Morgunblaðið - 27.09.1987, Side 52

Morgunblaðið - 27.09.1987, Side 52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 4 t Móðir okkar, ANNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Borðeyri, lést í fjórðungssjúkrahúsinu Akranesi fimmtudaginn 24. september. Börn hinnar látnu. t Móðir okkar, ÁSLAUG EYJÓLFSDÓTTIR, Laekjarhvammi, Laugardal, lést þann 15. sept. sl.á sjúkrahúsi suðurlands. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Gunnar Eyjólfsson, Björgólfur Eyjólfsson. Eiginmaður minn, t faðir okkar, sonur og tengdasonur, ALEXANDER H. BRIDDE bakarameistari, Kleifarási 9, verður jarðsunginn þriöjudaginn 29. september kl. 13.30 frá Ár- bæjarkirkju. Marfa Karlsdóttir, Hrafnhildur Bridde, Hermann Bridde, Karl Jóhann Bridde, Anna Ármannsdóttir, Kristin Bridde, Karl Jóhann Karlsson, Kristin Sighvatsdóttir. * t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GYÐA GUÐMUNDSDÓTTIR, Síðumúlaveggjum, Hvítársiðu, lést í sjúkrahúsi Akraness 18. september. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur Þorgrímsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Útför mágkonu minnar, föðursystur og frænku, OLEVIU THORARENSEN, Hafnarstræti 104, ferfram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 29. september kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnlaug Thorarensen. Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmom/Gmít Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður LEGSTEENAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — Sími 681 960 Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. l i S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMvlUÆGI 48 SiMI 76877 Minning: Eva Júlíusdóttir frá Hrappsey Ég er ekki vanur að skrifa um þá sem eru mér kærir og komnir yfir móðuna miklu. Mér finnst eins og skrif sem þessi segi svo lítið, þó vildi ég senda nokkur fátækleg orð um systur mína, Evu Júlíusdóttur, sem lést sunnudaginn 13. september. Hún var eina systir okkar sjö bræðra. Evu systur minnist ég sem mjög lífsglaðrar konu þrátt fyrir hart lífshlaup enda með stórt heimili. En hún hafði vilja og skap til að standast allar þær kröfur sem stórt heimili gerir svo það megi vel dafna og hún stóðst sitt lífsins próf með sóma og reisn. Hún og Amar heitinn, eigin- maður hennar, voru höfðingjar þótt þau skörtuðu ekki vafasömum med- alíum því til sönnunar. Þau vom höfðingjar heim að sækja og þægi- legt að vera í návist þeirra. Mann sinn missti hún 1971. Hún vann við ýmis störf eftir það. Framundan virtust vera rólegir dagar, dagar sem hún átti að eiga fyrir sjálfa sig, þegar hún varð bráðkvödd. Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjðrtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (T.G.) Ég þakka samfylgdina sem gjaman hefði mátt vera lengri. Aðstandendum og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar bróðir Þegar upp koma þær stundir að einhver yfirgefur þetta jarðríki verður maður lamaður og hissa þótt maður viti það, að þetta eigi eftir að koma fyrir okkur öll, sökn- uðurinn verður það mikill að maður þarf nokkra daga til að trúa því að ættingi eða félagi sé horfinn. Fer maður þá yfir ævina og minn- ingar sem maður hefur átt með þeim sem maður er að missa og rifjar upp það góða. Hitt lætur maður vera því í mannlegum sam- skiptum er það það góða í lífinu sem hefur tilgang. Svona er lífið og við breytum því lítið. 