Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
51
vortis blaefiingar hefjist, blóðtapp-
ar myndist, hjartsláttur raskist og
ígerðar verði vart. Dr. Rogers seg-
ir að ekki verði hægt að segja til
um fyrir víst hvernig aðgerðin hafi
heppnast fyrr en eftir nokkrar vik-
ur.
Til þess að uppskurðurinn
mætti takast þurfti að framkvæma
nokkrar vandasamar aðgerðir.
Blóð drengjanna var síað úr líköm-
um þeirra og hjartslátturinn var
stöðvaður til að afstýra heilablæð-
ingum. Til þess að koma í veg fyrir
að heilinn og önnur líffæri hættu
starfsemi á meðan vegna skorts á
súrefni, sem berst með blóði, og
næringarefna var hægt á allri
líkamsstarfsemi með því að lækka
líkamshita drengjanna niður í tutt-
ugu mælistig á selsíuskvarða.
Heilar barna undir átján ára aldri
þola mikla þenslu og eru því ótrú-
lega fljótir að jafna sig eftir hita-
breytingar. Læknarnir reiknuðu þó
út að þeir hefðu aöeins eina
klukkustund til þess aö skilja
tvíburana að og ganga frá skurðum
á höfðum þeirra eftir að blóð hefði
verið tæmt úr þeim og hjörtu
þeirra stöðvuð ef koma ætti í veg
fyrir að þeir yrðu fyrir óbætanlegu
tjóni.
Aðalbláæð heilans
samvaxin
Heilartvíburana störfuðu óháðir
hver öðrum, en aðalbláæð heilans,
sem dælir blóði til hjartans, var
þeim sameiginleg. Carson lagði
höfuðið í bleyti til að komast að
því hvernig græða mætti æðarnar
eftir að tvíburarnir hefðu verið
skildir að. Æðar í heila er öðru vísi
samsettar en æðar annars staðar
í líkamanum og var því ekki hægt
að nota æð úr til dæmis fæti til
ígræðingar. Loksins barst tillaga
frá samstarfsmanni: því ekki að
nota hluta af gollurshúsinu, pokan-
um, sem liggur tvöfaldur utan um
hjartað og rætur stóru æðanna.
„Þetta var stórkostleg hugmynd,"
sagði Carson. „Við þurftum hvort
sem er að opna brjóstholið og því
lá beint við að nota hluta af gollurs-
húsinu til ígræðingar."
Klukkustund milli lífs
og dauða
Aðgerðin hófst þegar klukkan
var stundarfjórðung gengin í átta
að morgni laugardagsins eins og
ráðgert var. Klukkan níu að kvöldi
höfðu læknarnir skilið höfuð
drengjanna að. „Nú hefjumst við
handa fyrir alvöru," sagði Carson
þegar höfuðkúpurnar losnuðu í
sundur. En aðgerðin var erfiðari
en búist hafði verið við. Sameigin-
lega æðin og vefirnir umhverfis
hana voru margsnúnir eins og
tappatogari og torveldaði það að-
skilnað bræðranna. Klukkan ellefu
var hringrás blóðsins stöðvuð, öllu
blóði dælt úr bræðrunum og hjörtu
þeirra hættu að slá: úrslitastundin
var runnin upp. Tuttugu mínútur
yfir ellefu var skorið á síðasta þráð-
inn, sem hélt tvíburunum saman,
og skurðarborðunum var ýtt í
sundur. „Augnablikið var mjög
áhrifamikið," sagði Rogers. „Eng-
inn kom upp orði og allir göptu af
undrun." En kapphlaupinu við
tímann var ekki lokið.
Hvort barnið vilt þú
skoða fyrst
Þegar hjörtu drengjanna höfðu
veriö fengin til að slá á ný með
rafmagnslosti og blóði, sem hitað
hafði verið upp í þartilgerðum
tækjum, var dælt inn í æðar þeirra,
blasti nýtt vandamál við. Inni í
heilum tvíburanna höfðu hafist
miklar blæðingar. [ aðgerðinni voru
notaðir um þrjátíu lítrar af blóði,
margfalt það magn, sem venjulega
rennur um æðar barna. Læknarnir
höfðu áhyggjur af að heilarnir
myndu bólgna of mikið upp og
ákváðu af því að koma síðar fyrir
plötum úr títaníum, sem sérsmíð-
aðar voru til að falla að hauskúpum
síamstvíburanna. Að auki reyndist
ekki vera nægt höfuðleður til að
loka fyrir skurðina á hnakka beggja
og þurfti því að búa um Benjamin
með öðrum ráðum.
