Morgunblaðið - 11.11.1987, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 11.11.1987, Qupperneq 7
Sinf óníuhlj ómsveitin MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1987 7 Guðni Franzson leikur klar- inettkonsert eftir Weber Á FJÓRÐU áskriftartónleikum Sinfóniuhljómsveitar íslands, sem haldnir verða í Há- skólabíói á morgnn, fimmtu- dag, leikur Guðni Franzson klarínettleikari í fyrsta sinn einleik með hljómsveitinni. Hann leikur Klarinettkonsert númer 2 eftir Weber. Tonleikarnir á morgun hefjast klukkan 20.30. Auk klarínettkon- sertsins verða á efnisskránni 5. sinfónía Tjækofskís og forleikur- inn að Vespunum eftir Vaughan- Williams en aldarfjórðungur er nú liðinn frá því að Sinfóníu- hljómsveitin lék síðast verk eftir hann. Guðni Franzson lauk einleik- araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1984 og stundaði framhaldsnám í Hollandi. Fljót- lega er væntanleg plata þar sem Guðni leikur ásamt Þorsteini Gauta Sigurðssyni píanóleikara. Stjómandi hljómsveitarinnar verður Frank Shipway sem einnig stjómaði fyrstu áskriftartónleik- ur hljómsveitarinnar í haust. Hann mun einnig stjóma næstu tveimur áskriftartónleikum Sin- fóníuhljómsveitar Islands að því er segir í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni. Októbermánuður: Fleiri ferðamenn hingað en í fyrra UM 3600 fleiri farþegar skipa og flugvéla, eða 20.247 á móti 16.688, komu til landsins í októbermánuði síðastliðnum er í sama mán- uði á síðasta ári. Þar af voru 8464 útlendingar á móti 7749 í október á síðasta ári þrátt fyrir að leiðtogafund- urinn væri haldinn í þeim mánuði. Það sem af er árinu hafa 241.086 farþegar komið til landsins, þar af eru 119.822 útlendingar, en á sama tíma á síðasta ári höfðu 198.332 far- þegar komið til landsins, þar af 104.297 útlendingar. í október komu flestir út- lendingar frá Bandaríkjunum, eða 3642, en næstflestir frá Svíþjóð eða 1256. 957 komu frá Danmörku, 545 frá Noregi og 522 frá Bretlandi. 364 komu frá V-Þýskalandi og 145 frá Sviss. Samkvæmt yfiriiti Útlend- ingaeftirlitsins komu færri ferðamenn hingað með skemmtiferðaskipum en oftast áður, eða 7690, nær allt út- lendingar. í fyrra komu 7740 með þessum skipum en árið þar áður 10.823. Samkvæmt yfírlitinu komu flestir hingað með skemmtiferðaskipum árið 1979, eða 16.351. Þingfundir færast fram á fimmtudögum: Ríkissljórnar- fundunum flýtt til klukkan 8.30 Ríkisstjómarfundir á fimmtu- dögum hefjast framvegis klukk- an 8.30 í stað klukkan 10, en samkvæmt nýjum reglum um fundartima Alþingis hefjast fyr- irspurnartimar í sameinuðu þingi klukkan 10 á fimmtudags- morgnum. Ríkisstjórnarfundir á þriðjudögum hefjast eftir sem áður klukkan 10. Breytingamar á þingfundatím- anum voru kynntar á mánudag og samkvæmt þeim verða deildafundir á þriðjudögum og miðvikudögum í stað mánudaga og miðvikudaga. Þá daga eru einnig þingflokkfundir sem heflast klukkan 16 og hefur því minni tími en ella gefíst á deild- arfundum til að leggja fram laga- frumvörp. Þá hefur einnig verið gerð sú breyting að eina viku í mánuði verða þingfundir aðeins frá mánudegi til miðvikudags, en vikuna á eftir verða fundir frá mánudegi til föstu- dags. IBM PERSONAL SYSTEM/2 TOLVUR :YRIR ÞÁ SEM GERA KRÖFUR UM: ★ Nýjustu tækni ★ Örugga fjárfestingu ★ Góða þjónustu Tökum eldri IBM PC - XT - AT tölvur upp I andvirði nýrrar IBM PS/2 tölvu SOLUAÐILAR: Bjóðum eigendum stærri IBM tölvukerfa nýja hagstæða magnkaupasamninga
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.