13. september lést tengdamóðir mín, Eva Júlíusdóttir. Lokið er starfsamri ævi dugnaðarkonu. Hún var fædd 18. janúar 1920 í Fagurey í Breiðafirði. Fluttist þaðan á öðru ári í Hrappsey. Foreldrar Evu voru Júlíus Sigurðsson og Guðrún Marta Skúladóttir. Eva var næstyngst af sjö systkinum og eftir lifa Friðjón Júlíusson og Gunnar Júlíusson. Ung fer hún suður að vinna, vann við ýmis störf, þar á meðal á Hótel Heklu, þar sem hún kynntist verð- andi manni sínum, Arnari Jónssyni, en foreldrar hans voru Jón Jónsson matsveinn og Friðlín Þórðardóttir. t Sonur minn, bróðir og mágur, REYNIR VIGGÓSON, andaöist 25. sept. að heimili sínu í New York. Margrét Sfmonardóttir börn og tengdabörn. t Móðursystir mín og frænka, RÓSA KRISTBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Norðurbrún 1, andaðist í Borgarspítalanum 21. september. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 28. september kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Hreinn Edilonsson, Rósa Steinþórsdóttir. t Eiginkona mín, JAKOBÍNA HELGA JAKOBSDÓTTIR, Austurgötu 6, Stykkishólmi, lést í sjúkrahúsi Stykkishólms að morgni 24. september. Gestur Sólbjartsson. t Þökkum innilega auösýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNÚSAR INGÓLFSSONAR, Ferjubakka 8. Sérstakar þakkir til Heklu hf. Sigurbjörg Guðvarðardóttir, Málfríður Magnúsdóttir, Unnsteinn Hjörleifsson, Ingólfur Magnússon, Ástríður Hartmannsdóttir, Magnea Magnúsdóttir og barnabörn. Lokað Lokað á þriðjudaginn vegna jarðarfarar ALEXANDERS H. BRIDDE, bakarameistara. Miðbæjarbakarí. Eva og Arnar gengu í hjónaband 6. janúar 1947. Arnar var í lögregl- unni og vegna starfs síns bjuggu þau á Ólafsfirði um tíma og á Isafirði um tólf ára skeið, þar sem þau áttu sín flest börn. Þau fluttu til Reykjavíkur 1960. Arnar starf- aði í Íögreglunni þar til hann lést 1. janúar 1971, þá 45 ára. Eva og Arnar áttu átta böm, þau Júlíus, Klöru Margréti, Haföldu Breiðfjörð, Örn, Friðlín, Jón Hauk, Gunnar Ingólf og Smára. Heimilið var því mannmargt. Meðan þau bjuggu á ísafirði réðu þau til sín konu, Sig- rúnu Guðmundsdóttur. Hún átti að vera í mánaðartíma við að aðstoða við heimilisstörf, en þessi mánuður varð 26 ár og litu allir á hana sem eina úr fjölskyldunni. Hún lést árið 1978. Með heimilinu rak Eva sitt eigið fyrirtæki en seldi stuttu eftir að Arnar dó. Síðustu árin bjó hún í Hveragerði. Þar komu barnaböm- in oft. Þar var nóg pláss fyrir alla. Hún minnkaði við sig húsnæði fyrir ári og keypti litla skemmtilega íbúð í Reykjavík. Með vinarkveðju, Ragnar G.D. Hermannsson og fjölskyldan Kaldaseli 2. Sunnudaginn 13. september sl. lést í Reykjavík Eva Júlíusdóttir, aðeins 67 ára að aldri. Evu frænku kynntist ég fyrst þegar ég kom til hennar í sveitina 1956. Þótt bam- margt væri þar fyrir gat hún alltaf fundið rými fyrir einn í viðbót á heimili sínu og naut ég þar góðs af, einnig systur mínar. Heimili hennar stóð okkur systkinum ávallt opið og má segja með sanni að þar hafi verið okkar annað heimiíi í bemsku. Eva giftist Amari Jónssyni 1947. Eignuðust þau átta böm sem öll eru á lífi. Þau bjuggu á Ólafsfirði og Isafirði áður en þau fluttust al- farin til Reykjavíkur 1961, en tíu árum síðar missti hún eiginmann sinn sem varð bráðkvaddur á heim- ili þeirra hjóna. Um tíma fluttist Eva til Hvera- gerðis og starfaði þar m.a. við aðhlynningu sjúkra. Svo virðist sem hún hafi verið burt kölluð í þann mund er hún gat farið að lifa þægilegu, áhyggjulausu lífi, búin að skila mikilli starfsævi þótt ævin væri ekki löng og búin að skila sínu uþpeldishlutverki. En þá — einmitt þá — deyr hún. Ég man vart eftir Evu frænku öðm vísi en sístarfandi. Kona, sem vildi ekki að neinn ætti nokkuð inni hjá sér, enda bað hún aldrei nokk- um um neitt sér til handa, það hefði ekki farið saman við hennar skapgerð. Eva og Amar em í huga okkar klettar í úfnum sjó, sem stóðust marga ágjöfina. Við minnumst þeirra með þökk og virðingu og sendum bömum, bamabömum, bræðmm og vinum hennar okkar dýpstu samúðarkveðjur. Þröstur, Sigrún og Harpa. Höfóar til .fólksíöllum starfsgreinum! 'T'TT™ _1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.