Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 27.09.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 55 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA / SUNDFÉLÖG Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Litið inn á æfingu hjá Ármanni, Ægi og Sundfélagi Hafnarfjarðar Sundfélög á höfuðborgarsvæð-: inu hafa átt undir högg að sækja undanfarin ár vegna mikils krafts í félögum úti á landi t.d. á ^■1 Bolungarvík, Þor- Andrés lákshöfn og Akra- Pétursson nesi. En það er þó skrifar nokkur hópur sem heldur uppi nafni sundíþróttarinnar á höfuðborgar- svæðinu. Eftir því sem unglingasíð- an kemst næst þá eru sunddeildir starfandi hjá KR, Armanni, Ægi, Breiðablik og Sundfélagi Hafnar- ijarðar. Unglingasíðan leit inn á æfingu hjá þremur þessara félaga: Ármanni, Ægi og Sundfélagi Hafnarfjarðar. Hjá Ægi, sem var um langt árabil sterkasta sundfélag landsins, æfa nú um 30 manns. Flest þeirra eru á aldrinum 13—19 ára og æfa þau a.m.k. sex sinnum í viku. Þau sem blaðamaður hitti í Laugardalnum, Ragnar, Ingibjörg, Þórunn, Karl, Bima og Ama vom að fara að hlaupa en það er besta aðferðin til að komast í úthald í byijun tíma- bils. Spumingunni hvers vegna landsbyggðin hefði skotið höfuð- borgarsvæðinu aftur fyrir sig svömðu þau greiðlega. Þau töldu að samheldnin væri meiri á minni stöðunum úti á landi, einnig kæmi til öflugur stuðningur bæjarfélag- anna við sundfélögin og þar að auki að foreldramir styddu svo vel við bakið á bömunum. Ekki vildi blaðamaðurinn tmfla æfinguna of mikið þannig að við þökkuðum pent fyrir okkur og héldum af svæðinu. Alltaf ssft með Ármanni Skömmu síðar kom hópurinn frá Armanni á æfingu. Blaðamaður ræddi stuttlega við Viðar Magnús- son 17 ára og Berglindi Libungan 13 ára. Viðar hefur æft sund í 2 ár en Berglind einungis í 6 mán- uði. Þau sögðust alltaf hafa æft með Ármanni en þyrftu því miður að viðurkenna að Ægir væri líkleg- ast með betra lið en Ármann. En alltaf væri mikill metnaður að reyna að sigra Ægi. Kraftur f Sundfélagl HafnarQaröar Það var mikið um að vera í Sund- höll Hafnarfjarðar þegar blaðamað- ur mætti á staðinn. Þar var þá eldri hópur Sundfélagsins að mæta á æfíngu. Töluverður áhugi er á sundi í Hafnarfirði og æfa um 70 krakk- ar reglulega með Sundfélagi Hafnarfjarðar. Félagið er 47 ára gamalt og stend- ur því á gömlum grunni. Við ræddum við tvo af krökkunum: þau Valgerði Guðjónsdóttur og Kristin Magnússon um starfsemina og sund almennt. Kristinn hefur æft sund í átta ár. „Ég byrjaði á körfuboltan- um en þar sem ég bý hér við hliðina á Sundhöllinni þá var auðveldara j að fara hingað að æfa en að fara j alla leið niður í bæ.“ Svo mælti Kristinn en hvað sagði Valgerður: „Ég man nú ekki alveg af hveiju ég byijaði að æfa sund en þetta er góður félagsskapur og maður hefur þá eitthvað að gera.“ Fyrlr mót er æft átta slnnum íviku Það er ótrúlegt hvað sundfólk legg- ur á sig í sambandi við æfíngar. Þau æfa nú fímm sinnum í viku en það getur farið upp í átta sinnum þegar æft er fyrir mót. Fæstir halda þetta út mjög lengi og er flest sund- fólk ungt að árum. Kristinn er nú orðinn 20 ára en það sem heldur honum við efnið er að hann er í landsliðinu og það eflir áhugann. Valgerður segist ennþá njóta þess að æfa en veit ekki hve lengi hún heldur það út að æfa svona mikið. Eldri hópurinn í skemmtilegri stellingu í Sundhöllinni í Hafnarfirði. ... Ægiskrakkamir Ragnar Guðmundsson þjálfari, Ingibjörg Sveinbjömsdóttir, Þómnn Guðmundsdóttir, Karl Pálmason, Bima L. Birgisdóttir og Ama Þórey Sveinbjömsdóttir. Hópurinn hjá Armanni í Laugardalslauginni. Viðar Magnússon og Berglind Libung- an æfa bæði með Ármanni. Viðar, sem er 17 ára, hefur æft sund í tvö ár,^ en Berglind, 13 ára, hefur aðeins æft í sex mánuði. Þau em metnaðarfull og stefna lengra í íþróttinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.