Jagger til Dave Stewart, með
anarra, sem gert hefur garðinn frægan sem betri helmingur Eurhyth-
mics. Stewart semur þrjú log með Jagger og útsetur einnig, þau
þrjú iög sem eru hvað poppuðust á plötunni og þar af leiðandi líkle-
gust til vinsælda, enda framúrskarandi sem slík. Jagger ert þó ekki
bara að leika popptónlist á plötunni, hann sýnir líka það að hann
kann að leika rokktónlist. Það er þó ekki á kostnaö heildarsvips á
plötunni sem en mun betrl og heilsteyptari en She’s the Boss.
Héfsti gallinn er kannski það hve allt yfirbragð plötunnar er elétt og
fágað, einhverjar gárur hefðu gert það að verkum að platan yrði
meira en bara poppplata.
Nr. Flytjandi — titill venjul. verð alslverð
1. MichaelJackson-Bad 799 719
2. PetShop Boys—Actually 749 674
3. TerenceTrent D'Arby—Intro. 749 674
4. Pink Floyd - A Momentary Lapse of Reason 749 674
5. Cock Robin - After Here Through Midland 749 674
6. Mick Jagger - Primitive Cool 749 674
7. Housemartins-The People that grinned... 749 674
8. Deacon Blue - Raintown 749 674
9. Madonna - Who's That Girl 749 674
10. Cars-Doortodoor 749 674
11. Loverboy—Wildside 749 674
12. Jethro Tull - Crest For A Knave 749 674
13. DADA-DADA 599 539
14. Hooters - One way home 749 674
15. Jesus and Mary chain - Darklands 749 674
16. Fra Lippo Lippi - Light and shade 749 674
17. Ryuichi Sakamoto - Neo Geo 749 674
18. Stuðmenn - Á gaesaveiðum 799 719
19. Ecoandthe Bunnymen 749 674
20. Puplic Image LTD - Happy? 749 674
Já þær eru ódýrari hjá okkur!!
Munið tilboð
vikunnar
Terence Trent
D’Arby
kr. >49,- kr. 599,-
MteVtmrhf
Austurstræti, Glæsibæ, Rauðarárstig, Strandgötu og Hagkaup Kringl-
, i unni. Póstkröfusimi 11620 og 28316 (simsvari), ;s €» /s