Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 56

Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 56
SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 VEIÖÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Morgunblaðið/RAX Karl og kerling í Þórsmörk Útlit fyrir tap hjájárnblendi- verksmiðjunni Verð á kísiljárni er heldur hækkandi ÚTLIT er fyrir að einhver halli verði á rekstri íslenska járn- blendifélagsins á Grundartanga á þessu ári, að sögn Jóns Sigurðs- sonar framkvæmdastjóra. Rekst- urinn hefur skilað hagnaði flesta mánuði ársins en þó ekki nægu til að vinna upp tapið sem varð vegna rekstrarstöðvunar verk- smiðjunnar í sumar. Rekstraraf- koman verður þrátt fyrir þetta mun betri en á síðasta ári þegar um 200 milljóna króna tap varð á rekstrinum. Jón segir að reksturinn hafi ver- ið í jafnvægi um mitt ár, eða þar til ákveðið var að stöðva verksmiðj- Reykjavík: Þrír pilt- ar réðust að tveim- ur konum ÞRÍR unglingspiltar réðust^ að tveimur konum i bíl við Ála- granda í Reykjavík á föstudags- kvöldið. Piltarnir skemmdu bUinn talsvert með barsmíðum en konurnar sakaði ekki. PUt- arnir höfðu ekki fundist á laugardagsmorguninn. Talsverð ölvun var í miðborg Reykjavíkur á föstudagskvöld og aðfaranótt laugardags, en að sögn lögreglu var þar um „venjulegt" föstudagskvöld að ræða og engin stór vandræði hlutust af. Þó voru rúður brotnar á Hótel Borg, Póst- húsinu við Austurstræti og ljós- myndavöruverslun í sömu götu. una í 5 til 6 vikur í júlí og ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks, markaðsaðstæðna og viðhalds. Hagnaður væri á rekstrinum frá mánuði til mánaðar, en ekki væri útlit fyrir að það dygði til að vinna upp tapið. Verð á kísiljámi hefur farið hækkandi, en er þó enn lágt, að sögn Jóns. Hann segir að verksmiðj- umar hafi dregið úr framleiðslu og eftirspumin auk þess aukist lítil- lega, þannig að aðstæður væm til verðhækkunar. Verðhækkun hefði orðið á Evrópumarkaði. Þá hefði orðið 20—25% hækkun í þeim mark- aðslöndum sem greiddu í dollumm, en fall dollarans gagnvart norsku krónunni gerði það að verkum að hækkun afurðaverðsins hefði ekki skilað fyrirtækinu auknum tekjum. Tiltölulega litlar birgðir em nú af kísiljámi í heiminum. Sem dæmi um þetta nefndi Jón að um helgina kæmi skip frá Japan og tæki nán- ast allar birgðir íslenska jámblendi- félagsins. Kostnaðarauki vegna launahækkana um 1,5% fyrir fiskvinnsluna: Efasemdir um áframhald verðhækkana erlendis FORSVARSMENN fiskvinnsl- unnar segja að 7,24% launahækk- un um næstu mánaðamót hafi í för með sér verulegan kostnað- arauka fyrir atvinnugreinina, allt að 1,5%. Einnig sjáist ýmis teikn um að ekki verði um áfram- haldandi verðhækkanir á erlend- um mörkuðum að ræða, sem ^Jiefur gert fiskvinnslunni kleift að standa undir verðlagshækk- unum þrátt fyrir fast gengi. Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri sjávarafurðadeildar Sambandsins sagði við Morgun- blaðið að ætla mætti að þessi launahækkun hefði í för með sér um 1,5% kostnaðarhækkun fyrir * 'Tískvinnsluna og auk þess kæmi þessi hækkun jnn í afleiddar at- vinnugreinar. „í þessu fasta gengi kemur vinnslan til með að lenda í meiri klemmu en hún er í þegar, því verðbólgan er á verulegu skriði. Ég varð því mjög undrandi að heyra að búið væri að reikna út að sjávar- útvegurinn gæti tekið á sig þessar hækkanir. Eg tel að fískvinnslan geti það ekki nema eitthvað annað komi til á móti og ég er ekki viss um að við getum átt von á áfram- haldandi verðhækkunum erlendis," sagði Sigurður Markússon. Brynjólfur Bjamason forstjóri Granda hf. tók í sama streng og sagði við Morgunblaðið að þessi launahækkun, eins og aðrar inn- lendar kostnaðarhækkanir, kæmi mjög illa við þessa atvinnugrein. Erlendar tekjur hefðu ekkert breyst og launahækkunin þýddi einfald- lega að rekstrarskilyrðin versnuðu. „Það er að vísu ekki hægt að segja að Bandaríkjamarkaður sé farinn að dala en við sjáum teikn um að þar sé ekki alltaf á vísan að róa, að verðið hækki stöðugt og eftir- spumin aukist," sagði Brynjólfur. Sigurður Markússori sagðist að- spurður ekki vilja að taka undir gengisfellingu á þessu stigi máls- ins. „En það er ekki endalaust hægt að vinna þannig að verðbólga í landinu sé miklu meiri en breyting á erlendum gjaldmiðlum. Það eina sem gæti gert það kleyft að stand- ast slíkt er að verð hækki erlendis og ef verðhækkanir stöðvast ráðum við ekki lengur við málið, svo ein- falt er það,“ sagði Sigurður. Hartdeilt umtré TVEIR menn, sem búa á höf- uðborgarsvæðinu, deila nú um tré í garði annars þeirra. Garðeigandinn vill láta tré sitt standa óáreitt, en ná- granni hans heldur þvi fram að tréð valdi honum óþæg- indum, meðal annars vegna þess að fuglar himinsins setj- ist i greinar þess og driti á bifreið hans. Mennimir hafa verið ná- grannar í nokkur ár. Á þeim tíma hefur annar þeirra horft með hryllingi á vöxt trésins í garði hins. Nú er svo komið að greinar þess ná yfir innkeyrslu mannsins. Hann á nýja bifreið, sem honum er ákafiega annt um og bónar hann hana oft og mikið. Hann hefur hins vegar kvartað við lögregluna yfir því, að laufblöð falli af trénu á bif- reiðina og þar að auki setjist fuglar í tréð og driti á ný- þvegna bifreiðina. Þess vegna krefst hann þess að greinar þær, sem ná yfir bifreiðina, verði sagaðar af. Þessu vill garðeigandinn ekki una og gæti komið til málaferla vegna þessa. Síldarvertíðin hefst 8. október: Hver bátur fær að veiða 800 tonn SÍLDARVERTÍÐIN hefst að þessu sinni 8. október, nokkrum dögum fyrr en á síðustu vertíð. Um 90 bátar hafa fengið leyfi til veiðanna. Að sögn Jóns B. Jónassonar skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðu- neytinu er þetta svipaður fjöldi báta og stundað hefur veiðamar. Hver bátur hefur leyfí til að veiða 800 tonn, þannig að heildarkvótinn er 72 þúsund tonn. Á síðustu síldar- vertíð vom veidd um 65 þúsund tonn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.