Þegar læknarnir og aðstoðar-
menn þeirra stigu út úr skurðstof-
unni kvað við dynjandi lófatak á
spítalaganginum. Rogers gekk að
Theresu: „Hvort barnið vilt þú
skoða fyrst," spurði hann. Móðir-
inn var orðlaus.
„Áætlun okkar um uppskurðinn
stóðst nákvæmlega og hann gekk
betur en við höfðum þorað að
,vona,“ sagði Carson þegar þol-
rauninni var lokið. „Líf tvíburanna
er nú á valdi Guðs.“
Heimildir: The New York Times,
Newsweek, Time og DerSpiegel.
SÍAMSTVÍBURAR SKILDIR AÐ
Tvíburarnir voru fastir saman á hnakka
Sameiginlegar æðar skildar í sundur
Síamstvíburar: Sjö mánaða gamlir, Patrick og
Benjamin Binder frá Ulm í Vestur-Þýskalandi.
Sjúkrahús: Barnadeild Hopkins-sjúkrahússins.
Aðgerð: Um 70 læknar, hjúkrunarkonurog aðstoð-
armenn voru 22 klukkustundir að skilja tvíburana
að.
i einni af hverjum 2 til 2,5 milljónum fæóinga fæðast siamstvíburar,
sem samvaxnir eru á höfði. Aðeins helmingur aðskildra tvibura lifir af.
Heimild: Johns Hopkins sjúkrahúsið
Löngu áður en hugtak-
ið þekktist höfðu
síamstvíburar komist á
blað með furðuverkum
sköpunarinnar. Fyrsta
krufning, sem vitað er
til að gerð hafi verið á
síamstvíburum, átti sér
stað árið 1533 í Santo
Domingo í Nýja heimin-
um. Prestur nokkur
hafði hug á að vita
hvort tvær sálir eða ein
léti fyrir berast í slíkri
veru. Þegar presturinn
komst að því að í
tvíburunum voru tvö
líffæri þeirrar gerðar,
sem hann taldi andann
hafa aðsetur í, dró
hann þá ályktun að
sálirnar hlytu einnig að
vera tvær.
Fyrir nokkrum áratugum þótti
fylgja því talsverð áhætta að skilja
síamstvíbura að og veigruðu
læknar sér við því að gera slíka
aðgerð. Margir þeirra, sem hlutu
sömu örlög og Benjamin og
Þatrick Binder, voru dæmdir til
þess að búa alla tíð í sama líkama
og ósjaldan fram á gamals aldur.
Utan marka velsæm-
is og siðareglna
Tvíburasystumar Daisy og Vio-
Við annan
mann í líkama
Síamstvíburarnir Chang og Eng: annar drakk ótæpilega, en hinn
bindindismaður.
let Hilton, sem voru samvaxnar á
mjöðunum, lifðu í sextíu ár. Þær
sungu, dönsuðu og blósu í saxo-
fóna og komu fram á fjölleikasýn-
ingum. Þær fóru ekki varhluta af
rætnisfullum rægitungum og árið
1934 var þeim slegið upp á forsíð-
um slúðurblaða í New York er
Violet var neitað um leyfi til að
giftast. Ástæðan var sú að giftur
síamstvíburi stangaðist á við öll
mörk velsæmis og siðalögmála.
Mál systranna var kveikjan að rit-
gerð um „Kynlíf síamstvíbura".
Þar komst læknir einn að þeirri
niðurstöðu að annar tvíburinn „fái
vissa ánægju og fullnægingu" af
kynmökum hins. Þær giftust að
lokum báöar, en þurftu að berjast
fyrir því í réttarsölum að fá hjú-
skaparleyfi. Daisy og Violet létust
árið 1969 af Hong Kong inflúensu.
Eldri urðu bræðurnir Chang og
Eng, sem síamstvíburar geta
þakkað viðurnefnið. Þeir fæddust
í Síam, sem nú er Thailand, árið
1811 og á dánardægrinu höfðu
þeir verið samvaxnir í 63 ár. Móð-
ir Changs og Engs, sem var
reyndar að hálfu kínversk og faðir
þeirra Kínverji í báðar ættir, seldi
þá skipstjóra bandarísks kaup-
skips þegar þeir voru sextán ára.
Förinni var heitið til Banda-
ríkjanna þar sem þeir voru hafðir
til sýnis i fjölleikahúsi Phineasar
Taylor Barnum, „konungi loddar-
anna". Þeir Chang og Eng, sem
á íslensku útleggst vinstri og
hægri, auðguðust af sýningunum
hjá P.T. Barnum í New York, en
ekki urðu þeir hamingjusamari við
það. Eftir því sem aldurinn færð-
ist yfir síamstvíburana kom betur
í Ijós hversu ólíkir þeir voru.
