Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 53

Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 53 Kveðjuorð: Sveinn Jóhanns- son Varmalæk Fæddur 7. júní 1929 Dáinn 17. september 1987 Hetjulegri baráttu er lokið. Sveinn Jóhannsson á Varmalæk í Skagafirði varð að lúta ógnarvaldi hins lævísa sjúkdóms, sem virðist leggja æ fleiri að velli. í Skagafirði hefur ský dregið fyrir sólu og tóma- rúm orðið á Varmalæk, sem ekki verður fyllt. Margar kærar minningar leita á hugann frá ellefu ára samveru í Lýtingsstaðahreppi, þegar Sveins á Varmalæk er minnst. Hann var óvenju sterkur persónuleiki og var enginn í vafa um, hver hefði for- ystuhlutverkið, þar sem hann fór. Hann var hlýr heimilisfaðir og bjuggu hann og kona hans, Herdís Bjömsdóttir frá Stóru-Ökrum í Blönduhlíð, í einstaklega farsælu hjónabandi, þar sem aldrei bar skugga á, þótt annir væm í mestan máta og viðfangsefnin erfið. Sveinn var ástúðlegur sonur öldmðum for- eldmm, Jóhanni Magnússyni frá Gilhaga og Lovísu Sveinsdóttur frá Mælifellsá, sem bjuggu á ævikvöldi í skjóli hinnar samhentu flölskyldu á þjóðkunnu risnuheimili. Þá má minnast hans úr snarpri orðræðu á opinbemm vettvangi og fyrir besta ráðgjöf og framsýni í málum sveit- arinnar, og er þá einkum hugsað til fyrstu hússtjómar félagsheimilis- ins Árgarðs og ferðanefndarstarfa. Ekki skal gleymt að nefna Svein sem hinn ljúfa og glaða félaga á góðri stundu heima og heiman, og átti hann auðvelt með að kasta fram stöku eins og hann átti kyn til. Þrátt fyrir geysilegt annríki þeirra hjónanna, og raunar allra á Varma- læk, vom þau Sveinn og Hebba ásamt Bimi syni þeirra trúfastir kirkjukórsfélagar og áttu virkan þátt í farsæælu kór- og safnaðar- starfi. Þá er ótalinn stór þáttur í minn- ingageymdinni og hann ekki sá veigaminnsti. Það em hestaferðim- ar með útlendinga yfír Kjöl, sem Sveinn stóð fyrir um árabil. Þar var hann sannarlega í essinu sínu, hinn fæddi foringi og kunni það sem þurfti til að skapa öryggi ferðalang- anna, oft við erfiðar aðstæður, ánægju og lífsnautn. Af glöggu innsæi valdi hann rétta hestinn handa hveijum og einum, þótt fólk- ið væri honum auðvitað ókunnugt. Það er ekki hægt að lýsa hugljómun hestamanna á Qallaferð fýrir þeim, sem eigi hafa reynt, og alls ekki á slíkri ferð með Svein á Varmalæk í fararbroddi. Þar verður þakklæti samferðarmannanna efst í huga. Er skýr myndin af þeim Ragnari Stefánssyni á Akureyri, vini Sveins, sem oftast fór með, á hestbaki í birtu miðnætursólar og við jöklasýn eða í skála á Hveravöllum eða í Hvítámesi, þegar ró færðist yfír eftir dagsins önn. Gott er líka að eiga raunvemleg- ar myndir um góða daga á filmu og hefur sjónvarpsmyndin Yfir Kjöl, þar sem Sveinn gegnir hlutveki, glatt marga hér í Danmörku og líka hestamenn í Þýskalandi og Sviss. Hugsa íslandshestavinir þar heim í Varmalæk að útför Sveins í þakk- læti og virðingu. Þessi sorgardægur finnum við, hve heimilið á Varmalæk hefur misst mikils. Þetta óvenjulega heimili, sem veitti sveitungum, vin- um og framandi langferðafólki af svo mikilli rausn. Þar áttu þau öll hlut að máli systkinin með foreldr- um sínum, en þau em Lovísa, Bjöm, Jóhann Pétur, Gísli, Sigríður og Ólafur. Það þurfti að taka til hendi Birkir Njáls- son — Kveðjuorð Fæddur 16. aprU 1955 Dáinn 9. september 1987 Og þvi varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega þitt bjarta vor í hugum vina þinna. (T.G.) Hann Biggi bróðir okkar er dá- inn. Þvílíkt reiðarslag að verða að horfast í augu við að þessi duli, viðkvæmi og góði drengur er horf- inn, og hve örstutt bilið er á milli lífs og dauða. Hve grandalaus við emm alltaf og notum tímann ekki nógu vel af því að okkur finnst hann nægur og daglegt amstur situr í fyrirrúmi. Síðan stöndum við eins og flestir frammi fyrir því einn dag að tíminn og tækifærin em horfin og ekkert getur bætt það nema minningamar um allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Minningar og hugsanir leita stanslaust á, minningar um þennan litla bróður sem var langyngstur okkar systkina. Þennan dreng sem var alltaf jafn tryggur og alls trausts verður, sem hægt var að tala við um allt milli himins og jarð- ar í fullu trausti og þeirri vissu að allt var vel geymt og að þeim trún- aði yrði aldrei bmgðist. Við gleðjumst yfir því að draum- urinn sem hann átti sfðan hann var lítill drengur gat hann látið rætast, að læra flug og fljúga um loftin blá. Þó það yrði ekki hans atvinna, þá veitti það honum margar ánægjustundir. Einnig leita á hugann orðin sem spámaðurinn hafði um leyndardóma dauðans; „Hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns.“ Við vonum að þau orð séu sönn. Guð geymi þig elsku Bigga. ----------Gréta og Jón- Víðir við búskapinn, verslunina, gróður- húsin, hestaútgerðina og svo þurfti að annast um gestina og tala við þá. Systkinin bera þess vitni, hve vel þeim leið þar öllum í eindrægni og gleði. Sjaldan hefur orðið eins tómlegt hér í útlandinu og þegar lát Sveins fréttist. Þá er sárt að vera fjarri góðum grönnum. Guðs blessun fýlgi fjölskyldunni á Varmalæk og stafí birtu á allar góðu minningamar. Guðrún L. Asgeirsdóttir, Jónshúsi, Kaupmannahöf n. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjóm blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins i Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það Iögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. Blómostofa Fnöfinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 0pi6 öll kvöld tll kl. 22,- eínnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. VELLÍÐAN Nudd sem dregur úr spennu og slakar á strekktum vöðvum Þegar streita eða strekktir og spenntir vöð- var hrjá þig er gott að eiga góða að, umhyggjusaman maka eða náinn vin/vin- konu með góðar hendur, til að hjálpa þér að „slappa af“. Hér fer á eftir þrenns- konar nudd, sem gott er að læra og kenna öðnun. Nuddið tekur ekki langan tíma og það stórbætir líðan þína, bæði iíkamlega og andlega. 1. Liggðu á maganum með kinnina á þunnum kodda og handleggina afslappaða niður með hliðunum. Nuddarinn stendur við höfðagaflinn og smyr sig vel um lófana með góðu kremi áður en hann/hún nuddar þig með báðum lófum frá hnakka niður með herða- blöðunum við hrygginn og út til hliðanna beggja vegna með jöfnum og mjúkum strokum. Nuddið er endurtekið nokkrum sinnum eftir þörfum. 2. Nuddarinn leggur aðra hönd- ina ofan á hina til að fá meira átak. Nuddað er frá hnakka, niður eftir herðablaði og út að handarkrika með jöfnum en stuttum strokum fram og til baka. Endurtekið nokkrum sinnum og nuddað til beggja hliða. 3. Allir fingur eru notaðir til að nudda hnakka og axlavöðva með léttum hringlaga strokum. Nuddið í þá átt sem örvamar á myndinni sýna. „Fegrunardrykkur“ Eftir nuddið er ekkert á móti því að fá sér þennan drykk, sem er bæði hollur og bætandi fyrir útlitið. Og „feg- runardrykkinn" má drekka oft á dag, ekki sízt þegar verið er í megrun. Drykkurinn er nefni- lega saðsamur auk þess sem hann er ríkur af vítamínum og söltum og góður fyrir húðina. (Olían sem notuð er gerir húð- ina unglega og mjúka.) Blandið vel saman 2 sentilítrum af epla- ediki, 2 sl af jurtaolíu, 2 sl af hunangi og dálitlu af appelsínu- eða sítrónusafa. Þéssi drykkur er ef til vill ekki sérlega bragð- góður í byijun, en hugsaðu bara um hvað hann gerir þér gottí « t Mófiir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, EVA JÚLÍUSDÓTTIR frá Hrappsey, Þangbakka 8, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 28. september kl. 15.00. Júlíus Arnarsson, Klara M. Arnarsdóttir, Hafalda B. Arnarsdóttir, Örn Arnarsson, Friðlin Arnarsdóttir, Jón H. Arnarsson, Gunnar I. Arnarsson, Smári Arnarsson, Gunnar J. Júlíusson, Friðjón I. Júlíusson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.