Chang var veiðimaður af ástríðu
og reykti og drakk. Eng var aftur
á móti stakur bindindismaður og
var fátt honum síður að skapi en
skotæfingarnar, sem leiddu til
þeirrar ógæfu að hann missti
heyrn á öðru eyra. Eng undi sór
best að tafli, en Chang þyrsti í
að fara út á lífið og skvetta úr
klaufunum. Chang varð oft og
tíðum ofurölvi og hefur væntan-
lega einnig svifið á Eng, sem
þurfti aftur á móti að múta bróöur
sínum til að sitja kyrr meöan hann
tefldi.
Ástir ósamlyndra
hjóna
Bræðurnir kvæntust árið 1843
og settust að í Norður-Karolínu-
fylki, en konur þeirra, sem báðar
voru prestsdætur, hötuðust. Svo
fór að síamstvíburarnir áttu sér
tvo samastaði og gistu á víxl þrjár
nætur hjá hvorum vegna skaphita
eiginkvennanna. Þetta fyrirkomu-
lag virðist hafa haft einhverja
kosti. Alténd eignuðust bræðurnir
22 börn og hefðu ugglaust getað
bætt einhverju við ritgerðina um
„Kynlíf síamstvíbura".
Ýmislegt má læra af lífi Changs
og Engs, sem oft flugust á og
stefndu meira að segja hverjum
öðrum fyrir rétt. Greinilegt er að
ásköpuð kvöð tveggja manna til
að lifa í sama líkama getur dregið
dilk á eftir sér og raskað sálarlíf-
inu. En saman skyldu þeir lifa og
er þess getið að læknirinn nafn-
togaði Rudolf Virchow, sem
rannsakaði þá í Berlín árið 1870,
réði frá því að þeir yrðu skildir að
og sagði það of áhættusamlegt.
Aldarfjórðungur leið þar til
tókst að skilja síamstvíbura að
með góðum árangri. Árið 1839
var gerður uppskurður á þrettán
ára systrum frá Bengal í París.
Stúlkurnar Maria-Rosalina og
Badika-Doodika voru samvaxnar
á brjósti.
Upp frá því hafa skurðlæknar
reynt flóknari aðgerðir. En þrátt
fyrir aukna þekkingu læknavísind-
anna hafa ýmis vandamál sprottið
upp, bæði læknisfræðileg og sið-
ferðisleg. Síamstvíburar eru
reyndar mjög sjaldgæfir. Af hverj-
um 100 þúsund börnum, sem
fæðast lifandi, er að finna eina
samvaxna tvíbura. Engu að síður
hafa læknar ætíð rekist á vanda-
mál, sem ekki þekktust áður, og
jafnvel þurft að taka ákvörðun um
það hvort fórna ætti lífi annars
tvíburans. Ástæðan er sú að oft
eru sameiginleg líffæri í síamství-
burum og má þar nefna hjarta,
lifur eða maga. Eftir aðgerð eru
lífslikur tvíburanna ekki þær sömu
og ósjaldan eru þeir krypplingar
eftir að hafa verið skildir að.
Læknum hefur þó tekist að
skilja síamstvíbura að með góðum
árangri. Árið 1974 voru systurnar
Alta og Clara Rodriguez, sem
voru samvaxnar frá bringubeini
og niður að mjaðmagrind, skildar
að og tók aðgerðin tíu klukku-
stundir. En aðrir eiga sér ekki
lækningar von. Yvette og Yvonne
McCarther hafa verið samvaxnar
á höfði frá því að þær fæddust
fyrir 36 árum. Talið var að ekki
væri hægt að skera þær upp.
Systurnar öfluðu sér viðurværis
með því að syngja gospel tónlist
víða um Bandaríkin og eru sáttar
við sitt hlutskipti. Á þessu ári
ákváðu þær að hefja nám í há-
skóla í Kaliforníu.
Ekki er jafn fátítt að síamství-
burar fæðist og ætla mætti.
Síamstvíburar fæddust fyrir
rúmri viku í Hamilton á Nýjasjá-
landi og voru skildir að um
síðustu helgi. Nokkrum klukku-
stundum eftir að síamstvíburarn-
ir í Hamilton komu í heiminn
létust samvaxnir tvíburar frá
Salomóns-eyjum í Suður-Kyrra-
hafi í Auckland á Nýja-Sjálandi.
Þeir voru sjö daga gamlir og sam-
vaxnir frá brjósti niður að nafla,
en höfðu aðeins eitt hjarta. Móð-
ir ein í Suður-Afríku fæddi fyrir
níu mánuðum tvíbura, sem sam-
vaxnir eru á höfði. Yfirvöld
sjúkrahúss í Soweto hafa nú
ákveðið að skera eigi dætur
hennar upp og skilja þær að.